Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÖBER 1984 29 horfir fram fyrir sig tómu augna- ráði, og bíður. Eftir hverju? Engu. Hann rekur nálina ákveðið undir húðina. Þegar hann reynir að draga upp f sprautuna, kemur ekk- ert blóð. Hann iosar sprautuna og rekur hana í sig aftur, og grettir sig um leið. Ekkert blóð. Ég finn ekki helvftis æðina, segir hann. Þú verður að hjálpa mér. Ókei, segir hinn, og sest silalega upp. Freddý lítur undan og stífnar allur þegar kalt stálið stingst f hann. Hann lokar augunum þegar ólin er losuð, og finnur eitthvað heitt streyma inn í handlegginn. Þessi heita gusa breiðist út um all- an líkamann og öll skynfæri. Hann linast upp eins og hann sé að leys- ast í sundur, umlukinn af mjúkri vellíðan. Hann opnar augun aftur og sér herbergið eins og í gulri slikju, og tekur nú fyrst eftir hvað hvað þetta er vistlegt umhverfi. Hann hallar sér upp að veggnum til að njóta áhrifanna sem best. Þá er hann allt í einu gripinn óstöðvandi ógleði. Hann gubbar og gubbar eins og hann ætli að selja upp lifur og lungum. Þegar maginn er orðinn tómur, kemur yfir hann þvflik værð, að hann vill ekkert nema liggja þarna fljótandi inni f sjálf- um sér um aldur og ævi. Ekkert annað. Aldrei nokkurn tíma neitt annað. Hann rankar við sér þegar ýtt er óþyrmilega við honum. Við skulum hypja okkur, segir maðurinn. Hypja okkur? Hvert? Liggur eitthvað á? Ég þarf að fara að vinna, segir hann. Vinna? Núna? Um miðja nótt? Auðvitað maður. Ég verð að ná í peninga fyrir næsta fixi. Ég þarf aldrei neitt meira, segir Freddý. Ég ætla bara að vera svona. Þú um það. Það kemur mér ekki við. Ég verð að minnst kosti að ná í peninga áður en ég verð veikur aft- ur. Annars fer illa. Og nú förum við. Út með þig. Freddý vill ekki hugsa um f hverju „vinna“ mannsins er fólgin. Hann bröltir á fætur og fer með honum út. Þeir skilja á sama horn- inu og þeir hittust. Freddý - fer heim. Honum gengur illa að kom- ast upp í rúmið. Það er mannhæð- arhátt og skápar undir því. Loks tekst honum þó að klifra upp í það. Þar hnígur hann niður. Fyrir ofan hann rís stúlkan hans upp við dogg og horfir á hann. Hvað kom fyrir? segir hún. Hef- ur eitthvað komið fyrir? Nei, segir Freddý með erfiðis- munum. Hann er svo sljór að hann getur varla talað. Það hefur ekkert komið fyrir. Ertu búinn að selja eitthvað? Freddý baxar við að ná pening- unum upp úr vasa sfnum og lætur hana hafa þá orðalaust. Stúlkan tekur við þeim og horfir á hann með undrun og tortryggni í svipnum. Hvað er að þér drengur? segir hún. Þú ert þó ekki fullur? Ertu algerlega stónd? Já, drafar í Freddý. Það má víst segja það. Ég er algerlega stónd. Hvern andskotann hefurðu nú tekið? Æi, hættu nú þessu röfli mann- eskja. Geturðu ekki leyft mér að sofa? Ég vil fá að vera í friði. En stúlkan lætur hann ekki í friði. Hún hvessir á hann augun og brettir upp skyrtuermina á vinstri handleggnum. Og rekur upp óp. Þú ert brjálaður, segir hún. Þú ert farinn að fixa. Og segir mér ekki frá þvf. Veistu hvað þú ert að gera? Hvað er þetta manneskja? Láttu ekki svona. Heldurðu að það sé kominn heimsendir þó maður fái sér eitt fix? Ertu búinn að gleyma hvað við ákváðum? Að þetta myndum við aldrei gera? Hvað sem fyrir kæmi. Að hér myndum við stoppa. Freddý svarar engu. Jæja þá, segir stúlkan hörkulega. Fyrst þú getur gert þetta, þá get ég það líka. Ekkert mál, umlar Freddý í svefnrofunum. En innst inni veit hann, að nú er hann endanlega húkkt. KmnMmi* Fellagörðum ■ Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS) Konur a öllum aldri! öðlist sjálfstraust í lífi og starfi Almenn námskeið Karon skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburö. Karon-skólinn leiöbeinir ykkur um: • andlits- og handsnyrtingu • hárgreiöslu • fataval • mataræöi • hina ýmsu borösiöi og alla al- menna framkomu o.fl. Öll kennsla í höndum færustu sér- fræöinga. Allir tímar óþvingaöir og frjálslegir. Ekkert kynslóöabil fyrirfinnst í Karon-skólanum. Model námskeið Karon-skólinn kennir ykkur: • rétta líkamsstööu • rétt göngulag • fallegan fótaburö • sviösframkomu • unniö meö Ijósmyndara • látbragö og annaö sem tilheyrir sýninga- störfum. Innritun og upplýsingar í síma 38126. Kennsla hefst þriðjudaginn 6. nóvember. Hanna Frímannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.