Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
63
Borgin og landið
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Á Kjarvalsstöðum stendur nú
yfir sýning á 62 vatnslita-
myndum er gert hefir Katrín H.
Ágústsdóttir.
Katrín er menntuð úr Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands,
Handavinnudeild Kennarahá-
skólans og Myndlistarskólanum
í Reykjavík. Aðallega er Katrín
þekkt fyrir framlag sitt við gerð
batíkverka hvers konar, — vegg-
mynda, kjóla o.fl. en söðlaði um
yfir í vatnslitamyndatækni fyrir
nokkrum árum og hefur haldið
nokkrar sýningar á þeirri fram-
leiðslu sinni síðan.
Svo sem ég hef áður greint frá
í listdómi um Katrínu er vatns-
litamyndatæknin ákaflega krefj-
andi og hér verður vissulega
enginn óbarinn biskup. Katrín
nær sem fyrr heillegustum
árangri er hún vinnur einfalt og
markvisst í tækninni svo sem í
myndunum „Þorpsgatan" (10),
„Þjóðbraut" (16), „Borgarkvöld"
(22) og öðrum myndum í slíkum
dúr. En myndirnar á sýningunni
eru yfirleitt of lausar í sér,
skortir markvissa uppbyggingu
og tæknileg listbrögð. Þetta er
einhvern veginn svo slétt og fellt
og átakalaust. Sannverðugar lýs-
ingar á myndefninu en fátt meir.
Hér kemur fram kunnáttu-
skortur, sem hægt væri að ráða
bót á með markvissri þjálfun og
miskunnarlausum aga.
Katrin virðist ekki hafa bætt
við sig frá sýningunni í Gerðu-
bergi, sem ég fjallaði lítilsháttar
um en hér verður að segjast að
Kjarvalsstaðir gera aðrar og
meiri kröfur en hin ýmsu félags-
heimili á höfuðborgarsvæðinu,
sem eðlilegt er.
Væntanlega sér listakonan
þetta sjálf og tekur sig á áður en
hún hyggur á meiri umsvif á
sýningarvettvangi. Fylgja henni
hér góðar óskir mínar.
15 ungir arkitektar
I Ásmundarsal við Freyjugötu
sýna um þessar mundir fimmtán
ungir arkitektar lokaverkefni
sín er þeir hafa framið vfða um
Evrópu.
Það er mjög lofsvert að gefa
almenningi kost á að fylgjast
með framvindu mála á sviði
húsagerðarlistar með hvers kon-
ar sýningum á því sviði. Illu
heilli uppgötvaði ég þessa sýn-
ingu alltof seint svo lítið varð
um þá ftarlegu skoðun, sem jafn
umfangsmikil sýning krefst og
verðskuldar. Hér vil ég einungis
vekja athygli á góðu framtaki
með stuttu almennu spjalli. Það
sem einkennir þessa sýningu
framar öðru er hin nákvæma,
tæknilega útfærsla verkefnanna
og að hér sér maður hvergi hin
nauðsynlegu útskýringar- og
frumriss. Ég hef margar svipað-
ar sýningar séð og svo virðist að
því þroskaðri og mikilfenglegri
sem húsameistarinn sé því laus-
ari og glæsilegri eru teikningar
hans. En hér verður að gæta
þess, að um lokaverkefni er að
ræða en þó er manni spurn hvort
sú mikilvæga undirstaða, sem
felst í mótun hugmynda, sé með
öllu vanrækt í arkitektaskólum
til hags fyrir lýtalausar út-
færsluteikningar, sem hver
tæknifræðingur á að geta ráðið
við.
Hvað sem öðru líður þótti mér
mjög fróðlegt að skoða þessaa
sýningu og þá aðallega tillögur
um menningarmiðstöðvar, lista-
háskóla og stækkun Ásmundar-
safns því að þar eru möguleik-
arnir lífrænastir. Á milli tillag-
anna dæmi ég alls ekki ekki eftir
mína stuttu, yfirborðslegu skoð-
un en hvet sem flesta er áhuga
hafa á húsagerðarlist að mæta á
staðinn.
HFÍ
HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS
AUGLÝSING:
Hagræðingarfélag íslands heldur
fræðslufund aö Borgartúni 6, fjóröu
hæð, mánudaginn 5. nóvember kl. 10.00
til 16.30.
Dagskrá:
Kl. 10.00 Notkun tölvu viö hagræöingarstörf,
Gunnar Ingimundarson, viöskiptafræö-
ingur.
Kl. 11.00 Endurnýjun innanfrá — Framleiðniátak,
Davíö Guömundsson, tæknifræöingur
og Reynir Kristinsson, tæknifræöingur.
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.30 Vöruþróun, Þorsteinn Óli Sigurösson,
tæknifræðingur.
Kl. 14.30 Hvaö er logistik?, Jón Sævar Jónsson,
verkfræðingur.
Kl. 15.30 Japai.^kar framleiöslustjórnunaraöferö-
ir, Dr. ngjaldur Hannibalsson, verk-
fræöingur.
Áhugamenn um hagræöingarmál geta skráö sig
inn á fundinn.
Stjórnin.
Námskeið í loftstýri-
tækni (Pneumatics)
Haldin veröa námskeiö í loftstýritækni á vegum
Kúlulegasölunnar og FESTO dagana 12., 13., 14.
og 15. nóvember 1984.
12. nóv. veröur kynningarnámskeiö sem fjallar almennt um
notkun loftstýringa. Námskeiöiö er án endurgjalds og miöast
viö 30 þátttakendur
13., 14. og 15. nóv. veröur námskeiö í loftstýritækni. Fjallaö
veröur um allar byggingareiningar loftstýrikerfa. Námskeiöiö
miöast viö 20 þátttakendur.
Námskeiöin fara fram á ensku og byggjast á fyrirlestrum og
verklegum æfingum. Nánari upplýsingar um ofangreind nám-
skeið eru gefnar í símum 84779 og 84500 frá kl. 9.00—18.00 til
og með 9. nóv.
Kúlulegasalan hf.,
stýritæknideild,
Suðurlandsbraut 20.
1007. MEIRI LYSING
OSRAM halogen perur lýsa 100/. meira en
venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.
OSRAM fæst hjá
HINN VELUPPLÝSTI MAÐUR
ERMEÐ PERUNA í LAGI
OSRAM