Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 64
BTT NORT AIIS SUUMR
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆtl, SlMI 11633
SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Spariskfrteini ríkissjóðs:
Innlausnar-
verð 3,4 millj-
arðar 1985
Fjárlög gera ráð fyrir að 650
millj. kr. komi til innlausnar
„ÉG GET ekki sagt um það í augnabiikinu. ViA verðum að sjálfsögðu með
útgífu á rikiaskuldabréfum, skiptibréfum, til að mæta þessu eins og haegt er,“
sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, er hann var spurður hvernig
ríkissjóður bygðist standa að greiðslum ríkisskuldabréfa, sem falla í gjalddaga
á nestu mánuðum. Samkvæmt upplýsingum ráðherrans er innlausnarverð
spariskírteina rfkissjóðs á árinu 1985 um 3,4 milljarðar króna, en gert er ráð
fyrir í Ijárlögum að 650 milljónir króna komi til innlausnar á þvi ári.
Til samanburðar er innlausn
spariskirteina i ár 1,4 milljarður
króna, en seld spariskírteini nú í
október ásamt skiptiskírteinum
nema um 500 milljónum kr. þannig
að nettó-útstreymi er um 900 millj-
ónir kr. Fjármálaráðherra sagði
rétt vera, að bankarnir væru í
harðri samkeppni við ríkissjóð um
þessa peninga, enda hefðu þeir
frjálsa vexti. Hann var þá spurður,
hvort hugsast gæti að rikissjóður
færi í samkeppni við bankastofn-
anir. „Ég hef alltaf verið og er á
móti því að ríkissjóður sprengi upp
peningamarkaðinn og það kemur
ekki til mála að hann geri það.
Þetta er vandamál sem kemur úr
fortíðinni því þessi lán voru tekin
mörgum árum áður en ég kom
hingað. Afleiðingin lendir á okkur
núna og þetta sýnir einfaldlega að
það verður að fara varlega í fjár-
mögnun ríkissjóðs," svarði fjár-
málaráðberra.
Þau eru mörg handtökin við sfldina, silfur hafsins,
þar til hún er endanlega hæf til útflutnings. Allt frá
veiðum til útflutnings leggur margur maðurinn hönd á
plóginn. Eftir fyrstu söltun tekur pæklunin við og er
hún ekki síður nákvæmnis- og vandaverk en aðrir
þættir söltunarinnar. í Grindavík hefur mikið verið að
gera í söltuninni að undanförnu og hér munda nokkur
ungmenni þar dixilinn og gæta þess, að allt verði í lagi
í tunnunum.
í Grindavík hefur um þessar mundir verið saltað
í 19.000 tunnur, unnið er nær sleitulaust og hafa
margir aðkomumenn lagt leið sína þangað til að
taka þátt í ævintýrinu.
Sex menn inni vegna
áfengisþjófnaðanna
Sextán kössum af vodka stolið
við Sundahöfn fyrir nokkru
SEX menu sitja nú inni vegna rann-
sóknar Rannsóknarlögreglu rikisins
á áfengisþjófnuðum að undanförnu.
Á siðustu vikum hefúr 36 kössum af
áfengi veríð stolið. f byrjun október
var 16 kössum af áfengi stolið úr
gámi Eimskipafélags fslands á at-
hafnasvæði félagsins við Sundahöfn.
Um var að ræða 192 flöskur af Fin-
landia-vodka.
f vikunni var 10 kössum ásamt
nokkru magni af tóbaki stolið úr
útsölu ÁTVR á Akranesi og 10
kössum í eigu Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli var stolið úr
gámi í vörugeymslu i Keflavík. Alls
hefur um 430 flöskum verið stolið.
Rannsókn málsins var á frum-
stigi í gær þegar Mbl. fór í prentun
og ekki Ijóst hvort sömu menn hafi
verið að verki, þó grunur leiki á að
svo sé, samkvæmt heimildum Mbl.
Mennirnir sem undir grun liggja
voru handteknir í fyrrinótt. RLR
hafði ekki, þegar Mbl. fór í prent-
un, sett fram kröfu um gæzlu-
varðhald.
Morgt»bb«M/KAX.
Saltað í 19.000 tunnur í Grindavík
• ..
m.
MorgunM«ðii/Friði>jAfur.
Brotlending
LÖGREGLAN var 1 gærmorgun
kölluð að Tjörninni ( Reykjavík
en þar sat ung álft föet í ís. Hún
hafði komið til lendingar á fullri
ferð og þunnur (sinn gefíð sig.
Lögreglan fylgdist með til-
raunum álftinnar til að bjarga
sér. Þær gengu brðsuglega til að
byrja með en um síðir tókst
álftinni að gera nægilega stóra
vök til að komast uppúr. Því
þurfti ekki að koma til aðstoðar
varða laganna að þessu sinni.
Stöðug fundahöld í kjaradeilunum:
Samningaviðræðurn-
ar á viðkvæmu stigi
MIKIL fundahöld voru í gærmorgun hjá aðilum að kjaradeilunum, eru
samningantálín á viðkvæmu stigi en óvist hver tekur af skarið. í fyrrakvöld
var samningafundi ríkisins og BSRB frestað til klukkan 15 í gær. Þá gerðist
það í fyrrakvöld að fundi fulltrúa félaga í ASÍ og Vinnuveitendasambandsins
var frestað til klukkan 13 í gær. Eftir það ræddu forystumenn Verkamanna-
sambandsins og Landssambands iðnverkafólks um næstu skref og ákváðu
að halda áfram viðræðum við VSÍ og útiloka engar samningsleiðir. Þá hittust
fulltrúar BSRB og ASÍ ( fyrrakvöld. 1 gærmorgun kom samninganefnd ASÍ
saman. Ríkisstjórnin kom saman klukkan 11 til að ræða stöðu samninga-
mála en síðan var fundi hennar frestað klukkan 18. Þegar Morgunblaðið fór
í prentun lágu niðurstöður þessara funda ekki fyrir.
Samningafundi BSRB og ríkis-
ins var frestað um miðnætti í
fyrrakvöld. Á fundinum var ein-
göngu rædd hugmynd BSRB um
kaupmáttartryggingu en ekkert
þokaðist í átt til samkomulags
samkvæmt heimildum Mbl. í til-
lögu BSRB er gert ráð fyrir að
laun hækki í tengslum við verð-
bólgu tvisvar á samningstímabil-
inu.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði
að sú afstaða ríkisstjórnarinnar
að ekki komi til vísitölubindingar
kaupgjalds og verðlags væri ljós.
Kristján Thorlacius, formáður
BSRB, staðfesti neikvæð viðbrögð
ríkisins. Sagðist hann þó vona að
hreyfing kæmist á samningana, en
það færi eftir því hvað fjármála-
ráðherrp legði nú til málanna.
Sagði Kristján að aðalatriðið nú
væri það að menn nálguðust og
væri fullur vilji fyrir því hjá
BSRB.
Forsvarsmenn Vinnuveitenda-
sambandsins líta svo á að svo ít-
arlega hafi verið rætt um alla
þætti kjaramálanna við Alþýðu-
sambandið að ekkert ætti að vera
því til fyristöðu að aðilar geri upp
hug sinn um lausn. En eins og áð-
ur sagði stefnir ASÍ að því að
halda öllum leiðum opnum. Er það
mat þeirra sem að kjaraviðræðun-
um standa, að nú sé brýnt að það
skýrist á milli ASÍ og BSRB hvaða
samningsleið verður valin. í við-
ræðum ASÍ og VSÍ hafa menn
rætt skattalækkunarleið en BSRB
leggur megináherslu á beina
launahækkun, hefur verið tog-
streita milli þessara aðila síðustu
daga.