Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 1
Sunnudagur 28. október í gömlu matarkistunni TEXTI OG VIÐTOL: VALGERÐUR JONSDÓTTIR MYNDIR RAX Flateyjarhreppur, sem stundum hefur verið nefndur Eyjahreppur, saman- stendur af u.þ.b. 600 eyjum og hólmum á norðanverðum Breiðafirði, svoköll- uðum Vestureyjum. Þessi hreppur hef- ur löngum þótt gjöfull af náttúrugæð- um, eyjabændur hafa löngum haft talsverðar tekjur af dúntekju, en æðarvarp er aðal- varp í eyjunum sem lögð hefur verið áhersla á að efla. Selveiðar hafa einnig talist til mikilla hlunninda, þó eitthvað hafi dregið úr þeim nú upp á síðkastið vegna þess hve lágt verð hefur fengist fyrir skinnin. Talsverð veiði var i firðinum, góð iúðumið, hrognkelsi, og nóg af þorski og ýsu. Breiðafjörðurinn var matarkista ís- lendinga á erfiðum tímum og margir hungraðir munn- ar mettaðir þar þegar landsmenn annarstaðar hrundu niður úr hungri. Nú er þessi hreppur næstum kominn í eyði, í dag er eingöngu búið í tveim eyjum allt árið um kring, Skáleyjum og Flatey, í vetur verða innan við 20 manns búsettir í hreppnum. Ibúum hefur stöðugt fækkað hin síðari ár. Sam- kvæmt manntali í Flateyjarhrepp árið 1880, búa í Flatey um 130 manns í 18 húsum. Að auki búa um 50 manns i Hergilsey á fimm bæjum, 12 manns búa í Sviðnum, um 50 manns í Skáleyjum á 4 bæjum, 27 á Látrum á þrem bæjum, 65 i Bjarneyjum á 10 bæjum, og í Svefneyjum búa um 40 manns. í Flateyjarhrepp búa því um 370 manns, og þeim fjölgar á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar búa 397 manns í Flateyjarhreppi 1910, 276 eru búsettir þar 1940 og eftir það fer íbúum ört fækkandi, 1950 eru þeir 187, 1960 79, 1970 53 og 1. desember i fyrra voru þeir 25. Eyjabúskapurinn hefur alltaf haft ákveðna sér- stöðu. Hundar hafa lítt verið i eyjunum vegna varps- ins, en selkópar sólað sig á steinum í kringum eyjarn- ar. í Breiðafjarðareyjum verpir teistan í urðum og lundinn í moldarholum, svartbakurinn á bersvæði, æðurinn i þarahrönnum og þýfðu landi og öndin i útvöldum felustöðum. Sveitin og sjór- inn haldast hér í hendur, og bátar gegna sama hlutverki og bílar annar- staðar. Ejarnar búa yfir einhverjum frum- stæðum töfrum, „þar er erfitt að slíta sig héðan" sagði einn viðmælanda okkar sem hefur búið á eyjunum mest alla æfina, og forfeður hans kynslóð fram af kynslóð. Þó eyjarnar séu gjöf- ular af náttúrugæðum, þarf að hafa talsvert fyrir því að nýta þau, og eyja- búar þurfa að vera vel að sér í ýmsu, eyjar og hólmar eru gjarnan umgirtir skerjum, og víða vandratað nema fyrir þá sem þekkja vel til. Sker og eyjar breyta um svip eftir því hvort flóð er eða fjara, en víða er talsverður munur á flóði og fjöru. Nálægðin við náttúru- öflin hefur stælt íbúana í gegnum ald- irnar, og þeir þróað með sér ákveðna menningu. Mat var gjarnan skipt bróð- urlega milli fjölskyldna á eyjunum, og þær gengu í samábyrgð hvor fyrir aðra, sjórinn tók sinn toll, og föðurlaus börn voru gjarnan fóstruð af einhverjum i nágrannafjölskyldum. Matarsiðir eyja- búa eru líka sérstakir, við fengum t.d. að bragða á súrum selssviðum, en þaö eru sviðnir hreyfar, loppur og „gónur“ eða selshausar. Þá þykir það mikið hnossgæti að borða siginn fisk með selspiki og reykt selkjöt með hamsa- tólg. Eyjabúar eru enn sem fyrr elsku- iegt fólk, virðast ekki þurfa að vinna neina stórsigra í samfélaginu, þeir eru i stöðugri glímu við náttúruöflin og vinna dagiega sigra í þeim efnum. En hver verður framtíð eyjanna? í fyrravetur hófst skelfiskvinnsla i frystihúsinu í Flatey og svo virðist sem sú vinna haldi a.m.k. tveim fjölskyldum í eyjunni. Ef unga fólkið flytur, þarf ekki mikinn spámann til að sjá að þessi fámenni hreppur á skammt í að leggj- ast algjörlega i eyði. En hvaða augum líta íbúarnir búsetu i hreppnum? Við ræddum við þær fjölskyldur sem búa i Flateyjarhrepp allt árið um kring og að auki hittum við að máli Önnu Kristinu Björnsdóttur sem líklega hefur búið einna lengst núlifandi Islendinga i eyj- unum, eða i 62 ár. Sjá bls. 84—87. íbúar Flateyjarhrepps sóttir heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.