Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 14
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON KRAP (sorbet) Krækiberjakrap 'h. lítri sæt krækiberjasaft 1 eggjahvíta lk peli rjómi 1. Setjið berjasaftina í skál í frysti. 2. Losið frá börmunum jafnóðum og saftin frýs. Það er nauðsynlegt að gera þrisvar eða fjórum sinnum. Þetta á ekki að verða stíffrosið heldur eins og krab. 3. Þeytið eggjahvítuna, þeytið síðan rjómann. 4. Hrærið krapið í hrærivélarskál, setjið síðan eggja- hvítuna og rjómann saman við með gaffli. 5. Hellið í glös og berið fram. Appelsínu / sítrónukrap Við þessa uppskrift þarf að nota blandara. 3 appelsínur 1 sítróna 1 dl hunang 2 eggjahvítur 1 fl. appelsín 1. Afhýðið appelsínurnar og sítrónuna. Takið síðan laufin í sundur og fjarlægið alla steina. Setjið í bland- ara og látið fara alveg í mauk. 2. Bætið hunangi í mr.ukið og hrærið saman. Setjið í skál í frysti. 3. Losið frá börmunum jafnóðum og maukið frýs. Það er nauðsynlegt að gera þrisvar eða fjórum sinnum. Þetta á ekki að verða stíffrosið heldur eins og krap. 4. Þeytið eggjahvíturnar. 5. Hrærið krapið í hrærivél svo að það losni í sundur, blandið síðan eggjahvítunum varlega saman við. 6. Hellið appelsíninu út i og hellið í glös. 7. Smeygið appelsínusneið upp á glasbrúnina þegar þið berið þetta fram. Athugið: Mjög gott er að setja örlítið af appelsínu- líkjör saman við þetta. Bláberjakrap 'h kg bláber, fersk eða frosin 1 dl sykur 1 dl vatn 1 peli hvítvín 'A fæli rjómi 1. Setjið vatn og sykur í pott. Sjóðið við meðalhita í 10 mínútur. Hellið í skál og kælið. 2. Setjið bláberin í blandara og látið þau fara alveg í mauk. Hellið sykurkvoðunni saman við. 3. Setjið í skál í frysti. 4. Losið frá börmunum jafnóðum og þetta frýs. Krap (sorbet) er léttur fljótandi sætur ávaxtaís, sem áður fyrr var notaður í veislum og borinn fram í litl- um glösum eftir forréttinn áð- ur en aðalrétturinn var borinn fram. Krap þarf að framreiða strax og það er tilbúið og nú á tímum frystiskápa og frysti- kista ætti að vera auðvelt að bera það fram hvenær sem er. Krap er mjög skemmtilegt sem drykkur að kvöldlagi og er hægt að bæta gosdrykk eða víni í krapið áður en það er borið fram. Væntanlega eiga ekki margir sérstök sorbet- glös enda óþarfi þar sem hægt er að bera krap fram í sherry-, rauðvíns- eða hvítvínsglösum eða bara lágum vatnsglösum. Krap er best að búa til úr ávaxtasafa, en margir eiga rafmagnsblandara og geta þeir notað allan ávöxtinn. Safinn er settu r í skál í frysti, ekki er hrært í honum, heldur skafið öðru hverju niður með börm- unum og ísinn losaður frá. Þegar þetta hefur frosið saman án þess að verða stíffrosið, er það tekið úr skálinni, hrært í hrærivélarskál, þeyttri eggjahvítu eða þeyttum rjóma og ávaxtasafa, gos- drykk eða víni blandað út í. Síðan er þessu hellt í glösin og það borið fram. Krap má aldrei vera þykkara en svo að það sé hægt að drekka úr glasi. Ég minnist þess þegar ég fyrst smakkaði „krap“ einhvern tíma á 5. áratugnum, hvernig það var búið til. Notuð var krækiberjasaft og voru miklar tilfæringar hafðar við að frysta saftina og þeyta hana upp. Þetta var á gamlárskvöld. Snjór hafði verið settur í bala og í hann settur saltpétur og matarsalt í sérstökum hlutföllum. Saftin var sett í sérstakt ísform með loki og var það sett á kaf í ísinn í balanum. Öðru hverju var þetta tekið upp og hrist. Þegar það var hæfilega frosið var það tekið úr forminu, sett í skál og þeytt með handþeytara og rjóma og eggjahvítu bætt í. Einn galli var þó á þessum ágæta drykk: Smágat hafði verið á forminu og salt komist í innihaldið, þó held ég að ég hafi aldrei hvorki fyrr né síðar smakkað nokkuð sem mér fannst jafn ljúffengt og þessi drykkur. Til gamans gef ég hér uppskrift af honum eins og ég held að hann hafi verið (án salts). Nauðsynlegt er að gera það þrisvar eða fjórum sinn- um. Þetta á ekki að verða stíffrosið heldur eins og krap. 5. Þeytið rjómann. 6. Hrærið krapið í hrærivél svo að það losni í sundur, blandið síðan rjómanum varlega saman við. 7. Hellið hvítvíninu út í og hellið í glös. Rifsberjakrap xh lítri sæt rifsberjasaft 2 msk rifsberjahlaup 1 eggjahvíta 1 peli rauðvín eða 1 dl rom 1. Þeytið rifsberjahlaupið saman við saftina. Setjið síðan í skál í frysti. 2. Losið frá börmunum jafnóðum og þetta frýs. Nauðsynlegt er að gera það þrisvar eða fjórum sinn- um. Þetta á ekki að verða stíffrosið heldur eins og krap. 3. Þeytið eggjahvítuna. 4. Hrærið krapið í hrærivél svo að það losni í sundur, blandið síðan eggjahvítunni varlega saman við með gaffli. 5. Hellið rauðvíninu eða romminu í og hellið í glös. Athugið: Mjög fallegt er að setja rifsberjaklassa á brúnina á glasinu. Rifsberjaklassana er hægt að geyma í frysti án sykurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.