Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 6
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Ronald Reagan á þeim aidri þegar
hann var kallaður Dutch.
Herbergi brehranna.
Eldhúsið, innréttingar eru ekki miklar miðað við okkar tíma. Þar er þó
ísskápur vinstra megin við gluggann.
notaði til sauma, en með því
drýgði hún tekjur fjölskyldunn-
ar.
Með húsinu fylgdi gömul hlaða
sem notuð var sem bílskúr og
kringum húsið var lóð, sem gerð
var m.a. að matjurtagarði. Fjöl-
skyldan flutti í húsnæðið í byrj-
un desember og í bókasafni bæj-
arins, sem er þarna við sömu
götu, er hægt að sjá að Ronald
hefur komið hálfum mánuði á
eftir til að fá sér bókasafnskort.
Kirkjan þeirra var einnig í sömu
götu og starfsemi KFUM var á
næstu grösum. Þar lærði Ronald
að synda og það svo vel að hann
var ráðinn lífvörður við sund-
stað bæjarins og vann þar í sjö
sumur og er talinn hafa bjargað
77 mannslífum alls. Áður hafði
hann unnið sem hjálparstrákur
á golfvelli. Þessar sumartekjur
hans fóru til þess að fjármagna
nám hans við Eureka College.
Fjölskyldan bjó aðeins í þrjú
ár í þessu húsi, en flutti þá í
minna hús í sama bæ, árið 1923.
Húsinu var síðar breytt í tveggja
íbúða hús og var þannig i mörg
ár.
Húsið til sölu
Sumarið 1980 komst Lynn
Knights, pósturinn í hverfinu, að
þvi að til stæði að selja húsið.
Hann hafði þar engar vöflur á,
heldur borgaði af eigin fé 250
dali til að festa það. Síðan hófst
hann handa og fékk aðra í lið
með sér, safnaði fé hjá fyrir-
tækjum, einstaklingum og
klúbbum allskonar. Verðið var
31.500 dalir og búið var að ná þvi
saman árið 1981. Eftir það hófst
Bergljót Ingólfadóttir tók anmnn.
Húsið f Dixon.
svo viðgerðin, það þurfti að setja
nýtt þak, og meira en 8.500 gef-
endur gáfu andvirði einnar
þakflísar.
Að innan þurfti að gera mikið
til að koma húsinu i upprunalegt
horf. Inni í skáp í svefnherbergi
fannst, eftir að mörg lög af
veggfóðri höfðu verið fjarlægð,
upprunalegt veggfóður efri hæð-
ar. Það var auðvitað ekki fram-
leitt lengur en fyrirtækið, sem
áður hafði það, lét sérstaklega
gera þá gerð og gaf heimilinu.
Sömu sögu er að segja af
veggfóðri í stofum, þar var einn-
ig framleitt sérstaklega og gefið.
Eftir viðgerð var hafist handa
við að finna húsgögn og muni,
sem voru frá því tímabili sem
fjölskyldan bjó þar. Bræðurnir
Neil og Ronald voru báðir hafðir
með í ráðum auk sérmenntaðs
fólks.
Og nú er heimili Reagan-
fjölskyldunnar orðið að safni og
þangað hafa komið margar þús-
undir gesta til að skoða. Á arin-
hillu í stofu er stillt upp mynd-
um af bræðrunum og foreldrum
þeirra frá þeim tíma er þau
bjuggu þar.
Sjálfur kom Reagan í heim-
sókn og hélt upp á 73 ára afmæli
sitt i febrúarmánuði sl. Hann
var mjög hrærður yfir að sjá
hvernig búið var að færa allt til
fyrra horfs.
Það fór þó fyrir forsetanum,
eins og mörgum sem fara aftur á
bernskuslóðir, margt er þar
minna í sniðum en séð var í
minningum. Því sagði hann við
þá, sem staðið höfðu fyrir þessu
öllu: „Segið þið mér, hvernig fór-
uð þið að því að minnka þetta
allt?“
Húsið
í Dixon
Æskuheimili Reagan forseta
Æskuheimili þekktra
manna eru oft gerð að
söfnum að þeim látn-
um, en íbúar bæjarins Dixon í
Ulinois í Bandaríkjunum kusu
þó að hafa fyrra fallið á og
opnuðu Reagan-safn í febrúar á
þessu ári. Fjölskyldan bjó á
þremur stöðum í leiguhúsnæði,
auk þessa, en húsið nr. 816 S.
Hennepin er það húsnæði, sem
Reagan sjálfur minnist á í ævi-
sögu sinni „Where’s the Rest of
Me?“.
Jack Reagan var skósölumað-
ur og var fluttur til í starfi til
Dixon. Þetta var árið 1920 og
synirnir Neil, kallaður Moon, og
Ronald, kallaður Dutch, voru þá
11 og 9 ára gamlir.
Húsið, sem þau fluttu I, var
byggt árið 1891. Niðri eru fjögur
herbergi, betri stofa, dagstofa,
borðstofa og eldhús. Uppi eru
þrjú svefnherbergi og bað.
Drengirnir höfðu saman her-
bergi, svo var hjónaherbergi og
gestaherbergi, sem Nelle Reagan
Myndir úr litlu betri stofunni, glugginn er til vinstri við útidyrnar.