Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 4
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
ynstur
refaskinn
Hlýlegur vetrarklædnaöur frá Louis Fer-
raud. Kápa úr gulleitri kasmírull utan yfir
ermalausu vesti, eins oft er þetta öfugt í
vetrartískunni. VestiA meA löngum erm-
um og ermalaus kápa yfir. PlíseraA pils,
en þau eru nú mjög í tísku.
Hér er mynd af flík í allt öörum stíl
frá Ferraud. Köflótt stuttkápa fóör-
uA meA svartri kasmírull sem kem-
ur fram í kraga og uppbroti á erm-
um. Þarna er kápan notuA meA
svörtum gammosíum eöa þröng-
um buxum. Skórnir, sem eru frá
Pucci Verdi, eru mjög (tísku nú.
Frá vetrartískusýningunni hjá Louis
Ferraud. Pils, jakki, blússa og sjal, allt
sitt meö hverju mynstrinu en í sama
lit, svörtu og gráu. FKkurnar vandlega
valdar saman. Punkturinn yfir i-iö er
svo refaskinnlegging á jakkanum.
.Kaldur heimskautavetur.* Þaö
glaönaöi heldur betur yfir blaöa-
manni noröan af Islandi viö aö sjá
ofangreinda yfirskrift á dagskránni á
frumsýningu á haust- og vetrartísk-
unni hjá tískuhúsi Louis Ferrauds í
Parts í ágústmánuöi. Þaö gaf strax
til kynna aö hátískufatnaöurinn í ár
væri miöaöur viö kalda, norölæga
vetur og ekki hætta á aö skjóllitlar
ttskuflíkur yröu íslenskum glæsikon-
um aö fjörtjóni í vetrarveörum. Þvert
á móti. Þarna máttu brosandi sýn-
ingarstúlkur sveitast í 30 stiga
sumarhitanum i síöum og viöum
pilsum og hverri ullarflíkinni utan yfir
annarri i hinni glæsilegu Pavillion
Gabriel í trjágaröinum viö Concord-
torg og Champs Elysée og létu sér
ekki bregöa. Hitinn í salnum var enn
meiri því þar var setiö í þéttum röö-
um i hverri smugu og Ijósmyndarar
og sjónvarpsmenn brugöu upp
skærum Ijósum og hvítum regnhlíf-
um til aö endurkasta birtunni.
Blaöamaöur Mbl. var svo heppinn
aö vera skipað til sætis aö baki
mikilvægra blaöamannanna frá
stærstu mynda- og tískublööúm
heimsins og hreppti því sæti við
opinn glugga út í garöinn og ofurlít-
inn gust milli þykkra gluggtjaldanna.
En eftirvætningin var mikil meöan
öllum stórmennum tískuheimsins
var komið fyrir eftir nákvæmu fyrir-
framgeröu skipulagi á sætaröö.
Þessa daga voru allir slíkir saman-
komnir í París þar sem hver frum-
sýning stóru tískuhúsanna tók viö af
annarri.
En þaö var fleira sem sérstaklega
vermdi íslenskt hjarta en hlýlegur
tískufatnaöur á þessari frumsýningu
hjá Ferraud. Áhrif mynstur-
teiknarans á sköpunarverkið fóru
ekki á milli mála. Og hjá þessu tísku-
húsi er þaö samkvæmt sýningarskrá
verk tveggja teiknara hússins, og
annar er íslenski tískuteiknarinn
Helga Björnsson, sem þar hefur
staifaö lengi. Vetrarfatnaöurinn hjá
Ferraud er gjarnan samansettur úr
efnum meö mismunandi mynstrl en
sömu litum eöa litum meö sömu
blæbrigöum. Mikiö um svart, hvítt
og grátt. Stundum „hver silkihúfan
upp af annarri" ef svo má að oröi
komast. Pilsiö meö einu mynstri,
blússan eöa jakkinn meö ööru
mynstri og vesti kannski utan yfir af
enn einni gerö, en litir vandlega
samanvaldir eöa eins. Og köflótt og
rosótt oft saman. Þessi mynstur og
samsetning þeirra var hreinasta
meistaraverk og er raunar fariö aö
breiöast út sem tíska í fatnaöi á al-
mennum markaöi.
Hjá Louis Ferraud ná pils nú niöur
á miöja kálfa eöa jafnvel síöari og
eru víð. Þaö er raunar stefnan hjá
flestum tískuhúsunum, þótt enn sjá-
ist sums staðar mismunandi sídd.
pilsfaldar allt frá miðjum hnjákollum
og niöur undir ökkla. Saint Laurent
eiginlega sá eini sem nú hélt í og
jafnvel stytti kápurnar sínar. Styttri
pilsin virðast þó á undanhaldi. Enda
segir Louis Ferraud í lýsingu sinni á
markmiöi þessarar vetrartísku aö
tískuhús hans vilji reyna aö snúa viö
klukkunni frá hinu mikla frjálsræöi til
þess aö bera blæ festu og tryggöar
og þvi taki hann þá áhættu að „hylja
konurnar næstum niöur á ökkla“.
Þessara blæbrigöa í tískunni gæt-
ir líka í kvöldfatnaöi, stuttum og síö-
um kjólum, sem kemur fram í gliti og
gljáa, málmsilki og palljettusaumi,
blómum, fjöörum , jafnvel glitrandi
gagnsæjum málmhjúp utan um kjól-
inn eða því sem fyrrum var kallaö
„kvenlegt". Margir þeir skrautkjólar
eru hjá Louis Ferraud hreinasta
augnayndi. Og þessarar sömu
stefnu gætti líka hjá hinum tísku-
húsunum. En þar eru líka víöa áber-
andi svartir kjólar. Og sums staöar
mjókkar flíkin niöur í staö víöra
pilsa.
Athygli vakti á þessari sýningu ein
tiskunyjung, sem ætti aö gleöja
okkur Islendinga þegar refabúin
eiga aö bæta bændum, sem auka-
búgrein, erfiöa stööu heföbundnu
landbúnaöargreinanna. Aldrei hefur
sést jafn mlkiö af refaskinnum utan
á tískusýningarstúlkum sem á þessu