Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
93
Svala Sigurleifsdóttir
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Gallerí Borg hefur undan-
farið staðið yfir sýning á
ljósmyndum og ætingum eftir
Svölu Sigurleifsdóttur. Lista-
konan hefur dvalið í Banda-
ríkjunum á síðustu árum og
m.a. orðið sér úti um nokkrar
listagráður frá tveim lista-
skólum þar vestra. Áður nam
hún í Myndlista- og handíða-
skóla Islands i þrjá vetur og í
grafíkdeild listaháskólans í
Osló í eitt og hálft ár (þrjú
námstímabil).
Nokkuð er mér torskilið
hvernig hægt er að gefa gráð-
ur í myndlist nema þegar að
um kennsluréttindi er að
ræða enda tíðkast það hvergi í
gamla heiminum nema í
Englandi að ég best veit.
Þrátt fyrir allt gráðuleysið
njóta þó listaháskólar í Evr-
ópu yfirleitt mun meiri virð-
ingar en þeir í Ameríku enda
keppast þeir vestra eftir
starfskröftum frá Evrópu.
Uppistaða sýningar Svölu
Sigurleifsdóttur eru málaðar
svart3hvítar ljósmyndir en
hitt nefnir hún ætingar.
Nokkuð vefst fyrir mér hver
hinn tæknilegi munur sé en
hún skilgreinir það svo í sýn-
ingarskrá að „eini munurinn á
ætingum og ljósmyndunum er
að minni hálfu sá að ljós-
myndirnar fjalla um eina
manneskju og/eða myndverk
en ætingarnar um tilfinninga-
samband á milli tveggja eða
fleiri manneskja. Eða raun-
veruleikann eins og mér líst
hann.“ Þetta er nokkuð tor-
skilin útlistan en tæknilega
virðast mér ætingarnar unnar
af ljósmyndaplötum.
Ljósmyndirnar og einnig
ætingarnar virðast vera
hugmyndafræðilegur leikur.
Tjáning listakonunnnar á
áhrifum frá samferða-
mönnum sínum undanfarin
ár, sem að mestu hafa verið
myndlistarmenn (sem eðilegt
er þegar fólk er við myndlist-
arnám). Ekki get ég gert að
því, að mér þótti raunveru-
leikinn í myndum Svölu nokk-
uð þokukenndur og sýningin í
heild virkaði undarlega á mig,
— eitthvað svo framandi og
litirnir á köflum óeðlilegir. En
máski á sýningin einmitt að
virka þannig á áhorfandann
og hún er vafalítið gilt inn-
legg í myndlistarumræðu
dagsins.
Markmið: Tilgangur námskeiösins er að kynna þau atriði sem
sölumenn þurfa að tileinka sér til að ná sem bestum árangri
í starfi.
Efni: Á námskeiðinu verður fjallað um lögmál og aðstæður ís-
lenska markaðarins, söluaðferðir og skipulagningu markaös-
sóknar. Rædd verða helstu vandamál sem sölumenn mæta
og hvaða tækni má beita við lausn þeirra. Gerð vnrður grein
fyrir vinnubrögðum sem sölumenn geta tamið ser í því skyni
að auka eigin afköst.
Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað sölumönnum f
heildsölum og iðnfyrirtækjum.
Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson. stundaði nám í félags-
fræðideild Háskóla islands, en starfar nú sem útbreiöslustjóri
NT.
Tími: 1984: 5.-7. nóvember kl. 13.30 — 17.30.
Ath.: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur styrkir félags-
menn sína á þetta námskeið.
Leitið upplýsinga á skrifstofunni.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
3UÓRNUNARFÉLAG
JSLANDS &
<
Vantar skáp í barnaherbergið, forstofuna eða svefnherbergið?
Þá Kemur þú til okkar, við eigum flestar breiddir og
hæðir þannig að þú getir nýtt ráðstöfunarpláss til fulls
Skáparnir eru til í fjölmörgum gerðum og hurðir í
miklu viðarúrvali.
Þú ferð létt með að setja skápana okkar saman
sjálfur en ef þú vilt þá gerum við það fyrir þig.
Framleiðslan hjá okkur er íslensk gæðavara sem
vakið hefur verðskuldaða athygli erlendis
SMIOJUVEGlé'- SÍMI 43500
Auglysmjastofa Gunnars