Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
83
um allir í sama bandalagi og að
berjast fyrir lýðræði og þeir voru
félagar okkar og ég var mjög stolt-
ur yfir að getað talað um þá eins
og félaga okkar. Við vorum að
berjast fyrir sama málstaðnum.
Sp: Hafði það einhverja þýðingu
að þú varst og leist á sjálfan þig
sem fylgismann kommúnista?
Sv: Nei.
Sp: Eða félagi í Kommúnista-
flokknum?
Sv: Það þótti svolítið fyndið.
Menn hlógu mikið af því og á þess-
um tíma höfðu menn það á tilfinn-
ingunni að Rússarnir væru afar
undarlegir meðreiðarsveinar.
Staða Chaplins sem útlendings í
Bandaríkjunum var gerð að um-
ræðuefni:
Sp: Þú ert ekki bandarískur
ríkisborgari herra Chaplin, er
það?
Sv: Ég er það ekki.
Sp: Hefur þú einhverntíma sótt
um ríkisborgararéttindi i þessu
landi?
Eftirlitið með Chaplin hélt
áfram eftir að hann settist að í
Sviss þar sem alríkislögreglan og
innanríkisráðuneytið bandaríska
fylgdust með pósti hans og hverjir
heimsóttu hann í Manoir de Ban í
Corsier-sur-dalnum, þar sem hann
bjó. Menn alríkislögreglunnar
voru sérstaklega á verði þegar
svissneskt dagblað birti frétt þess
efnis að Chaplin hygðist ætla að
ættleiða börn hinna grunuðu
njósnara Ethel og Julius Rosen-
berg. Chaplin sagði fréttina vera
úr lausu lofti gripna og „fárán-
lega“.
Þegar Chaplin var gerður að
heiðursdoktor við Oxford-háskóla
árið 1962 (ásamt utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Dean Rusk,
og öðrum) kom fram sú skoðun í
blöðum vestra að tími væri kom-
inn til að bjóða Chaplin velkominn
aftur til Bandaríkjanna. J. Edgar
Hoover, yfirmaður alríkislögregl-
unnar, svaraði þvi með að biðja
um yfirlit um Chaplin úr hinum
álitlega bunka af skýrslum í eigu
Fingraför tekin af Chaplin vegna faðernismálsins sem Joan Barry höfðað
gegn honum.
Sv: Ég hef aldrei sótt um; frá
því ég var 19 ára hef ég verið al-
þjóðahyggjumaður...
Sp: Er það ástæðan fyrir því
að þú hefur aldrei sótt um ríkis-
borgararéttindi í Bandaríkjunum?
Sv: Já. Ég álít mig vera eins
mikinn borgara Ameríku og hver
annar og ég hef alltaf haft mikla
ást á þessu landi. Ég hef búið hér i
30 eða 35 ár.
Á einum stað í yfirheyrslunni
sagði Chaplin, en hann var oftlega
spurður út í kommúnismann og
tengsl hans við amerískt líferni:
Sannleikurinn er sá að ég veit
ekkert um kommúniskt líferni. Ég
verð að segja eins og er en ég verð
líka að segja að ég get ekki skilið
af hverju við getum ekki verið f
friði við Rússa. Lífsmáti þeirra —
ég hef engan áhuga á hugmynda-
fræðinni, fullvissa ég þig um. Ég
fullvissa þig um það. Ég veit ekki
hvort þú trúir mér eða ekki, en ég
hef engan áhuga á henni. Ég hef
áhuga á því þegar þeir segjast
vilja frið, og ég skil ekki af hverju
það getur ekki orðið. Ég skil ekki
af hverju við getum ekki verið í
viðskiptasambandi við þá, bætt
samskiptin og þar fram eftir göt-
unum til að forðast heimsstyrjöld.
Sennilega er mest sláandi kafli
eftirlitsins með Chaplin skýrsla
njósnaþjónustu flotans frá 1948,
sem tengdi grínleikarann við sölu
á 36 skriðdrekum til Haganah-
samtaka zionista (hryðjuverka-
samtök gyðinga) í Palestínu. Eftir
því sem segir í skýrslunni var
minnst á Chaplin í samtali
starfsmanna ákveðins flugfélags,
sem einhvers er, „varð að vera
með í ráðum ... “ Skriðdrekarnir
36 áttu að hafa verið í Kaliforníu
og hvernig átti að flytja þá með
leynd til Palestínu varð aldrei
ljóst.
lögreglunnar, sem fjölluðu um
grínistann. Nokkrum dögum
seinna sendi aðstoðarmaður
Hoovers, Clyde Tolson, útdráttinn
til fyrrum dómsmálaráðherra,
James P. McGranary, sem þá var
dómari í New York. McGranary
hafði kvartað yfir því að honum
hefðu borist skammir vegna þess
að hann leyfði ekki Chaplin að
koma til landsins.
Árið 1967 fengu fulltrúar út-
lendingaeftirlitsins í Bandaríkj-
unum beiðni frá Chaplin um að fá
að koma til landsins „tímabund-
ið“. Eftir að hafa endurmetið fyrri
stefnu innanríkisráðuneytisins
um að Chaplin væri ekki heimilt
að fá landvistarleyfi vegna póli-
tiskra og siðferðislegra ástæðna,
ákváðu fulltrúarnir að „neitun um
landvistarleyfi þetta myndi verða
til mikils álitshnekkis fyrir
Bandaríkin um allan heim og sér-
staklega í Vestur-Evrópu ... “
Vegna þessa veitti útlendingaeft-
irlitið Chaplin leyfi til að koma til
Bandaríkjanna til að vera við-
staddan frumsýningu á mynd
sinni „A Countess from Hong
Kong“. Chaplin aflýsti þó ferðinni
án þess að ná i hið tímabundna
landvistarleyfi sitt.
Fimm árum seinna snéri Chapl-
in aftur til New York og Los Ang-
eles og hvorki útlendingaeftirlitið
né alrikislögreglan reyndi að
hindra það. En jafnvel eftir dauða
Chaplins á jólakvöldi árið 1977,
hélt lögreglan áfram að fylgjast
með afdrifum grinleikarans, sér-
staklega hvað varðaði stuldinn á
liki hans úr kirkjugarði í Sviss.
Alríkislögreglumennirnir gældu
meira að segja við þá hugmynd að
fá til liðs við sig miðil frá Port-
land, Maine, til að hjálpa til við
leitina að líkræningjunum.
Þýtt og endursagt: — ai.
Stykkishólmur:
Síöastliöin 10
ár hafa veriö
byggö 12 íbúö-
arhús á ári
Stjkkisbólmi. 22. okí.
Stykkishólmshreppur hefir nú gef-
ið út prentaða fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir yfirstandandi ár. Fylgir og
fréttapistill um framkvæmdir
hreppsins undanfarið ár og fram á
þetta ár. Þar kemur margt fram og
meðal annars að sl. 10 ár hafa verið
byggð í Hólminum 120 íbúðarhús
eða að jafnaði 12 á ári. Á sama tfma
hefir íbúum ekki fjölgað nema um
180, svo nú er rýmra um hvern.
Endurskoðun aðalskipulags er nú að
Ijúka og í tengslum við aðalskipulag-
ið hefir verið unnið að korti yfir ör-
nefni í bæjarlandinu.
Þá hefir verið staðfest skipulag
iðnaðarhverfis og einnig nýs ibúð-
arhverfis svo nóg ætti að vera til
af byggingarlóðum næstu árin. Þá
er mörkuð sú stefna að Borgar-
braut verði aðalverslunar- og
þjónustugata bæjarins og er meg-
inforsenda skipulagsins sú að
mynda þjónustukjarna með þéttri
byggð og heillegri götumynd þar
sem stærstu þjónustufyrirtæki
fengju aðsetur. A svæðinu austan
Borgarbrautar verða Vöruhúsið
Hólmkjör sem ætlaðir eru veru-
legir stækkunarmöguleikar þá er
ráðhúsi ætlaður staður þar nálægt
sem áður var netastofan. í ná-
grenninu eru svo ætlaðar lóðir
fyrir íþróttahús, sundlaug og öll
skólamannvirki, einnig fyrir
banka og aðra þjónustu. íþrótta-
vellir og tjaldstæði eru þar fyrir
ofan.
Að ferðamannaþjónustu, sem er
vaxandi þáttur í atvinnulífi
Stykkishólms, hefir verið hugað
og eru ýmsar áætlanir uppi um
eflingu hennar og hvernig best
væri að renna varanlegum stoðum
undir þá þætti svo ferðafólki þætti
þess verulega virði að heimsækja
Hólminn.
Lista- og menningarsjóður
Stykkishólms var stofnaður á 90
ára afmæli kauptúnsins fyrir
tveim árum. Er honum ætlað að
standa fyrir kaupum og uppsetn-
ingu listaverka og hafa eftirlit
með þeim. Styðja útgáfustarfsemi
í Stykkishólmi einkum er varðar
sögu, menningu og atvinnuhætti
staðarins og standa fyrir og stuðla
að fegrun bæjarins og varðveislu
menningarminja. Tekjur eru
minnst 1,2% af útsvörum hrepps-
ins.
í atvinnumálum er nú helst
horft til iðnaðar og nýrra iðn-
greina. Skv. fjárhagsáætluninni
eru tekjur í ár áætlaðar kr.
28.900.000 og eru útsvör aðalliður-
inn eða 16,8 millj. Gjöld eru sem
hér segir: Stjórn bæjarmála 2
millj., tryggingar og félagshjálp
3,3 millj., fræðslumál 4,9 millj.
íþrótta- og æskulýðsmál 1,5 millj.
Hreinlætismál 1,3 millj. Götur og
holræsi 1,6 millj. Tekjur hafnar-
sjóðs 3,2 millj. og vatnsveitu um-
fram rekstrargjöld kr. 1,8 millj.
Skuldir hrepps og fyrirtækja eru í
dag taldar rúml. 20 millj.
Tvöföld maís-
uppskera
afstýrir
hungursneyð
Zimbabwe. AP.
BÆNDUR í Zimbabwe hafa fengið
tvöfalt meiri uppskeru en reiknað
hafði verið með í opinberum áætlun-
um, og hefur þar með verið komið í
veg fyrir hungursneyð í landinu, að
sögn landbúnaðarráðherrans, Denis
Normans.
í Zimbabwe ríkja nú þurrkar
þriðja árið í röð eins og 1 fleiri
Afríkulöndum.
*■• • I I
bevKi
Loft- og veggklæðningar, límtré, smíðap/ötur,
parket. - Allt úr Beyki,
því það er óskaviðurinn í dag!
Allar upplýsingar veittar í síma 25150.
Vetmrvörn ESSO
býr bílinn þinn
undir veturinn
-ókeypisf*
Láttu Vetrarvörn ESSO
hjálpa þér yfir það versta í vetur.
Essoj
OUUFELAGIDHF
Þjónustubraut
Nýr þjónustuþáttur
Vetrarvörn ESSO er nýr þjónustuþáttur hjá benslnstöðvum ESSO
sem miðar að þv( að búa bílinn þinn sem best undir komandi vetur. Þessi
þjónusta er framkvæmd ákveðna daga og verður staöur og stund auglýst
sérstaklega hverju sinni.
Skipuleg athugun
Vetrarvörn ESSO felur í sér eftirfarandi atriöi:
1. mæla rafgeymi og athuga
viftureim
2. mæla loft í dekkjum
3. mæla frostlög
4. mæla olíuhæð
5. ath. frostvara á rúðusprautu
6. athl rúðuþurrkur
7. ath! ísvara f bensíni
8. setja Silikon á gúmmfkanta
(svo bílhurðir frjósi ekki).
9. setja rakavörn á rafkerfi
10. setja lásaúða á læsingar
* Þessi skipulega athugun er framkvæmd
greiðir aðeins það efni sem þarf.
þér
að
kostnaðarlausu, þú