Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 89 — Hvernig kanntu við frændur okkar í Finnlandi? »Það er alltaf erfitt að draga upp einhver sameinkenni þjóða, en Finnar eru hlédrægir og stoltir af landi sínu eins og við, en lífs- tempóið er ekki eins stressað og hjá okkur. Það er miklu stöðugra ástand þar en hér bæði í lífi fólks og umhverfi. Finnskir listamenn eru ekki jafn bundnir af markað- inum og við hér, þar geta mynd- listarmenn sótt um styrki og fá frá 3 árum upp í 15 ár. Það er líka betur búið að söfnum þar en hér og söfn kaupa meira af listaverk- um og styðja þannig við bakið á listamönnum. Eg á t.d. verk bæði á Iistasafni og listiðnaðarsafni i Helsinki." Sýningu Guðnýjar í Listmuna- húsinu lýkur nú um helgina. „Ég fer út i byrjun nóvember og verð í sex mánuði á gestavinnustofu í Sveaborg sem er samnorræn menningarmiðstöð. Vinnustofurn- ar voru teknar í notkun fyrir þrem árum og nokkrir íslenskir mynd- listarmenn hafa verið þar áður. Ég hef hugsað mér að teikna og vinna léttan skúlptúr — vinna nokkurskonar pappirsverk meðan ég verð þar. Það getur verið gott að hugsa í öðru efni en venjulega, þá sést jafnvel ný hlið á því sem reynsla hefur fengist á áður.“ Ljósaskilti, ýmsar geröir úr acryl og áli. Auglýsingaskilti, máluö — sprautuö — álímd. Loft hreyfanlegt (Air Movies) skiltaefni, til allskonar skreytinga, inni og úti. Fáaníegt í 15 litum, matt og glans folie. Sjátflímandi: merki — stafir — heilar setningar. Límiö sjálf í gluggann, inni eöa úti, á plötur, bílinn o.fl. Auöveld uppsetning. ÚTVEGUM: Neonskilti, tölvustýrö Ijósabönd, Ijósaskilti með tíma og hitamælum. Sendið inn hugmyndir, skissur, myndir. Við sendum til baka tilboð og teikningar hvert á land sem er. MARKVÍS % SUÐURLANDSBRAUT 6,105 RVÍK. Upplýsingatími: Kl. 10.00—12. Sími 82880.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.