Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 103 Bréfritari segir að (slendingar fii hér ekki keyptan bjór en klimrit og -myndir séu hins vegar hvarvetna í boói. Að frelsið skaði ekki! Ásdís Erlingsdóttir skrifar: Fólkið í landinu hefir ekki kom- ist hjá því að fylgjast með Speg- ilsmálinu og dómi Hæstaréttar. Fyrr á árum var Spegillinn gefinn út í þeim tilgangi að setja í „spéspegil" menn og málefni, en þó ekki á klámfenginn og ósmekklegan hátt. Ég hefi veitt því athygli að þeir, sem hafa tekið þátt í þeim ljóta leik að afsiða þjóðina á almannafæri, benda á 72. gr. Stjórnarskrárinnar sem fjallar um prentfrelsi en gleyma gjarnan 63. gr. sem hljóðar þann- ig: Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu sið- ferði og allsherjarreglu (úrdrátt- ur). En klámgirni á almannafæri, hvað þá persónulegar árásir í þeim dúr, er hvorki gott siðferði eða opinberlega viðurkennd alls- herjarregla. Eftir birtingu á dómi Hæsta- réttar, kvartaði ritstjóri Spegils- ins yfir því í blaðaviðtali að fá ekki að vera með eins og hinir og m.a. í því sambandi nafngreindi hann rithöfunda og benti réttilega á að klám og guðlast væri allstað- ar óheft fyrir augum almennings. En þessar aðfinnslur ritstjórans bera það með sér að hann vill vera með eins og hinir sem selja sína sómatilfinningu til að vekja meiri athygli ef verið geti að út á það fáist fleiri kaupendur. En ef að líkindum lætur þá hefði ritstjóri Spegilsins fengið að vera með eins og hinir ef hann hefði ekki hrasað á eigin mistökum sem voru þau að einstaklingarnir sem urðu fyrir dónaskap hans voru auðkenndir og þekkjanlegir af myndsenum blaðsins en persónulegar árásir í þeim dúr eru lagabrot og skiptir ekki máli hvaða atvinnustétt þol- endur tilheyra. „Frelsið" getur aldrei náð lengra en svo að það saði ekki náungann og samfélagið i heild. Ég minnist þess að kona hringdi (fyrir fáum árum) í forráðamann dagblaðs og kvartaði yfir því að á síðu blaðsins voru myndir af als- berri konu, en svarið sem hún fékk við þeirri kvörtun var: Tekur nokkur eftir þessu, er ekki öllum sama? Þetta svar forráðamanns- ins lýsir einmitt þeirri aðferð und- anfarinna ára (ca. 17 ára) að vinna markvisst að því að sjóa þjóðina i klámi. Þessi kæruleysisöfl vita vel hvað þau eru að gjöra því að undir slíku álagi skapast vonleysi hjá einstaklingum við að ná rétti sín- um og halda sjálfsvirðingu sinni, dómgreindin sljóvgast fyrir réttu og röngu og þjóðarandinn dregst niður á lægsta plan sem er að mínu mati að vera sama um hvað snýr upp eða niður nema ef koma á við pyngjuna. En ungviðið skað- ast þó mest og máltækið stendur fyrir sínu: „Það ungur nemur, gamall temur." Stjórnvöld hafa ekki verið sjálf- um sér samkvæm í stjórnsýslu sinni, t.d. hafa þau bannað auglýs- ingar á tóbaki og vini. íslendingar þurfa að fara utan til að fá sér bjórglas (bjórstaðir okkar selja aðeins bjórlíki) en klámrit og myndbönd í þeim dúr og sóðalegar drápssenur eru framan í fólki eins og ekkert sé um að vera. Sjónvarp- ið er rekið á ábyrgð alþingis- kvenna- og manna og i öllu tali um prent- og tjáningarfrelsi er ekki hægt að svissa á aðra stöð. Stjórn- völd hafa ekki verið vakandi og á verði vegna þeirrar áráttu kvik- myndagerðar siðari ára, sem að vísu hefur framleitt margar góðar afþreyingarmyndir, en jafnframt leikið sér að því að setja í mynd- efnið jafnvel svæsnar kynlífssen- ur og sóðalegar drápssenur og komið þannig fólki á óvart. Sjón- varpið hefir af og til troðið þess- um senum inn á heimilin i landinu og ráðist þannig inn í einkalíf fjöl- skyldunnar. í staðinn fyrir að klippa þessi atriði úr og leyfa fólki að geta í eyðurnar sem er viðeig- andi. Bióin hafa heldur ekki slegið af. Kona utan af landi sagði mér frá þvi að þegar hún kom i bæinn og fór í bíó með börnin sin, þá hafi hún skammast sín fyrir að sitja með börnin og horfa á svæsnar kynlífssenur henni að óvörum. Það á að klippa út úr myndefni sem ætlað er almenningi, bæði bíómyndum og myndböndum, kynlífssenur og sóðalegar dráps- senur. En þeir einstaklingar sem hafa áhuga fyrir að skoða kyn- lífssenur, klámrit og blöð með dónalegan talsmáta o.fl. hafa sitt einkalíf og einkaklúbba og ættu bíóin jafnvel að geta sinnt þörfum þeirra, en ekki á kostnað almenn- ings í landinu eða velsæmis á al- mannafæri. Að sinni: Prent- og tjáningarfrelsi er haft í heiðri þó að ómannsæmandi kenndum einstaklinga séu tak- mörk sett og gerður greinarmunur á réttu og röngu, góðu siðferði eða afsiðun á almannafæri. Klámgirni á almannafæri o.fl. í þeim dúr er að misbjóða þeim staðreyndum að nakinn maður og kona er einka- lífs- og feimnismál og m.a. þess vegna er einkalifið friðhelgt og það sem því tilheyrir ekki iðkað á almannafæri. Enda á valdsvið yf- irvalda ekki að geta náð til frið- helgi einkalífsins, nema að fengn- um dómsúrskurði. Þar sem Guð í Kristi hefir gefið öllum mönnum fullkomið frelsi til að velja eða hafna, trúuðum sem vantrúuðum, þá er þessi Guðs gjöf hornsteinn mannréttinda og mannréttindabaráttu. Einnig hef- ir Guð gefið valdstéttir og í Rómv. 13—3 segir: „Því að valdstéttinni er ekki ótti af góðum verkum held- ur vondum." Og að mínu mati er vissulega ekki hægt með réttu að kenna Guði um hvernig svo sem tiltekst hverju sinni hjá valdstétt- um að framkvæma trúnaðarstörf sín. Páll post. segir: Rómv. 24—16: Fyrir því tem ég mér sjálfur að hafa jafnan góða samvisku fyrir Guði og mönnum. Ákæruvald skynigæddrar veru er „samvisk- an“. Samviskan er Guðs gjöf til mannkynsis hvort sem að mann- kynið trúir á Guð í Kristi eða ekki. Samviskan er eins og viti á sjó eða sól á gróður, ómissandi. Sjálfslyg- in er skæðasta tegund lyginnar og létt til hennar að grípa ef sam- viskan klagar. En ávöxtur af verk- um sjálfslyginnar er kvíði og ör- yggisleysi, því að misjafnlega tekst til að svæfa samviskuna. Samkeppni um merki Búöahreppur, Fáskrúdsfiröi, efnir til samkeppni um merki fyrir sveit- arfélagið. Samkeppnin er öllum opin. Merkiö má höföa til megineinkenna byggöarlagsins t.a.m. lanndslagseinkenna, dýralífs, menningar, sögu- og atvinnulífs. Einnig væri æskilegt aö nafn sveitarfélagsins, þ.e. Búöakauptún, komi fram í tillög- unni. Veitt veröa þrenn verölaun: 25.000 krónur, 10.000 krónur og 5.000 krónur. Tillögur sendist hreppsnefnd Búöahrepps eigi síöar en 15. desember merkt: „Samkeppni um merki“. Sveitarstjóri. 82? SIGGA V/öGA £ \iLVt9AH /^ÞRÐ ER ‘5TEI m 'N IFYRIR HJÖLINJO, FRÖKEN1___ t—————ríT*« • • "'wni \ Auglysing frá Iðnaöarbanka íslands hf. um vexti og veröbótaþátt af inn- og útlánum. Meö tilvísun til auglýsingar Seölabanka íslands um vexti og verðtryggingu sparifjár og lánsfjár ö.fl. dags. 2. ágúst 1984, er birtist í Lögbirtingablaöi nr. 77 hinn 10. ágúst 1984, hefur lönaöarbanki íslands hf. ákveðiö vexti og veröbótaþátt af inn- og útlánum viö bankann. Vart- Qnmn- Mto- Vexttr vtKtir þáttur aáe á éri áárt áári 1. Innlán 1. Sparisjóösbœkur 1) 5% 12% 17,0% 2. Sparisj.reikn. m. 3ja mán. upps. 2) 8% 12% 20,0% 3. Sparisj.reikn. m. 6 mán. upps. 2) 11% 12% 23,0% 4. Sparisj.reikn. m. 6 mán upp. og 3% bónus 2)3) 14% 12% 28,0% ( 5. Verötr. reikn. m 3ja mán upps. 2,0% 6. Verötr. reikn, m. 6 mán. upps. 2) 3.5% < 7. Verötr. relkn m. 6 mán upp. og 3% bónus 2)3) 6,8% ( 8. IB-reiknlngur 4) 8-11% 12% 20-23,0% 9. Innlendfr gjaleyrlrsreikningar 9.5% a) innlstæöur i Bandarikjadollurum 9,5% b) innlstæöur i sterilngspundum 9.5% c) innistæöur i vestur-þýskum mörkum 4.0% d) innistæöur i dönskum krónum 9.5% 10. Avisana- og hlaupareikingar 5) 12% 12,0% 11. Sérstakar verðbætur af verötryggöum ratkningum eru 1,0% A mánuöl. II. Utlán 1. Forvextir víxla 12% 12% 24% 2. Yfirdróttartán á hlaupareikn. 6) 14% 12% 26% 3. Afuröalan, endursetjanleg 1) 6% 12% 18% 4. Almenn skuldabréfalán 14% 12% 26% 5. Lán meö verötyggingu m.v. lánskjaravisitölu: a) lánstimi allt aö 2% ár 7% ( b) lánstimi lengri en 2% ár 8% ( 1) Samkvæmt ákvðröun Seðlabanka Islands á hverjum tfma. 2) Vextir reiknast tvisvar á árl. 3) Bónus greiöist tll vlöbótar vöxtum á alla 6 mán. reiknlnga sem ekkl er teklð útaf þegar Innlslæöa er laus og reiknast bónusinn tvlsvar á Arl, I |ÚN og janúar. 4) Vextir veröa alls 20,0% á ári á IB-reiknlnga 3|a—5 mánaöa spamaö, en 23,0% á ári ef um lengri sparnaö er aö ræöa. 5) Vextir reiknast af lægstu stðöu á hverjum 10 dðgum. 6) Grunnvextlr reiknast af heimild mánaöariega tyrirfram, en veröbótapáttur reiknast af skuld mánaóariega eftlr á. lönaöarbanki Islands hf„ vtll vekja sérstaka athygll viósklptamanna slnna á þvi, aö bankinn mun ekki taka hærri vexti af skuldabréfum. sem honum hafa verlö talln tH innheimtu og gefin hafa verið út tyrir 11. ágúst 1984, en þá sem Seölabanki latands ákveöur á hverjum tfma. Framangreind ákvöröun um vextl tekur gildl Irá og meö 27. október 1984. Auglýsing lönaöarbanka islands hf. um vextl og veröbótaþátt af Inn- og úttánum trá 24. september 1984 tellur jatnframt úr gildi. Þeir llöir. sem breyst hafa trá siöustu vaxtaákvðröun eru auökenndlr meö *. Framangreind ákvæöi eru breytanleg án tyrirvara skv. ákvöröun lönaöarbanka Islands hf. Reykjavik, 23. ðktóber 1984. Iðnaðaibankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.