Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 8
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 REFSINGAR Læknir við höndina Súdanskur læknir, sem lærði að lfkna sjúkum við háskólana f Ox- ford og Bdinborg á Bretlandi, hefur nú fengið það embætti að fylgjast með þvi þegar hendur og fætur eru höggnir af löndum hans og sjá um, að allt fari fram að settum reglum. Þessar refs- ingar, sem eiga sér stoð f Kóraninum, voru nýlega leiddar f lög f Súdan og eru gott dæmi um undanhald margra rfkis- stjórna f múhameðstrúarrfkjum fyrir ofsatrúarmönnum. Dr. Kamal Zaki Mustapha, sem er félagi f Konunglega skurðlæknafélag- Stjórnvöld í Sviss hafa afráðið að lækka na- markshraðann á þjóðvegunum núna um ára- mótin úr 81 mílu í 75. Samtök bifreiðaeigenda lögðust öndverð gegn þessu, en náttúruverndarmenn studdu við bakið á stjórnvöldum og vildu raunar að hámarkshraðinn yrði einungis 60 mílur. — Innan- ríkisráðherrann svissneski hefur eftir sérfræðingum að með fyrrgreindri ráðstöfun muni mengun af völd- um bifreiða minnka um fimm prósent, en í vetur brá Svissurum heldur ónotalega í brún þegar athugun leiddi í ljós að 4% trjágróðurs í landinu hafði þegar orðið menguninni að bráð og önnur 15% trjáa voru sýkt. HJATRU I Egyptalandi er púki í hverju horni Egyptar eru yfirmáta hjá- trúarfullir og kemur það fram á ótrúlegustu sviðum. Þegar barn fæðist safnast ættingjarnir við vöggu þess, brosa og kjá fram- an í það, en enginn óskar foreldr- unum til hamingju. Slíkt gæti kallað á reiði „hins illa auga“. Margir leigubílstjórar í Kaíró hafa þann plagsið að hengja bláar veifur á baksýnisspeglana. Blái liturinn táknar himinn og illir andar ráða að sjálfsögðu engu á himnum. Hjátrú og hindurvitni af þessu tagi setja mark á þjóðlífið. Talið er að sumt af þessu eigi rætur að rekja allt til daga hinna fornu faraóa, sem ríktu áður en arabar lögðu Egyptaland undir sig og inn- leiddu þar múhameðstrú. Menntaðir borgarbúar hafa þessi hindurvitni að háði og spotti, en meðal lágstéttanna lifa þau enn góðu lífi. Sumar siðvenjurnar eru snar þáttur í daglegu lífi fólksins í landinu. Hræðslan við hið illa auga er til dæmis mjög útbreidd. Öldum sam- an hafa Egyptar kennt því um hvers kyns skakkaföll. Þetta fyrir- bæri er illgjarn andi, sem nærist á öfund, og hlutverk hans virðist vera að snúa öllu á verri veg. Ef menn í sakleysi sínu hrósa öðrum fyrir velgengni eða hafa orð á því að lítið barn sé laglegt, er eins vist að hið illa auga kalli snarlega ógæfu yfir þann sem hrósið hlýt- ur. Samkvæmt almanaki kopta i Egyptalandi er háldin vorhátíð skömmu eftir páska og nefnist hún Sham En-Nessin. Þá hafa margir fyrir sið að setja búnt af grænum lauk umhverfis húsdyrn- ar hjá sér til að bægja frá sér hinum þefvisa anda, sem reikar um sveitirnar og hneppir f álög þá, sem óhreinir eru. Þessi siður er talinn vera frá tímum faraóanna. inu f Edinborg, var viöstaddur fyrstu aflimanirnar á Réttlætistorginu f Khartoum og var það hans hlutverk að veita afbrotamönnunum nauðsynlega hjálp að handar- og fóthögginu loknu. Að hans sögn eru menn staðdeyfðir og gefin róandi lyf áður en þeir eru leiddir undir sveðjuna. Yfirstjórn Konunglega skurðlæknaskólans f Edinborg hefur rætt nokkuð um aðild dr. Zakis að af- limunum í Súdan, en talsmaður hennar segir, að um sé að ræða trúnaðarmál og að engin samþykkt verði um það gerð. Dr. Zaki, sem er hálffimmtugur að aldri, nýtur mikils álits sem hæfur skurðlæknir, en á námsárum sinum i Bretlandi lagði hann einkum stund á bæklunarlækningar. Hann er kominn af kunnri fjðlskyldu i landinu og var faðir hans fyrsti læknirinn þar, sem Iærði á Vesturlöndum. Dr. Zaki er kvæntur enskri konu, fyrrum hjúkrun- arkonu, sem hann kynntist þegar hann var við nám í Oxford. - RICHARD HALL Sumir hafa fyrir sið að dýfa hönd ofan í blóð fórnardýra og þrýsta henni síðan á dyr híbýla sinna, áður en þeir flytja þangað inn. Er þetta gert til að boða gæfu og bægja frá illum öndum. Sums staðar er því trúað að til sé fólk, sem búi yfir dulrænum ill- um öflum. Einkum er þessi trú út- breidd til sveita og í fátækra- hverfum. Slíkt fólk er kallað sak- írar og því er haldið fram að það hafi selt sál sína djöflinum. Að sjálfsögðu forðast aðrir allt sam- nevti við þá. I aldanna rás hafa Egyptar komið sér upp drjúgum forða af orðatiltækjum til að bægja frá ill- um öndum. Þau eru orðin svo sam- gróin tungutaki fólksins, að það grípur til þeirra án þess að gera sér grein fyrir, að þau eru upp- runnin úr grárri forneskju. Ef einhverjum verður það á að óska hjónum til hamingju með nýfætt barn eða einhverja aðra gæfu, sem hefur fallið þeim í skaut, eru viðmælendurnir vísir til að bæta við setningum eins og þessari: „Verði guðs vilji" eða „Guð blessi spámanninn" en þar er átt við Múhameð. Og sumir taka jafnvel svo djúpt í árinni að segja: „Bölvað sé hið illa auga.“ Margt annað má tína til. Til að mynda er mörgum Egyptum illa við að segjast vera veikir. ( stað- inn nota þeir lýsingarorðið taban, sem þýðir þreyttur. Ef menn við- urkenna að þeir séu veikir, gætu þeir átt á hættu að andarnir sýktu þá enn frekar. Á fyrri öldum höfðu kaupmenn fyrir sið að setja spjöld yfir dyrn- ar hjá sér, þar sem á var letrað nafn guðs eða orð úr kóraninum til að ógna illum öndum. Þessi sið- ur er útbreiddur enn í dag, og kaupmenn, sem trúa ekki lengur á kynngikraft þessara orða, halda hann samt í heiðri. — ROBERT W. REED Sovéskir bílaeigendur eiga nú sektir yfir höfði sér ef þeir dirfast að flikka svolítið upp á útlitið á bílunum sínum með því að skipta um lugtir, grill eða stuðara eða að setja í þá skyggnt gler. Trud, sem er málgagn sovéska verkalýðssam- bandsins, skýrði svo frá á dögunum, að samkvæmt nýjum lögum væri stranglega bannað að gera þær breytingar á bifreiðum sem hefðu það í för með sér að þær yrðu frábrugðnar öðrum bílum sömu teg- undar. OFOGNUÐUR Þegar sendiráöin eru skálkaskjól ^ sendiráðum víða um heim eiga Ialls kyns afbrotamenn öruggt hæli. Þar má finna svarta- markaðsbraskara og smyglara, búðarþjófa og njósnara, sem eng- ar áhyggjur þurfa að hafa af því að verða leiddir fyrir lög og rétt. Það gerir sendimannahelgin, ævagömul hefð, sem mörgum finnst nú kominn tími til að taka til endurskoðunar. Gagnrýnendur þessarar gömlu laga benda á, að sendimenn geti beinlínis komist upp með morð og hafa því krafist breytinga á þeim, að leyft verði að fara inn í sendi- ráðin til að lögum verði komið yfir hina „ósnertanlegu". Hætt er þó við, að slíkar breytingar verði erf- iðar í framkvæmd. Sendimannahelgin, sem varð að hefð í aldanna rás, var fyrst sett í lög árið 1961 með Vínarsamþykkt- inni um samskipti þjóða. 141 þjóð átti aðild að henni en þar segir, að „sendimann ... megi ekki hand- taka eða hafa í haldi“ og að „að- setur sendinefndarinnar sé frið- helgt og óheimilt að ráðast þar inn“. Þegar sendimaður gerist brotlegur við lög geta ríkisstjórnir ekki gert annað en að vísa honum úr landi. Það gerist nú æ tíðara, að þing- menn víða um lönd krefjist nokk- urrar bragarbótar á þessum lög- um, en sérfræðingar í alþjóðarétti telja hins vegar ólíklegt, að sam- staða verði um að endurskoða Vín- arsamþykktina. Hér fer á eftir dálítil úttekt AP-fréttastofunnar á þeim afbrotum, sem sendiráðs- menn hafa komist upp með að fremja í skjóli friðhleginnar: I sumum höfuðborgum gerast sendimenn daglega sekir um alls kyns „smáafbrot“ og þar eru um- ferðarlagabrotin efst á blaði. Sem dæmi má nefna, að í London einni bætast árlega við 100.000 ógreidd- ar stöðumælasektir vegna sendi- ráðsbíla, sem lagt er ólöglega. Á Vesturlöndum er það líka orðið al- gengt, að sendimenn bregði sér í hlutverk búðarþjófsins. Á tiltölu- lega skömmum tíma hafa fjórir Sovétmenn verið staðnir að því að stela fatnaði og ýmsu öðru i Washington, New Jersey og Sviss. Að sjálfsögðu voru þeir ekki sóttir til saka. Sendimenn Norður-Kóreu hafa á sér alveg sérstakt orð, þeir nota friðhelgina til að geta óáreittir stundað smygl og svartamark- aðsbrask. í október árið 1976 var öllum sendimönnum Norður-Kór- eu í þremur ríkjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi, vísað úr landi og gaf lögreglan þeim að sök að hafa stundað umfangsmikið smygl með marijúana, tollfrjálst áfengi og sígarettur. Að sögn tollvarða flutti einn norður-kóresku sendi- mannanna inn 2,5 milljónir, tollfrjálsum sígarettum og gaf þá skýringu, að þær væru til einka- nota. Blóðbaðið við líbýska sendiráðið í Lundúnum sl. vetur er nýjasta dæmið um það, að sums staðar eru sendiráðin orðin að vígvelli og vettvangi fyrir átökin í Miðaust- urlöndum. 1978 var átta íröskum sendimönnum vísað frá Lundún- um eftir að íraskur útlagi þar hafði verið myrtur og 1980 var ír- öskum sendimönnum vísað frá Austurríki en þeir voru sakaðir um að hafa staðið fyrir sprengju- tilræði við íranska sendiráðið. í Miðausturlöndum eru sendi- ráðin gróðrarstía alls kyns sam- særa og tilræða við ríkisstjórnir viðkomandi Ianda. Sem dæmi má nefna, að í fyrra komu yfirvöld í furstadæminu Qatar upp um áætl- anir um að sprengja upp hótelið þar sem konungar og furstar sex Arabaríkja við Persaflóa ætluðu að hittast og er haft fyrir satt, að líbýskir sendiráðsmenn hafi séð um að smygla inn í landið vopnum og sprengiefni. Skömmu seinna sá háttsettur, líbýskur sendiráðs- maður þann kost vænstan að láta sig hverfa. Árið 1973 réðust pak- istanskir öryggisverðir inn í ír- aska sendiráðið og fundu þar miklar vopnabirgðir. Var sendi- herrann þá rekinn úr landi. Friðhelgi sendiráðanna stang- ast oft á við aðrar meginreglur. Sérfræðingar í alþjóðarétti benda t.d. á að bandaríska sendiráðið í Budapest hafi ekki haft lagalegan rétt til að skjóta skjólshúsi yfir andkommúnistann og kardinálann Jozsef Mindszenty, sem kommún- istar dæmdu fyrir landráð eftir uppreisnina 1956. Mindzsenty var í bandariska sendiráðinu í 15 ár og yfirvöldin gripu aldrei til þess ráðs að sækja hann i húsið. — CHARLES J. HANLEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.