Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 ÚTVARP / S JÓN VARP Barnaverndarráð íslands: Fagnar tillögum um athvarf fyr- ir unga fíkni- efnaneytendur BARNAVERNDARRÁÐ íslands lýs- ir ánægju sinni yfir að komin skuii fram á Alþingi tillaga til þingsálykt- unar um athvarf fyrir unga fíkni- efnaneytendur. í tillögunni er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra skipi þriggja manna nefnd sem leggi fram ákveðnar tillögur um það hvernig best sé að veita athvarf og heil- brigðis- og félagslega þjónustu þeim börnum og unglingum yngri en 18 ára, sem eru illa haldin, and- lega og líkamlega, vegna fíkni- efnaneyslu. Barnaverndarráð tel- ur mjög brýnt að tillagan hljóti samþykki hið allra fyrsta og grip- ið verði til öflugra aðgerða til að bjarga þeim börnum og ungling- um sem orðið hafa eða líklegt er að verði vímuefnum að bráð. Að mati þeirra sem gleggst fylgjast með þessum málum, hefur neysla vímuefna meðal barna og unglinga farið ört vaxandi. Virðist langstærstur hluti vandans bund- inn við höfuðborgarsvæðið. Hinn harði kjarni ungra neytenda er að vísu ekki stór, en hann hefur óæskileg áhrif á svonefndan áhættuhóp, sem neytir þessara efna að staðaldri. Til áhættuhóps- ins teljast nú tugir barna og ungl- inga í Reykjavík einni. í greinar- gerð með þingsályktunartillög- unni er staðhæft að mörg þeirra barna og unglinga sem neyta efn- anna að staðaldri, hafi beðið al- varlegt tjón á heilsu sinni og önn- ur séu í mikilli hættu. Barna- verndarráð telur að taka verði mark á slíkum staðhæfingum og mjög aðkallandi sé að koma þess- um einstaklingum undir læknis- hendur, sjá þeim fyrir meðferð er hæfi aldri þeirra og veita þeim að öðru leyti félagslegan stuðning um lengri eða skemmri tíma. Barnaverndarráð íslands hvet- ur alþingismenn til þess að tryggja hið allra fyrsta framgang þessarar þingsályktunartillögu. /FrétUtilkynning.) tes resió af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 2480 Tökum lagið ■■■■ 1 kvöld verðurt <1A 55 fimmti þáttur- inn í röðinni af mörgum, þar sem kór Langholtskirkju tekur lagið, ásamt gestum í Gamla biói. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson og verður þátturinn I kvöld sérstaklega helgað- ur haustinu og sungin ha- ustlög. Tilgangur með gerð þessara þátta er að fá sjónvarpsáhorfendur til að taka lagið með kórn- um og syngja heima i stofu, enda er það gamall og góður siður að þenja raddböndin svolítið og Með bros á vör ■■■■i Svavar Gests 1 KIO verður í dag A O með þátt á dag- skrá útvarpsins sem hann nefnir Með bros á vör. í þætti þessum velur Svav- ar og kynnir ýmislegt efni úr gömlum spurninga- þáttum, sem hafa verið á dagskrá útvarps i gegnum tíðina. Einnig leyfir Svav- ar útvarpshlustendum að heyra glefsur úr eldri skemmtiþáttum. Savar var sjálfur oft á tíðum með spurninga- og skemmtiþætti i útvarpinu og er því flestum hnútum kunnugur á þeim málum. Oft er fróðlegt að rifja upp gamalt efni, t.d. var á sunnudag leikin gömul hljóðritun í þætti Sva- vars, þar sem rætt var við Húsið i sléttunni birtist á skjánum í dag, eftir nokkuð langt hlé. Vafalaust eru margir orðnir óþolinmóðir og bíða spenntir eftir frekari fréttum af Ingalls-fjölskyldunni. Húsið á sléttunni ■■^H Sjónvarpið sýn- i a 1« ir í dag fyrsta A- U þátt nýrrar syrpu um Ingalls-fjöl- skylduna, sem býr í hús- inu á sléttunni. Þættir þessir eru framhald þátt- anna, sem sýndir hafa verið, en þegar Ingalls- fjölskyldan sást síðast á skjánum var Mary löngu gift, Lára orðin gjafvaxta og Karl Ingalls, faðir þeirra, farinn að grána nokkuð, þó ekki væri það mjög áberandi. Húsið á sléttunni hefur notið mik- illa vinsælda hér á landi sem annars staðar og þyk- ir mörgum sem þessir þættir séu kærkomin til- breyting frá þeim ofbeld- isþáttum sem sjónvarp býður stundum uppá. Svo mikið er víst, að Ingalls- fjölskyldan og aðrir íbúar í Hnetulundi eru yfirleitt mikið friðsemdarfólk. Framleiðandi, leikstjóri og einn aðalleikari þátt- anna er Michael Landon, sem leikur Karl Ingalls. Jón Stefánsson, stjórnandi Langholtskirkjukórs. hefur enginn verra af. Umsjón með þættinum og kynningu laga hefur stjórnandinn Jón Stef- ánsson með höndum, en stjórnandi upptöku er Tage Ammendrup. ungan mann, sem var at- vinnumaður í knatt- spyrnu. Þessi maður er nú betur kunnur sem fjár- málaráðherra. Svavar Gests verður með bros á vör I útvarpinu í dag, enda leikur hann þá nokkra valda kafla úr gömlum skemmti- og spurningaþátt- um. Hávamál í Kotru 22 35 Signý Pálsdótt- ir, leikhússtjóri á Akureyri, verður með útvarpsþátt í kvöld sem nefnist Kotra. Signý kvaðst ætla að taka Hávamál fyrir í þessum þáttum sínum, sem verða á dagskrá á tveggia vikna fresti í vetur. „Eg ætla alls ekki að taka fræðilega á viðfangsefninu Háva- málum,“ sagði Signý, »enda hef ég enga aðstöðu til þess. Ég ætla frekar að reyna að finna hvaða boðskap Hávamál hafa að flytja okkur sem nú erum uppi, og þá sérstaklega sjálfri mér. Þátturinn Signý Pálsdóttir verður þvi spunninn út frá Hávamálum með mínu eigin efni og sögum og ljóðum, sem tengjast Hávamálum. í þessum fyrsta þætti tek ég fyrir fyrstu vísu í Gestaþætti, en hún hljóðar svona: „Gáttir allar/áður gangi fram/um skoðast skyli/- um skyggnast skyli/því óvíst er að vita hvar óvin- ir sitja á fleti fyrir. Þessi fyrsti þáttur verður einn- ig eins konar kynning á því hvernig ég ætla að hafa þættina í vetur," sagði Signý Pálsdóttir að lokum. ÚTVARP SUNNUD4GUR 18. nóvember 8.00 Morgunandakt Séra Jón Elnarsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8 J5 Létt morgunlög Strauss-hljómsveitin I Vln- arborg leikur. 9.00 Fréttir. 9415 Morguntónleikar a. .Litaniae Lauretanae" I B-dúr K195 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Krisztina Loki, Carolyn Watkinson, Thomas Moser og Robert Holl syngja meó kór og hljómsveit austurrlska út- varpsins. Leopold Hager stjórnar. (Hljóðritaö á Moz- art-vikunni I Salzburg I janú- ar sl.) b. Sinfónla nr. 96 I D-dúr eftir Joseph Haydn. Cleve- land-hljómsveitin leikur; George Szell stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.00 Veður- fregnir. 10J25 Stefnumót viö Sturlunga Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa I Dómkirkjunni Prestur: Séra Hjalti Guö- mundsson. Organleikari; Marteinn Hunger Friöriks- son. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónlelkar. 1230 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leíkar. 13.25 Leikrit: .Brúökaup furst- ans af Fernara" eftir Odd Bjðrnsson. (Aöur útv. 1970.) Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Tónlist eftir Leif Þórarinsson. Leikendur: Þorsteinn ö. Stephensen, Erlingur Glsla- son, Kristln Anna Þórarins- dóttir, Sigrún Björnsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Harald G. Haraldsson, Pétur Einars- son, Sigrlður Þorvaldsdóttir, Guömundur Magnússon, Brlet Héðinsdóttir og Róbert Arnfinnsson. 14.25 Frá tónleikum Sintónlu- hljómsveitar Islands I Há- skólabfói 15. þ.m. (Fyrri hluti.) Stjórnandi: Karlos Trikolidis. Einleikari: Bern- harður Wilkinson. a. .Ad astra" eftir Þorstein Hauksson. b. Konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Nielsen. Kynnir: Jón Múli Arnason. 15.10 Meö bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum útvarps- ins. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Um vlsindi og fræöi Gunnar Karlsson flytur sunnudagserindi: Um sögu- kennslu I skólum. 17.00 Siðdegistónleikar a. Edith Wens og Thomas Moser syngja Iðg eftir Wolf- gang Amadeus Mozart Erik Werba leikur meö á planó. b. Alban Berg-kvartettinn leikur Strengjakvartett I C- dúr eftir Franz Schubert. (Hljóöritað á tónlistarhátlö- um I Salzburg og Hohenems I Austurrlki I sumar.) 184» A tvist og bast Jón Hjartarson rabbar viö hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 A bökkum Laxár Jóhanna A. Steingrlmsdóttir I Arnesi segir frá. (RÚVAK) 19.50 „Orð milli vina" Krútur R. Magnússon les Ijóð eftir Gunnar Dal. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduöum þætti fyrir ungl- inga. 214» Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21/40 Aö tafli Stjórnandi: Guömundur Arnlaugsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Kotra Umsjón: Signý Pálsdóttir. (RÚVAK) 23.05 Djasssaga — Jón Múli Arnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. A1KNUD4GUR 19. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. — Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson frá Egilsstööum flytur (a.v.d.v.). A virkum degi — Stefán Jökulsson og Maria Marlusdóttir. 735 Leikfimi. Jónlna Bene- diktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö: — Karl Bene- diktsson talar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Breiöholtsstrákur fer I svelt" eftir Dóru Stefánsdótt- ur. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (14). 930 Leikfimi. 9,30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. 1030 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 114» „Ég man þá tlö". Lög frá liönum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 1130 Austfjarðarútan meö viö- komu á Reyðarfiröi. Endur- tekinn þáttur Hildu Torfa- dóttur frá laugardegi. 1200 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 1230 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1330 Barnagaman. Umsjón: Gunnvör Braga. 1330 „Reggae-tónlist" 14.00 A bókamarkaöinum. Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 1430 Miödegistónleikar Bournemouth-Sinfónlettu- sveitin leikur Sinfónlu nr. 4 I c-moll eftir Thomas Arne; Kenneth Montgomery stj. 14.45 Popphólfið. — Siguröur Kristinsson (RÚVAK). 1530 Tilkynningar. Tónleikar. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1630 Slödegistónleikar. a. Bracha Eden og Alexander Tamir leika á tvö planó Fant- aslu op. 5 eftir Sergej Rakh- maninoff. b. Ivo Pogorelich leikur „Gaspar de la Nuit", lagaflokk fyrir planó eftir Maurice Ravel. 17.10 Slödegisútvarp — Sigrún Björnsdóttir, Sverrir Gauti Di- ego og Einar Kristjánsson. Tilkynningar 18/45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1930 Um daginn og veginn. Katrln Arnadóttir, Hllð, Gnúpverjahreppi, talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kynnir. 2030 Kvöldvaka. a. Spjall um þjóðfræði. Dr. Jón Hnefill Aöalsteinsson tekur saman og flytur ásamt Guörúnu Bjartmarsdóttur. b. Draum- ar, sýnir og dulræna. Ragn- heiöur Gyöa Jónsdóttir les úr samnefndri bók eftir Halldór Pétursson. c. Tryggvi T'Yðgvason og félagar syngja. d. Úr Ijóöahandrað- anum. Rannveig Löve velur og les. Umsjón: Helga Ag- ústsdóttlr. 2130 Útvarpssagan: Grettis saga. Öskar Halídórsson les 2200 Islensk tónlist. „Snorit- ®s fyrir planó, segulband og ásláttarhljóöfæri eftir Magn- ús Blöndal Jóhannsson. Halldór Haraldsson, Reynir Sigurðsson og höfundurinn leika. 2215 Veðurfregnlr. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 2235 Skyggnst um á skóla- hlaöi. Umsjón: Kristln H. Tryggvadóttir. 23.00 Frá tónleikum Sinfónlu- hljómsveitar Islands I Há- skólabiói 15. þ.m, (siöari hluti). Stjórnandi: Karolos Trikolidis. Sinfónla nr. 2 I C- dúr op. 61 eftir Robert Schu- mann. Kynnir: Jón Múli Arnason. 2335 Fréttir. Dagskrárlok. Sjá dagskrá sjónvarps ins bls. 67.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.