Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson 22. sunniid. e. þrenn.hátíð „Hver er þá mestur í himna Þeir voru nú ekki fullkomn- ari en þetta fyrstu lærisvein- arnir, sem Kristur átti, að löngunin til tignarsæta í ríki himnanna var þeim efst í huga, þegar hann var að ferð- ast og fræða eitt sinn í Galíleu. Þetta skyldi þó endan undra, það hefur löngum verið eitt það brýnasta sem í manns- barmi býr að girnast góða stöðu svo á himni sem á jörðu. Við þurfum ekki annað en að lita i kringum okkur í daglega lífinu til þess að sjá þess stað, hversu sú niðurröðunin gildir Fyrir nokkrum árum mátti sjá yfir þvera forsíðu eins dagblaðanna þessa fyrirsögn: „Gripinn með falskt vegabréf". Hvernig tilfinning ætli það sé, að vera gripinn og staðinn að því að villa á sér heimildir? Eru ekki annars dálitlar villur í lífsvegabréfinu okkar flestra? Eða getum við staðið við það, ef til kastanna kemur að eiga skilið sitthvað af þeim réttindum sem við njótum, en aðrir hafa ekki. Getum við alltaf forsvarað okkur í launa- stiganum í víðasta skilningi, gagnvart þeim, sem veröldin hefur dæmt nokkru neðar? Við vitum það áreiðanlega hvað það hefur kostað um víða ver- öld að komast í bestu sætin og En hégómi lítilla manna hreykir sér í hásætum og skreytir brjóst sitt orðum.“ (G. Dal) Já, barnið þarf hvorki aö auglýsa sig eða skreyta, það lifir fyrir umhyggju og elsku þeirra sem gæta þess, treystir á forsjá þeirra einlægum huga, þar til harkan fer að kenna því að berjast um leikföngin og hyllina. Líklega hefur einhver móðgast, þegar Jesús sagði að við þyrftum að verða eins og börn til að skynja himnaríki. Við kunnum og vitum, erum klók og dugleg og allt þetta, hvað það nú heitir, sem við þurfum að vera til þess að heimurinn taki eftir okkur og meti að verðleikum. En Jesús segir: Þetta lögmál gildir ekki „Sætaskipan hvarvetna, að einum er skákað hér og öðrum þar, eftir því, sem veröldin metur að verð- leikum kosti og krafta. Við lýs- um því yfir með ýmsum hætti, hverja við teljum mesta í okkar samfélagi, við úthlutum bæði skúfum og skrauti til þeirra sem við eignum efstu sætin og við röðum í flokka eftir því, sem við trúlega telj- um réttlæti, þegar um er að ræða fjármuni. Skemmst er að minnast nýrra kjarasamninga við opinbera starfsmenn, þar sem fólk er metið í nokkra tugi verðflokka á milli 12 og 40 þús- und króna launa. Þetta er víst svona alls staðar á svokölluð- um vinnumarkaði, að fólk fær eins konar gæðastimpla eða verðmætaeinkunnir á sjálft sig í launaumslögunum eftir því hvaða lærdómur eða próf eða bara pot hafði fleytt inn í stéttir og stöður. Ekki veit ég hvort Guð hlær eða grætur yf- ir þessu réttlæti, en víst er að þessir virðingarstigar allir eru verðlausir í augum hans, já og lýsa því vel hver við verum að innræti og gerð. Jesús þekkti vel mannamuninn á sinni tið, i þann tíma á hans slóðum var líklega ennþá meira hyldýpi staðfest á milli efstu og neðstu sætanna, en við getum ímynd- að okkur, útskúfunin og ör- birgðin ægilegri og á hinn bóg- inn valdið hamslausara og hærra sett en nútíminn getur skilið a.m.k. hér um slóðir. En samt erum við ennþá við sama heygarðshornið, mennirnir lík- ir og áður, rétt sama hvaða þjóðfélagsmynstur er búið við. Ævinlega er verðmetið þannig, að þeir sem eru „ofan á“ fylkja liði og halda réttri flokkun við lýði. við vitum hvað oftast sýnist þurfa til að hreppa skúfana og launin. Strax á fyrstu blöðum hinnar helgu bókar er deilt um efstu sæti í skiptum þeirra Kains og Abels, þessara full- trúa fjöldans með dauðann í brjóstinu. Valdsins, gæðanna hefur löngum verið aflað með „blóði og járni“ eða bara með því að telja sér trú um að mað- ur eigi nú að fá og hafa dálítið meira en þessi og hinn. Meira að segja Guð fær ekki að vera i friði fyrir þessum gráðugu löngunum okkar í að vera mestir og sitja hæst, jafnvel hann á býsna oft að sinna þeim kröfum okkar um niðurröðun, að við eigum að flokkast í ríki hans eftir einhverjum dyggð- um eða djásnum sem við álit- um að honum séu þóknanleg. En hverju svaraði Jesús þessari spurningu, hver væri mestur í himnaríki, en það merkir auðvitað bæði á himni og jörðu. Hann tók lítið barn á kné sér og sagði að slíkra væri ríkið og engra nema þeirra, sem væru eins og börn. Hvern- ig eigum við að skilja þetta? Barnið kemst ekki einu sinni á blað í launastiganum og skart- ar ekki með nokkrum afrekum, sem heimurinn metur til tign- ar. Ég ætla að geta mér til að barnið hafi það til að bera, sem jafnvel við, þrátt fyrir allt, komumst ekki hjá bæði að elska og virða, þó að við sjálf eigum fæstum stundum gott með að viðhalda slíkum eigind- um í hjartanu þegar við höfum „vitkast". Kannski kemur þetta í ljós í broti úr ljóði: Hiö stóra þarf ekki aö upphefja. Hið sanna þarf ekki að auglýsa. Hið fagra þarf ekki að skreyta. Hið bjarta þarf ekki að upplýsa. hjá Guði, þú átt þar enga inn- eign hversu mikið sem þú heldur þig afreka, enga inn- eign, nema kærleika Guðs. Eins og barn, sem á ást for- eldra sinna hvort heldur það er fætt stórt eða smátt, svart eða hvítt, eins er elska Guðs til þeirra barna sem hann hefur skapað og enginn á þar æðra sæti við hjarta hans öðrum fremur, þó að launastigar og fjaðurskúfar veraldar hafi skipt niður í háa og lága, virta og fyrirlitna. Jesús sagði: Vei þeim, sem afvegaleiða frá þessum kærleika Guðs. Hann sýndi það með lífi sínu allt til enda, að hiutdeild í ríki himnanna er ekki komin undir vegabréfsáritun mannanna og ekki heldur neinu, sem við af- rekum sjálf, heldur því sem er óskýraníeg gjöf inn í hjartað, svölun og samhljómur í senn, er þannig var eitt sinn tjáð: „Sjáið hvílíkan kærleika faðir- inn hefur auðsýnt oss að vér skulum kallast Guðs börn ... “ Og þó að þessi tilfinning geri okkur ekki neina vængi á bak- ið og rífi tæpast úr okkur þann streng sem ævinlega vill kveða á um eitthvað betra, meira og hærra en það sem náunginn hlýtur, þá trú ég því að þessi gjöf sem má viðhaldast í ná- lægð og umgengni við þann Drottin sem elskar öll börnin sín, sé eina leiðin færa til þess að við eignumst hollari lífsferð hvert með öðru og um leið þann frið hið innra, sem stafar af birtunni, sem þarf ekki að upplýsa. Og við spyrjum þá a.m.k. ekki framar: Hver er þá mestur í himnaríki? Eða er kannski einhver svo flekklaus að ætla að segja Drottni til um sætaskipan? Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Hárkanínuræktendur Nú er komið á vídeókassettu hvernig þýskur ræktandi með 39 ára reynslu metur kanínu. Klippir hana og flokk- ar af henni háriö jafnóðum. Yfir 50 mín. kennslustund sem sýnir þér hárrétt hand- tök, færir þér hámarks verð fyrir hárið og styttir tímann viö klippinguna amk. um 50%. íslenskt tal. Pantanir teknar í síma 30404. Á sama staö til sölu ungur hraustar og vel ættaöar hárkanínur. EKKERT ÓMAK — ENGIN FYRIRHÖFN... Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins býöur nú spari- fjáreigendum, félögum og peningastofnunum uppá: „PAKKALAUSN í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM" 1. Ráðgjöf í verðbréfakaupum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár með kaupum á verðbréfum. 3. Eftirlit með innheimtu þeirra. 4. Endurfjárfestingu afborgana og vaxta. ,ALLT í EINUM PAKKA“ H' SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 19. nóvember 1984 Spariskírteini og happdrsttislán ríkissjóða Veðskuldabréf — verðtryggð Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun-1 arkrafa Dagafjöldi til innl.d 1971-1 16.626,04 Innlv. i Seölab. 15.09.84 1972-1 15.169,28 8,60% 66 d. 1972-2 12.020,98 Innlv. í Seölab. 15.09.84 1973-1 8.920,97 8,60% 296 d. 1973-2 8.351,63 8,60% 66 d. 1974-1 5.406,74 8,60% 296 d. 1975-1 4.601,54 8,60% 51 d. 1975-2 3.422,50 8,60% 66 d. 1976-1 3.122,60 8,60% 111 d. 1976-2 2.562,03 18,60% 66 d. 1977-1 2.257,66 8,60% 126 d. 1977-2 1.903,77 Innl.v. i Seölab. 10.09.84 1978-1 1.530,69 8,60% 126 d. 1978-2 1.216,22 Innl.v. i Seðlab. 10.09.84 1979-1 1.041,66 8,60% 96 d. 1979-2 792,90 Innl.v. i Seölab. 15.09.84 1980-1 682,73 8,60% 146 d. 1980-2 519,79 8,60% 336 d. 1981-1 438,23 8.80% 1 ár 66 d. 1981-2 317,32 8,80% 1 ár 326 d. 1982-1 316,09 8,60% 102 d. 1982-2 230,02 8,60% 312 d. 1983-1 174,66 8,80% 1 ár 102 d. 1983-2 110,02 8,80% 1 ár 342 d. 1984-1 106,38 9,00% 2 ár 72 d 1984-2 100,14 9,00% 2 ár 291 d 1974-E 4.154,36 10,00% 12 d. 1974-F 4.154,36 10,00% 12 d. 1975-G 2.599,62 10,00% 1 ár 12 d. 1976-H 2.374,26 10,00% 1 ár 131 d. 1976-1 1.790,86 10,00% 2 ár 11 d. 1977-J 1.584,02 10,00% 2 ár 132 d. 1981-1. fl. 343,24 10,00% 1 ár 162 d. Lánst. Nafn Sölugengi m.v. 2 afb. vextir mism. ávöxtunar - áári HLV krötu 14% 16% 18% 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 5 ár 8% 88 85 81 6ar 8% 86 83 79 7 ár 8% 85 81 77 8 ár 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár 8% 81 76 72 Veðskuldabréf — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb óári 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ar 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskírteini ríkissjóös, verötryggð veðskuldabréf, óverðtryggö veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Sími 28566
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.