Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Biblíuár
Það ár, sem nú fer að halla, hefur verið
nefnt biblíuár hér á landi af þeirri orsök,
að liðnar eru fjórar aldir réttar síðan Is-
iendingar eignuðust Biblíuna alla prent-
aða á sinni tungu. En ár Biblíunnar eru
orðin mörg, fjórar aldir eru aðeins áfangi
á vegi hennar. Sagan um þann feril, sem
hún hefur farið, er mikil og þó stórum
auðrekjaniegri en sagan um sporin sem
hún hefur markað á vegi mannkyns.
Elstu hlutar Biblíunnar voru þúsund
ára, þegar Jesús kom fram. Sfðan eru nær
tvö þúsund ár. í nærfellt þúsund ár hefur
hún verið hin heilaga ritning íslendinga.
Hún hafði raunar komið hér við fyrir daga
Ingólfs. Þegar norskir landnemar fóru að
byggja landið, stökktu þeir á brott
mönnum sem voru hér fyrir. Þeir skildu
eftir muni, m.a. bækur. Af því mátti ráða,
að þeir voru menn kristnir, segir Ari
prestur fróði.
Hvar sem kristnir menn hafa farið og
verið, hafa þeir haft bækur. Það auðkenndi
þá, á því þekktust þeir frá öðrum.
Múhammed skipti mannkyni í tvo
fiokka, fólk bókarinnar annars vegar —
þar voru kristnir menn, ásamt Gyðingum
— hins vegar bókiausa fólkið. Bókin var
Biblían. En reyndar er hún margar bækur.
Orðið Biblía er upphaflega fleirtðluorð og
þýðir bækurnar, hinar helgu ritningar, sem
kristnir menn tóku í arf frá Gyðingum og
juku síðan að þeim ritum, sem Nýja testa-
mentið geymir.
Það hafði öldum saman einkennt Gyð-
inga, að þeir áttu þá bók, sem allt líf þeirra
byggðist á og snerist um. Það var ógrynni
af trúflokkum í hinum forna heimi, vegleg
musteri á hverju strái með iburðarmiklum
trúarathöfnum. Gyðingar höfðu dreifst
víðsvegar um lönd þegar þá og þeir áttu
sín samkomuhús. í þeim voru ekki goða-
myndir né neinar gersemar, aðeins eitt,
sem hvergi var annars staðar í helgum
húsum: Bókin. Þeir komu saman til að lesa
upp úr henni og heyra hana lagða út,
syngja upp úr henni bænatexta og þakk-
arljóð.
Hann tók bókina
Þegar Jesús var að hefja starf sitt segir
frá því, að hann fór að vanda sfnum á
hvíldardegi í samkomuhúsið í Nazaret. Og
hann tók þar bókina, lauk henni upp og las
þessi orð Jesaja spámanns: Andi Drottins
er yfir mér, af því að hann hefur smurt
mig, hann hefur sent mig til að flytja fá-
tækum gleðilegan boðskap ...
Að loknum lestri sagði Jesús: I dag hef-
ur ræst þessi ritning í áheyrn yðar. Hann
sagði með öðrum orðum: Það er ég, sem
hér er verið að tala um.
Myndin, sem þessi frásögn bregður upp,
sýnir tvennt: Bókina, sem var Gyðingum
eitt og allt, og manninn, sem Ias þessa bók
á nýjan hátt, eins og aldrei hafði verið
áður gert.
Jesús tók bókina og lauk henni upp. Og
kirkjan hans tók síðan við henni úr hendi
hans og þá var hún orðin ný. Líf hans og
kenning, dauði hans og upprisa lýstu hana
upp og fæddu að nýju. Síðan heitir þessi
bók eða bækur Gamla testamentið (sátt-
málinn), af því að hún er eldri en Jesús
Kristur, hinum megin við aldahvörfin, sem
hann markar.
Á næstu áratugum eftir dauða Jesú urðu
svo til þau rit, sem vér köllum Nýja testa-
mentið. Þar eru 5 sögurit, 4 um ævi Jesú,
guðspjöllin (gleðitíðindin), og svo ágrip af
sögu kirkjunnar fyrstu árin, Postulasagan.
Siðan koma tækifærisrit, flest sendibréf
skrifuð í flýti af sérstökum tilefnum, en
viðtakendur varðveittu þau með dýpstu
lotningu, þau voru lesin við guðsþjónustur
eins og söguritin, afrituð af einstakri alúð
og nákvæmni, þeim var dreift frá einum
söfnuði til annars.
ÖIl þau rit, sem eru í Nýja testamentinu,
voru frá fyrsta fari heilagar ritningar
allra kristinna manna, lesin og hugleidd,
ásamt hinum gömlu ritningum. Og alger
samstaða var um nær öll þessara rita, að
þau væru grunnur, viðmiðun og lífs-
uppspretta kristinnar trúar og lífernis.
Um það var kirkjan sameinuð f öllum meg-
inatriðum löngu fyrr en hún tók sameig-
inlega ákvörðun um að skipa þessum ritum
í eina bók, sem skyldi verða leiðarljós
hennar og úrslitavitni um þau sannindi,
sem henni var trúað fyrir.
Fylling tfmans
Nýja testamentið er lítil bók vöxtum en
varla verður um það deilt, að hún hafi haft
meiri áhrif en önnur skrifuð blöð. Mestur
hluti þess er skráður næstu 30—40 árin
eftir dauða Jesú. Á sama árabili hafði
kristnin breiðst út um iöndin kringum
Miðjarðarhaf og langt austur eftir Asíu.
Hliðstætt dæmi um gróskumátt verður
vart fundið í sögunni.
Ytri aðstæður skýra ekki hraða út-
breiðslu kristninnar, því síður það andans
afl, sem býr í því orði, sem brautina ruddi.
En Páll postuli talar um fyllingu tímans:
Þegar fylling tímans kom, sendi Guð son
sinn. Þau ummæli má m.a. heimfæra til
jarðneskra aðstæðna. Eitt og sama ríki
hafði völdin frá Gíbraltar til Evfrat, frá
Sahara til Rínar og Skotlands. Og á öllu
þessu svæði var hægt að gera sig skiljan-
legan á einni og sömu tungu, grísku.
Vitaskuld voru fjölmörg önnur mál töl-
uð. í Palestínu og grennd var t.d. töluð
arameíska, náskyld tunga hebresku, hinni
fornu þjóðtungu Hebrea, sem var ekki
lengur lifandi mál á dögum Jesú (hún hef-
ur verið endurvakin í ísrael nútímans).
Jesús talaði arameísku. En vafalaust hefur
hann getað bjargað sér i grísku og postul-
ar hans flestir eða allir. En Jesús kenndi á
móðurmáli sínu, Fjallræðan og dæmisög-
urnar og önnur orð hans, sem meitluðust í
minni, voru flutt á því máli. Þegar boð-
skapur hans barst út fyrir Palestinu varð
að þýða á grísku. Og þegar lífssaga hans
var skráð var ekki umtalsmál að nota hina
alþjóðlegu tungu. Hið sama gerðu postul-
arnir í bréfum sínum. Stundum má
merkja, að höfundar hugsa á arameísku.
Nokkur arameísk orð eru í guðspjöllunum,
óbreytt i öllum þýðingum, eins og þau féllu
af vörum Jesú.
Það er sem sé ekki nýtt, að kirkjan hafi
þurft að þýða af einni tungu á aðra. En það
skipti miklu fyrir frumkirkjuna, að Gamla
testamentið hafði þegar verið þýtt á
grísku. Það gerðu lærðir Gyðingar, búsett-
ir í Alexandríu, á 3. öld f. Kr. Sú biblíuþýð-
ing var stórlega mikilvæg fyrir kristniboö-
ið.
Fornar þýöingar
En kirkjan lét sér ekki nægja að flytja
orð sitt og kynna helga ritningu sína á
grísku máli. Kristindómurinn var alþýðu-
hreyfing og keppti að því að festa rætur í
þjóðlegum jarðvegi hvarvetna. Strax á 2.
og 3. öld var farið að þýða Biblíuna á lat-
ínu og sýrlensku, síðan á eþíópisku, kopt-
ísku (egypsku) og armenísku. Seinna komu
þýðingar á slavnesku. Og á 4. öld eignuðust
frændur vorir, Gotar, sína Biblíu. Þeir
voru norræn víkingaþjóð, sem flæddu ræn-
andi og ruplandi suður um álfuna, en sner-
ust síðan til kristni, að miklu leyti fyrir
áhrif kristinna herfanga sinna og þræla.
Þeir eignuðust mikinn biskup, Vúlfila (afi
hans og amma voru kristnir herfangar frá
Kappadókíu, en faðir hans var gotneskur).
Vúlfíla þýddi Biblíuna á gotnesku. Sú þýð-
ing greiddi mjög fyrir kristniboðinu meðal
germanskra þjóðflokka. Ríki Gota leið
undir lok og sjálfir hurfu þeir af sviði sög-
unnar, einu ummerkin eftir þá er hluti af
Biblíu Vúlfilu biskups, eina heimildin um
tungu þeirra, sem var náskyld íslensku.
Hér hefur verið farið fljótt yfir mikla
sögu. Ég vildi aðeins minna á þessar fornu
biblíuþýðingar fyrstu aldanna. Þær voru
gerðar meðan kristindómurinn átti enn
mjög í vök að verjast og sætti grimmi-
legum ofsóknum. Þá voru þessi afrek unn-
in, sem hvert um sig mega teljast meðal
meiri háttar stórvirkja i menningarsög-
unni. Og þegar ofsóknir dundu yfir, var
það jafnan fyrsta krafa yfirvalda, að
kristnir menn skyldu afhenda helgar bæk-
ur sínar svo að unnt væri að eyðileggja
þær. Þetta var eitt af þvi, sem knúði á um
að ákveða, hvaða rit skyldu viðurkennd
sem heilög sameign kirkjunnar. Önnur rit
máttu menn að ósekju láta af höndum.
Hitt var að bregðast bróðurskyldu og
þegnskyldu við Krist að selja fram til tor-
tímingar skráðan frumvitnisburð spá-
manna og postula, sem kirkjan stóð og féll
með. Því verði skyldi enginn kaupa sér
lífsgrið og lima.
Nú hefur Biblian eða hlutar hennar ver-
ið þýdd á fjölda tungumála, hátt á annað
þúsund. Þessar þýðingar hafa lagt grunn
að ritmáli fjölmargra þjóða viðsvegar um
hnöttinn, sem áttu ekkert ritað áður. Það
brautryðjendastarf hefur krafist mikils,
lærdóms, þolinmæði og fórnfýsi. Sagan um
það er ótrúlega stórbrotin en verður ekki
rakin hér.
Biblían var ekki hið fyrsta, sem skráð
var á islensku, eins og var um margar aðrar
þjóðtungur. En áhrif hennar fæddu af sér
íslenskt ritmál. Um leið og kristni var
komin i landið fóru menn að fást við „þýð-
ingar helgar". Þeir sem sýsluðu við það
urðu að búa til íslenskt stafróf, finna mörg
nýyrði og temja tunguna við að túlka nýja
hugsun sem hafði orðið til á framandi
slóðum og mótast á fjarlægum hámenn-
ingarsvæðum.
Þessar þýðingar helgar frá fyrsta skeiði
íslenskrar kristni geyma brot af biblíu-
textum. Þá er til merkileg bók, norsk að
uppruna, kölluð Stjórn. Þar er allmikið af
Gamla testamentinu á auðveldri, fagurri
íslensku.
Straumhvörf
En á miðöldum hafði kirkjan í Evrópu
ekki áhuga á að þýða Biblíuna á þjóðtung-
ur. Latínan var kirkjumálið og söfnuðum
og alþýðu manna átti að duga það að heyra
lærða menn endursegja efni heilagra ritn-
inga, enda voru fæstir læsir og bækur
næsta dýrar, meðan engar voru til nema
handskrifaðar á skinn.
Siðbótin olli straumhvörfum. Hún tók
þá stefnu að gera almenning myndugan í
andlegum efnum og fylgdi þeirri stefnu
markvisst. Þess vegna lagði hún áherslu á
víðtæka uppfræðslu, lestrarkennslu og út-
vegun lestrarefnis.
Einnig á 16. öld var fylling tímans að þvi
leyti, að prentlistin var komin til sögunnar
og pappírinn. Þessi nýja tækni gaf áður
óþekkt úrræði i bókagerð og dreifingu
bóka.
Lúther vann það afrek meðal annarra að
þýða Biblíuna. Þýskar þýðingar á henni
voru til áður. En Lúther tók verkið nýjum
tökum. Hann þýddi beint úr frummálun-
um, það hafði ekki verið gert áður. Og hið
þýska tungutak hans er annálað fyrir
ferskleik og orðgnótt. Almennt er talið, að
hann hafi öðrum fremur lagt grunn að
þýsku ritmáli.
Hvarvetna þar sem áhrifa hans gætti
var það talin frumkrafa til kirkjunnar að
gera Biblíuna tiltæka alþýðu manna á
móðurmáli.
íslenskir
brautryðjendur
Islenskir siðbótarmenn lútherskir geng-
ust undir þessa köllun af fyllstu einbeitni.
Þeir höfðu mikinn þjóðlegan metnað.
Mönnum hefur oft sést yfir það, þeir lentu
í skugganum af þeirri staðreynd, að hið
danska konungsvald notfærði sér bylting-
una í kirkjumálum til þess að stórauka
tekjur sínar af landinu og styrkja tök sín
öll i landsmálum. Við það gat enginn ráðið
eins og málavöxtum var háttað. En raun-
sætt viðnám Gissurar biskups Einarsson-
ar við konungsvaldinu var hið merkasta,
sem gerðist í stjórnmálasögu íslendinga
um aldir.
Gissur varð skammlífur, fékk aðeins 8
embættisár. Ef hans hefði notið lengur við
má með rökum gera ráð fyrir, að margt
hefði farið betur um sinn. M.a. hefði Jón
Arason ekki verið tekinn af lífi. Gissur
hélt hlífiskildi yfir honum og honum i
skefjum jafnframt. Og segja mætti mér,
að Gissur hafi ætlað vini sínum, syni Jóns
biskups, sr. Sigurði á Grenjaðarstöðum,
biskupsstólinn á Hólum eftir föður sinn.
Því hefði hann mátt koma til vegar að sér
heilum og lifandi, og þá hefði hin nýja
kirkjustefna sigrað með þeim friðsama
hætti, sem Gissur vildi.
En merkust í þjóðernislegu tilliti var sú
eindregna stefna lútherskra manna, að
kirkjumálið skyldi verða íslenska. Það
merki hófu þeir saman Gissur biskup og
Oddur Gottskálksson. Það er ekki ólíklegt,
að hlutur Gissurar í Nýja testamentisþýð-
ingu Odds, sem kom út 1540, sé nokkur
beinlínis. Hitt er vist, að hann studdi Odd
með ráðum og dáð fyrr og síðar. Og þeir