Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Vefir Ásgerðar Búadóttur Myndlist Bragi Ásgeirsson VefjarlisUkonan Ásgerdur Búa- dóttir kynnir um þessar mundir 16 veggteppi eftir sig í einum þriöja af vestursal Kjarvals- staða. Sýningin mun að nokkru til komin vegna þess að listakon- an var Borgarlistamaður ársins 1984 og því fylgir, að viðkomandi þurfi helst að staðfesta, að hann hafi verið virkur í list sinni á tímabilinu. Merkilegt og í raun réttu niðr- andi ákvæði fyrir viðkomandi listamenn, þvi að eðli starfs- launa hlýtur einmitt fyrst og fremst að vera að gefa þeim möguleika á að helga sig af enn meiri krafti virkri listsköpun sinni. Enginn listamaður, sem er sestur í helgan stein kemur t.d. til greina hér, því að til þess þyrftu þau að vera hrein heið- urslaun, líkt og ellilaun Alþingis í sumum tilvikum, sem ég lasta þó ekki. Þá er tímabilið svo stutt og vinnuhraði listamanna svo mis- jafn, að ákvæðið er út I hött. Starfslaun eru þannig eðlilega veitt til margra ára í senn á hin- um Norðurlöndunum, sem er hið eina rétta. Ásgerður Búadóttir hefur og tekið til bragðs að sýna afrakstur vinnu síðastliðinna þriggja ára, enda er það seinvirk athöfn að vefa myndir og að sjálfsögðu gerir hún alveg rétt. Sýningin staðfestir svo ekki verður um villst, að hér er um virkan myndlistarmann að ræða. Ásgerður hefur og einnig verið mjög virk á sýningarsviði und- anfarin ár, bæði hér heima og erlendis; nú síðast sýndi hún t.d. í Nikolai Kirke í Kaupmanna- höfn í sumar. Var það eftir- minnileg sýning, svo sem ég hef áður getið í Kaupmannahafn- arpistli og ég er alls ekki sam- mála ýmsum þarlendum gagn- rýnendum, að myndir hennar hafi verið illa hengdar upp. Alls ekki eftir eðli húsakynnanna og t.d. í samanburði við aðra vefj- arlistarsýningu er þar var í gangi um tíma. Sumar myndanna nutu sín t.d. ennþá betur en ég minnist í ann- an tíma og vísa ég þá til þess, að nokkrar myndanna er ég að skoða í fjórða skiptið á sýningu á þrem árum. Sýningin að Kjarvalsstöðum er hrifmikil en nokkuð þröngt um hana þannig að eitt teppi gripur inn í annað. Ekki er hægt að hengja teppi upp á sama hátt og málverk, því að hér er eðlis- munurinn of mikill. Ég virði mjög og er fullur aðdáunar á sérstöðu hins sígilda handverks i vefjarlistartækni á sama hátt og ég tek ofan fyrir sérstöðu og yndisþokka konunnar. En vefj- arlistin lítur hér sinum eigin sérstöku og ströngu lögmálum þótt þau lúti um margt svipuð- um form- og litrænum lögmálum og málverkið. En efnisáferðin og margþætt glíman við litinn er allt annars eðlis f málverkinu. Ég dáist jafn mikið að rismikl- um vefnaði og góðu málverki, en þó á allt annan hátt. Þannig er ekki að minu mati hægt að skipa vefjarlistinni við hlið málverksins né höggmynd- arinnar nema að mjög takmörk- uðu leyti, en það rýrir að engu gildi listgreinarinnar. Og því skyldu ofin teppi t.d. vera rétt- hærri rismikilli silfursmíð Hennings Koppel, svo einhver sé nefndur, en form gripa hans minnir ósjaldan á rismikinn skúlptúr, enda var maðurinn menntaður sem slfkur. Hvorki honum né öðrum kom nokkru sinni til hugar að setja slfka gripi á skúlptúrsýningar svo ég viti til. Nú er Ásgerður Búadóttir menntuð í myndlistarskóla og það gefur teppum hennar ein- mitt hinn magnaða myndræna blæ sem yfir þeim er. En þetta ofurkapp að þrýsta listvefnaði inn á svið málverks- og högg- myndalistar, svo og annarra greina hreinna myndlista tel ég misvisandi, jafnvel þótt listræna gildið kunni að vera hið sama. Þess má og geta, að fornir og fágætir hlutir i listiðnaði eru metnir að verðleikum og seljast fyrir geypifé á uppboðum ekki síður en málverk — en þeir eru aldrei boðnir upp á málverka- uppboðum — heldur séruppboð- um listiðnaðar. Ég hef áður skrifað um myndvefnað Ásgerðar Búadótt- ur og endurtek það því ekki hér. Mig langar þó til að vísa til einn- ar myndar er hreif mig öðrum fremur, sem var mynd nr. 11, „Vulkan". Hér hefur gerandan- um tekist að ná fram magnaðri samhverfri stemmningu, en það er mikill vandi og i fárra valdi. Myndir Ásgerðar eru líkastar blöndu af vefjarlist, „collage" og lágmyndum og eru i senn sam- hverfar sem byggingarfræði- legar. En ég verð ekki var við hina sterku þrfviðu kennd, sem sumir eru að vísa til. Slik kennd kemur fram i hinum mögnuðu myndum Magdalene Abakano- vichs frá Póllandi, er standa gjarnan á gólfi, en myndir Ás- gerðar hanga jafnaðarlega á vegg og eru á ýmsan veg upp- hleyptar. Hina oft og tíðum ströngu formrænu uppbyggingu mýkir gerandinn svo með því að binda í vefinn óspunnið hross- hár, sem veitir inn í teppin létt- um og loftrænum blæ, líkast þýðri golu og úrsvala háfjall- anna. Ásgerður Búadóttir er agaður listamaður, er vinnur á þröngu og takmörkuðu sviði, en hefur hér náð eftirminnilegum árangri og stendur framarlega i hópi norrænna vefjarlistamanna. Leirmyndir Guðna Erlendssonar Jón E. Guðmundsson Tímamótasýning Jóns E. Guðmundssonar Jón E. Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir leikbrúður sínar og brautryðjandastörf sin á sviði Leikbrúðusýninga, heldur um þessar mundir mikla sýningu í kjallarasölum Norræna húss- ins. Tilefnið er, að listamaðurinn varð sjötugur nýlega og ekki fékk ég betur séð en að elstu leikbrúðurnar á sýningunni væru frá 1954 og þannig þrítug- ar að aldri, og i allt fyllir þetta þannig samtals heila öld. Mesta rúmiðá sýningunni taka 63 vatnslitamyndir, er virðast vera tækifærismyndir frá hálfu lista- mannsins, sem hann leggur hvergi nærri jafn mikla natni i né vinnu og leikbrúðurnar. Ein mynd fannst mér skera sig úr um myndræn gæði í lit, upp- byggingu og útfærslu og var það myndin „í Þjófadölum" (30). Athyglisverðasti þáttur sýn- ingarinnar er tvímælalaust út- skurðurinn og ber þar hæst myndina „Sjáandi hendur", sem allt eins getur verið sjálfstján- ing gerandans. Brúðurnar eru og margar haganlega gerðar og bera vitni barnslegri einlægni og sköpunaþörf, sem eru verðmætir eiginleikar hverjum einstaklingi er við listsköpun fæst. Þess skal og sérstaklega getið að listamaðurinn er sjálfur á staðnum og kynnir handtökin sem tengjast strengjabrúðusýn- ingum. Er það í fyrsta skipti í mörg ár sem Jón sýnir sjálfur en hann hefur á undanförnum ár- um séð um ýmsar aðrar hliðar á brúðusýningum sínum og ann- arra. Þetta er skemmtileg sýning heim að sækja en það er hin mesta furða og til vansæmdar, að ekki skuli einhver opinber stofnun sjá um slíka tímamóta- sýningu á lífsverki manns er glatt hefur svo mörg barns- hjörtu í þrjá áratugi og er algjör brautryðjandi um samfelldar brúðuleikhússýningar. Vegleg sýningarskrá hefði átt að fylgja með ítarlegri kynningu á æviverki listamannsins á þessu sviði prýdd mörgum litljós- myndum. Vonandi eigum við eft- ir og þá að sjálfsögðu listamað- urinn sjálfur að lifa slika sýn- ingu í náinni framtíð. Guðni Erlendsson, sem þessa dagana og fram til sunnudags- kvölds sýnir 33 leirverk í Lista- miðstöðinni við Lækjartorg hef- ur víða komið við sögu. Hann er framkvæmdamaður mikill og hefur lengi rekið leirmunaverk- stæði, fyrst Eldstó við Miklatorg en svo í gamla bænum. Þá stofn- aði hann hinn annálaða veit- ingastað „Hornið" og var þar með í mikilli og ánægjulegri byltingu nýrra viðhorfa í þeirri grein. Þar var og til húsa Gallerí Djúpið. Verzlun hans No. 1 var og um margt nýstárleg á þeim vettvangi. Á þessum umbrota- tíma safnaði hann og mikið af fallegum hlutum í kring um sig, keypti verk framúrstefnulista- manna, sem fæstir aðrir litu við, kenndi við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og skaut eigin- lega allstaðar upp kollinum, þar sem eitthvað krassandi var að gerast. En fyrir tveim árum hætti hann öllum umsvifum öðr- um en þeim er snúa sér að leir- listinni og síðan hefur hann haft hægt um sig. Maður hefði alveg getað átt von á því, að Guðni héldi sýn- ingu á leirverkum en naumast í því framúrstefnulega formi, sem verk hans í Listamiðstöðinni verða að teljast. Hér er um fiata leirplatta að ræða, sem gerandinn skreytir á ýmsan hátt með þrykktum ljósmyndum og notar til þess sáldþrykkstæknina, sem mun i heild sinni ný tækniaðferð hér- lendis að ég best veit. Hann skiptir svo formum hvers platta niður í mismunandi einingar til að fá líf í myndbygginguna og notar til þess leðurræmur að mér sýnist. Fyrir margt þá virkar þetta sem leikur leirlistarmanns við nýja möguleika sem, enn sem komið er, er á tilraunastiginu. Þær myndir virka sýnu hrif- mestar, sem eru hreinar og ákv- eðnar í útfærslu en það virðist vera vandamálið við þessa tækni að ná þeim árangri. Meira er um þokukenndar myndir þar sem eitthvað virðist hafa farið úr- skeiðis. Á sýningunni eru einnig sí- gildir leirmunir svo sem vasar, skálar og veggdiskar og hér eru vinnubrögð gerandans öllu markvissari. Þetta er nokkuð þokkaleg frumraun á sýninga- vettvangi hjá Guðna Erlends- syni en hefði mátt vera meira krassandi í ætt við manninn á bak við verkin svo sem maður þekkti hann þá er umsvifin voru mest og fjölþættust. Guðni Erlendsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.