Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Að maður þroskist með aldrin-
um, — nei, það held ég sé ekki
rétt, sagði Karl í upphafi samtals-
ins. Maður sljógvast með aldrin-
um. Sem málari, já, það getur ver-
ið — ég held að málarar verði að
verða mjög gamlir til að ná góðum
þroska — a.m.k. hundrað ára,
kannski hundrað og fimmtíu ára.
MorgunblaSi9/Árni Sæberg
Karl Kvaran í vinnustofu sinni.
— Þú varst um tíma í námi hjá
Gunnlaugi Sceving.
Gunnlaugur Scheving — það er
svo óralangt síðan. Hann var mjög
kröfuharður um teikningu og gat
kennt mikið á því sviði. Það geta
allir lært teikningu — og það er
vel hægt að kenna fólki teikningu,
öllum. En það er ekki hægt að
kenna notkun lita, það getur eng-
inn kennt.
— Af hverju ekki?
Jú, bíddu nú við — af hverju
ekki? Þetta er viss hæfileiki sem
menn verða að þroska með sér
sjálfir. Það er eins og hver málari
hafi sinn litaskala.
— Þú notar í það minnsta sjald-
an græna litinn, segir Gunnlaug-
ur.
Nei, ég hef enga tilfinningu
fyrir grænum lit og þess vegna
forðast ég hann. Svo vil ég nota
fáa liti og að engu sé ofaukið.
— En perspektívið það ræður
miklu í myndlistinni, segir Gunn-
laugur.
Perspektívið! Það kemur ekkert
myndlist við — ekki eftir að við
uppgötvuðum myndflötinn. Það
var Þorvaldur Skúlason sem varð
lærimeistari okkar allra varðandi
myndflötinn, þá nýkominn frá
Frakklandi.
— Þú hefur semsé lært mikið af
honum?
Já, það var mjög gott að vera
hjá Þorvaldi, hann kenndi okkur
mikið.
— Gerirðu þetta ekki allt frí-
hendis, allar þessar fínu bogalín-
ÞETTA
ALLT
UPPÚR
YÐUR?“
Afmælisviðtal við Karl Kvaran
listmálara sextugan
Menn eru misjafn-
lega af guði
gerðir, sumir
hafa einungis
ánægju af at-
höfn, aðrir unna
næðinu, — segir dr. Gunnlaugur
Þórðarsson í ritgerð um vin sinn
málarann, Karl Kvaran. Karl varð
sextugur í gær og hafði Gunnlaug-
ur opið hús fyrir alla sem vildu
heiðra listamanninn á sextugs-
afmælinu. Gunnlaugur hefur verið
mikill aðdáandi Karls um áratuga
skeið og talar ritgerð sú er hér er
vitnað til sínu máli um þaö.
„Allír hrífast af einhverju,
flestir af tónlist," heldur Gunn-
laugur áfram. „Þó er mér kunnugt
um mann, sem finnst tónlist að-
eins vera mismunandi mikil há-
vaði og vill helzt vera án slíkra
óþæginda. Slíkt mun þó teljast til
undantekninga. Hins vegar er al-
gengt, að myndlist skírskoti á eng-
an hátt til manna, einkum óhlut-
kennd eða abstrakt list, sem
krefst íhygli og skoðunar.
Línur, litir og form í einum fleti
hljóta að hafa ólík áhrif á skoðar-
ann eftir því, hvort hann er vanur
að skoða slíka sköpun, sem ein-
göngu er byggð upp af slíkum
samleik eða skynjar myndina að-
eins í fletinum. Þegar vel tekst til
um uppbyggingu slík verks, þá
vekur það með sér næsta lík áhrif
og góð tónlist. Því er ekki að neita,
að hlutkennd myndlist, t.d. af
landslagi, getur haft sömu áhrif,
en oft er það fyrirmyndin, sem
villir um fyrir mönnum, t.d. ef
verkið er frá Þingvöllum eða Esj-
unni. ósjaldan leynast lélegir
myndlistarmenn að baki slíkra
verka: Það er auðveldara fyrir lé-
legan listamann að skapa Iands-
lagsverk en abstraktverk, því að
hið síðartalda krefst meiri sköp-
unarhæfni, þjálfunar og ögunar,
sem fáum er gefið.
í hópi hinna síðartöldu tel ég
Karl Kvaran fremstan. í rúm 30
ár hefur mér gefizt hið óvenjulega
tækifæri að fylgjast með þroska
og vexti þessa sérstæða lista-
manns.
Stundum heyrist því fleygt, að
abstraktmálarar máli svo vegna
þess, að þeir kunna ekki að teikna,
sem er auðvitað fjarstæða ...
Eins og tónlistarunnandi hlýtur
að þreytast á að hlusta eingöngu á
létta dægurtónlist, þreytist list-
skoðandi óhjákvæmilega á að fá
myndlist framreidda þannig, að
hún krefjist einskis átaks til skiln-
ings. Eins hlýtur listamanninum
að vera farið, og því varð Karl að
brjóta af sér viðjar hins hlut-
kennda forms og leita inn í heim
hins abstrakta...
List Karls hefur í seinni tíð ein-
kennzt af leit að hinu einfalda og
tæra, þar sem ein hárfín lína eða
tvær ráða úrslitum um það, hvort
verkið sé listaverk eða ekki, þar
sem litum er stillt saman án fyrir-
fram gerðrar formúlu, eins og
sumir halda, að sé aðalatriðið.
Verk hans eru innblásin og upplif-
uð, knúin áfram af hinni miskunn-
arlausu sköpunarþörf listamanns-
ins, linnulaus krafa, sem lætur
hann aldrei í friði, heldur tifar
með honum í takt við slagæð þjóð-
lífsins. Slík listsköpun, gerð af
knýjandi þörf og ekki neinni sýnd-
armennsku, er það, sem skilur á
milli lífs og dauða í list. Þar er það
hin afdráttarlausa krafa til lista-
mannsins sjálfs, sem ræður, en
ekki listamaðurinn."
Gunnlaugur fylgdi blaðamanni
Milverkið „Vor“, eitt af þrem mál-
verkum eftir Karl Kvaran í eigu
Landakotsspítala, sem dr. Gunn-
laugur Þórðarson gaf systrunum í
Landakoti.
Morgunblaðsins til viðtals við
málarann og tók þátt í afmæl-
isspjallinu sem fram kemur.