Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
„Þorsteinn Gauti vakti
mikla athygli á norrænu
móti ungra einleikara“
Rætt vid Jón Nordal um tónlistarmót sem haldið var í Osló í október
Dagana 13.—20. október
var haldið í Osló tónlist-
armót ungra norrænna ein-
leikara, en það hefur verið
haldið annað hvert ár síðan
árið 1980. Tónlistarmótið er
skipulagt af norrænu ráði
tónlistarháskóla, og hefur
það markmið að kynna
unga efnilega einleikara og
söngvara.
Á fyrsta tónlistarmótinu, sem
haldið var i Kaupmannahöfn,
tóku þátt tveir íslenskir einleik-
arar, þeir Manuela Wiesler,
flautuleikari, og Einar Jóhann-
esson, klarinettuleikari, íslenski
þátttakandinn á mótinu í
Stokkhólmi 1982 var Sigríður
Vilhjálmsdóttir, óbóleikari, en
hún starfar núna í Þýskalandi.
Sérstök nefnd sem skipuð er í
hverju landi fyrir sig gerir til-
lögur um þátttakendur á mótinu,
en úr þeim hópi velur síðan end-
anlega samnorræn dómnefnd
þáttakendur. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir var formaður nefndar-
innar sem starfaði fyrir tónlist-
armótiö nú af íslands hálfu, en
auk hennar voru í nefndinni
Halldór Haraldsson, píánóleik-
ari, og Hjálmar H. Ragnarsson,
tónskáld.
Jón Nordal, skólastjóri Tón-
listarskólans í Reykjavík, er nú
formaður norrænaráðs tónlist-
arháskóla, en Tónlistarskólinn
hefur verið aðili að ráðinu um
langt skeið. Jón er nýkominn frá
tónlistarmótinu í Osló, og hitti
blm. hann að máli og spurði nán-
ar um tilhögun þessa tónlistar-
móts.
„Það hefur mjög mikla þýð-
ingu fyrir okkur að taka þátt í
þessu samstarfi. Markmiðið er
að kynna úrvalið af ungum tón-
listarmönnum frá Norðurlönd-
unum fimm. Hjálpa þessu unga
fólki að koma undir sig fótunum
og kynna fyrir áhrifafólki á tón-
listarsviðinu.
Árið eftir að tónlistarmótið er
haldið er reynt sem allra mest
að skipuleggja tónleika fyrir
þátttakendurnar um öll Norður-
lönd, og til þess eru veittir sér-
stakir styrkir. Það verður að líta
á þetta sem tilraun enn sem
komið er, en stefnt er að þvi að
halda næsta tónlistarmót í Hels-
inki og síðan í Reykjavík 1988.
Þá hefur það verið haldið á öll-
um Norðurlöndunum og verður
þá væntanlega metinn árangur
af þessu starfi. Mótið er kostað
að mestu af NOMUS og einnig
ýmsum einkafyrirtækjum."
íslenski þátttakandinn i ár
var Þorsteinn Gauti Sigurðsson,
píanóleikari, hann stundar nú
nám f Róm hjá prof. Guido Ag-
osti. En hann lauk einleikara-
prófi úr Tónlistarskólanum i
Reykjavík 1979, og hélt síðan
áfram námi í Juilliard-tónlistar-
skólanum í New York.
„Þorsteinn stóð sig mjög vel
og var okkur til mikils sóma,“
sagði Jón. „Hver einleikari kom
fram á þremur tónleikum og er
óhætt að segja að Þorsteinn hafi
unnið stöðugt á með hverjum
tónleikum, en það er einmitt svo
Jón Nordal skólastjóri Tónlist-
arskólans í Reykjavík.
mikils virði fyrir þetta unga
listafólk að koma svona oft
fram, og spila fyrir svo kröfu-
hart fólk eins og sækir þetta
tónlistarmót. Það voru 4
hljómsveitartónleikar á mótinu
og spilaði Þorsteinn með norsku
útvarps-hljómsveitinni á siðustu
tónleikunum, en þá spilaði hann
píanókonsert nr. 2 eftir Prokofj-
ev. Þessi konsert er tæknilega
mjög erfiður, en þar sýndi Þor-
steinn mikla getu, og vakti hann
mikla athygli fyrir flutninginn
sem var mjög glæsilegur.
Það sem vakti athygli mina á
þessu móti voru listamennirnir
frá Finnlandi, en þeir voru jafn-
framt fjölmennastir, en af 13
þátttakendum voru 5 Finnar. 1
þeim býr óhemjumikill frum-
kraftur og þeir eru mjög músík-
alskir. Sá sem mér fannst einna
bestur var ungur finnskur
bassasöngvari, Petteri Salomaa,
sem er rúmlega tvítugur en með
honum spilaði 17 ára píanóleik-
ari, Olli Mustonen, hann var líka
alveg frábær.
Menn eru sammála um að
Þorstemn Gauti Sigurðsson píanó-
leikarí.
gæði þessara tónlistarmóta hafa
farið vaxandi frá því það var
fyrst haldið í Kaupmannahöfn,
þátttakendur nú voru tiltölulega
yngri en áður hefur verið, en það
er alls staðar áberandi hvað
tónlistarfólk nær valdi á tækni
mun yngra en áður. Þjálfunin er
almennt mun markvissari og
samkeppnin er alveg gífurleg.
Allir tónleikarnir voru teknir
upp fyrir sjónvarp og verða
sýndir á Norðurlöndum, ég vona
að íslenska sjónvarpið sjái sér
fært að sýna hluta af þeim, að
minnsta kosti tónleika Þorsteins
Gauta.“
— Hvernig er Island í stakk
búið til að halda svona tónlist-
armót?
„Ég er mjög fylgjandi þvi að
við reynum að halda tónlistar-
mótið hér eftir 4 ár, og aðilar í
ráðinu frá hinum Norðurlöndun-
um eru mjög spenntir fyrir því
að það verði gert. Ég er viss um
að slfkt mót myndi vekja mikla
athygli hér og verða vel sótt af
almenningi og verka örvandi á
tónlistarlffið í heild.“
matar-og kamstell
Lotus
frá Rosenthal
o
Suomi
Suomi postulínið frá Rosenthal á
sér fáa líka. enda er lögð ótrúleg
vinna í framleiðslu þess. Suomi
er hannað af Timo Sarpaneva
í raun og veru er ekkert postulín
fullkomið. En Suomi er það
postulín, sem listamenn Rosen-
thal telja einna fullkomnast.
Suomi er gljáð í handavinnu.
Vélar skila ekki nægilega fínlegri
vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi
er valinn til skreytingar með gulli
og hvítagulli af heimsfrægum
listamönnum.
Komið og skoðið Suomi i Ros-
enthalverzluninni.
Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af
Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama
stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl-
uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og
postulín. o ° ,
Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar.
Sr-
f \
Romanze
mf
m
Romanze — dýrindisstelbfrá Ros-
enthal Fágað form. Því sem næst
gegnsætt postulín. Rómanze er
árangur margra ára þróunar í efn-
isblöndun og framleiðsluaðferð-
urri. Þess vegna hefur Wiinblad og
Wohlrab tekist að hanna svokallað
meistaraverk: Romanze — dýr-
indisstell frá Rosenthal.
studio-linie
A.EINARSSON & FUNK HF
Laugavegi 85
SÍMI 18400
Forsióa Rafeindarinnar.
Rafeindin
komin út
RAFEINDIN, sérrit um hljómtæki,
töfvur og myndbandstæki, er komið
ÚL
Þetta er 4. tbl. 2. árgangs. í Raf-
eindinni eru að þessu sinni m.a.
greinar um tónjafnara, tíðnisvör-
un hljómtækja, tölvuleiki og nýju
myndbandstækin VHS Hi-Fi vi-
deo, sem einnig eru hágæða
hljómtæki.
Fastir liðir eru að venju: Nýtt á
markaðnum, hljómplötuumfjöll-
un, þar sem bent er á hljómgæða
plötur, tækninýjungar og tækja-
smíði, en þar gefst mönnum kost-
ur á að smíða sér FM stereo-út-
varp með litlum tilkostnaði, en
þeim mun meiri ánægju.
Rafeind er 48 siður og fæst bæði
í áskrift og í flestum bókaverslun-
um og söluturnum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er
Steinþór Þóroddsson. Útgefandi er
útgáfufélagið Rafeind hf.
§§ 11 HB
NÝJA LÍNAN FRA0RI0N