Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
35
Stefán Júlíusson
Pólitísk-
ur farsi
Ný skáldsaga eftir
Stefán Júlíusson
KOMIN er út skáldsagan Pólitískur
farsi eftir Stefán Júlíusson. Þetta er
þriója skáldsagan sem Stefán sendir
frá sér á síóustu 4 árum og mega
þ»r teljast sagnabálkur. Pólitískur
farsi mun vera þrítugasta bók Stef-
áns. Um hana segir svo á kápusíðu.
„Skáldsagan Pólitískur farsi er
einkum og aðallega saga stjórn-
málamanns sem farinn er að fella
af og komist hefur í meiri eða
minni andstöðu við fyrri sam-
herja. Skáldsagan er einnig saga
tveggja skjólstæðinga hans og
vina af yngri kynslóð sem ekki
geta að öllu leyti fellt sig við
skaplyndi hans og gerðir. Þar
myndast togstreita og átök.
Skáldsagan greinir jöfnum
höndum frá lífi og starfi yngri
mannanna tveggja, fjölskyldum
þeirra, ástum og atferli. Nokkrar
örstuttar stiklur úr stjórnmála-
sögu síðustu áratuga tvinnast
skáldsögunni til að finna lífs-
hlaupi aðalpersónunnar stund og
stað.“
Pólitískur farsi er 167 bls. Út-
gefandi er Bókaútgáfan Björk.
Bókin er unnin í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar.
Stofnað
„Félag Álft-
firðinga og
Seyðfirðinga
vestra“
ÁTTHAGAFÉLAG fyrrverandi íbúa
Súöavíkurhrepps búsettra I Reykja-
vík og á Suövesturlandi hefur verið
stofnaö á tveimur stofnfundum, 21.
júní og 22. september sl. Á fyrri
fundinum voru um 50 manns og á
þeim síðari um 90, segir í fréttatil-
kynningu frá félaginu.
Félagið heitir „Félag Álftfirð-
inga og Seyðfirðinga vestra“ og er
tilgangur þess eins og segir í lög-
um þess „að endurnýja og efla
kynni fólks úr þessu byggðarlagi“
og að stuðla að varðveislu fróð-
leiks um sögu þess, svo og mynda
af mönnum og mannvirkjum sem
snerta þá sögu.
Á báðum þessum fundum ríkti
mikil ánægja með stofnun félags-
ins og var margt roskið fólk sem
hittist þar í fyrsta sinn frá því í
bernsku eða æsku.
í aðalstjórn voru kjörin: for-
maður Guðrún Guðvarðardóttir,
ritari Ásgrímur Albertsson, gjald-
keri Guðmundur Gunnlaugsson.
Varastjórn: varaformaður Árni
Markússon, vararitari Guðmund-
ur Guðni Guðmundsson, vara-
gjaldkeri Svava Markúsdóttir.
Félagar geta menn orðið hvar
sem þeir búa á landinu og væri
kærkomið stofnendum að þeir sem
áhuga hafa á að vera með og ger-
ast stofnfélagar snéru sér til ein-
hvers af stjórnarmönnum.
bónus eftir 5ám
samfemm
tjóntausan
akstur
Sjóvá vill verðlaunaþá ökumenn
sem hafa ekið tjónlaust samfelit
í 5 ár. Á 6 ári fá þeir 55%
bónus af ábyrgðariðgjaldinu
Eftir 10 ára tjónlausan
akstur verður
heildarbónusinn 65% á
hverju iðgjaldsári svo
framarlega sem ökumaður
veldur ekki tjóni.
Petta boð nœr einnig til þeirra
sem hafa vátryggt hjá öðrum
vátryggingarfélögum. Tjónlaus ár
þar koma þeim til góða hjá okkur.
SJÓVÁ TRYGGT ER VELTRYGGT
Umboðsnicnn um allt land
Áskriftarsíminn er 83033
Auglýsingastofan örkin