Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 36

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Plnrgmi Útgefandi nlþXaþiþ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Milljarða mistök Hhér á íslandi eru mistök í fjárfestingum gerð í svo stórum stíl, að þau eru augljós- lega ein helzta ástæða þess, að við búum við lakari lífskjör en nágrannar okkar beggja vegna Atlantshafsins. Sennilega hafa þessi mistök aldrei verið meiri en sðasta einn og hálfan áratug, og nema milljörðum króna, ef ekki milljarðatugum. Tvennt sker sig úr, þegar fjallað er um mistök í fjárfestingu: Krafla og of stór togarafloti. í raun og veru hefur aldrei verið fjallað svo sem vera ber um þau ægi- legu mistök, sem gerð voru með byggingu Kröfluvirkjunar. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú, að menn hafa lengi gert sér vonir um, að úr myndi rætast. En eftir því sem árin líða verður skuldabagginn vegna Kröfluvirkjunar þyngri. Þess vegna væri full ástæða til, að fram færi rækileg athugun á þeim mistökum, sem leiddu til byggingar Kröfluvirkjunar með þessum hætti, þótt ekki væri nema til þess að forðast endur- tekningar. Það er ekki lengur deilt um það, að við höfum keypt of marga togara. Sú offjárfesting er ein helzta ástæða þess, hve útgerðin stendur höllum fæti og afkoma landsmanna allra verri en ella. Spurningin er hins vegar sú, hvort hægt er að ráða bót á þessum alvarlegu mistökum með einhverjum hætti. Hingað til hafa stjórnmálamenn ekki haft manndóm í sér til þess að takast á við það vandamál. Þess ber hins vegar að geta, sem rétt er, að í heilan áratug hafa for- svarsmenn félagsamtaka út- vegsmanna varað við þessari offjárfestingu en talað fyrir daufum eyrum. Nýlega var frá því skýrt, að hugsanlegt væri að fjárfesting, sem nú nemur á þriðja hundrað milljónum króna i sjóefna- vinnslu á Reykjanesi, væri hugs- anlega töpuð og jafnvel vonlaust um, að nokkur rekstrargrund- völlur væri fyrir þessari starf- semi. Og í Morgunblaðinu í fyrradag er frá því skýrt, að skuldir hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar nemi hvorki meira né minna en rúmlega ein- um milljarði króna. Tekjur á þessu ári munu ekki einu sinni standa undir vaxtagreiðslum. Aðeins 7.000 íbúar eiga að standa undir þessum vaxta- greiðslum og fjöldi útsendra reikninga er aðeins 2.800. Þeir notendur eiga að greiða vexti og afborganir af rúmlega milljarði króna. Þessir notendur greiða nú fjórum sinnum hærra verð fyrir heita vatnið en Reykvík- ingar t.d. Eðlilegt er að menn spyrji, hvort hér sé nýtt Kröfluævin- týri á ferðinni. Auðvitað er það ekki í þeim skilningi, að þessi hitaveita skilar tæknilega því, sem að var stefnt. En bersýni- legt er, að fjárhagsgrundvöllur- inn er enginn, hvernig sem það dæmi hefur litið út i upphafi. Hér hafa verið nefnd fjögur dæmi um rangar fjárfestingar, sem kosta landsmenn gífurlega fjármuni og halda niðri lífs- kjörum í landinu. í öllum tilvik- um eru það stjórnmálamenn og embættismenn, sem úrslitum hafa ráðið. Á Sauðárkróki er verið að byggja steinullarverk- smiðju, sem miklar deilur hafa staðið um. Einkaaðilar hafa var- að sterklega við þessari fram- kvæmd og talið hana byggða á hæpnum forsendum. Á Húsavík hefur í nokkur misseri verið rætt um pappírsverksmiðju. Vafalaust hefur verulegu fé af skattpeningum almennings ver- ið varið í þær athuganir, en einkaaðilar, sem þekkingu hafa á pappírsvinnslu, hafa alltaf gert sér ljóst, að þessar hug- myndir væru byggðar á óvenju- legri bjartsýni. Ef þessari vit- leysu verður haldið áfram á ástandið á íslandi eftir að versna en ekki batna. Sjálfsögð innheimta Eeins og allir vita, er leiga á veiðirétti í laxveiðiám og silungsvötnum orðin umtalsverð atvinnugrein. Leigugjaldið er svo hátt, að almúgamaðurinn hefur ekki efni á því að stunda laxveiðar en verður að láta sér nægja silungsveiði. Auðkýfingar koma frá ýmsum heimshornum til þess að stunda þessa íþrótt og er allt gott um það að segja. Þessi leigustarfsemi er svo arðbær, þegar fram í sækir, að einstaklingar og samtök þeirra eru tilbúnir til að leggja fram verulega fjármuni til þess að rækta upp ár og vötn, vegna þess hagnaðar, sem í vændum er. Það er því fráleitt, þegar Landssamband veiðifélaga kvartar undan því, að Veiði- máiastofnun taki greiðslu fyrir kostnað við rannsóknir. Þessa þjónustu á að sjálfsögðu að selja fullu verði. Þeir sem að þessari atvinnustarfsemi standa eiga ekki rétt á því fremur en aðrir, að almenningur leggi þeim til fé. Slíkar greiðslur tíðkast hjá rannsóknastofnunum annarra atvinnuvega og í þeim tilvikum, þar sem það er ekki gert er sjálfsagt að taka það upp. Sú tíð er liðin, að endalaust sé hægt að seilast í vasa skattborgaranna. Á afmæli Svavars Annars staðar í Morgun- blaðinu í dag er 75 ára afmælis Svavars Guðna- sonar minnzt með sam- tali eftir ritstjóra blaðs- ins, Svavar Guðnason situr nú í öndvegi ís- lenzkra listmálara og nýtur þeirrar virðingar sem vera ber. Hann er í senn frumkvöðull og brautryðjandi, ekki ein- ungis hér á landi heldur einnig á öðrum Norðurlöndum, og þá ekki sízt í Dan- mörku þar sem hann skipaði sér í flokk með fyrstu afstraktmálurum landsins. Frægð Svavars er mikil og nær langt út fyrir landsteinana. Hann er raunar einn af örfáum Islendingum sem eitthvað eru þekktir erlendis og hefur borið hróður íslenzkrar menningar, og þá ekki sízt myndlistar, víða um lönd. Þeir fóst- bræður, Svavar og Halldór Laxness, hafa verið á sama báti hvað þetta varð- ar, enda kunna þeir vel að meta list hvor annars og það mikilvæga starf sem þeir hafa innt af hendi fyrir land sitt og þjóð. Halldór Laxness hefur skrifað rit- gerð um mikilvæga list Svavars Guðna- sonar og má vísa til hennar á þessum tímamótum. Að vísu er það svo að andrúm manna eins og Svavars Guðnasonar er ekki nógu áberandi í því æsandi fjölmiðla- þjóðfélagi sem við nú stöndum and- spænis. Um þetta ættu íslendingar að hugsa og gefa því rækilega gaum, hvort það sé rétt mynd sem birtist af þjóðfé- laginu í fjölmiðlum, þegar vart heyrist þar í mönnum eins og Svavari Guðna- syni fyrir skvaldri og afvegaleiðandi hávaða. Sveinn Björnsson listmálari hefur minnzt á þetta við þann sem hér heldur á penna og sagt þessi athyglis- verðu orð: „Ég hef saknað Svavars úr þjóðlífinu. Það ber allt of lítið á honum, en of mikið á ýmsum öðrum. Hann ætti sízt að hafa sinn munn byrgðan. Svavar er litameistari íslenzkrar myndlistar. Hann hefur aldrei hugsað um að selja. Nú er hann slæmur til fótanna, en höf- uðið er gott. Það hefur alltaf verið í lagi. Við eigum að leiða Svavar til hásætis. Ekki fyrir hann, heldur okkur." Um leið og ástæða er til að íhuga orð þessa hugmyndaríka listmálara, Sveins Björnssonar, og huga að þeim á afmæl- isdegi Svavars Guðnasonar, er gaman að rifja það upp að Svavar tók þátt í sýningu í Danmörku nú í sumar og voru þar fram bornar vatnslitamyndir meðal annars, en þær þykja mikil gersemi og bera birtunni á æskuslóðum hans á Hornafirði fagurt vitni, enda urðu Dan- ir enn einu sinni dolfallnir yfir þessum íslenzka töframanni og sáu að enn er slagkraftur í karli. Á það hefur ekki skort þó að Svavar hafi setið í kyrrðum hin síðustu ár og horft yfir leiksviðið með góðlátlegu brosi. Morgunblaðið sendir þeim hjónum, Ástu og Svavari Guðnasyni, kveðjur á þessum merkisdegi með ósk um að ís- lenzka þjóðin fái að njóta Svavars sem lengst, en list hans verður órjúfandi þáttur í framtíð íslenzkrar menningar. Fjölmiðlaskvaldur Þegar talað er um fjölmiðla kemur margt í hugann. Stundum virðist sem fjölmiðlamenn telji sér trú um að völd þeirra séu nær ótakmörkuð. Þeir geti setið í skjóli hávaðans og fiskað enda- laust á yfirborði samtímans, ef svo mætti að orði komast. Állt of sjaldan eru gerðar tilraunir í fjölmiðlum til að skyggnast undir yfirborðið og draga upp mikinn feng og góðan úr djúpunum. Allt of margir verðmætir menn leita undir steina til að forðast fjölmiðlagruggið. Það er ekki síður ábyrgðarhluti vegna þess hve okkar litlu þjóð er mikil nauð- syn á að þeir taki sem oftast til máls sem hafa eitthvað fram að færa. Það er engu líkara en upp sé að risa í landinu einhvers konar sjálfboðaliðssveit fjöl- miðla. Þetta fólk virðist taka til máls hvenær sem færi gefst og engu líkara en það telji sig eiga að hafa síðasta orðið í flestum málum. Á meðan sitja aðrir og horfa á þessa leiksýningu enda þótt þeir ættu margir hverjir fremur að vera á sviðinu en þeir sem þar standa og láta móðan mása. Þetta hlýtur að verða að vandamáli svo mjög sem ýmsar þær umræður sem eiga sér stað í þjóðfélag- inu gefa ranga mynd af hugsunum og tilfinningum þöguls meirihluta, sem svo hefur verið nefndur. Þessi stefna í fjöl- miðlum leiðir til þess að það verða ein- ungis fáir útvaldir sem taka þátt í um- ræðum hér á landi og við það myndaðist eins konar yfirstétt eins og í öðrum löndum, þar sem sama fólkið leggur meira og minna til allt efni fjölmiðl- anna. Við höfum átt því láni að fagna að alþýða manna hefur ávallt lagt orð í belg á íslandi. Þegar menn voru hátíð- legir fyrir nokkrum árum skírskotuðu þeir til þess að á íslandi væri ekki frjáls fjölmiðlun heldur í stóru fínu löndun- um, sem hafa upp á að bjóða blöð eins og Times og Washington Post. Þar átti frelsið að vera. En þegar að er gætt kemur í ljós, að í slíkum fjölmiðlum eru einungis hinir fáu útvöldu og miðla af þekkingu sinni og kunnáttu, fordómum eða hégómaskap allt eftir ræktun, upp- lagi og innræti hvers og eins. Uppi yrði fótur og fit á ritstjórnarskrifstofum Washington Post ef þangað kæmi bandarískur sjómaður eða á ritstjórnar- skrifstofum Times í London ef þar birt- ist allt í einu brezkur bóndi og óskuðu eftir því að taka til máls um utanríkis- stefnu viðkomandi landa eða önnur mikilvæg þjóð- og menningarmál. Slíkt er raunar óhugsandi hjá þessum svo- kölluðu frjálsu fjölmiðlum. Sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af samtíðinni er langt frá því alltaf nákvæm eða rétt — þá er fréttamat og túlkun atburða oft illa brengluð. í sjónvarpi var t.a.m. mikill fréttaskýringaþáttur um banda- rísku kosningarnar ekki alls fyrir löngu. Annars ágætur, en þó datt engum í hug sem þar kom fram að Reagan hefði ver- ið endurkjörinn af málefnalegum ástæðum. Hér á landi höfum við aldrei verið úr tengslum við grasrótina sem svo er nefnd. Hún hefur ávallt tekið þátt í fjöl- miðlastarfsemi á íslandi sem betur fer, en þó virðist þróunin því miður vera sú, að æ færri úr þeim röðum taka til máls, en æ fleiri sjálfskipaðir varðhundar opinberrar hugsunar gefa kost á sér. Það verður hnýsilegt að sjá niðurstöður könnunar Hagvangs á gildismati íslend- inga, en fyrirtækið vinnur í samræmi við Gallup og hefur því fullt traust sem fjölmiðlar hafa ekki. Við skulum íhuga þessa þróun, því að við viljum að alþýða manna á Islandi, kjarni þjóðarinnar í sveitum og við sjávarsíðuna, leiki ávallt hlutverk bú- andkarlsins og geri sig digra ef á þarf að halda. Við skulum varast fjölmiðla- yfirstétt og hafa það frelsi sem við erum vön, en aðrar þjóðir ekki. Það er frelsi ræktaðs almennings sem er ekki sama um það umhverfi og það þjóðfélag sem hann býr í. Eins og sagt var erum við því miður stödd á tímamótum í þessum efnum og má einungis nefna lítið dæmi. Þegar í útvarpinu er óskað eftir því að menn leggi eitthvað til málanna í skáldskap, til að mynda ef óskað er eftir vísubotnum, er engu líkara en þeir sem því stjórna hafi ekki hugmynd um hefð íslenzkrar braglistar og taki þátt i íþrótt ambögumeistaranna án nokkurr- ar þekkingar. Það er ekki að sjá að þetta fólk viti að til eru stuðlar og höfuðstafir í íslenzkum vísum en láta allt yfir sig ganga vegna vanþekkingar, að því er virðist. Svona þáttum eiga þeir auðvitað einir að stjórna sem hafa þekkingu og geta leiðbeint fólki og ræktað. Annað dæmi eru viðræðurnar við Friedman i sjónvarpinu. Ef viðmælendur hans hefðu verið læknar, væri nú atvinnu- leysi í þeirri stétt. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 REYKJAVfKURBRÉF laugardagur 17. nóvember Blaðamennska og verðmæti Margt er að sjálfsögðu gott í íslenzk- um fjölmiðlum, sumt jafnvel verðmætt, en því miður er það ekki ýkjamikið nú orðið. Blöðin eru orðin full af yfirborðs- legum samtölum sem oftast eru inni- haldslausir langhundar — og þá afar oft við sama fólkið sem hefur auðvitað æ minna að segja af skiljanlegum ástæð- um. Margir eru viðþolslausir af þörf á athygli. Þessi þörf er eins og þorstinn í helvíti, svo að vitnað sé í Þórberg. Það er ekki nóg að vera einhvers konar sam- tímapoppari eða í fínum stöðum til að vera merkilegt viðfangsefni. Það virðist að vísu vera nóg í heimsblöðunum, þar sem nöfn og embætti skipta öllu máli en minna það sem menn hafa til brunns að bera. íslenzk blöð ættu að gera sér far um að grafa dýpra en reglan er og reyna að draga fram í dagsljósið það fólk sem býr yfir óvenjulegum verðmætum, mik- illi reynslu, hugmyndaauðgi og þá ekki sízt frjóu og mergjuðu tungutaki sem hefur verið aðal íslenzkrar menningar frá fyrstu tíð. Blaðamenn eiga að sækja í þessa fjár- sjóði fyrst og síðast. Það verður að grafa til gullsins. Lengsta leið sem til er má segja að sé frá vörum eins manns á blað- ið hjá öðrum. Valtýr Stefánsson ritstjóri varðaði íslenzkum blaðamönnum veginn að þessu leyti og þeir ættu að hafa brautryðjandastarf hans sér til fyrir- myndar og sækja í þann uppbyggilega fróðleik og þá mikilvægu reynslu sem er þess virði að varðveitast. Valtýr sagði einu sinni um blaðasamtöl: Það sem maður ekki man er ekki þess virði að það sé prentað í Morgunblaðinu (!) Hann upplifði fólk eins og listamaður og breytti lífsstarfi sínu í merkilegan fjár- sjóð. Hann notaði ekki segulbönd sem geta verið blaðamönnum skeinuhætt freisting til lélegra vinnubragða, þótt góð séu í öflun staðreynda og forvinnu ýmiss konar. Morgunblaðið var ekki ein- ungis pólitískt tæki í höndum Valtýs og Jóns Kjartanssonar — og hefur raunar aldrei verið, allra sízt síðustu árin. Það er frjálst blað og hefur mikinn arf að ávaxta. Með því móti einu er hægt að skapa trúnaðartraust milli blaðs og les- enda og það eiga fjölmiðlamenn að muna, að fólk lætur ekki mata sig á hverju sem er og tekur öllu sem í blöðum stendur með miklum fyrirvara sem bet- ur fer. Islendingar hugsa sitt og láta ekki mata sig, ekki eingöngu. Þeir velja úr verðmæti hvað sem fjölmiðlunum líð- ur. Og sem betur fer er oft fróðlegt og uppbyggilegt efni í íslenzkum dagblöð- um, en því miður ekki nóg miðað við magn. Við stækkun Morgunblaðsins og aukinn og betri tækjakost verður lögð áherzla á þetta ræktunarstarf í blaða- mennsku. Stjórnendur blaðsins vita að þeir hafa lesendur á bak við sig í þessari viðleitni sinni. , Bókina til vegs og virðingar Sjónvarpið er ásamt Morgunblaðinu sterkasti fjölmiðill þjóðarinnar. Útvarp- ið gegnir einnig mikilvægu hlutverki og ber einatt á borð afar gott efni, þó að rusl sé innan um. Með aukinni sam- keppni frjálsra útvarpsstöðva mun efni ríkisútvarpsins batna frekar en versna, enda er það lögmál að samkeppni veitir aðhald. Hún er eldur sem menn skírast í. Oft er kvartað yfir sjónvarpinu og má segja að ástæða sé til þess, að minnsta kosti oft og einatt. íslenzku þjóðinni er gífurlega mikil- vægt að sjónvarpið sé sterkur og góður miðill, ekki sízt þegar á það mun reyna á næstu áratugum hvort íslenzk tunga og menning halda velli í samkeppnínni við erlenda ásókn. Engin ástæða er til að ætla annað en svo verði. En þó er nauð- synlegt að við höldum vöku okkar og herðum róðurinn. Nálægur veggur hitn- ar þegar hinn næsti brennur, segir í gömlum bókum. Þingsályktunartillagan sem Alþingi íslendinga samþykkti á síð- asta þingi þess efnis að bæta og leggja áherzlu á íslenzkukennslu í skólum og meðferð tungunnar í fjölmiðlum ríkisins var stórmerkilegur áfangi, en nú verður fjárveitingavaldið að sýna að það fari að vilja Alþingis í þessum efnum og veiti það fé til andlegrar uppbyggingar sem nauðsynlegt er. Alþingi hefur lýst yfir vilja sínum og þó afkoma ríkisins sé ekki burðug verður ekki undan vikizt. Fjár- veitinganefnd verður að marka stefnu að vilja Alþingis og embættismenn í fjár- málakerfinu eiga að gera sér ljósa nauð- syn þess að þetta mál hafi forgang, enda er það yfirlýstur vilji Alþingis. Vonandi sýna menn í verki að mark sé takandi á halda velli svo mikilvæg sem hún er og hefur ávallt verið. Stjórnvöld verða að koma bókinni til hjálpar svo að hún geti staðizt samkeppnina. Góð bók er bezti félagi sem við eigum. Hún er mikilvægur viðburður út af fyrir sig. Góð bók á það skilið að af henni sé ekki greiddur sölu- skattur og henni sé komið á framfæri við sem flesta. Hún á ekki að vera mun- aðarvara. Hún á að vera almennings- eign. Við skulum hefja bókina aftur til vegs og virðingar með þjóðinni því að þá mun henni betur farnast en ella. Hitt er svo annað mál að það er ekki nóg að segja að bókin eigi að halda velli, heldur verður að fylgja með: hvaða bók? Það er engin ástæða til að alls kyns rusl í bóka- formi sé í hvers manns höndum og er það sú hliðin sem snýr að bókaútgefend- um hér á landi. Þeir verða að vanda bet- ur til útgáfustarfsemi sinnar, hugsa minna um metsöluævintýri og sölu- mennsku og gera sér grein fyrir að hin raunverulegu verðmæti eru ekki pening- ar, heldur það sem þeir hafa fram að færa. Það er ekki nóg að biðja hvern sem er að skrifa bók um hvern sem er, e.t.v. einungis vegna þess nafn hans er þekkt að einhverju leyti, og rubba svo bókinni upp á skömmum tíma þótt hún gæti orð- ið metsölubók á jólamarkaði. Það verður ekki spurt um hverjir hafi staðið að bók- um heldur hvernig bækurnar eru. Þeir útgefendur sem vilja að bókin nái aftur sínum fyrra sessi verða að líta í eigin barm og heita því að vanda eins og unnt er til þeirra bóka sem út eru gefnar. Þá — og einungis þá — mun bókin halda velli. Og þá fyrst verður bókaþjóðin réttnefni. „Bladamenn eiga að sækja í þessa fjársjóði fyrst og síðast. Þad verður að grafa til gulls- ins. Lengsta leið sem til er má segja að sé frá vörum eins manns á blaðið hjá öðrum. Valtýr Stef- ánsson ritstjóri varðaði ís- lenzkum blaða- mönnum veg- inn að þessu leyti og þeir ættu að hafa brautryðjanda- starf hans sér til fyrirmyndar og sækja í þann uppbyggilega fróðleik og þá mikilvægu reynslu sem er þess virði að varðveitast." Brjóstmynd af Valtý Stef- ánssyni gerd tf Ásmundi Sveinssyni. 1. apríl, 1924. Miðsíða Morgunblaðsins daginn sem þeir Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson tóku við ritstjórn blaðsins. samþykktum þingsins og viljayfirlýsing- um þess. Margt er merkilegt í sjónvarpinu, sumt stórmerkilegt. Þótt ekki væri ann- að í íslenzka sjónvarpinu í hverjum mánuði en jafnstórkostleg listaverk og Lér konungur eða Kagemuhsa eftir Kurosawa væri starfsemi þess réttlæt- anleg. Sjónvarp byggist á möguleika kvikmyndavélarinnar. Það er annar miðill en ritað mál eða útvarp. Enginn miðill getur staðið kvikmyndavélinni á sporði, þegar henni tekst að bera á borð fyrir áhorfendur annan eins leik og hjá Sir Lawrence Olivier í Lé konungi og jafneftirminnilegan veruleika og í snilldarverki Kurosawa. Þá er ekki síður mikilvægt að íslenzk tunga sé rækilega ræktuð í ríkisfjölmiðl- unum og er skemmtilegt til þess að vita að menn eins og Þórður í Haga séu taldir eftirsóknarvert viðfangsefni í sjónvarpi. Slíkt fólk er verðugir fulltrúar íslenzks þjóðlífs og það er skemmtilegra að búa á Islandi meðan rödd þeirra heyrist en ella mundi. Við eigum miklar og merki- legar bókmenntir um þetta fólk á ís- landi, reynslu þess, drauma, hugsanir og tungutak. Við megum ekki slíta tengslin við þennan þátt menningar okkar í þeim ólgusjó og umróti þjóðfélagsbreytinga sem við nú upplifum. Og bókin verður að M n B l.-N R I. A . I » ryplrUgalamUi fhalð og framsókn Hiaiti Binrissa S Cl varp E.s. „Bullfoss fir frá R'tkjatik IT. ar Mlt U MUL Naakvnl rflirfwudi .heyti Lanfi .irfnn.kn fyrir rit •Ijúrnir trljuin vi« nþarfa. þ.r e« hla »v«,r .irfnaiM b*»t p.i praa afh-ina (rliS. a« alaíi* þrim á aparSi. aá T rtrn ror. aS .Saláhcralan j paS hrflr Uka trriS ákaflrta yrrSi lúf* á paS. aS »kjra arm auSycrt fyrir okknr aS trra fram fnmilrra^ fr* pri. arm (eriat f.ramrnn, mil WanlanHt n* innan. rflir pvi, arm p,| krrrt am latiS hefir rrriS rto bla8«in» Iryfir. |ofa fariS út fjrrir landateina. pá V * Ihom rvo á, aS paS tjr meat bafa blaaaS riS nkknr u vrrt. aS Irarndurnir kynnial aSsrrS r manna. rr vi arm bral kSjpim o* áataaSnm allra foUkomnari o( hrtri, rn hjtr •tjrlta. til þraa aS nlfóB aó n* aipninn •« fálrktinni h. ima, ■Oattariimr pvrrri, rr aivnar. yrl | Hjrrna nm áriB, prfar viS f nr orSiS ajrrlrja viSajárrrrSur vna ajálfalrSÍS, pá var atofn lijar i fámrnnmu. j Prwnaóhuarflokkar. .il aS amkja bpaaair mriri porf n ofiaat mm(>* hraoallrfw ófram rn áSur ÓSnr, aB þaS takiat. aS dra(a ór I inn.nland.nmbólum prraúnulrgum iUdailnm, avo lriSirj Og var paS eift nrma •pnivt til gagnkvrm. akilnmp ó Nn I rtyndinm fór paS milli atjrtta *f aSila. Rn mrS vax-jafalmál |ma ftokka vw kaan'l aadi anndrung vrrilnr rrfiSara vaiiB, aB paS bafSi variS batnr tim > iKrrianarmál pjSSarinoar.1 krmiS utan póliUakra flokka, rina 1 irr vtr afgreitt arm lo* frá Alpinfi frv. til lam om hráSa- if nokknim vére r bóiat viB aS ISyin Ugri ihnpmál en t fljótu braySi li'mtiania aS halda aB almann virSiat. | in(i, kjóarodum. Hllnm prim om- P«a ekrl pó prmr grtiS. aS bótom. arm ajnilryt rar aS mttn pá teljum viS bm fari, ef hjrr viS — eSa naaln nnhvern I framtlSinni lekat aS <i(le l'ma átt riS. fyr r aker hafta o* banna Sa(a| SjálfatvSa rikiS fjakk fram vor t pjóStriund jrrta fvn ..'.knarflokkinn i •hvrrjum, aem um paS vill kuma.1 (>« haim aanninn um paS. aS pvi haldiS áfram á bioaalrgra er yfir andlrm «* rf»* - pó manm ymti .ynat, aS á irm Ufi PjóSarinnar, -M-m r.n.Iak fr._h.ldiS rripi .8 Unmrnir kafa mr ri áb> r«B o* -i8 )Mt. hrtr kUr nn ** Teki* ‘“'trypii mm hl.Sij.h rfkiS okkar a miljónir. Oy P* u, ,,Dd_ ftytjoal. h»*an a« pvi vtlaS aB paS ynni ra.nd.*i«t fbaldaflokknr á« Inm, poim arm kn«oa Ul «00« I sóSrar framtiSar tyrir ot nvr« »ion. arm vit* bvr lan«1 emm komnir aftnr ór, arm llka rSa hafa kogboS om kve l*n*t álriSa vUI ri«nm *8 «*U komiat. rS prim I avip pyki «n*tnr Prtr *rm *já rS v« purfam áfram. Kn pr'r am vnir nB nala rrf iMrikunnm rkki .iSnr m tSrir, bráSlr*. «já prir a« hjrr vrrS ri«i htfin v'.kn áfrnm. hjer v.rSnr fyrat *S Ijrtt* á aknld* ba(«amim áSur rn viB irrtnm *r- UE(ir htldiS . filinna fram rft- ir vaí-" Petta rr mark o* ntrfna tbalda- flokkaina. ..aS hatda I p.S *■ «r" - þ «. »8 pjóSio aökkvi rkk. Irnjrra I «fn«lr«t AajálfatrSi. p«8 n lika aó rina atefna, arm trk n «rti (il mnna apar.B loSnnst P«irre mmn i M| peunen tbna. arm »«ib «««0 frv. nrt okknr (ilda, avo arn. ýma vrfnaSar «rr....ii«nlanat I fyratn. ,r« Al«rn«ur .kéfatn.Snr fellur umnrBurnar lýati 8vrmn ajeratóSai frá prárra hredi. I inni vore vlet aomir ór flokki frv. fylgjandi m þvl mótfalluir, ata«an hjá peim fyrir aS Iryfa frv. avo «an« «e«nnnt þm«i«. .6 nmSiat af farmi pttrre *kipo. vamtanlr* rrn nirvtu d*«* arttn aem .kilyrBi «8 atjArnm a«i aS itySja frv tll I*** ■Sflittninaabenn á yraaum >rm er bor 8 fram af rtlaSi aS rlna milj kr • pnrfa aS ótveyn rikiatjASi p-(ar á prvno ári. nnk praa tvkjoa.ika IrlSir af nýnrilum IS«nm «> innhrlmta rldri tollrna mril «rn«tavlSauk*. O* rftir nS jnr hrfi nó fm*« hrá«ahlrtr«» y'irlll .vfir ka« rlkiaajóSai... *«t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.