Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Jólakort Styrktar- félags van- gefinna KOMIN eru á markaðinn ný jólakort meó myndum af verkum listakon- unnar Sólveigar Eggerz Pétursdótt- ur. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6, ( verslun- inni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimil- um félagsins. Öllum ágóða af sðlu jólakort- anna verður varið til styrktar mál- efnum vangefinna, en félagið stendur nú i ýmsum fjárfrekum framkvæmdum í þágu þeirra, m.a. byggingu sambýla, skammtíma- heimilis og stofnsetningu verndaðs vinnustaðar. Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Sumt getur bara ekki beðið jólanna Bíddu ekki eftir sérstöku tækifæri til að gefa einhverjum Parker. Penninn sjálfur er sú ástæða sem þarf. Við bjuggum hann til í einum tilgangi: til að skrifa með; skrifa fallega. Ekki svo að skilja að allt sé fyrirfram sagt um pennana okkar. Parkergjöf hefur orðið innblástur ótal ritgerða, snjallra athugasemda og meistaralegra orðatiltækja. Pað er engu líkara en að hæfni leiði til hæfni. Gefðu einhverjum svolítinn innblástur á næstunni. Piggjandinn mun aldrei gleyma hver gaf honum Parkerinn sinn. n. fí * fJíPojá^ Tröllabókin — ný sögu- og myndabók frá Iðunni ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Ið- unni ný bók fyrir yngstu börnin, Tröllabókin. Sagan er eftir Jan Lööf, en myndlistarmaðurinn Rolf Lid- berg hefur myndskreytt bókina stór- um litmyndum sem prýða hverja opnu hennar. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi textann. „Vorið var komið, og nú liðu dagarnir hratt,“ segir í upphafi sögunnar um litlu tröllasystkinin Lenu og Matta og vini þeirra. „Tröllafjölskyldan hafði tekið sér bólfestu á árbakkanum ... „Að hugsa sér — sumarið er komið aft- ur!“ sagði tröllamamma. „Já, það er ekki sem verst,“ sagði trölla- pabbi. „í allan vetur höfum við mátt kúra inni í þröngum kytrum. Nú getum við verið undir beru lofti.“ — Saga tröllanna er öðrum þræði sagan um hina eilífu hringrás náttúrnnar, sögð á þann hátt sem yngstu börnin skilja og nema. Náttúran öðlast líf i máli og myndum og inn í sögu árstíðanna fléttast ótal kostuleg og kímileg atvik úr lífi litlu tröllabarnanna. Tröllabókin er 36 bls. Hún er prentuð i Danmörku. „Ást og hatur“ HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin beitir „Ást og hatur“ og er 9. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástarsögurn- ar“. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Við dauða föður síns uppgötvar Maríanna Biorck að hún er eigna- laus og vinalaus. Hún ræðst sem stofustúlka á ættarsetur Welling- tonanna á Englandi og á gamla óðalssetrinu gerast undarlegir at- burðir. Á þeirri stundu er Marí- anna hittir vinnuveitanda sinn, hinn unga óðalseiganda Ronald Wellington, tekur líf hennar nýja stefnu. Hún kynnist leiftrandi hamingju og algleymi ástar. Einnig heitrofi og hatri. Hún sveiflast milli ástar og örvæntingar, ýmist í nútiðinni eða trufluð af skuggum fortíðarinnar. Jafnvel hinn trausti vinur hennar Allan Bennon virðist grunsamlegur." „Ást og hatur" er 171 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hefur annast prentun og bókband ERLING POULSEN ÁST OG HATUR tPARKER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.