Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
41
Smáskammtalækningar
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Linda Evans og John Forsythe — formúlan hefur fleiri hliðar.
Sjöundi skammturinn af Dyn-
astydópinu kom í vídeóapótekin nú
fyrir helgina. Ljóst má vera að í
þetta skipti hefur tekist að valda
farsótt hjá fjölda myndbandanot-
enda sem aðeins er til eitt mótefni
við, — meira Dynasty. Syrpan er
komin efst á vinsældalista mynd-
bandaleiganna og einatt langir bið-
listar eftir spólunum.
Fyrri tilraun til að flytja am-
eríska sápuóperusyrpu úr sínum
rétta miðli, sjónvarpinu, þ.e.
dreifing á Dallas á myndböndum
gegnum bensínstöðvar OLÍS,
mun ekki hafa gefið jafn góða
raun. Kannski var ástæðan
rangur dreifingarstaður,
kannski sú að þegar allt kom til
alls þótti fólki ekki þess virði að
fara út úr húsi til að nálgast
þætti sem það var innst inni orð-
ið leitt á. Og nú mun von á þriðju
syrpunni, Falcon’s Crest. Allar
þrjár fjalla um ástir og valda-
baráttu í auðugum og spilltum
amerískum stórfjölskyldum.
Dallas og Dynasty gerast báðar
meðal olíukónga, annars vegar í
Dallas, Texas, hins vegar i Den-
ver, Colorado; Falcon’s Crest
reynir að vera frumleg með kali-
fornískt áfengisauðvald að uppi-
stöðu.
Dynasty byrjar meira að segja
eins og Dallas með titlum og
tónlistarþema yfir loftmyndum
af umhverfi sögunnar, stórhýs-
um í borg og sveit, olíuborpöllum
og svo framvegis. En þegar haf-
ist er handa við að kynna sögu-
persónurnar í fyrstu þáttunum
kemur blæbrigðamunur í Ijós
sem reyndar gerir gæfumuninn
hvað varðar afþreyingargildi
Dynasty umfram Dallas. Form-
úlan er að visu sú sama: Jákvæð-
ar, góðar persónur gegn nei-
kvæðum, vondum persónum og
fimm eða sex átakaþræðir verða
að einni fléttu i hverjum þætti.
En skilin milli góðra og vondra,
hvítra og svartra eru ekki jafn
skörp i Dynasty; þættirnir hafa
upp á að bjóða fjölbreyttari og
flóknari persónur innan tak-
marka sápuóperuformsins en hið
einhliða og fyrirsjáanlega per-
sónusafn Dallas.
Þetta tekst bæði með betri
handritum og ekki síður betri
leikurum. Blake Carrington, höf-
uð ættarveldisins, er í meðförum
John Forsythe ekki aðeins reffi-
legt illmenni, gráhærð flau-
elsmjúk blóðsugutýpa, heldur
maður með ekta tilfinningar bak
við kænskuna og kaldlyndið,
maður sem hefur allt og óttast
að missa allt. Börn hans tvö, hin
brókarsjúka Fallon og homminn
móralski Steven, verða í túlkun
Pamela Sue Martin og A1 Corley
áhugverðar persónur með ýmsar
hliðar. Af einhverjum ástæðum
er skipt um leikara i hlutverki
Stevens á seinni stigum og tekur
einhver Jack Coleman við af
Corley. Linda Evans leikur voða
sæta og viðkvæma og góða seinni
konu Blakes, Krystle, og gerir
það vel, en greinilegt af þróun
hennar í þessum fyrstu þáttum
að persónan á eftir að taka tals-
verðum breytingum eftir því
sem auður og taugastríð á Carr-
ingtonheimilinu ná tökum á
henni. Gamalt viðhald hennar og
nú keppinaut Carringtons,
jarðfræðinginn Matthew Blais-
del, leikur sá velþekkti karakter-
leikari Bo Hopkins og er hann
eiginlega eini leikarinn sem ekki
fellur inn í hlutverk sitt. Og
besta leik þáttanna fram til
þessa sýna Pamela Bellman og
Kathy Kurtzman sem tauga-
veikluð eiginkona og dóttir
Blaisdels. í fjórtánda þætti held-
ur svo innreið sína Joan Collins
sem Alexis, fyrri kona Carring-
tons, og mun hún, að sögn, slá JR
Ewing við í undirferli og alhliða
skepnuskap.
Enn er ógetið fjölda persóna
sem sveima í kringum Carring-
tonplánetuna og leggja til nýjar
áherslur og nýja leikþræði. Ég
tek fram að staðlaðar syrpur á
borð við þessar amerísku sápur
eru ekki mín uppáhalds afþrey-
ing, en fyrir þá sem eru háðir
þeim á annað borð er Dynasty
greinilega hvalreki. Eftir frekar
hægan upptakt fer formúlan að
ná tökum á áhorfanda í svona
fjórða eða fimmta þætti og upp
úr því verður erfitt að nema
staðar. Spólurnar með Dynasty
eru með auglýsingum í nokkrar
mínútur fyrir og eftir hvern þátt
og í kaupbæti eru að jafnaði
fjögur Skonrokksinnslög.
Myndgæði þessara spóla eru
mun betri en gengur og gerist í
hérlendri myndbandafram-
leiðslu. Og Dynastydópistarnir
bíða spenntir fram á flmmtudag
eftir áttunda skammtinum sín-
um.
Bikarmót
TR hefst
á morgun
BIKARMÓT Taflfélags Reykjavíkur
1984 befst á sunnudaginn 18. nóv-
ember kl. 14. Mótið er opið öllum og
fara umferðir fram í félagsheimili
TR á Grensásvegi 44—46.
Teflt er eftir
útsláttarfyrirkomulagi og falla
keppendur úr eftir fimm töp (jafn-
tefli = Vz tap). Umhugsunartími er
30 mín. á skák fyrir hvorn kepp-
anda. Umferðir verða á sunnudög-
um kl. 14 og á miðvikudögum kl.
20.
Bikarmót TR fór fyrst fram árið
1965. Jóhann Hjartarson hefur
oftast borið sigur úr býtum eða
þrívegis. Núverandi bikarmeistari
TR er dr. Kristján Guðmundsson.
(Fréttatilkynning frá Taflfélagi
Reykjavikur.)
Fimmtánda
jafnteflið í röð
MoNkvu, 16. mór. AP.
ANATOLY Karpov, heimsmeist-
ari í skák og áskorandinn, Garri
Kasparov, gerðu í dag jafntefli í
24. skákinni í einvígi þeirra um
heimsmeistaratitilinn í skák. Var
þetta 15. jafnteflið í röð í einvíg-
inu, en skákinni lauk, eftir að
Kasparov, sem hafði hvítt, hafði
leikið 17. leik. Karpov hefur því
áfram forystu í einvíginu með 4
vinninga en Kasparov er með eng-
an vinning.
„Fiskiðn“
komið út
í BYRJUN september kom út 6.
tbl. Ki.skvinnslunnar. Útlit þessa
blaðs er breytt frá fyrri blöðum.
AA þessu sinni var upplag blaðs-
ins 7000 eintök og var því dreift 2
Sjávarútvegssýningunni sem var í
Rcykjavík nýlega.
Meðal efnis i blaðinu er viðtal
við Höskuld Ásgeirsson sölustjóra
hjá Marel. Grein eftir Aðalstein
Gottskálksson sem heitir „Gæða-
stýring á Dalvík". Tvær greinar
eru eftir Braga Bergsveinsson
tæknifræðing, önnur fjallar um
myndbandatæknina í fiskiðnaðin-
um og hin nefnist: „Bónusinn bæt-
ir fleira en launin". Einnig er
grein eftir Sverri Guðmundsson
um gæðamál í frystihúsum. Grein
eftir Erling Hauksson um hring-
orma í fiski. Að lokum skrifar Jón
Bragi Bjarnason lífefnafræðingur
um lífefnatækni. Fiskvinnslan er
gefin út af Fiskiðn sem er fagfélag
fiskiðnaðarins. Skrifstofan er til
húsa í Skipholti 3, Reykjavík.
Bökunartílboö
verð
Ljóma smjörlíki 5 kr. 29.90
Strásykur 1 kg. kr. 12.40
Flórsykur 500 gr. kr. 9.90
Púðursykur dökkur 500 gr. kr. 11.80
Sýróp 500 gr. kr. 49.90
Sýróp 1000 gr. kr. 89.90
Finax hveiti 2 kg. kr. 23.80
Kakó 200 gr. kr. 29.70
Tertuhjúpur 500 gr. kr. 62.00
Mikið úrval af kökuskrauti
HAGKAUP
!