Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 42
MORGUNBLiAÐIÐ. SUNNUDAGUR18. NÓVEMBER 19g4,.,
Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dal og bláan sand
með norðurljósa bjarmaband ...
tókum við undir með Huldu á
leið austan úr öræfasveit eina
laugardagsnótt á þessu fagra
hausti, þegar heiðskír og tungl-
skinsbjartur himinninn iðaði svo
af norðurljósum að farþegar
hömdust ekki inni i bílnum.
Urðu að stíga út og slökkva bíl-
ijósin til að njóta til fulls þessar-
ar dýrðar. Slíkrar fegurðar höf-
um við fengið að njóta meira og
minna allt haustið hér á Suður-
landi. Fögru kyrru haustdagarn-
ir aðeins verið rofnir af stuttum
regnköflum, svona rétt til að
sýna okkur birtumuninn og
skerpa tilfinninguna til að njóta
góða haustveðursins. Malbiks-
svartur morgunn þá svo alger
andstæða þeirra morgna sem
boða komu sína með roða upp af
kaldhvítum Henglinum meðan
maður drekkur morgunkaffið og
getur ekki slitið sig frá gluggan-
um til að koma sér í vinnuna.
Enda ekki langt þar til morg-
ungyðjan er hvort eð er svo sein
á fætur að ekki er lengur hægt
að biða komu hennar fyrir nú-
tima æðibunugangi.
Það er einmitt þessi mikli
munur dökku skammdegisdag-
anna og þeirra björtu sem gerir
fagurt haust svo stórkostlegt.
Þeir koma óvænt og ná miklu
betur að gleðja sálina en þar á
hnettinum sem gengið er að
árstíðunum vísum. Þá verður að
„okkar dýra landi“ ferð austur i
Öræfasveit, þar sem haustbirtan
nær að draga fram skugga i
sprungnum jökulsporðum, hlíðin
skartar gulu laufi og hún Skeið-
ará liggur eins og fínlegt og
óskaðlegt englahár eftir svörtum
sandinum. Til að upplifa dýrðina
er maður reiðubúinn til að leggja
lífið í hættu á glerhálum vegum,
svo að billinn verður vart ham-
inn á ójöfnunum og varla má
koma við hemlana. Raunar þarf
ekki svo langt að fara. Ekki þarf
nema rétt komast út úr gervi-
birtu þéttbýlisins og slökkva
ljósin á bilnum til að stjörnurn-
ar fái að njóta sin og snjórinn
nái að draga fram formin i fjöll-
unum undir bleikum mána.
Þannig skartaði fjallgarðurinn
meðfram nýja Bláfjallaveginum
i sömu viku, er við stjórnarfólk
Reykjanesfólkvangs ókum eftir
honum gegnum okkar riki af
Krísuvíkurvegi við Óbrynnishóla
og með Lönguhliðinni. Á svona
dögum á sér enginn fegra föður-
land þótt svalkalt sé. Bara um að
gera að missa ekki af þeim
stundum sitjandi í baðheitri
stofu við skjáinn. Ekkert að vita
hvenær svona gefur aftur.
Raunar er ekki að vita hvernig
gefur í framtiðinni á Islandi.
Farið er að huga að hugsanleg-
um breytingum á veðurfari til
hins betra eða til hins verra í
heiminum og bjartsýnisfólk hér
norður i Ballarhafi lætur sig
strax dreyma um að ganga undir
háum trjám i skógi og hafa
gnægð af heyfeng handa fleiri
rollum. Það er Paradisardraum-
ur okkar, þessara vetrarkviðnu
Islendinga. Hann eygjum við nú
fyrir aukningu blessaðs koltví-
sýringsins úti í geimnum. Að
vísu greinir menn á um það
hvort aukinn koltvisýringur i
andrúmsloftinu muni hita eða
kæla jörðina, en vitanlega fylgj-
um við þeim sem reikna okkur
verulega hitaábót með því að
hann muni verja fyrir okkur
hitaútgeislun frá jörðinni og
hleypa samt geislum sólar í
gegn. Við eigum allt undir þvi að
ekki fari á hinn veginn — taki að
kólna. Enda er Island eitt af
þessum viðkvæmustu svæðum á
jörðinni, sem notað er sem mód-
el i rannsóknunum til að fá sem
skýrastar linur, eins og fram
kom i viðtalinu við umsjónar-
mann þeirra rannsókna hér, Pál
Bergþórsson.
Vel á minnst, vetrarkviði. Nú
á tímum gervibirtu og ómældrar
upphitunar hrifur fátt meira á
svona hausti en vetrarkviðinn á
jörðinni. Þá leggjast þessir ör-
fínu þræðir á jörðina i kyrru
köldu veðri, hver hrimögnin rað-
ar sér á aðra út frá ískristalli á
strái eða steinörðu og spinnur
silfurlita þræði á jörðina eins og
englahár á jólatré. Þetta er eitt
tilbrigðið i náttúrusinfóníunni
sem við höfum við vissar að-
stæður fengið að njóta á þessu
fallega hausti. En skrýtið er að
svona fagurt fyrirbrigði skuli á
alþýðumáli hafa hlotið nafnið
vetrarkvíði, sem var einmitt böl
svo margra Islendinga um aldir.
Ófáar sagnir um þá sem lögðust
beiniinis í kör af eintómum vetr-
arkviða.
Þetta var í rauninni lykkja á
leiðinni. I sama blaði og viðtalið
við Pál Bergþórsson með mörg-
um góðum fyrirheitum um betra
líf á þessu eylandi ef svo fari að
hlýni um t.d. 4 stig, var annað
viðtal við dr. Þóru Ellen Þór-
hallsdóttur sem stundar rann-
sóknir i Þjórsárverum. Þar kem-
ur i ljós að nýmyndun hefur orð-
ið á rústum þarna inni i miðju
landi síðan tók að kólna á Is-
landi eftir 1960. En slikar rústir
eru stórar þúfur með miðju úr
iskjarna sem aldrei bráðnar.
Þarna höfum við semsagt svart á
hvítu merki um kólnun á okkar
fósturjörð. Hve lengi það stend-
ur er ekki að vita, enda segir Páll
í títtnefndu viðtali að afskaplega
mikil óvissa riki um það hvað
framtiðin beri i skauti sínu hvað
varðar veðurfar hér á landi. En
ekki sakar að ylja sér við betri
spána, eins og við gerum að
sjálfsögðu. Fyrstu fréttum af
þessum rannsóknum vitanlega
slegið upp undir fyrirsögn sem
gaf til kynna spá um að hlýna
mundi um 4 gráður. Ekki veitir
okkur af betri draumförum. Og
slika drauma styður einstæð
reynsla þess fólks sem ólst upp á
því tímabili í íslenskri sögu sem
hlýjast var síðan land byggðist
eða frá því um 1920 og fram yfir
1960. Að vísu gátum við varla
búist við að slikt entist miðað við
hin löngu kuldaskeið fyrri tima,
en þessi timi er þó lifandi í
minni okkar og getur yljað. Með
þessum pistli fylgir línuritið
hans Páls um meðalhita i Stykk-
ishólmi frá 1846 og sést þar
hvernig hlýindaskeiðinu lauk
með ísaárunum svokölluðu eftir
1965. En það er víst ljótt af
Gáruhöfundi að vera að skemma
drauminn. Bjartsýnir draumar
eru svo mikilsverðir i lifinu.
Ekki er raunar vist að aukinn
hiti á jörðinni hafi eintóma
blessun í för með sér. Jöklarnir
mundu víst bráðna hraðar og þá
muna mest um heimskautaísinn,
einkum þær ógnarbirgðir af
vatni sem bundnar eru á Suður-
skautinu. Sjávarborð mundi al-
mennt hækka, að þvi er nýlega
sagði i frétt utan úr heimi. Ekki
þyrfti það svosem mikið að
hækka hér við Faxaflóann til að
um munaði þar sem land sígur
um 2 m á öld. Hefur eflaust á
sinum tima orðið til þess að
kaupmenn þurftu að flytja versl-
un sina úr Hólminum i Örfirisey
og síðar verslunarstaðinn i ör-
firisey inn i miðbæ Reykjavíkur.
Þá voru menn ekki farnir að
stækka einfaldlega eyjarnar sem
þeir þurftu á að halda en urðu
bara að flýja undan sjógangin-
um. Svo kemur vísindamönnum
heldur ekki saman um hve mikið
sjávarborð muni hækka og i hve
miklum mæli hækkandi hitastig
muni á móti auka uppgufun úr
sjónum. Málið er semsagt „allt i
steik“, eins og það er orðað nú til
dags. Og allt i lagi að velja sér
bestukjör i draumana. óhætt að
segja eins og Káinn um mark-
lausa auglýsingu:
Ætlar að messa’ hann Hans minn hér,
hindri skyssa engin.
Fyrir þessu ennþá er
engin vissa fengin.
1——1——'—[— 5 - ~l 1 1 1 1 1 J /u v\ 1 1 1 'ijlk ■
o 1 1 'yi» r i 1 i w • lr 1 i— 1 i Vnfir
18*>0 1860 IM/O 1880 1880 l'iOO 1810 1820 18 10 1840 1880 1860 18/0 1880
Stykklshólnur 1846-1983.
Sata-
KVnn'rngLaWr kvnnir év,«8- 05 g-ænrne.iaegu™*. vee,r ymsa.
11 iiiiiaiiHfl Tllbod helgarlnnar: áðurl75,- nú 95.-
SWI Nóvemberkaktus ....'áður 210.- nú 140--
Bergflétta ............
Jótastjama ■ •: áður 325,- nu
Hetgarskreytmgm
"jrifiTiiciyolL
Fræöslufundur
um vatnafræði
ÞRIÐJUDAGINN 20. nóvember
nk. kl. 20.30 verður haldinn
fræðslufundur á vegum Land-
fræðifélagsins i stofu 103 í Lög-
bergi, Háskóla Islands. Kristinn
Einarsson vatnafræðingur segir
frá stöðu vatnafræðinnar á Is-
landi.
Allir velkomnir.
Kork-o-Plast
Gólf-Gljái
Fyrir PVC-filmur, linoleum,
gúmmi, parket og steinflísar.
CC-Floor Polish 2000 gefur end-
ingargóða gljáhúð.
Notkun: Þvoið gólfið.
Berið CC-Floor Polish 2000
óþynnt á gólfið með svampi eða
rakri tusku.
Notið efnið sparlega en jafnt.
Iiátið þorna í 30 min.
Á illa farin gólf þarf að bera
2—3svar á gólfið.
Til að viðhalda gljáanum er nóg
að setja í tappafylli af CC-Floor
Polish 2000 í venjulega vatnsfötu
af volgu vatni.
Til að fjarlægja gljáann er best
að nota R-1000 þvottaefni frá
sama framleiðanda.
Notið aldrei salmíak eða önnur
sterk sápuefni á Kork-o-Plast.
KinkaumboA á íslandi:
1». l»orgrímsson & Co.,
^Ármúla 16, Keykjavík, s. 33640.