Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 44

Morgunblaðið - 18.11.1984, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Höfuðból og hjáleigur Ekki hefi ég i hyggju aö skilgreina þennan þátt i löngu máli. Gefur nafniö til kynna, hvert hlutverk hans er. Mun ég leitast viö aö afla fanga og framreiöa þau. Þeirra fanga veröur helst leitaö á sviöi lista og menn- ingarmála. Mun jöfnum höndum veröa rætt viö menn, sem hafa sitt hvað til þeirra mála aö leggja, og fjallaö um ýmsa viöburöi. Þegar horft er yfir blóm- legar lendur lista á íslandi, hlýtur þaö aö vekja athygli, hversu hlutföll hinna ýmsu reita hafa breyst á skömm- um tima. Skáldmennt var um langan aldur eins konar höf- uðból, en aðrar listir hjáleig- ur. Fyrr meir, þegar islensk stjórnvöld sáu ástæöu til þess aö hefja árlega úthlutun styrkja til listamanna og veittu þeim þannig opinbera viöurkenningu, þá voru laun- in löngum kennd viö skáld og nefnd skáldalaun. Steinn Steinarr orti Ijóö, sem hann nefndi Að fengnum skálda- launum, þar sem segir: .Þetta taUega kvæói er ort íþeim titgangi einum að óska mér sjálfum tH kikku meó skáidastyrk ’ Nafngiftin, skáldalaun, hefur lifaö til skamms tíma. En líkt og i íslenskum land- búnaöi, þá hafa oröið alda- hvörf í listum. Hjáleigur hafa oröiö að vildisjöröum meö aukinni véltækni og jafnræði hefur aukist með listgreinum viö bættan þjóðarhag, aukin samskipti viö aörar þjóöir og síðast en ekki síst fullkomna fjölmiölatækni. Nú úthlutar ríkiö ekki lengur skáldalaun- um, heldur listamannalaun- um. Og þegar hjáleigurnar hafa breyst í höfuöból, þá er fjárþörfin oröin slík til stuön- ings listamönnum, aö fjár- veitingarvaldið ruglast i rím- inu. Hefur tekiö það langan tíma aö átta sig á því, að hér þarf að veröa á gagnger breyting. Samkvæmt laus- legum útreikningum hefur komiö í Ijós, aö árleg úthlut- un hinna ýmsu opinberu sjóöa, er styrkja listamenn, nemur ekki meira en árs- launum 32 menntaskóla- kennara. Og þá ber þess aö gæta, aö hinir siöarnefndu eru engir hátekjumenn, og sá skóli er ekki stór, sem kemst af meö þrjá tugi læri- feöra. Af þessu má Ijóst vera, aö ekki er ástæöa til að sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem variö er FÖNG Bolli Gústavsson þeim til stuönings, sem vilja auöga andlegt lif á íslandi. Er hætt viö, aö ekki yröu margar veislur haldnar fyrir þá upphæö. Nú er þess aö vænta, aö hér veröi gerö á nokkur bragarbót, því menntamála- ráðherra hefur skipaö nefnd, sem ætlað er aö endur- skoöa þessi málefni til hags- bóta fyrir íslenska listamenn. Hitt dylst engum, aö margir eru kallaöir á hinum ýmsu sviðum lista og ávallt mun verða vandasamt aö meta, hverja ber aö styöja. Margt er ógert, til þess aö menn fái notiö listar víða um landiö. Að því er m.a. vikiö í því spjalli viö skjólastjóra Tónlistarskólans á Akureyrí, sem hér fer á eftir. Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Tónlistariðkun krefst Kurt Haeser og Músikskóli Akureyrar Þess er vert að geta, að á árunum 1922 til '23 var ráðinn þýskur maður til Akureyrar, Kurt Haeser að nafni, og skyldi hann stjórna Músikskóla bæjarins. Sú stofnun var við lýði i þessi tvö ár og mun hafa verið til húsa í svonefndu Bogahúsi, sem stóð skammt neðan við Samkomuhúsið, sem hýsir starfsemi Leikfélags Ak- ureyrar. Haeser var vel menntaður tónlistarmaður og afbragös píanó- leikari. Honum var tekið með kostum og kynjum af fyrirmönnum bæjarins. Þegar strandferðaskipið að austan lagðist upp að Torfunefi var þar mætt virðuleg móttökunefnd og einn- ig fagnaði múgur og margmenni þessum fræga manni, sem átti að veita straumi æðri tónlistar inn f menningarlif staðarins. Enginn varö fyrir vonbrigðum. Listamaðurinn bar á sér heldra snið og honum fylgdi firnastór og merkilegur hundur, sem ekki dró úr reisn þessa kærkomna gests. Þegar hann boðaði fyrirmenn á stofutónleika sat hundurinn keikur nálægt slaghörpunni. Haeser hóf leik sinn á Sonata Appassionata eftir Beethoven og allir féllu í stafi yfir fimi hans og tilþrifamikilli túlkun. En þegar kom að innkomunni, subito forte lyfti hundurinn höfði og rak upp snöggt spangól f takt við leik húsbónda síns öllum til furðu og að- dáunar. Virðist tónverkið ekki hafa haft minni áhrif á hundinn en Bismarck gamla, sem sagði um það: „Ef ég heyrði hana oft, myndi ég allt- af vera hetja.“ — Á þessum tveim árum vakti Kurt Haeser mikinn tón- listaráhuga f bænum. Einn af nem- endum hans var Áskell Snorrason tónskáld, sem lengst af ævi sinnar starfaði að kennslu og framgangi tónlistarmála á Akureyri. Einnig má nefna Hermínu Sigurgeirsdóttur pf- anóleikara, er hóf tónlistarferil sinn í Músikskólanum hjá Heaser. sjálfsaga Við rætur Sigurhæða á Akureyri stendur mikið stein- hús. Það er að nokkru grafíð inn í bratta brekkuna og efsta hæðin af fímm teygir sig aðeins upp fyrir brúnina. Stendur hún sennilega jafnhátt og kjallarinn undir húsi sér Matthíasar Jochumssonar, sem þar gnæfír eins og vitahús til áminningar um að leiðin liggur upp til þroska og framfara. í þessu háreista steinhúsi hefur Tónlist- arskólinn á Akureyri starfað um árabil. Á liðnum haust- dögum hófst fertugasta starfsár hans, en skólinn var formlega hafínn í janúar árið 1946. Fyrsti skólastjóri hans var frú Margrét Eiríksdóttir píanóleikari. Skólinn var þá til húsa í Lóni, félagsheimili Karlakórsins Geysis, sem stendur aðeins innar við Hafnarstræti og hefur ennþá skipt um hlutverk. Heitir það nú Dynheim- ar og hýsir æskulýðsstarf bæjarins. Lengst gegndi Jak- ob Tryggvason organleikari starfí skólastjóra Tónlist- arskólans, en undanfarin ár hefur Jón Hlöðver Áskels- son veitt skólanum forstöðu. Að vísu fékk Jón Hlöðver leyfi frá störfum frá haustdögum 1982 til vorsins 1984 og var Atla Guðlaugssyni falin stjórn skólans þann tíma. Tónlistin hefur löngum verið snar þáttur í bæjarlífmu á Akureyri og þá aðallega söngmennt. Þar hafa tveir karlakórar sungið hvor í kapp við annan um langt skeið, Karlakór Akureyrar og Geysir. Dr. Róbert Abraham stýrði Samkór Akureyrar fyrir miðja öldina, Björgvin Guðmundsson tónskáld stofnaði Kantötukórinn, sem flutti m.a. viðamikil tónverk hans. Þá stýrði Jakob Tryggvason Kvennakórnum Gígjunni og hin síðari ár hefur Passíukórinn starfað með miklum blóma undir stjórn Roars Kvam. Er þó fátt eitt talið, enda ekki ætlunin í þetta sinn, þegar athyglin beinist að tónlist- arkennslu í höfuðstað Norðurlands. Vaxandi tónlistarskóli Það varð að ráði að afla fyrstu „fanga“ í Tónlistarskólanum á Ákur- eyri. Jón Hlöðver er nýsestur á veld- isstól þar aftur, eftir að hafa gegnt embætti námsstjóra f tónlistar- fræðslu I tvö ár. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í alltof þröngri skrifstofu hans í skólanum til þess að spjalla saman um þessa mikilvægu menntastofnun, hlaut ég að inna hann fyrst eftir því, hvort húsnæðið dygði til skólahalds. Jón kvað þvf fara fjarri, þótt byggt hefði verið við húsið fyrir skömmu. Aöstaða til hópkennslu er bágborin, en það stendur Ifklega til bóta þegar skólinn fær hluta af neðstu hæð hússins til umráða. Þá er rétt að geta þess, að ekki getur talist þægilegt að hafa skólann á mörgum hæöum. Við tónlistarskólann starfa nú 27 kennarar, en nemendur munu vera um það bil 460. Flestir nemenda læra á blásturshljóðfæri. Munu þeir ekki færri en 125. Pfanónemendur eru 90 og 77 læra á strengjahljóðfæri. Á fyrstu árum skólans var nær ein- göngu boðið upp á pfanó- og orgel- kennslu. Það hefur nokkur áhrif á val nemenda nú, að skólinn leigir byrj- endum blásturs- og strengjahljóð- færi. Þeir, sem byrja að læra á pfanó, orgel eða harmonfum, verða hins vegar að sjá sér sjálfir fyrir hljóð- færum til æfinga. I forskóladeild eru yngstu nemendur; allt niður f fimm ára. Þar er lögð áhersla á að glæða áhuga, veita nemendum veganesti með alhliða þjálfun, sem kemur þeim að góðu gagni við sérnám og gerir þá jafnframt hæfari að njóta tónlistar. Hjómsveitarstarf og tónleikar Hin síðari ár hafa kennarar skól- ans lagt sig fram um að vekja áhuga nemenda fyrir hljómsveitarstarfi og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.