Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Josef Mengele,
skuggalegasti böðull
Hitlers, leikur enn
lausum haia, lifir í
vellystingum og hef-
ur öðru hverju
brugðið sér í heim-
sókn til Banda-
ríkjanna samkvæmt nýjum upp-
lýsingum, sem komið hafa fram.
Mengele, sem varð 400.000 Gyð-
ingum að bana í dauðabúðunum í
Auschwitz í Póllandi (helmingur-
inn var börn) og var kallaður
„Engill dauðans", hefur ferðazt
um óáreittur og nýtur verndar
leynisamtaka nazista, bæði í
Bandaríkjunum og Suður-Amer-
íku.
Kvikmyndin „Boys From Braz-
ii“ fjallar um leitina að Mengele,
sem þar er látinn enn fást við
hrollvekjandi tilraunir á fólki.
Gregory Peck lék Mengele, sem nú
er 73 ára gamall.
Mengele var yfirlæknir í
Auschwitz og „valdi" bðrn og
veikburða fólk til tafarlausrar út-
rýmingar og sterkbyggðara fólk
til vinnu eða hálflæknisfræðilegra
„tilrauna" áður en þvi var einnig
Böðuilinn Josef Mengeie, sem bar
ábyrgð á dauða 400.000 manna f
Auschwitz.
Gregory Peck í hlutverki Mengele í Edward Kennedy. Beitir sér fyrir því
kvikmyndinni „The Boys from Braz- að Mengele verði dreginn fyrir lög
il. og dóm.
HRINGURINN UM
Flúði í náttfötunum
Vestur-þýzka timaritið „Der
Spiegel" sagði frá því á sínum
tíma að í ágúst 1964 hefði Mengele
farið til Asuncion og daginn eftir
hefðu veggir þýzka sendiráðsins
verið þaktir hakakrossum og víg-
orðum eins og „Júðska sendiráðið.
Látið Mengele í friði“ og „Hættið
ofsóknunum".
„Der Spiegel" sagði að um þess-
ar mundir hefðu ísraelskir útsend-
arar, sem tóku þátt í ráni Eich-
manns, verið í Paraguay á slóð
Mengele.
í lok ágúst fóru sex þeirra til
hótels, þar sem Mengele hafði gist,
en komust að raun um að þýzkur
vinur hans hafði varað hann við
og að hann hafði flúið í náttfötun-
um 20 mínútum áður. Seinna
fannst ísraelsmaður skotinn til
bana á landamærum Paraguay og
Braziliu.
Nokkrum mánuðum síðar
hermdu fréttir að Þjóðverji, sem
viðurkenndi að hann væri SS-for-
inginn Detlev Sonnemberg, segð-
ist hafa séð Mengele tvívegis í
Paraguay. Hann skýrði einnig frá
því að Þjóðverjar búsettir í Suð-
Mengele á ýmsum aldrú „engill dauðans“ (til vinstri), miðaldra (í miðju) og á efri árum (til hægri).
útrýmt þegar ekki var hægt að
nota það lengur. Nokkrar þessara
grimmilegu „vísindatilrauna"
voru gerðar á tvíburum. Þær voru
allar gerðar deyfilyfjalaust.
Ef trúa má frásögnum banda-
rískra blaða nýtur Mengele jafn-
vel verndar innan bandarísku al-
ríkislögreglunnar, FBI. Að
minnsta kosti hefur hann talið sig
svo óhultan að hann hefur öðru
hverju farið til Miami í þeim til-
gangi að nota banka þar til að
miðla peningum milli vina sinna
úr röðum nazista og leynisamtaka
þeirra, „Kóngulóarinnar".
Aukin leit
En nú hefur leitin að Mengele
verið aukin og heitið er rúmum
100.000 dollurum fyrir upplýs-
ingar, sem geta leitt til handtöku
hans. Einræðisríki í Suður-
Ameríku, sem skotið hafa skjóls-
húsi yfir hann, hafa einnig orðið
fyrir auknum alþjóðlegum þrýst-
ingi.
Þótt 40 ár séu liðin síðan Þriðja
ríki Hitlers hrundi til grunna eru
glæpaverk Mengele mörgum enn í
fersku minni og stöku sinnum
verða menn hans varir.
Nýlega var ísraelsk kona, sem
lifði af ógnirnar í Auschwitz, f
orlofi í Uruguay og sá þá mann,
sem hún var ekki í nokkrum vafa
að væri nazistinn sem hafði myrt
foreldra hennar þegar hún var að-
eins sjö ára gömul.
Mengele tók eftir henni og þótt
hann kannaðist ekki við hana sá
hann á skelfingarsvip hennar að
hún kannaðist við hann.
Einum degi síðar fannst konan
látin. Hún hafði verið myrt á dul-
arfullan hátt í hótelherbergi sínu.
Morðinginn fannst aldrei.
Tugir morða
Leyniþjónustustarfsmönnum,
sem hafa viðað að sér upplýsing-
um um ferðir Mengele, kemur
þetta ekki á óvart.
Hann hefur verið bendlaður við
tugi dularfullra dauðsfalla á und-
anförnum tíu árum í Suður-
Ameríku. Fórnarlömbin höfðu
annaðhvort þekkt hann aftur —
eins og ísraelska konan — eða
rannsakað huldulíf hans.
Mengele dvelst oftast í varinni
húsaþyrpingu í Suður-Chile og
hættir sér ekki þaðan nema hann
þykist viss um að það sé óhætt.
Hann hafði með sér gífurleg
auðæfi þegar hann flúði frá
Þýzkalandi eftir stríðið og hefur
auk þess fastar tekjur. Hann bjó
undir eigin nafni í Þýzkalandi unz
hann flúði til Argentínu 1951 und-
ir dulnefninu Friedrich Edler von
Breitenbach.
Hann flúði síðan til Paraguay
eftir fall Juan Perons hershöfð-
ingja, sem var helzti verndari naz-
ista í Suður-Ameríku á árunum
eftir stríðið. í nóvember 1959 fékk
Mengele ríkisborgararétt í Para-
guay undir eigin nafni.
Hann bjó í einu úthverfi Asunc-
ion, höfuðborgar Paraguay, og
reyndi ekki hið minnsta að leyna
því hver hann væri. En hann fór í
felur þegar ísraelsmenn rændu
Adolf Eichmann 1960, sem bar
ábyrgð á áætlun Hitlers um út-
rýmingu allra Gyðinga („Endlös-
ung“), og höfðu hann á brott með
sér til Israels, þar sem hann var
dæmdur til dauða og tekinn af lífi.
ur-Ameríku hefðu myndað með
sér varnarsamtök eftir ránið á
Eichmann.
Vandi stroessners
Síðan hafa öðru hverju borizt
fréttir um að Mengele hafi sézt á
ýmsum stöðum í Suður-Ameríku
og erfitt hefur reynzt að meta
sannleiksgildi þeirra.
Margir hafa haldið því fram að
Alfredo Stroessner einræðisherra
f Paraguay, sem er sonur brugg-
ara frá Bæjaralandi, hafi metið
Mengele mikils og haldið yfir hon-
um verndarhendi. En mál hans
olli honum stökustu vandræðum.
Stroessner vildi ekki styggja
vestur-þýzku stjórnina, sem fór
fram á að Mengele yrði framseld-
ur, en hins vegar var honum mikið
kappsmál að halda vinsamlegu
sambandi við nýlendu Þjóðverja í
Paraguay. Þeir eru nokkrir tugir
þúsunda og dvöl þeirra í landinu
hefur verið efnahagslífi þess
styrkur.
Þýzkir öfgamenn hótuðu því á
sínum tíma að hefna sín á Gyðing-
um í Paraguay, ef Mengele yrði
rekinn úr landi. En að lokum
neyddist Stroessner til að svipta
hann ríkisborgararétti 1979 vegna
aukins þrýstings erlendis frá.
Mannránstilraun
Lawrence Birns, forstöðumaður
bandarískrar rannsóknarstofnun-
ar, Vesturheimsmálaráðsins