Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
65
Minning:
Magnús Kristjáns-
son yfireftirlitsmaöur
Kveðja frá Rafmagns-
eftirliti ríkisins
Fæddur 6. ágúst 1915
Dáinn 11. nóvember 1984
Það er engin nýlunda, þó að
stóll eftirlitsmannsins standi auð-
ur. Eftirlitsmaðurinn fer í ferða-
lög vegna starfs síns — misjafn-
lega löng — en hann kemur aftur
og sezt þá í stól sinn. Allir vita,
þegar hann er farinn, hvenær
hann fór, hvert hann fór og hve-
nær hans er aftur að vænta. Þetta
skráir hann á töflu, svo að félag-
arnir geti fylgzt með ferðum hans.
Þriðjudaginn 6. nóvember fór
Magnús í ferð, í þetta sinn til
Ólafsvíkur. Það var engin ný-
lunda. Hann hafði svo oft farið á
þær slóðir. En hvenær ætlaði
hann að koma aftur? Honum hafði
láðst að skrá heimkomuna á töfl-
una. Dagsetningu heimkomunnar
vantaði.
Ferðin til ólafsvíkur hafði verið
óvenjulega erilsöm í þetta sinn.
Tvisvar sinnum hafði sprungið
undir bílnum. Það er bagalegt,
þegar bílaframleiðendur láta ekki
fylgja nema eitt varahjól. Magnús
var hins vegar vel búinn til ferðar,
enda alvanur ferðamaður, og með
aðstoð góðra manna réð hann við
þennan vanda sem aðra. Næstu
daga var hann með starfsbróður
sínum frá Rafmagnsveitum ríkis-
ins við eftirlitsstörf í ólafsvík og
Eyrarsveit og vann af kappi. Hon-
um var mikið í mun, að afrakstur
ferðarinnar yrði sem mestur og
beztur. Þó að hann væri orðinn 69
ára vildi hann ekki láta bilbug á
Fæddur 4. janúar 1911
Dáinn 9. nóvember 1984
Á níundu öld sigldu út til ts-
lands norskir menn. Þeir höfðu
fundið landið og spurt gæði þess.
Hvattir eldmóði æskunnar eða
ásælni höfðingja sem vildu beygja
þá undir sín lög, settust þeir að í
landinu og byggðu það, og urðu
feðurnir frægu sem sóttu út
hingað um hyldýpis haf.
Löngum síðan hefur landið ver-
ið að nokkru dulmagnað f augum
Norðmanna. Ef til vill hefur frægð
fornaldar haft þar mest áhrif en
um sumt hversu ónumið ísland
hefur verið. Þannig hafa Norð-
menn numið nýjum atvinnu-
greinum land, m.a. með því að
brydda upp á nútíma fiskveiðum
og hvalveiðum á síðustu öld og átt
þátt í járnmálsframleiðslu á
okkar dögum.
Ekki efa ég að svipuð úþrá varð
til þess að tengdafaðir minn,
Gunnar Johnsen, lagði út tilís-
lands tæpra 18 vetra. Hann kom
til að dveljast hér um skamma
hríð en gerðist landnemi eins og
forfeður hans, tókst á hendur að
vinna hinu nýja samfélagi á ís-
landi gagn, samfélagi sem mótað-
ist á bestu starfsárum ævi hans.
Þegar ég kynntist honum fyrir 18
árum var hann jafnmikill Islend-
ingur og Skalla-Grímur, líkur
honum um margt, hagur á tré og
járn og allra manna vinnusamast-
ur. Einhver tímann hefði slfkur
landnámsmaður verið talinn frá-
sagnarverður. Um ævina fékkst
hann við margt, hann varð ungur
aðstoðarmaður föður sfns við
búskap og sfðar bakara- og hót-
elstðrf norðanfjalls f Noregi,
starfsmaður frænda síns, Emils
Rokstad á Bjarmalandi f Laugar-
nesi. Þar var hann við alls kyns
búsýslu en gerðist síðan einn for-
vfgismanna loðdýraræktar á ís-
landi. Sinnti hann loðdýrarækt af
sérstakri kunnáttu og lét eigi af
sér finna. Hann afneitaði ellinni.
Starfshugurinn var mikill. Hann
neitaði því með öllu, að hann fyndi
til þreytu, þegar félagi hans innti
hann eftir því og taldi það rang-
látt, að víkja mönnum frá störfum
þó að sjötugir yrðu. Þannig var
afstaða hans til starfsins. Hann
lét aldrei bilbug á sér finna, var
sjaldan frá vinnu vegna veikinda
og kom fljótt aftur, ef veikindi
komu fram. Fyrir einu og hálfu ári
varð hann þó lengur veikur en
hann átti vanda til, og öllum var
brugðið. Magnúsi var brugðið líka,
en fljótlega vildi hann gleyma því.
Hann taldi sig eiga svo margt
ógert, beit á jaxlinn og sagði sér
ekkert að vanbúnaði.
Ekki verður um það sagt, hvort
Magnús grunaði, að ferðin mikla
væri hafin, þegar hann fór til
Ólafsvíkur. Þegar félagarnir
kvöddust um kvöldmatarleyti á
föstudagskvöld hafði Magnús
ákveðið að aka heim daginn eftir.
Áður ætlaði hann þó að skoða raf-
lagnir í einu húsi enn eða svo. Þær
raflagnir skoðaði Magnús ekki.
Um kvöldið var hann fluttur fár-
sjúkur í sjúkraflugvél til Reykja-
víkur. Rúmlega sólarhring síðar
var starfstímanum lokið.
Magnús Kristjánsson fæddist 6.
ágúst 1915 að Nesi í Grunnavik.
Hann fór ungur til sjós og var
bæði á smábátum og togurum.
Fyrir stríð, eins og sagt er, hóf
hann störf við rafvirkjun. Fyrst
sem ófaglærður og fór þá til sjós á
sumrum en síðar sem lærlingur í
iðninni. Á þessum árum urðu
menn oft að hefja störf við iðnina
fyrr en löggjöf var sett í landinu
sem bannaði starfsemina. Átti
hann á því banni ýmsar skýringar,
sem fremur erfítt er að botna í á
dögum þarfra aukabúgreina og
samdráttar í landbúnaði. Ekki er
vafi á því að sú reynsla í við-
kvæmri atvinnugrein sem frum-
kvöðlar höfðu tileinkað sér glatað-
ist og veldur sennilega nokkrum
búsifjum nú 30 árum síðar er allir
vildu þessa Lilju kveðið hafa. Er
ævintýri þessu lauk hóf hann störf
við lýsisstöð Bernharðs Petersen,
annars Norðmanns, sem nam Iand
á íslandi á þessari öld. Þar starf-
aði hann í tæp 40 ár. Jafnhagur
maður og kunnáttusamur og
Gunnar Johnsen hefur lagt
ómældan skerf til þess fyrirtækis
með starfi sínu og snjöllum lausn-
um tæknilegra viðfangsefna. Lík-
lega hefur verkfræðileg hugsun
verið honum hvað eiginlegust en
hvergi skorti á hugkvæmni og
sköpunarkraft þegar leysa þurfti
úr flóknu verkefni.
Ungur sinnti hann skíðaíþrótt-
inni eins og margir landar hans.
Þá kunnáttu flutti hann með sér
til íslands og gerðist einn frum-
herja íþróttagreinarinnar í land-
inu. Ekki mun hann hafa sinnt
þeirri grein 3kíðaíþrótta hér sem
hann hafði verið slyngastur í,
skotfimi á skíðum. Má vel vera að
það hafi stafað af áskapaðri andúð
hans á hermennskubrölti hvers
konar og ofbeldi öllu.
Gunnar Johnsen var fæddur 4.
janúar 1911 á bænum Solheim í
Troms-fylki í Noregi. Hann fædd-
ist í riki Þórðar hunds, sem hann
hélt talsvert uppá, sennilega af þvi
að hann sá fyrir uppreisnarkóng-
inum ólafi digra. Frændgarðurinn
i Noregi er fjölmennur og finnst
mér oft sem ég hafi raunverulega
kynnst einum hinna fornu land-
námsmanna sem þekkti hverja
sveit í Noregi og menn um landið
allt, og var jafnþaulkunnugur ís-
til þess að tryggja að komast sem
fyrst á námssamning hjá meist-
ara. Magnús lauk burtfararprófi
frá Iðnskólanum í Reykjavík í maí
1946, en sveinsbréfið er útgefið i
apríl 1948. Um það leyti bregður
Magnús sér yfír í rafvélavirkjun
til að öðlast reynslu við þau störf.
Hann var hæfilega forvitinn til að
vilja kynnast nýju í starfinu og
afla sér frekari þekkingar á raf-
magnssviði.
Það var því eðlilegt framhald,
að hann hlaut meistarabréf i júli
1951 og löggildingu Rafmagnseft-
irlits ríkisins til sjálfstæðra raf-
virkjunarstarfa í nóvember 1952.
Þar með hóf Magnús feril sinn
sem löggiltur rafverktaki. Hann
lét til sín taka á ýmsan hátt næstu
ár, bæði við raflagnirnar og raf-
vélaviðgerðir.
Þegar Magnús réðst til starfa
hjá Rafmagnseftirliti rikisins i
febrúar 1969, var vitað að þar færi
góður fagmaður með víðtæka og
langa reynslu. Hann hafði orð á
sér fyrir að vera snyrtimenni í
allri umgengni, hæglátur en góður
landi og höfundur Landnámu.
Hann var sonur Wilhelmine og
Kröitzer Johnsen. Móður sina
missti hann ungur. Hann eignað-
ist hálfbræður tvo, báða á lífi, þá
Victor forstjóra og Kristian iðn-
rekanda, báða búsetta í Finnsnes.
Gunnar Johnsen var langelstu
þeirra bræðra og fór snemma út
til Íslands. Engu að síður hafa
bræðraböndin verið sterk og hald-
ist allt til loka. Hér á landi kvænt-
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Sigríði Guðmundsdóttur, uppeld-
isdóttur móðurbróður síns Emil
Rokstað. Var sambúð þeirra far-
sæl, lengst á Marklandi i Garða-
bæ. Áttu þau tvær dætur, Jóhönnu
og Vilhelmínu.
Að loknu ævistarfi settist hann
í helgan stein og gerðist afkasta-
maður við garðrækt og trjárækt.
Undi hann löngum stundum við
þau verk og vann af vísindalegri
nákvæmni.
Gunnar Johnsen var röskleika-
maður sem lét fátt aftra sér frá
því að skila ætlunarverki sínu.
Brotthvarf hans héðan úr þessum
heimi bar brátt að og var afdrátt-
arlaust eins og hann var sjálfur.
Fæ ég seint fullþakkað að hafa átt
samfylgd með honum skamma
hríð.
Ólafur Ásgeirsson
verkmaður, prúður og óáleitinn í
allri framkomu. Maður með þessa
eiginleika var velkominn starfs-
maður. Hver eiginleiki var kostur,
sem nýttist í starfi rafmagnseft-
irlitsmanns. Hann gekk vel um
hús og eigur manna og þegar börn
stóðu honum nærri var hann hlýr
og góður við þau líka. Hann var
greiðvikinn, þegar til hans var
leitað. Það kom kannske bezt í
ljós, þegar leita þurfti til rafvirkj-
ans eða rafvélaviðgerðarmanns-
ins, ef bilanir urðu, sem aldrei
gerðu boð á undan sér.
Magnús var glæsilegur í fasi og
útliti og snyrtimennskuna bar
hann með sér hvarvetna. Hann
var glaður með vinum á góðri
stund.
Minningar okkar, vinnufélag-
anna, um Magnús mótast af því
sem hér hefur verið sagt. Það er
sárt að horfa á auða stólinn, þegar
við vitum að ferðin mikla er hafin,
ferðin, sem aldrei er komið úr.
Ég votta ekkju Magnúsar,
Svanhildi Jósefsdóttur, börnum og
öðrum ættingjum samúð mína og
annarra starfsmanna Rafmagns-
eftirlits ríkisins.
Bergur Jónsson
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Uppeldi
Eiginmaður minn segir, að ég eigi sök á því, hvernig 12 ira
sonur okkar hagar sér. Hann heldur því fram, að ég láti allt eftir
honum. Þegar ég var barn, skorti mig alla hluti. Mig langar til
þess, að sonur minn njóti gæða lífsins. Eruð þér sörau skoðunar og
W
Ein lögregludeildin í landi okkar gaf út stuttorðar
leiðbeiningar. Fyrirsögnin er: „Hvernig á að koma af-
brotamanni á legg“. Ég skal lofa yður að sjá útdrátt úr
ritinu:
1. Látið allt eftir drengnum (stulkunni) yðar.
2. Hlæið að honum, þegar hann er orðljótur.
3. Veitið honum ekkert andlegt uppeldi.
4. Segið honum ekki, að neitt sé rangt. Hann gæti
fengið óheilbrigða sektarkennd.
5. Gerið allt fyrir hann, svo að hann forðist alla
ábyrgð.
6. Látið hann lesa hvers konar rit, sem hann kemst
yfir.
7. Rífizt oft í návist hans.
8. Gefið honum eins mikið skotsilfur og hann vill.
9. Veitið honum mat, drykk og þægindi í fullu sam-
ræmi við óskir hans.
10. Búið yður undir sorg og angur um ævina. Allt
bendir til þess, að það falli yður í skaut.
Ætli eiginmaður yðar hafi ekki rétt fyrir sér?
t
Innilegar þakklr færum viö öllum þelm er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
VALGEROAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
Bragagötu 25.
Asdls Kjartansdóttir, Valgarö Runólfsson,
Valborg Kjartansdóttir Clark, Stan A. Clark,
Erla Olafsdóttir, Garöar Síggairsson,
Halldóra Ólafsdóttir, Kristinn Guómundsson
og barnabörn.
t
Þökkum innllega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
Agústu ingjaldsdóttur
fré Auósholti, Biskupstungum.
Hallur Guömundsson,
Guöjón Guömundsson,
Sigrlður Guómundsdóttir,
Súsanna Guömundsdóttir,
Jóna Einarsdóttir,
Ólafur Helgason.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
BJÖRNS ELLERTSSONAR,
AkrakotL
Guörún Kjartanadóttir,
Kjartan Bjömsson,
Ása Björnsdóttir,
Ólafur Björnsson,
Ellert Björnsson,
Björn Björnsson,
Guörún Björnsdóttir,
og barnabörn.
Siguröur G. Davlðsson,
Kristfn Tómasdóttir,
Hjördls Biörnsdóttir,
Sigþóra Arsaslsdóttir,
Krístófar Pétursson
Kveðjuorð:
Gunnar Johnsen