Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
Úr lífi og starfi íslenskra kvenna:
Úr lífi og starfi íslenskra kvenna heitir bók sem um þessar mundir
er að koma út hjá bókaforlaginu Bókrún. Höfundur bókarinnar er
Björg Einarsdóttir en efnið er byggt á útvarpsþáttum sem hún var með
frá því í september 1983 til apríl 1984. Þar var fjallað um 37 konur í
29 útvarpserindum. Blaðamaður Morgunblaðsins rœddi við Björgu
um tilkomu og efni bókarinnar og var hún fyrst innt eftir því hvað
hefði vakað fyrir henni með gerð þessara þátta.
Lifandi
og
Ljósmynd/Jóhannes Long
Björg Einarsdóttir vió upptöku i útvarpsefni.
sterkar persónur
Rætt viÖ Björgu Einarsdóttur um bókina Úr lífi og starfi íslenskra kvenna sem vœntanlega kemur út
á nœstunni
FRÓÐLEIKUR FREM-
UR EN SAGNFRÆÐI
Þegar ég hófst handa við samn-
ingu útvarpserindanna ætlaði ég
mér ekki þá dul að rita sögu þeirra
kvenna sem til umfjöllunar voru,
til þess skorti mig efni og aðstæð-
ur. Ég vildi fyrst og fremst vekja
athygli á að þær ættu sér sögu
sem vert væri að rita.
Hin dýpri rök þess að ég hóf
þáttagerðina eru ef til vill þau, að
þegar íslandssagan er gaumgæfð
virðist hún nær eingöngu saga
karla. Það vekur þá spurningu,
hvort íslenskar konur eigi sér ekki
sögu. Að sjálfsögðu eiga konur likt
og karlar sína sögu, en líf kvenna
og störf fram að okkar tima hafa
ekki lotið forsendum almennrar
i söguritunar. Ljóst er að sögu
kvenna verður þvf að segja með
einhverjum öðrum hætti og bein-
ast lá við að rekja æviþráð hverr-
ar fyrir sig.
Ekki má ætla þáttum mínum í
útvarpinu að vera sagnfræði í eig-
inlegum skilningi, þeir eru miklu
fremur fróðleikur um ævi og störf
þessara kvenna, sem ég hefi safn-
að og sett saman.
AF NÓGU AÐ TAKA
Af nógum efnivið er að taka og
oft réð kylfa kasti hvaða konur
urðu fyrir valinu, allar hafa þær
sér til ágætis nokkuð og stundum
réð einfaldlega hvort auðvelt var
að afla sér heimilda ef tími var
naumur. En til þess að setja ein-
hverjar skorður afréð ég að ræða
nær eingöngu um konur, sem
vegna aldurs gætu verið mæður,
ömmur eða langömmur núlifandi
fólks.
VIÐBRÖGÐ
HLUSTENDA
Fljótt varð ég þess vör að efnið
hafði hljómgrunn meðal hlust-
enda. Jafnan var mjög hringt til
mín eftir hvern þátt, ýmist til að
leiðbeina mér, auka við upplýsing-
um og benda á hvar frekari fróð-
leik væri að finna. Nokkrir sem
einungis vildu vita hvað kynn-
ingarlagið, sem leikið var í upp-
hafi og endi hvers þáttar, og aðrir
sem töldu sig fróðari eftir en áður
um formæður sínar.
Útgáfa erindanna hvarflaði ekki
að mér í fyrstu, en þegar fram í
sótti tóku að renna á mig tvær
grímur hvað það snerti. Margir
höfðu óskaö eftir að fá handrit
þáttanna léð til aflestrar og mér
varð ljóst að í raun og veru væri
réttast að gefa þá út á prenti svo
allir sætu við sama borð í því efni.
En bókaútgáfa er fjárfrekt
fyrirtæki, jafnvel hjá bókaþjóð.
Úrslitum réð eindregin áskorun
sem mér barst í aprílmánuði síð-
astliðnum frá Kvenfélagasam-
bandi tslands um að gefa erindin
út í bók. Til að kanna hvort
grundvöllur væri fyrir útgáfunni
voru aðildarfélögum þess sendir
áskriftarlistar. Á miðju sumri
mátti ráða það af undirtektum fé-
laganna, að allur dráttur á útgáf-
unni væri einungis framtaksleysi
af minni hálfu.
ERINDIN AÐ MESTU
ÓBREYTT
Um lítilsháttar frávik verður
óhjákvæmilega að ræða, en það
skal skýrt tekið fram að hér er
verið að gefa út erindi sem samin
voru til flutnings — ekki ritgerðir
sérstaklega samdar til birtingar.
Skal ég fara aðeins nánar út i
þetta atriði hvað erindum mínum
viðkemur. í þeim eru eðli máls
samkvæmt mörg mannanöfn og
staðarheiti, ártöl og aðrar tíma-
setningar, atriði sem fljót eru að
líða úr minni þegar hlustað er. Af
þeim sökum var í flutningi öðru
hverju lykkjað upp það sem á und-
an var komið, hlustendum til
glöggvunar og er allt þess háttar
að mestu fellt burt.
Oft varð að fella út atriði í lestri
vegna tímaskorts en þau eru nú á
sínum stað í bókinni. Þá hafði ég
þann háttinn á að tengja í upphafi
þáttar efni hans við næsta þátt á
undan. Það virtist mér ekki fara
vel í bók og varð því oftast að
semja upphafið á ný. Að öðru leyti
hygg ég að þættirnir í bókinni séu
eins og þeir voru I útvarpinu.
MARGVÍSLEGT
MYNDEFNI
Eins og fram er komið voru er-
indin sem ég flutti í útvarpið síð-
astliðinn vetur 29 talsins. Reynd-
ist það vera of mikið efni í eina
bók. Að þessu sinni koma fyrir
sjónir manna 22 fyrstu erindin í
þeirri röð sem þau voru flutt og
þar er fjallað um 27 konur. Þau 7
erindi sem eftir standa hefi ég í
hyggju, að öllu óbreyttu, að gefa
út síðar ásamt viðbótarerindum.
Allmiklu myndefni hefur varið
safnað og myndir einnig sérstak-
lega teknar vegna útgáfunnar. Má
því segja að bókin sé myndum
prýdd en hún verður um 400 síður.
Þegar séð varð að grundvöllur
myndi að líkindum vera fyrir út-
gáfunni tókum við okkur saman
fimm konur og mynduðum með
okkur útgáfufélagið Bókrún.
Okkar starf um þessar mundir er
að mestu við þessa útgáfu.
ALLAR JAFN
HUGLEIKNAR
Elst kvennanna, og sú fyrsta
sem sagt er frá, er Ástríður Guð-
mundsdóttir í Skáleyjum á
Breiðafirði, fædd um 1770. Hún
var amma Matthíasar Jochums-
sonar, skáldtvíburanna Herdísar
og Ólínu Andrésdætra og systr-
anna Ásthildar Thorsteinsson og
Theódóru Thoroddsen. Yngsta
konan, sem fjallað er um, Þuríður
Þorbjarnardóttir markgreifaynja
af Grímaldi fæddist 1891. Sú sem
lengst lifði þessara kvenna var
Kristólína Kragh, fyrsti íslenski
hárgreiðslumeistarinn, sem lést
1973 þá 90 ára að aldri.
Sagt er frá konum sem voru
brautryðjendur á ýmsum sviðum
svo sem í verslun og verkalýðs-
málum, listum og vísindum, skóla-
málum og stjórnmálum, líknar-
málum og fleiru. Allar eru þær
áhugaverðar hver á sfnu sviði og
fyrir mér lifandi og sterkar per-
sónur. Þessar konur eru aðeins úr-
tak sem sýnir hvern hlut íslenskar
Gripið niður í bókina:
Alþingishúsið
sem fiárhús
Thora Friðriksson (1866—1958)
Thora Friðriksson fæddist í
Kirkjustræti 12 (síðar Líknar-
húsið, nú í Árbæjarsafni). Faðir
hennar var yfirkennari í Latínu-
skólanum, alþingismaður og
bæjarfulltrúi í Reykjavík. Al-
þingishúsið var byggt svo að
segja í kálgarði yfirkennarans.
Þegar það gerðist var Thora
telpuhnokki og enda þótt eftir-
sjón væri í góðum kálgarði voru
byggingarframkvæmdirnar
spennandi. Þegar hún var átta
ára gömul fylgdist hún vel með
umstanginu við þjóðhátíðar-
haldið í höfuðstaðnum árið 1874.
En kunnust er Thora Friðriks-
son fyrir áhuga sinn á franskri
menningu, ötulleik við að kynna
hana og frönskukennslu í ára-
tugi. Lengi starfrækti hún ásamt
Kristínu Sigurðsson verslunina
París í Hafnarstræti.
„...Æskuvinkonur
Thoru voru þær Anna og Olufa,
dætur Hilmars Finsen lands-
höfðingja. Bjó sú fjölskylda í
húsi því sem nú er Stjórnarráðs-
húsið við Lækjartorg. Eru marg-
ar sögur sagðar af þeim stall-
systrum. Þegar bygging Alþing-
ishússins stóð yfir fylgdust þær
náið með framvindu verksins og
eins og Thora segir sjálf „flækt-
umst við þarna fram og aftur
alla daga“. Byggingameistarinn,
danskur maður, Bald að nafni,
var heimagangur hjá Halldóri
Friðrikssyni meðan á bygging-
unni stóð. Hann hafði fengið til
ráðstöfunar þrjá boðsmiða á
vígsluhátíðina 1. júlí 1881, bauð
hann vinkonunum þremur og sá
til þess að þær fengju sæti í
fremstu röð því eins og hann
sagði þá hefðu engir „fylgst með
byggingu þessa húss af meiri
áhuga og hrifningu". Raunar var
þinghúsið komið í gagnið fyrir
vígsluna og segir Thora frá því I
grein sinni um Alþingishúsið
sem hér er vitnað til. Meðan hús-
ið var í byggingu, veturinn
1880—1881, gerði mikil frost og
ótíð var. Lækurinn stíflaðist og
flæddi í bænum. Þegar flæða tók
í fjós og fjárhús Halldórs yfir-
kennara, sem voru undir hús-
vegg nýja þinghússins, bauð
Bald honum að skjóta skjólshúsi
yfir kindurnar í því húsi sem var
orðið svo vel múrað að ekki
flæddi inn. „Kátínu vakti,“ segir
Thora, „að rollurnar sem gistu í
þinghúsinu voru 32 að tölu, jafn
margar þeim þingmönnum, sem
þá áttu sæti á þinginu."