Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 18.11.1984, Qupperneq 69
69 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Fasteignamat rfkisins: Söluverð fasteigna hefur hækkað um 15 % frá í fyrra Ingiberg Þorvaldsson að störfum í fyrirtæki sfnu. Markvís — ný skiltagerð NÝLEGA tók til starfa ný skiltagerð að Suðurlandsbraut 6 og hlaut hún nafnið Markvís sf. Ingiberg Þorvaldsson, einn eig- enda fyrirtækisins, tjáði Morgun- biaðinu að markmið þess væri framleiðsla á auglýsingaskiltum með eða án ljósa og þjónusta við þá sem kaupa skilti. Auk eigin framleiðslu verður Markvís með umboð fyrir hreifanleg ljósabond frá Text-lite í Hollandi, tíma- og hitamælaskilti frá Focus í Sví- þjóð, lofthreyfandi skilti frá Air Moves í Þýzkalandi, startara sem lengja líf flúrpera um 50%, sem er nýjung, og fl. „Við horfum mark- víst til framtíðarinnar," sagði Ingiberg að lokum. Borgarfjörður eystri: 5000 gæsum og öndum slátrað hjá „Borgargæs « Á SÍÐASTA ári voru hækkanir á söluverði fasteigna minni en mörg undanfarin ár. Hækkun á söluverði íbúðarhúsnæðis er áætluð nálægt 15% á tímabilinu frá október 1983 til október i ár. Hækkunin er mjög hliðstæð fyrir höfuðborgarsvæðið og landið utan þess þó að hækkunin hafi gengið ójafnt yfir eftir land- svæðum, segir í fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins, sem komið er ÚL Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði söluverð íbúðarhúsnæðis mest í lok janúar og febrúar en frá þeim tíma hefur verðið að mestu staðið í stað. Utan þess svæðis hefur hækkunin gengið jafnar yfir. Að mati FMR hafa í raun orðið meiri hækkanir á fasteignaverði en hækkun heildarverðs gefur til kynna. Lækkuð verðbólga hefur í för með sér hækkun raunvirði fasteigna að öðrum þáttum óbreyttum. Ástæða hækkunarinn- ar felst í því að greiðslur, sem inntar eru af hendi eftir nokkra mánuði frá gerð kaupsamnings, rýrna nú ekki eins mikið og áður. Að mati FMR má reikna áhrif lækkaðrar verðbólgu til að minnsta kosti 9% hækkunar raunvirðis. Samanlagt valda hækkun heild- arverðs og áhrif minni verðbólgu 25% hækkun á raunvirði íbúðar- húsnæðis samkvæmt þessu. Fasteignamarkaðurinn í Reykjavík hefur einkennst af mjög lítilli hækkun á verði íbúð- arhúsnæðis síðustu mánuðina. Þannig virðist aðeins vera um 3% til 4% hækkun að ræða á tima- bilinu frá febrúar til september. Á sama tfmabili hækkaði láns- kjaravísitala hins vegar um 8,2%. Á föstu verðlagi hefur fasteigna- verð samkvæmt því lækkað um 4% til 5% á hálfu ári. Forboðin ást Skáldsaga eftir Nettu Muskett HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef- ur sent frá sér nýja bók eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett I þýó- ingu Snjólaugar Bragadóttur. Aður hefur Hörpuútgáfan gefið út bæk- urnar „Njóttu mín“ og „Hamingju- leióin“ eftir Nettu MusketL „Cilla Partell er blinduð af eig- inmanni sfnum. Hún sér ekki gegnum þann blekkingavef sem hann spinnur um lff þeirra. Það er því reiðarslag þegar hún uppgötv- ar að hann er kvæntur tveim kon- um. Forboðin ást er mögnuð og spennandi ástarsaga með óvæntri atburðarás,” segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. „Netta Muskett hefur skrifað fjöldann allan af ástarsögum sem gefnar eru út í milljónaupplögum. Hinn stóri lesendahópur vitnar best um vinsældir hennar.“ Forboðin ást er 151 bls. Forboðin ást í ágúst var söluverð íbúðar- húsnæðis í Reykjavík til jafnaðar 20.623 krónur hver fermetri. Frá október 1983 til ágúst 1984 hafði verð minnstu íbúðanna hækkað mest, 22,4%. Þriggja herbergja íbúðir hækkuðu minnst á þessu tímabili, um 10%. Fasteignir í einstökum borgarhverfum hafa hækkað nokkuð jafnt í verði á liðnu ári. Þó hafa eignir í „gamla bænum“ hækkað áberandi minnst. Söluverð ibúðarhúsnæðis utan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað mjög svipað og í Reykja- vfk. Frá október í fyrra til sama tíma í ár hefur söluverð hækkað um 16%. Auk þeirrar hækkunar má síð- an bæta við áhrifum vegna minni verðbólgu eins og fram kemur hér á undan. Meðalverð var 14.314 krónur hver fermetri í ágúst. Það er nálægt 69% af söluverðinu í Reykjavík. Hurðaskellir lagður af stað NtJ STYTTIST óðfluga í jólin og allt sem þeim tilheyrir og hefur þess vegna borist tilkynning frá JSFÍ (Jólasveinafélagi Islands) þess efnis að nú sé formaður fé- lagsins, Hurðaskellir, lagður af stað til byggða til að hitta öll mannanna börn. Eins og allir vita þá er alltaf mikið að gera hjá jóla- sveinum um jólin og er þeim því bent á sem vilja fá Hurðaskell f heimsókn um jólin á jólaböll og hin ýmsu mannamót sem tilheyra jólunum að hafa samband við um- boðsmanninn, Magnús ólafsson, Hafnarfirði. (Fréttatilkynning fri JSFÍ.) Borgvfirfti eystra, 5. uóvember. HÉR Á norðausturhorni landsins kvoddum vid sumar, sem var svo gott, að lengi mun í minnum haft. Enda var berjaspretta svo mikil, að einsdæmi mitti kallasL Og segja má að haustið hafí einnig verið hagstætt, enda er hér enginn snjór í byggð, en nokkur til fjalla. Hér setti hið langa verkfall svip sinn sem víðar á mannlífið, og hefur eflaust meira borið á þvi á fámenn- um og afskekktum stöðum, en f fjöl- menninu. Engin blöð, engin póst- afgreiðsla, enginn skóli, ekkert út- varp og ekkert sjónvarp. Grunnskól- inn hérna var nýbyrjaður þegar verkfallið skall á og fengu nemend- ur mánaðarhvfld, sem kom sér mjög illa og er nú spurningin hvort og hvernig megi bæta þeim upp það tap frá náminu. f grunnskólanum hér eru nemend- ur 33 og hefur þeim aðeins fjölgað frá fyrra ári. Skólastjóri er Olafur Arngrímsson, maður þingeyskrar ættar og er þetta annar veturinn hans í þessu starfi hér. Annars hef- ur það háð skólanum hérna hve oft hafa orðið skólastjóra- og kennara- skipti og er það mjög slæmt og má segja, að þegar nemendur voru að- eins farnir að kynnast lærifeðrum sinum, þá voru þeir farnir og aðrir komnir f staðinn. Má til gamans geta þess, að frá því er ég fluttist hingað í Borgarfjörð sumarið 1963, hafa skólastjóraskipti orðið tíu sinnum og kennaraskipti oftar. Slátrun lauk hér í Borgarfirði um 10. október og var slátrað 4.153 dilk- um og 399 fullorðnu. Meðalþungi dilka var 15,1 kg, en þyngsti dilkur vó 27,5 kg og var eigandi hans Helgi Eyjólfsson, Árbæ, sem raunar átti næstþyngsta dilkinn lfka og vó hann 25,5 kg. Líka er slátrun lokið í alifugla- sláturhúsi fyrirtækisins „Borgar- gæs“. Slátrað var 3.000 gæsum og 2.000 öndum. Þetta fiðurfé var bæði héðan úr Borgarfirði og Héraði og fjörðum, allt sunnan úr Álftafirði. Lítið hefur borist hingað af síld, eða aðeins 1.150 tunnur og var mei- rihluti hennar fluttur á bílum hingað frá Reyðarfirði. Hér er eitt síldarplan, sem KHB starfrækir. með 22 söltunarplássum og ágætri aðstöðu. Söltunarstjóri var sá sami og verið hefur undanfarin ár, Dagur Björnsson. Afli úr sjó hefur verið lélegur í haust, bæði vegna fiskleysis og svo útiloka oft hin lélegu löndunarskil- yrði róðra héðan. Hér hafa róið sex bátar með línu. . Srerrlr. Skrifstofuhúsnæði óskast Gott skrifstofuhúsnæöi óskast sem fyrst í miðborginni. Þarf að vera um 200 m2 að stærð ásamt viðbótar-geymslurými. Tilboö sendist framkvæmdastjóra félagsins fyrir 30. nóv. 1984. Pósthólf 1428, Reykjavík. — Innihurðir — Allar geröir — allar stæröir, ómálaöar, plastlagöar og spónlagöar. Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum. Trésmiðja Múiasel hf. Reykjavík Hverageröis hf. Söluskrifstofa. Verksmiöja. Síöumúla 4, 2. hasö. Sími 99-4200. Sími 686433.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.