Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 70

Morgunblaðið - 18.11.1984, Side 70
70 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 ★ ★ ★ Fyrst minnst var á hljómleika- plötu. Næsta plata Bob Dylans verður einföld hljómleikaplata og á að heita Real Live. The Who er hætt en nýkomin er út platan Who’s Last. Tvöföld hljómleika- plata tekin upp á Farewell Tour 1982. Iron Maiden er nýbúin að senda frá sér plötu. Sveitin er nú á 13 mánaða hljómleikaferðalagi og búið er að ákveða að næsta plata verði tvöföld hljómleika- plata og verði einhverskonar „History of ... “ ★ ★ ★ Blackfoot sendi fyrir nokkru frá sér nýja plötu. Einu sinni var þessi flokkur á þeirri línu sem kallaðist suðurríkjarokk. í dag er næsta lítið eftir af þeim áhrifum og popp-rokk orðið allsráðandi. Big Country sem íslenskir gagn- rýnendur sögðu eiga bestu breiðskífu síðasta árs er búin að senda frá sér plötuna Steeltown og fer tvennum sögum af gæðun- um. Einn sagði plötuna flata og renna saman í eitthvað sem ekk- ert væri. Annar sagði eitthvað á þá leið að hann hefði aldrei óskað þess jafn mikið að einhver plata yrði góð og aldrei á ferli sínum upplifað að plata uppfylli jafn mikið af óskum hans eins og Steeltown gerði. Eða eins og hann síðan sagði: „Sumar plötur eru ei- lífar og Steeltown er ein þeirra." og annar samtíningur Feargal Sharkey fyrrverandi söngvari Undertones. með nýtt lag i nýju merki og til alls Skyldi The Big Express veita XTC þá athygli sem þeir eiga líklegur. skilið? Þá er poppsíða Morgunblaðsins aftur farin af stað og nú undir nýju nafni og nýrri umsjón. Þungamiðjan skal hún heita og skríbentar henn- ar eru Finnbogi Marinósson og Jens ólafsson. Varla þarf að taka fram að allar upplýsingar og ábendingar eru vel þegnar. Sérstaklega ef um er að rsða breytingar í íslenskum hljómsveitum, plötuútgáfu, tónleika og svo framvegis. Þeir sem vilja leggja orð í belg geta gert það skriflega með utanáskriftinni: Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Rvk. c/o Þunga- miðjan eða hringt í Finnboga í síma 74448. Sökum verkfalls hefur lít- ið borið á fréttum úr heimi dægurtónlistar- innar. Af þeim sökum er ekki úr vegi að drepa á eitthvað af því sem fram er búið að koma. Fyrsta breiðskífa Frankie Goes To Hollywood er komin út og heit- ir Welcome To The Pleasuredome. Hún er tvöföld og skartar bæði Relax og Two Tribes. Auk þess er þar að finna lag og ljóð Bruce Springsteens, Born To Run. önnur hljómsveit sem hefur fengið mikið lof að undanförnu er XTC. Nýjasta plata þeirra The Big Tom Robinson er enn til og lofar nýja platan hans mjög góðu. Nýtt nafn þungA MIÐJAN FINNBOGI MARINÓSSON ( Nýja breiðskífan fri Big Country er vonandi betri en smáskífan East of Eden. Express er sögð vera þeirra besta. Ef það er rétt hlýtur platan að slá út flest allt það sem gott er og komið hefur út á þessu ári. Að minnsta kosti hafa plötur þeirra hingað til ekki verið af verri end- anum. Þess má geta að umslag plötunnar er kringlótt og því dá- lítið sér á báti. Þvi má siðan bæta við að breskur gagnrýnandi sagði að ef smáskifa þeirra All The Pretty Girls kæmist ekki inn á topp 10 ættu þeir að skjóta alla bresku þjóðina. ★ ★ ★ Stranglers er búin að senda frá sér nýja plötu. Smáskifan Skin Deep hefur ekki hlotið góða um- sögn. Af hverju skiljum við ekki því lagið er gott og platan betri. Hún heitir Aural Sculpture. ★ ★ ★ Cabaret Voltaire hefur sent frá sér nýtt lag og er stór plata vist á leiðinni. Ef hún er eitthvað svipuð þeirri siðustu verður glatt á hjalla. ★ ★ ★ Mikill og góður kippur hefur komið i útkomu tónlistarefnis á myndböndum. Hvert nafnið á fæt- ur öðru sendir nú frá sér mynd- band. Tvö af þeim nýjustu er 17 bestu lög Queen tekin upp á tón- leikum í Canada og Police in Con- cert. Frá þeim bæ á einnig að vera á leiðinni tvöföld hljómleikaplata. ★ ★ ★ 2-4-6-8 Motorway hét fyrsta lagið sem gerði Tom Robinson vinsæl- an. Lítið hefur farið fyrir drengn- um á undanfðrnum árum. Nú er kappinn kominn á fulla ferð aftur með nýja plötu. Hope and Glory heitir hún og er hans langbesta hingað til. ★ ★ ★ Aztec Camera heitir sveit sem lítið hefur farið fyrir herlendis. í fyrra kom út þeirra fyrsta breiðskífa, High Land, Hard Rain. Sú plata þykir með fádæmum góð. Fyrir stuttu kom út önnur plata þeirrá. Knife heitir hún og þykir ekki verri. ★ ★ ★ Man ekki einhver eftir Gary Newman? Eitthvað er dauft yfir pilti því nýjasta plata hans heitir The Plan og geymir gamlar upp- tökur sem voru gerðar í kringum fyrstu plötu Tube Army. Þær hafa ekki komið út áður. ★ ★ ★ Mick Karn fyrrverandi bassa- leikari Japan og Pete Murphy fyrrverandi söngvari Bauhaus hafa stofnað hljómsveit. Dali’s Car heitir hún og er plata á leið- inni. ★ ★ ★ Löngu hætt hljómsveit með nýja plötu. New York Dolls sem kölluð hefur verið fyrsta pönk-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.