Morgunblaðið - 18.11.1984, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
71
hljómsveitin (stofnuð 1973) á nýja
plötu á leiðinni. Hljómleikaupp-
tökur frá 1975.
★ ★ *
Nýjasta lag Divine heitir I’m So
Beautiful og svar til þeirra sem
segja hann of feitan til að vera
fyndinn.
★ ★ ★
Heaven 17 er tilbúin með nýja
plötu sem heitir How Men Are.
* ★ ★
Það er nærri ár siðan Kim
Wilde sendi frá sér nýtt lag.
Stúlkan er að bæta úr þessu. Nýtt
lag og ný plata sem heitir Teases
And Dares.
★ ★ ★
Boney M. er ennþá til og er búin
að senda frá sér nýja smáskífu.
Lagið heitir Kalimba De Luna og
þykir mjög gott.
* ★ ★
Meatloaf er búinn að gefa út
nýja plötu. Hún heitir Bad Atti-
tude og inniheldur eitthvað af lög-
um eftir Jim Steinman.
★ ★ ★
Jimmy Page fyrrverandi gítar-
leikari Led Zeppelin er víst búinn
að stofna nýja hljómsveit. Með sér
hefur hann fengið þrjá drengi og
mun það ekki vera ófrægari mað-
ur en Paul Rogers sem ætlar að
þenja raddböndin með honum.
Drengur þessi hefur vanist því í
gegnum árin að vera kallaður
besti poppsöngvari Breta og segja
gárungar að allir amerískir iðnað-
arrokksöngvarar séu að reyna að
líkjast Paul Rogers.
★ ★ ★
Ramones heitir hljómsveitin.
Kemur frá Ameríku og hefur spil-
að gott en mjög hrátt og mjög
hratt rokk. Nýjasta plata þeirra
heitir Too Tough To Die og er sögð
hraðari og hrárri en nokkur af
fyrri plötum þeirra. Við héldum
að það væri ekki hægt.
★ ★ ★
Daryl Hall og John Oates eru
með nýja plötu. Hún heitir Big
Bam Boom og sá Sounds ekki
ástæðu til að gefa henni meira en
eina og hálfa stjörnu af fimm
mögulegum.
* ★ ★
The Alarm er að verða tilbúin
með nýja plötu. Út er komið nýtt
lag sem heitir The Chant Has Just
Begun og er ekkert nema jákvætt
um það að segja.
* ★ ★
Einu sinni var það takmark
þeirra að verða alveg hreyfingar-
lausir á tónleikum. Sennilega hafa
þeir ekki enn náð takmarkinu því
enn eru þeir að. Devo heitir flokk-
urinn og nvjasta plata þeirra heit-
ir Shout. A henni flytja þeir eitt
gamalt lag sem mun heita Are
You Experienced og upphaflega
flutt af Jimi Hendrix.
★ ★ ★
Bacman Turner Overdrive sem
iagði upp laupana fyrir um það bil
fímm árum hefur verið endurreist.
★ ★ ★
Peargal Sharkey fyrrum söngv-
ari The Undertones hefur sent frá
sér sína fyrstu smáskifu. Lagið
heitir Listen To Your Father og er
það fyrsta sem kemur út á nýju
merki sem heitir Zar Jazz. Þeir
8em það eiga eru sprelligosarnir í
Madness.
Deep Purple endurreist
plata komin út og flokkurinn á leið í heimsreisu
jóðsagan er orðin að veru-
leika. Deep Purple er komin
saman eftir átta ára hlé. Fyrir
suma er þetta mikil gleðifrétt á
meðan aðrir iáta sér eflaust fátt
um finnast. En hvað er að gerast
og hver er bakgrunnur þessara
drengja?
Deep Purple var stofnuð í
mars 1968. Rúmu ári seinna var
flokkurinn búinn að taka á sig
þá mynd sem sló í gegn árið 1970
með smáskífunni Black
Knight/ Speed King. Mennirnir
sem skipuðu sveitina á þessum
tíma voru Ian Gillan söngur,
Ritchie Blackmore gitar, Roger
Giover bassi, Ian Paice trommur
og Jon Lord hljómborð. Og það
eru einmitt þessir sömu menn
sem standa á bak við endurreisn
Deep Purple í dag. í júní 1973
hættu Gillan og Glover og í
þeirra stað komu David Cover-
daie og Gienn Hughes. 1976
hætti Biackmore og var Tommy
Bolin fenginn til liðs við piitana.
En það gekk ekki eins vel og áð-
ur og í mars 1976, átta árum
eftir stofnunina, var hljómsveit
in hætt. En allar götur síðan
hafa plötur þeirra selst vel og
alitaf hafa menn verið tii sem
vonast hafa eftir endurkomu
þeirra. Nú hafa þeir fengið ósk
sína uppfyllta. Hljómsveitin er
komin saman og fyrsta plata
þeirra komin út. Hún heitir
Perfect Strangers og geymir
átta ný lög. Tónlistin er ekkert
frábrugðin því sem þeir gerðu
best á sínum tíma. Einhver
hefði alla tið verið það sem þeir
hefðu viljað gera og þeir væru
mjög ánægðir yfir að vera
komnir saman aftur. Skrifað
hefur verið undir iangtíma-
samning við Polydor og telur
hann átta plötur og eru þá
safnplötur ekki inn f þvi dæmi!
Lögin á plðtunni heita Knock-
ing at Your Back Door, Under
the Gun, Nobody’s Home, Mean
Streak, Perfect Strangers, A
Gypsy’s Kiss, Wasted Sunset og
Hungry Daze.
skrifaði að þetta væri besta
plata þeirra hingað til og er það
ekki fjarri lagi.
En hversu lengi hljómsveitin
heldur sér gangandi er ekki gott
að segja. „Þeir áttu við vanda-
mál að strfða hér áður og þeir
koma tii með að þurfa að taka á
þeim aftur," sagði Ronnie James
Dio í viðtali þegar hann frétti af
endurkomu þeirra. Skömmu
seinna iét Giilan hafa það eftir
sér að endurreisn Deep Purple
I lljomsvoitin Kikk eins og hún kemur fram á vamtanle^um tónleikum,
frá hæjjri til vinstri Sigurgeir SigmundsMon gítar, Sigríóur María sónj;-
ur, Nikulás Kobertsson hljómhoró, Sveinn Kjartansson bassi og Majjn-
ús Stefánsson trommur.
Magnús til liös viö Kikk
Loksins niun vera kominn ör-
uggur útgáfudagur á fyrstu
plötu hljómsveitarinnar Kikk.
lindanfarna mánuði hefur öðru
hvoru skotið upp kollinum orð-
rómur um að plata hafi verið að
koma en hingað til hefur ekkert
gerst. En samkvæmt síðustu
upplýsingum mun platan eiga að
koma út 22. nóvember. Þetta ber
upp á fimmtudag og á föstudeg-
inum er ætlunin að hljómsveitin
spili á Lækjartorgi. Þungamiðj-
an leit inn á æfingu hjá sveitinni
og kynnti sér væntanlegt efni.
Eftir því sem best mátti heyra
verður á ferðinni hin áhugaverð-
asta plata. Tónlistin er mjög
vandað rokk í ætt við það sem
kemur að vestan. Sex lög verða á
plötunni en ekkert varð úr að
fjórum bæri bætt við eins og
stóð til á tímabili. Engu að síður
snýst hún á 33 snúningum og
kemur til með að bera nafn
sveitarinnar, Kikk.
Ætlunin er að fylgja plötunni
eftir með tónleikum og verður
uppákoman á Lækjartorgi b.vrj-
unin. Þar mun verða með í spil-
inu óvænt uppákoma og verður
spennandi að fvlgjast með Kikk
á næstunni. Magnús Stefánsson
fyrrum Utangarðstrommari hef-
ur gengið til liðs við Kikk og
mun berja þar húðir um óákveð-
inn tima.
Eurythmics og 1984
á er búið að frumsýna nýja
mynd eftir hinni umtöluðu
sögu George Orweli 1984. Þetta
var síðasta mynd Richard Burtons
en í myndinni leikur hann á móti
John Hurt sem frægur varð fyrir
myndina Fílamaðurinn. En það
eru ekki bara þeir kapparnir sem
leika i myndinni. Breski dúettinn
Eurythmics sem samanstendur af
önnu Lennox og Dave Stewart var
fenginn tii að annast tónlistina
við myndina og það eftir dálítið
brölt. Upphaflega var Dominic
Muldowney (?) fenginn til að
hljóðrita tóniista fyrir myndina.
Það gerði drengurinn og var búið
að setja hana inná myndina þegar
Richard Branson yfirmaður Virg-
in Films, sem framleiðir myndina,
heimtaði einnig upptökur frá
Eurythmics! Eitthvað setti þetta
strik í reikninginn en komið var á
sáttum og samanstendur tónlistin
i myndinni af efni frá fyrrgreind-
um listamönnum.
Búið er að frumsýna myndina í
London og ekki er fyrsta gagnrýn-
in jákvæð. Ian Penman hjá NME
finnst myndin yfirdrifin og ýkt.
„Að fyigjast með lifi Winstons f
hálftima var nóg en eftir tvo tfma
var þetta orðið hundleiðinlegt."
Síðan lokar hann umsögn sinni
með því segja söguna óhæfa til
kvikmyndunar! En nóg með það.
Eurythmics er búin að senda
frá sér smáskífuna Sexcrime
(Nineteen eighty-four). Lagið er
tekið af væntaniegri breiðskffu
sem mun innihalda tónlistina við
1984. t kvikmyndinni er tónlistin
undirspil við áhrifamikla kvik-
mynd. Þegar í hljóðver var komið
til að undirbúa breiðskifuna
bættu þau við hljóðfærum til að
reyna að ná fram sama andrúms-
lofti og þegar þau horfðu á mynd-
ina. Þungamiðjan er búin að
heyra smáskifuna og hljómaði
hún vel. Verður spennandi að sjá
og heyra myndina hvað svo sem
einhver neikvæður breskur gagn-
rýnandi segir um hana.
Seafunkið hætt!
vert ofan í það sem maður átti
von á er The Icelandic Sea-
funk Corporation hætt störfum.
Eftir því sem best verður komist
áttu þeir félagarnir ekki lengur
samleið svo Seafunkið var lagt
niður. Félagar hljómsveitarinnar
eru samt ekki hættir að spila. Ein-
ar Bragi saxafónleikari spilar á
fullu með kraftmikilli danshljóm-
sveit auk þess sem hann ásamt
Sigurgeiri gítarleikara Kikk, Eiði
Árnasyni bassa, Jóni Borgari
trommur og Styrmi Sigurðssyni
hljómborð eru að bræða saman
„alvöru“ hljómsveit. Hún mun enn
vera nafnlaus en vonandi rætist
úr því.
Gitarleikarinn Hákon Möller
hefur alfarið snúið sér að kristi-
legri tónlist ásamt hljómborðs-
leikaranum Birgi Jóhanni. Þor-
steinn Gunnarsson lemur tromm-
ur með Pax Vobis og Einar Sig-
urðsson plokkar bassann með
Jazzgaukunum.