Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Aukið gæðaeftirlit hjá Long John Silvers:
Fylgst náið með
framleiðslu ein-
stakra frystihúsa
AUKIÐ gKftaeftirlit hji veitingahúsa-
keújunni Long John Silvers í Banda-
ríkjunum, stærsta viðskiptavini
Coldwater þar, hefur valdið nokkrum
erfiðleikum og hœgt á veltu flaka-
birgða. Gæðakröfur hafa samkvæmt
því ekki verið fyllilega uppfylltar við
framleiðslu flaka hér heima. Hefur
Long John Silvers meðal annars
ákveðið að fylgjast með framleiðslu
einstakra frystihúsa bér heima vegna
þess.
Magnús Gústalsson, forstjóri
Coldwater, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins, að sérstakar
ástæður lægju að baki þessu herta
gæöaeftirliti hjá Long John Silv-
ers. Það stafaði meðal annars
vegna síaukinnar samkeppni um
viðskiptin við þenna stærsta kaup-
anda þorskflaka í Bandaríkjunum.
Þær kröfur, sem Long John Silv-
ers setti um gæði miðuðust meðal
annars við fjölda fiskstykkja í
vafningum í fimm punda pakkn-
ingunum, nákvæmni f vigtun og
pökkun. Hins vegar væri það ljóst,
að gæðakröfur væru ekki nægilega
vel uppfylltar við framleiðsluna á
íslandi og því hefði dregið út veltu-
hraða birgða hjá fyrirtækinu. Það
væri aldrei nægilega brýnt fyrir
framleiðendum að vanda fram-
leiðslu sína, hvort sem hún væri
ætluð stærri eða smærri viðskipta-
vinum. Gæðin væru lykillinn að
árangri í markaðsmálum og honum
mætti ekki glata. Það virtist sem
gæðum fyrir Long John Silvers
væri af þessum sökum ábótavant
*
Alyeríð:
Hærri
samningar
SAMNINGAR um kaup og kjör í
álverinu í Straumsvík tókust
snemma í gærmorgun. Samkvæmt
upplýsingum Mbl. munu kauphækk-
anirnar, sem samió var um, vera
talsvert hærri en almennt hefur
náðst samkomulag um á vinnumark-
aðnum að undanförnu.
Ekki tókst í gærkvöldi að fá
nákvæmar upplýsingar um efnis-
atriði samningsins. Þeir verða
bornir undir atkvæði í viðkomandi
stéttarfélögum fljótlega eftir
helgi.
hér heima, en fyrirtækið hefði f
sumar sett upp sérstaka skoðun-
arstöð og væri nú að fylgjast með
framleiðslu einstakra frystihúsa
hér heima.
íssöluhús í
Bankastræti
BORGARRÁÐ befur fyrir sitt leyti
fallist á staösetningu íssöluhúss við
Bankastræti, samkvæmt umsókn frá
íshöllinni sf., sem er umboðsaðili
fyrir „Kings Ice“.
íshöllin óskaði eftir leyfi til að
staðsetja „Kings Ice“ fssöluhús f
miðborginni með bréfi frá 14. sept-
ember sl. Heilbrigðiseftirlit hafði
fyrir sitt leyti heimilað rekstur, þ.e.
sölu á ís og skyldum varningi f um-
ræddu issöluhúsi, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Simamynd/AP
Á Hippodrome í gærkvöldi. Frá vinstri: Unnur Steinsson, David Jensen, Berglind Johansen, Anna Margrét, David
Stringfellow og Guðrún Möller. Aftari röð, frá vinstri: Haraldur Sigurðsson, Þórhallur Sigurðsson og Björgvin
Halldórsson.
íslandskynning í Lundúnum
bófst í gær á hinu þekkta diskóteki
Hippodrome með blaðamannafundi
þar sem fjölmargir blaðamenn frá
mörgum helstu blöðum Bretlands
voru mættir. Kynnir á fundinum
með blaðamönnum var Peter
Stringfellow og kynnti hann nýa fs-
landsmynd, sem tekin var í fyrri
viku. Hinn kunni útvarpsmaður,
íslandskynning í Bretlandi
David Jensen, kom fram, svo og
„Ungfrú ísland“ þrjú síðastliðin ár,
þær Guðrún Möller, Unnur Steins-
son og Berglind Johansen. Þá kom
Anna Margrét, fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar 1984 fram og sýndu
þær íslenzkan fatnað.
Björgvin Halldórsson söng, svo
og HLH-flokkurinn. Reiknað var
með um 2.000 manns á íslands-
kynninguna í Hippodrome f gær-
kvöldi. íslandskynningar voru f
Edinborg og Birmingham f vik-
unni. Að sögn Jóhanns Sigurðs-
sonar sölustjóra Flugleiða á
Englandi þá tókust kynningarnar
ákaflega vel og hafa vakið athygli
á landi og þjóð. Fjölmiðlar hafa
gert kynningunni góð skil og hafa
fjölmargar fyrirspurnir borist.
Fyrstu níu mánuðir ársins:
Fluttar út sjávarafurðir
fyrir tólf milljarða króna
— mest aukning í mjöli og lýsi en samdráttur í skreið
HEILDARÚTFLUTNINGUR sjávarafurða í september nam 23.745 tonnum
að verðmæti 1.153 milljónir kr. en fýrstu nfu mánuði ársins voru flutt út
369.594 tonn af sjávarafurðum að verftmæti 11.905 milljónir kr. ÞetU límabil
var hlutfall sjávarafurfta tæp 71,9%
landinu.
Fyrstu níu mánuði ársins 1983
voru flutt út 252.120 tonn af sjáv-
arafurðum að verðmæti 9.482
milljónir kr. Við samanburð verð-
ur að hafa það í huga að meðal-
gengi erlends gjaldeyris í janúar
til september er talið vera 19,7%
hærra en það var á sama timabili
1983. Verðmæti frystra afurða var
6.699 milljónir kr., saltaðra afurða
2.459 milljónir kr. en svipað var
flutt út af þessum vörum í tonnum
talið og á sama tíma f fyrra. Flutt
voru út 146 þúsund tonn af mjöli
og lýsi að verðmæti 1.701 milljón
kr. en á sama tíma í fyrra voru
af heildarverðmæti útfluttra vara frá
aðeins flutt út 39 þúsund tonn af
mjöli og lýsi fyrir um 313 milljón-
ir kr. Hinsvegar voru á þessu
tímabili aðeins flutt út 122 tonn af
hertum afurðum að verðmæti
tæplega 21 milljón kr. en á sama
tímabili í fyrra voru flutt út 3.199
tonn af hertum afurðum að verð-
mæti 360 milljónir kr.
Fyrstu níu mánuði ársins voru
sjávarafurðir mest fluttar út til
Bandaríkjanna. Var verðmæti út-
flutnings þangað 4.276 milljónir
kr. Bretland var næst mikilvæg-
asta viðskiptalandið sem fyrr en
þangað voru fluttar sjávaraafurð-
ir að verðmæti 1.488 milljónir kr.
Þá komu Sovétríkin, en þangaö
var flutt út fyrir 1.163 milljónir
kr. Athygli vekur að mikil aukn-
ing hefur verið f útflutningi til
Japans, Danmerkur og Finnlands
og eru þessi lönd nú komin f hóp
tíu mikilvægustu viðskiptalanda
okkar miðað við verðmæti sjávar-
afurða og skiptir aukinn útflutn-
ingur á lýsi og mjöli til þessara
landa mestu máli. Aftur á móti er
Nígería ekki lengur f þessum hópi.
Fyrstu níu mánuði ársins var
verðmæti útflutnings þangað að-
eins tæplega 40 milljónir kr. sem
er aðeins um einn tíundi hluti út-
flutnings þangað á öllu síðastliðnu
ári.
Fiskifélag Islands áætlar að
heildarverðmæti birgða sjávar-
vöru hafi verið 4.737,1 milljón kr.
þann 30. september síðastliðinn.
Jóhann Svarf-
dœlingur látinn
Dmfrík, 28. nóvember.
ÞRIÐJUDAGINN 27. nóvember síðastliftinn andaðist á fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri Svarfdælingurinn Jóhann Kristinn Pétursson, 71 árs
aft aldri. Jóhann fæddist á Akureyri 9. febrúar 1913, sonur hjónanna
Sigurjónu S. Jóhannsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar sjómanns og síftar
bónda í Brekkukoti. Sama ár og Jóhann fæddist fluttist hann ásamt
foreldrum sínum til Dalvíkur og síðar í Brekkukot í Svarfaðardal. For-
cldrum Jóhanns varð níu barna auðift og var hann þriftji í röftinni. Sökum
fjölskyldustærftar var Jóhann fóstraftur upp að nokkru leyti fyrstu árin á
Syðra-Hvarfi í Skíðadal hjá hjónunum Oddnýju Þorkelsdóttur og Jóhann-
esi Jónssyni bónda. Minntist hann þeirra hjóna æ síftan meft virðingu og
þakklæti.
Þegar Jóhann var 13 ára mis-
sti hann föður sinn og varð þá að
hluta til fyrirvinna móður sinn-
ar. Gekk hann að ýmiss konar
erfiðisvinnu og stundaði meðal
annars sjómennsku frá Dalvfk
um árabil. Jóhann Svarfdæling-
ur, en svo var hann ætfð nefnd-
ur, var kunnastur fyrir hæð sfna.
Var hann hæsti Islendingur sem
sögur fara af og um tíma talinn
hæsti maður f heimi og mældist
hann 234 sentimetrar.
Þar sem Jóhanni gekk erfið-
lega að fá atvinnu við sitt hæfi
hér heima varð hann að leita
fyrir sér á erlendri grund. Árið
1935, þá 22 ára, fór hann til Dan-
merkur og starfaði á Norður-
löndum og hafði atvinnu af að
sýna sig í fjölleikahúsum. Ferð-
aðist hann vfða um heim og kom
meðal annars fram á heimssýn-
ingunni í París 1937. Þegar strfð-
ið skall á 1939 lokaðist Jóhann
inni f Kaupmannahöfn og var
þar öll stríðsárin. 1945 kom hann
heim til íslands og ferðaðist vítt
og breitt um landið og sýndi
kvikmyndir. Aftur hvarf Jóhann
að sínu fyrra lfferni og nú vestur
um haf til Bandarfkjanna árið
1948 og var þar svo til óslitið til
ársins 1982 er hann flutti til ís-
lands þrotinn að kröftum. Þrátt
fyrir að Jóhann hafi gert víðreist
um heiminn hafði hann ávallt
sterkar taugar til æskustöðv-
anna og hélt góðu sambandi við
systkini sín og ættmenni. Má
meðal annars geta þess aö þegar
Jóhann frétti af byggingu elli-
heimilis á Dalvík gaf hann veru-
lega fjárupphæð til byggingar-
innar. Heimkominn til Dalvíkur
varð hann íbúi Dalbæjar, dval-
arheimilis aldraðra og hafði þar
heimilisfesti til dauðadags.
Jóhann Kr. Pétursson mun
verða lagður til hinstu hvílu í
svarfdælskri mold. Fréttaritarar
Miðstjórnarkjör á ASÍ-þingi:
Boðið fram gegn
lista kjörnefndar
ÁRDEGIS í dag verða tilkynnt úrslit f
miðstjórnarkjöri 35. þings Alþýftu-
sambands íslands, sem fram fór sfft-
degis í gær. Talning atkvæða dróst
langt fram eftir kvöldi; virtist sem
eitthvaft heffti farift úrskeiðis vift
hana, þvf upphaflega haffti verift
reiknað meft aft úrslit allsherjarat-
kvæftagreiðslunnar yrftu Ijós fyrir
kvöldmat. Seint í gærkvöld var til-
kynnt aft úrslitin yrðu ekki birt fyrr
en í upphafi þingfundar f dag.
Kjörnefnd þingsins gerði ein-
róma tillögu um að fráfarandi mið-
stjórn yrði endurkjörin með þeirri
undantekningu, að í stað Þórunnar
Valdimarsdóttur, sem baðst undan
endurkjöri, yrði Ragna Bermann
kjörin í hennar stað. Nefndin gerði
að tillögu sinni að til viðbótar (í
nýja og stærri miðstjóm) yrðu kos-
in þau Magnús Geirsson, form.
Rafiðnaðarsambandsins, Guðrún
Thorarensen, frá Bárunni á Eyr-
arbakka, Hansína Stefánsdóttir frá
Verslunarmannafélagi Árnessýslu,
Kristín Hjálmarsdóttir frá Iðju á
Akureyri og Þóra Hjaltadóttir,
form. Alþýðusambands Norður-
lands. Sjálfkjörin f miðstjórn eru
forsetar ASÍ, þau Ásmundur Stef-
ánsson, Björn Þórhallsson og Guð-
rfður Elíasdóttir.
Cr salnum voru gerðar tillögur
um fjóra til viðbótar, þar af þrjár
konur. Þau fjögur eru Valdfs Krist-
insdóttir, form. Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Stöðvarfjarðar, J6-
hanna Friðriksdóttir, form. Snótar
f Vestmannaeyjum, Kolbeinn Frið-
bjarnarson, form. Vöku á Siglufirði
og Málfríður Ólafsdóttir frá Félagi
starfsfólks f veitingahúsum.
Varamenn í miðstjórn verða
kosnir sfðdegis f dag.
Sjá nánar um ASÍ-þing á bls. 5.
Leiðrétting:
Heildargjald
fyrir læknis-
vitjun 140 kr.
1 LEIÐARA Morgunblaðsins f
fyrrdag, sem fjallar um hækk-
un tryggingarbóta, kemur
fram, að greiðslur samlags-
manna í sjúkrasamlögum til
samlagslækna skuli vera
óbreytt næsta ár, 1985, þ.e. kr.
75.- fyrir viðtal á stofu og kr.
110 fyrir vitjun til sjúklings.
Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning skal fram tekið að auk
fastagjalds fyrir vitjun hefur
verið greitt jöfnunargjald
vegna ferðakostnaðar læknis
kr. 30.-, svo heildargjald fyrir
vitjun er kr. 140.-.