Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 7 Grétar Ólafsson yfirlæknir um hjartaskurðlækningar á Landspítalæ Vongóður um að þær geti hafist á miðju ári 1986 Áhugavert tilboð þegar borist um samvinnu frá Gautaborg Barnaljóð Jóhannesar úr Kötlum MÁL OG MENNING hefur gefið út 9. bindið í Ijóðasafni Jóhannesar úr Kötlum. Það nefnist Barnaljóð og hefur að geyma Ijóð sem Jóhannes orti handa börnum. í frétt frá MM segir m.a.: „í bók- inni hefur verift safnað á einn stað öllum barnaljóðum Jóhannesar, bæði litlu kverunum vinsælu: Jól- in koma, Ömmusögum, Bakka- bræðrum, Ljóðinu um Labbakút og Vísum Ingu Dóru og ljóðum sem birtust á víð og dreif í bókum, t.d. elstu útgáfunum af Gagni og gamni. Auk þess eru hér nokkur áður óprentuð barnaljóð." Bókin er 157 bls., unnin í prentsmiðjunni Hólum hf. Eftir- mála skrifaði Silja Aðalsteins- dóttir. Ráðstefna Varðar á laugardaginn: „Fjárfesting- ar á íslandi og þáttur þeirra f lífskjörum landsmannau LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður boð- ar til ráðstefnu nk. laugardag, 1. des- ember. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Fjárfestingar á fslandi og þáttur þeirra í lífskjörum landsmanna". Dagskrá ráðstefnunnar verður svohljóðandi: Dr. Vilhjálmur Eg- ilsson hagfræðingur flytur erindi sem ber heitið „Fjárfestingar at- vinnuveganna og hins opinbera á liðnum árum“. Dr. Pétur Blöndal stærðfræðingur flytur erindi um: „Orsakir fjárfestingamistaka". Ölafur Björnsson prófessor (fyrrv.) fjallar um „Afleiðingar fjárfest- ingamistaka fyrir lífskjör á ís- Iandi“. Lárus Jónsson bankastjóri fjallar um „Fjárfestingar og ábyrgð stjórnmálamanna". Og Árni Árnason framkvæmdastjóri flytur erindi sem ber yfirskriftina „Á að ríkja opinber stjórnun fjár- festingamála á íslandi". Á undan- förnum árum hefur mikið verið fjallað um þátt fjárfestingar f lífs- kjörum landsmanna. Ennfremur hefur ítrekað verið á það bent af kunnáttumönnum að rangar fjár- festingar hafi stórskaðað fslenskt efnahagslíf með þeim afleiðingum að lífskjör hafa verið lakari en efni standa til. Með ráðstefnu sinni vill Landsmálafélagið Vörður reyna að varpa ljósi á þessi mál og greina orsakir og afleiðingar rangra fjár- festinga. Ennfremur munu fyrir- lesarar benda á leiðir sem þeir telja horfa til bóta í þessum efnum. Eins og fram kemur að ofan hefur stjórn Varðar fengið til liðs við sig færustu menn á sviði fjárfestinga- mála og má því ganga að þvf vísu að erindin verði fróðleg. Ráðstefnustjóri verður Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ráðstefnan hefst klukkan 13.30 f Sjálfstæðis- húsinu ValhöII, Háaleitisbraut 1 og er hún öllum opin. (Fréttatilkynning) „MEÐAL okkar er mikil ánsgja með að við getum nú virkilega farið að hugsa um þetta I alvöru. Ég er mjög vongóður um að hjartaskurð- lækningar geti hafist á Landspítal- anum á miðju ári 1986,“ sagði Grét- ar Ólafsson yfirlæknir brjósthols- skurðlækningadeild Landspítala ís- lands, er hann var spurður álits á ákvörðun heilbrigðisráöherra um að hafinn skuli undirbúningur að því að framkvæma hjartaskurðlækningar á Landspítala eigi síðar en á árinu 1986. Grétar sagði ennfremur, að nú þegar hefði borist áhugavert tilboð frá læknum við háskólasjúkrahús í Gautaborg um samstarf og stuðning við að hefja hér skurðlækningarnar, en slíkt samstarf væri okkur nauð- synlegt til að þjálfa og samþjálfa starfsfólk. Þórður Harðarson prófessor við lyflækningadeild Landspítalans, sem annst nú hjartasjúklinga hérlendis, tók í sama streng og Grétar og sagði starfsmenn mjög þakkláta heilbrigðisráðherra fyrir góðan stuðning í þessu máli og þá ekki síður fyrir forgöngu í því að byggja nýja aðstöðu til hjarta- þræðinga við Landspitalann, en byggingu þess húsnæðis miðar vel að hans sögn. Grétar ölafsson kvaðst vonast til að þegar í upp- hafi næsta árs yrði hægt að hefja undirbúning, og að hafist yrði handa á þeim vettvangi, sem kost- aði minnst fjármagn. Hann sagði stjórnarnefnd ríkisspítalanna taka ákvörðun um hvar aðstoðar og samvinnu yrði leitað erlendis, en tilboðið frá Gautaborg væri mjög áhugavert. Samkvæmt áliti nefndar, sem nýverið hefur skilað áliti, er kostnaður við tækjabúnað til hjartaskurðlækninganna áætlað- ur að upphæð um 5 millj. kr., en með tollum, vörugjaldi og sölu- skatti samtals að upphæð 15,8 millj. kr. Grétar sagði, að nú þeg- ar væru fyrir hendi fjármunir til að greiða þennan tækjabúnað að hluta. í skýrslunni mun einnig tal- ið, að ekki sé þörf á að bæta við sjúkrarúmum, en að lagfæra þurfi skurðstofugang. Við brjósthols- skurðlækningadeild eru þegar starfandi þrír skurðlæknar, sem allir hafa reynslu af hjartaskurð- lækningum, en í skýrslunni er tal- ið, að bæta þurfi við níu hjúkrun- arfræðingum með mismunandi mikla sérmenntun, tveimur meinatæknum, 1 Vi meinatækni og 1% lækni. Launakostnaður er áætlaður um 6,2 millj. kr. á ári. Á móti fyrrgreindum kostnaði er reiknaður kostnaður, sem greiddur er nú vegna hjartaskurð- lækninga íslendinga erlendis. Þar eru nefndar meðaltalstölur frá ár- inu 1982, sem greiddur var af Tryggingastofnun ríkisins, þ. e. 3.600 £ vegna þjónustu í Bretlandi og um 20 þúsund $ í Bandaríkjun- um. Þá eru ekki meðtalinn far- gjöld sjúklinga eða fylgdarmanna, né hótelkostnaður þeirra og bent á þann gjaldeyrissparnað sem hlýt- ur að fylgja heimflutningi hjarta- aðgerðanna. Þórður sagði, að hjartaaðgerð- um á íslendingum hefði fjölgað mjög ört á síðustu árum og senni- lega færu upp undir 200 manns í slíka aðgerð í ár. Hann sagði að frá læknisfræðilegu sjónarmiði væri því lítill vafi á að tími væri kominn til að hefja þessar skurð- aðgerðir hérlendis. EGHJL VILHJÁLMSSON HF Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.