Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Björgunarsaga
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Steinar J. Lúðvíksson: Þrautgóðir
á raunastund. XVI. 218 bls. Bókaútg.
Örn og Örlygur hf. Rvík, 1984.
Þetta sextánda bindi Björgun-
ar- og sjóslysasögu Steinars J.
Lúðvíkssonar tekur til áranna
1964 til 1966 að báðum árum með-
töldum. Sem sagt — atburðir sem
gerðust fyrir tuttugu árum. Þá var
björgunartækni komin í svipað
horf og nú, siglingatæki orðin full-
komin, fjarskipti greið. Enda var
tæknin farin að skila tölulegum
árangri. Steinar upplýsir að árið
1964 hafi 29 drukknað samkvæmt
skýrslum Slysavarnafélagsins en
150 bjargast úr sjávarháska, þar
af 65 úr skipum sem fórust á
rúmsjó. Síðari árin fóru tölur ekki
langt frá þessu.
Samt urðu slys og óhöpp á sjó
öll þessi ár. Og fróðlegt er að lesa
um hvað það var sem brást þegar
tæknin átti ekki lengur að geta
brugðist. Tvö þess háttar atvik
virðast mér stinga í augu í þessari
bók.
Annað var strand mb. Þor-
björns við Kinnaberg — milli
Hafna og Reykjanesvita, sumarið
1965. Það var seint í ágúst að um-
ræddur bátur varð fyrir þeirri
óheppni að vír fór í skrúfuna
skammt út af Kinnabergi og rak
hann skjótt til lands. Björgun
dróst svo lengi að furðu gegndi. Og
þegar hún barst, seint og um síðir,
var aðeins einn eftir til að bjarga,
hinir höfðu týnst í briminu þarna
upp undir björgunum. Miklar um-
ræður urðu um atburð þennan,
bæði í blöðum og manna á meðal.
Bárust böndin af Slysavarnafélagi
íslands. Forseti þess var ekki á
landinu þegar atburðurinn átti sér
stað en kom heim nokkru síðar.
Rakti hann i næsta ársriti þá
óhappakeðju sem leiddi til þess að
björgun dróst óhæfilega. Er sú
upptalning hin fróðlegasta því þar
er sýnt fram á hvorki fleiri né
færri en tíu samverkandi þætti —
STYRIKERFI
EINKATÖLVA
NÝTT
Á undanförnum mánuöum og árum hafa selst hér
á landi fleiri hundruö svonefndra einkatölva
(PC-tölva). Þrátt fyrir aö þær séu notaöar í marg-
víslegustu verkefni og keyri mörg mismunandi for-
ritakerfi er stýrikerfi þeirra flestra hiö sama,
Ms-DOS. Til þess aö vélin komi aö sem mestum
notum og einnig til þess aö notendur séu ekki
háöir utanaðkomandi sérfræöiþekkingu þurfa þeir
fyrr eöa síöar aö tileinka sér grunnþekkingu á
stýrikerfi tölvunnar.
Markmiö
Tilgangur námskeiösins er aö gera þátttakendur
sjálfstæöa í meöferö tölvubúnaðar, setja upþ not-
endakerfi miðaö viö vélbúnaö og þarfir viökom-
andi, og kenna helstu skipanir stýrikerfis.
Efni:
— Helstu einingar vélbúnaöar.
— Hlutverk stýrikerfa.
— Hvernig stýrikerfi vinna.
— Uppbygging skráarkerfis.
— Aölögun aö vélbúnaöi.
— Aölögun aö íslensku.
— Uppsetning notendabúnaöar.
— Skipanir stýrikerfis.
— Afritun.
— Meöferö búnaðar.
— Verkefni og æfingar á tölvubúnaö SFÍ.
Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlað öllum not-
endum einkatölva.
Leiöbeinandi: Stefán Hrafnkelsson, rafmagns-
verkfræöingur.
Tími 3.-4. desember kl. 13.30—17.00.
5.—6. desember kl. 13.30—17.00.
Staöur: Síöumúli 23, 3. hæö.
Ath.: Aöeins þessi tvö námskeiö.
Tilkynniö þátttöku í síma 82930.
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSIANDS H»o23
Ástin göfuga
mistök og tæknivankanta — sem
ollu því að skipið strandaði og
björgun dróst svo mjög sem raun
varð.
Hitt atvikið varð árið eftir þeg-
ar farþegaskipið Gullfoss, stolt fs-
lendinga í þá daga, rakst á járn-
brautaferjuna Malmöhus skammt
frá höfninni í Kaupmannahöfn.
Niðdimm þoka var þá þar um slóð-
ir en þetta var seint í febrúar. öll
siglingatæki voru í lagi og skipin
virðast hafa vitað hvort af öðru.
Samt rákust þau á. Sjóréttur var
settur. En samkvæmt frásögn
Steinars J. Lúðvíkssonar sýnist
mér fátt hafa komið út úr því. Því
verður að álykta að þrenns konar
orsakir hafi valdið: sérlega
óheppilegar aðstæður, ófullkom-
leiki tækninnar við þess konar að-
stæður og í þriðja lagi mannleg
mistök.
Talsvert er getið um slys við
hafnir umrædd ár. Fróðlegt væri
að fá um það vitneskju hvort slíkt
gerist tiltölulega jafn oft við hafn-
ir erlendis. Vafamál hygg ég það
hljóti að vera ef hliðsjón er höfð af
fámenni hér en fjölmenni þar.
Mergurinn málsins er sá að höfnin
gegnir svo margháttuðu hlutverki
hér í okkar fiskimannaþjóðfélagi
fram yfir það sem gengur og ger-
ist í hafnarborgum erlendis. Hún
er auðvitað athafnasvæði fyrst og
fremst. En svo er hún líka sam-
komustaður — víða eins konar að-
altorg þar sem menn hittast og
ræða landsins gagn og nauðsynj-
ar. Hún er leiksvæði barna. Þar
læra strákar fyrstu handtök í sjó-
mennsku með því að horfa á skip
búin til brottfarar eða lendingar.
Og varkárni er nokkuð sem strák-
ar skilja gjarnan sem fullkomna
mótsögn við karlmennsku og
æðruleysi. Engan skyldi því furða
þó óhöpp komi þarna fyrir börn og
fullorðna. Þrátt fyrir það heyrist
því sjaldan haldið fram að loka
skuli höfnum fyrir öðrum en þeim
sem þangað eiga lögmæt erindi.
Slíkt þætti vafalaust fráleitt með
öllu.
Ritsafn þetta er nú orðið mikið
að vöxtum og efni. Þætti vel af sér
vikið af skáldsagnahöfundi að
skila reglulega af sér einni svona
bók á ári. Höfundur hefur þó sagt
í viðtali að hann jafni verki sínu
ekki á við þess háttar ritstörf. Eigi
að síður er verk hans orðið mikiö.
Og efnið verður til um leið og það
tæmist þannig að til mikils er að
hyggja þar til höfundur getur sett
aftan við ritið punkt sem jafn-
framt táknaði sögulok.
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ísól Karlsdóttir.
SIGRÚN. 128 bls.
Skjaldborg. 1984.
Sigrún er afþreyingarskáldsaga,
líkast til samin með það í huga að
konur lesi hana körlum fremur.
ísól Karlsdóttir rær á sömu mið
og Ingibjörg Sigurðardóttir og er
sú fyrirmynd vafalaust heppileg
með hliðsjón af reynslunni: Ingi-
björg hefur mikið verið lesin. Sag-
an er stutt, þreytir engan. Hún
gerist í gamla þjóðfélaginu (sýnist
mér) meðan stöðugleiki var meiri
en nú og fólk átti fleira undir sam-
hjálp en opinberri forsjá. Gamlar
trúar- og siðgæðishugmyndir eru í
heiðri hafðar. Söguhetjur eru fáar
og skýrum dráttum dregnar: góð-
ar eða vondar; flestar góðar. Þær
treysta á almættið sem ekki
bregst. Þær eru einlægar og
opinskáar og tjá hug sinn allan.
Astarþrá þeirra er sterk og göfug.
Börn koma nokkuð við sögu og
skapa tilfinningatengsl með per-
sónunum auk þess sem málefni
þeirra snerta geðflækjur elskend-
anna. Mátulegum skammti af mis-
skilningi er blandað i söguefnið
svo lesandinn sé ekki sviptur
ánægjunni af dálitlum taugahrolli
— skyldu þau ná saman á endan-
um, þrátt fyrir allt! Og auðvitað
ná þau saman. Að öðrum kosti
væri þetta ekki góð saga.
Hvort tveggja kemur hér við
sögu: sveitalíf og kaupstaðarlíf.
Sveitalífslýsingin teygir sig að
jaðri gömlu sveitasagnanna. Syst-
ur tvær verða skyndilega bæði
föður- og móðurlausar. Þá eru þær
teknar í fóstur af gömlum og góð-
um hjónum. En gömlu hjónanna
nýtur ekki lengi við. Eldri systirin
er komin á giftingaraldur, hin
yngri enn á unglingsaldri þegar
þær verða að pluma sig sjálfar.
Þær flytjast í kaupstað. Og þá er
ekki að sökum að spyrja. Sú eldri
er tæld og forfærð af flagara,
þeygi geðfelldum, sem segir henni
að fara norður og niður jafnskjótt
sem hún er orðin ólétt eftir hann.
Hún fæðir barn sitt en deyr af
sorg og örvilnun.
ísól Karlsdóttir
Yngri systirin, unglingurinn,
ákveður þá að taka barnið að sér
og sjá fyrir því. Það er ekki í lítið
ráðist. I raun tekur hún á herðar
sér næstum ofurmannlegt hlut-
verk miðað við aldur. Framhaldið
ætla ég ekki að rekja, það væri
ekki sanngjarnt lesendanna
vegna. Því saga af þessu tagi á
vitaskuld töfra sína undir því að
lesandinn fái ekki lausnina fyrr en
á réttu andartaki — við sögulok.
ísól Karlsdóttir segir lipurlega
frá. Líka kann hún þá list að
byggja upp sögu af þessu tagi.
Meðtaki maður á annað borð sögu-
efni sem þetta hygg ég að skáld-
saga þessi geti 'vakið með lesand-
anum þá spennu sem til er ætlast
— að maður megi gleyma sér við
lesturinn. Og þar sem hið góða
sigrar að lokum og allir, sem eiga
það skilið, ná sínu farsæla tak-
marki fyrir sögulok, á maður að
geta litið upp, að lestri loknum,
með útsýn yfir hinar bjartari hlið-
ar lífsins og tilverunnar. Það er
ekki svo Iítil geðbót í svörtu
skammdegi.
Handrits- og prófarkalestur
hefði þurft að vera í betra horfi.
Viðar Gunnarsson
Tónlist
Egill Friðleifsson
Norræna húsið 27. nóv. ’84.
Flytjendur:
Viðar Gunnarsson, bassi.
Selma Guðmundsdóttir, píanó.
Efnisskrá:
Lög eftir W. Vogelweide, H. Sachs,
G.F. Hándel, R. Schumann, H.
Wolf, R. Strauss, Y. Kilpinen, S.
Palmgren, Árna Thorsteinsson,
Karl 0. Runólfsson og G. Verdi.
„Yfar alda haf“ nefndust tón-
leikar, sem haldnir voru í Nor-
ræna húsinu sl. þriðjudagskvöld.
Þar kvaddi sér hljóðs ungur
bassasöngvari, Viðar Gunnars-
son að nafni, og flutti okkur,
ásamt Selmu Guðmundsdóttur
píanóleikara, lög allt frá þrett-
ándu öld til hinnar tuttugustu.
Viðar Gunnarsson stundaði
söngnám við Söngskólann í
Reykjavík á árunum 1978—81,
þar sem Garðar Cortes var aðal-
kennari hans, þaðan lá leiðin til
Stokkhólms þar sem hann naut
tilsagnar dr. Folke og Gunnvor
Sállström. Viðar hefur einnig
tekið þátt f námskeiðum hjá E.
Werba, H. Karuso og K. Paskal-
is. Hann hefur áður komið fram
við ýmis tækifæri, en þetta voru
fyrstu sjálfstæðu tónleikar hans
hérlendis.
Selma Guðmundsdóttir er
okkur að góðu kunn, og hefur
starfað sem undirleikari við
Viðar Gunnarsson
söngdeild Tónlistarskólans í
Reykjavík síðustu árin. Viðar
Gunnarsson hefur fallega hljóm-
þýða rödd, sem hann beitir yfir-
leitt af mikilli smekkvísi. Fram-
burðurinn var næstum alltaf
skýr og greinilegur, hendinga-
mótun nostursamlega unnin, og
röddin í heild vel öguð og lofar
góðu. Viðar haföi greinilega und-
irbúið þennan konsert af mikilli
alúð og vandvirkni, enda sam-
vinna hans með Selmu Guð-
mundsdóttur með ágætum. Hins
vegar virðist Viðari vanta
herslumuninn að ná fullkomnu
valdi á rödd sinni. „Jaðartónarn-
ir“ (einkum þeir hæstu) skortir
stundum nauðsynlega híjómfyll-
ingu eða stuðning. Má vera að
eðlilegur sviðsskrekkur hafi gert
Selma Guðmundsdóttir
honum erfitt fyrir, og væntan-
lega hverfa þessir ágallar með
aukinni reynslu. Það er varla
hægt að segja að hann hafi „látið
gamminn geisa“ þetta kvöld,
heldur réði skynsamleg varfærni
ferðinni. Þau lög, sem lágu best
fyrir rödd Viðars, skilaði hann
með prýði og söng músíkalskt og
vel. Hann hóf konsertinn með
þeim óvanalega hætti, að syngja
tvö gömul lög án undirleiks. Og
án þess að ætla að telja upp öll
verkefni efnisskrárinnar vildi ég
taka fram, að mer fannst honum
láta betur að túlka aríur Verdis
en ljóð þeirra Wplfs og Strauss.
Viðar Gunnarsson fór vel af
stað. Héðan fylgja honum bestu
óskir.