Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Tölvubók
frá AB
ALMENNA bókafélagið hefur gefið
út bók um notkun og hagnýtingu
tölva undir nafninu TÖLVIJBOK
AB. Meginhluti hennar er upphaf-
lega saminn fyrir tölvukennslu á
vegum breska sjónvarpsins (BBC) af
þremur sérfræðingum, þeim Robin
Bradhear, Peter De Bono og Peter
Laurie. Þýðandi er Björn Jónsson.
1 frétt frá AB segir, að við
BBC-bókina hafi verið bætt 25
blaðsíðna viöauka sem heitir Notk-
un tölva í íslensku atvinnulífi og
hafi samiö hann þeir Gunnar Ingi-
mundarson, Jón Sch. Thorsteins-
son og Páll K. Pálsson. Auk þess
er orðskýringakafli, þar sem
merking hinna islensku nýyrða
eru skýrð og tekið fram hvernig
tilsvarandi orð er notað í ensku.
Tölvubók AB er fyrst og fremst
hugsuð sem hagnýt kennslubók og
er gefin út í samráði og samvinnu
við Stjórnunarfélag Islands, en
einnig er unnt að nota hana við
sjálfsnám, segir í frétt AB.
íslenska þættinum er skipt í
nokkra kafla sem heita: Tölvuvæð-
ing atvinnulífs, Notkun tölva í
sjávarútvegi (við fiskveiðar og fisk-
vinnslu). Notkun tölva í iðnaði (við
bókhald, framleiðslustýringu og
framleiðslueftirlit).
Tölvubók AB er 236 bls. að
stærð, pappírskilja i allstóru
broti. Fjöldi skýringamynda er í
bókinni.
Djúpiyoglu,:
Saltað í
rúml. 14
þús. tunnur
Djúpavogi, 28. nÚTember.
TÍÐARFAR hefur verið einstaklega
gott á þessu hausti, varla hefur kom-
ið frostnótt og ekki sést snjóföl. Hér
hófst sfldarsöltun 14. október og var
henni að mestu lokið snemma f nóv-
ember. Var saltað í um 14.500 tunn-
ur hjá Búlandstindi hf.
Slátrun lauk síðari hluta októ-
bermánaðar. Slátrað var nálægt
11.000 fjár og var meðalvigt dilka
14,1 kíló, sem er heldur betra en í
fyrra. Sunnutindur var hér inni
um helgina með um 82 tonn af
fiski og er verið að vinna úr hon-
um núna. Einnig er unnið við
pæklun á síld og nokkuð við hús-
byggingar.
Fréttaritari
COTT VECCRIP
GÓÐ ENDING
Hvort er mikilvægara griphæfni hjól-
baröans eöa ending?
Hvortveggja skiptir miklu og pess vegna
eru báðir pessir eiginleikar í hámarki í
Goodvear uitra Grip börðunum. Þetta eru
hjólbarðar með sérstæðu munstri, sem
gefur ótrúlega fast grip, jafnvel í bröttum
brekkum. Þeir standa einstaklega vel á
hálku og troða lausamjöll vel undir sig. S
Munsturgerðin og hin sérstaka
gúmmíblanda valda því að barðinn
heldur eiginleikum sínum að fullu
út allan endingartímann, sem er
mjög langur. Munsturraufarnar eru
þannig lagaðar, að þær hreinsast af
sjálfu sér í snjó og krapi.
Á auðum vegi eru Ultra Grip
barðarnir mjúkir og hljóðlátir.
Á Ultra Grip hefurðu öryggið með í
förinni.
Goodvear gerir enga málamiðlun,
pegar um er að ræða umferðar-
örvggi.
— Öll hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbfla og sendibfla —
GOODfYEAR
GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ
Morgunblaðiö/ívar Þórhallsaon
Sjónvarpsskermurínn trónir 1 leyfisleysi á svölum eins húss sovézka
sendiráósins.
Skermurinn, sem Bandaríkjamenn sóttu um leyfi fyrír á húsi banda-
ríska sendiráðsins við Laufásveg.
Sjónvarpsskermur á sovézka sendiráðinu:
Rússar hafa enn
ekki sótt um leyfi
fyrir skerminum
SOVÉZKA sendiráðið hefur enn ekki sótt um leyfi fyrir sjónvarps-
skermi, sem settur var upp á einni sendiráðsbyggingunni, Túngötu 9, í
fyrra. Nýlega var Sovétmönnum tilkynnt að sækja yrði um leyfi fyrir
skerminum, sem þeir settu upp í óleyfi og voru kærðir fyrir, en viðbrögð
hafa engin orðið.
Fram hafa komið tillögur um
staðsetningu sjónvarpsskerms-
ins, sem nemur merkjasendingar
frá gervihnöttum. Bygginga-
nefnd Reykjavíkur var ósátt við
þá tillögu. íbúum f næsta ná-
grenni var send tillagan og hafa
engin mótmæli borizt.
Komið hefur verið upp loft-
netsskermi á húsi bandaríska
sendiráðsins við Laufásveg til að
nema sjónvarpsmerki frá sjón-
varpsstöð varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, og var leyfi veitt
fyrir uppsetningu skermsins 9.
áigúst.
Jafnframt hefur verið settur
upp loftnetsskermur á leiguhúsi
sendiráðsins við Þingholtsstræti
34 án þess að leyfi væri fyrir
uppsetr.ingunni, samkvæmt upp-
lýsingum skrifstofu bygginga-
fulltrúa.
Skermurinn á leiguhúsi bandaríska sendiráðsins við Þingholtsstræti 4,
sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir.
Wterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Athvarf
allslausra
Slæm villa var í blaðinu í gær í
fyrirsögn á þætti Árelíusar Ní-
elssonar Við gluggann. Þar stóð
Athvarf aldraðra en átti að vera
Athvarf allslausra. Eru höfundur
greinarinnar og lesendur beðnir
velvirðingar á mistökunum.