Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Tengifarþegar eru meira en 30% heildarfarþegafjölda. skuli afhenda farangur og fá brottfararspjald. Þegar brottfar- arspjald er fengið er farið í gegnum vegabréfsskoðun og þá tekur við geysistór salur með um 40 verzlun- um. Þar ætti engum að leiðast, sér- staklega ekki þeim sem einhverja peninga eiga í buddunni, því að frí- höfnin í Schiphol þykir ein sú bezta og ódýrasta í heiminum. Þar er hægt að kaupa nánast allt sem hugurinn girnist, allt frá þessu venjulega, þ.e.a.s. víni, tóbaki og sælgæti, upp í demanta og bíla. Margir farþegar kjósa fremur að millilenda á Schipol en annars staðar til þess að geta gert góð kaup í fríhöfninni. Fríhöfnin er líka drjúg tekjulind flugvallarins, um 30% heildartekna. Auk allra verzlananna er þarna líka banki, pósthús með fullkominni telexþjón- ustu, veitingastaðir og upplýs- ingaborð. Út frá fyrstu hæðinni liggja fjór- ar langar og stórar álmur, A, B, C og D, hver um sig með mörgum númeruðum inn/útgöngudyrum. Allar álmurnar eru búnar rafknún- um göngubrautum, svo að farþegar ættu ekki að ofreyna sig í fótunum. Úti fyrir þessum álmum eru stæði fyrir 42 flugvélar. Nú er verið að leggja gífurlegt fjármagn f að endurbæta B- og C-álmurnar. Um 90% þessa fjármagns fer f að endurbyggja og stækka C-álmuna og gera alla aðstöðu betri fyrir breiðþotur. Verður hafizt handa við C-álmuna um leið og B-álman verður tilbúin í marz 1985. Varð- andi B-álmuna er mesta áherzlan lögð á að gera hana nýtízkulegri að innan og nýta flugvélastæðin bet- ur. Meginástæða þessara breytinga er að auka fjölda flugvélastæða fyrir Airbus A300/A310 og Boeing 757/767, en flugfélögin eru óðum að endurbæta flugvélaflota sinn og fá sér þessar vélar. Á annarri hæð eru hvíldarbiðstofur fyrir fyrsta far- rýmisfarþega hinna ýmsu flugfé- laga, lítil kapella og veitingastofa. Á þriðju hæðinni er einnig stór veitingastofa. Það má segja að Schiphol sé tengivöllur, sérgrein hans er tengifarþegar og tengi- flutningar, sem slíkur er flugvöll- urinn staðsettur á mjög þægilegum stað, miðsvæðis f Evrópu. Frá Schiphol fljúga 65 flugfélög til um 200 borga í 80 löndum. Af þessum 65 flugfélögum er KLM langstærst, með um 60% allra flutninga. Auk margra þæginda sem tengifarþeg- ar fá notið á flugvellinum, finnst mörgum aðalkosturinn vera sá að þurfa ekki að hafa áhyggjur af far- angri sfnum, tölvustýrt flutninga- kerfi sér um að koma honum f rétta vél. Það bendir margt til þess að fjöldi farþega um Schiphol-flugvöll muni aukast jafnt og þétt á næstu árum, t.d. jókst farþegafjöldi í leiguflugi um 15% fyrstu níu mán uði þessa árs og f áætlunarflugi um 9%. Á sama tfma hefur vöruflutn- ingur um völlinn aukizt um 22%. Islenzkum blaðamönnum var boðið f kynnisferð til Schiphol fyrir skömmu og voru framangreindar upplýsingar veittar þar. — VÞJ FERÐAMÖNNUM sem eiga langa leið fyrir böndum, hrýs hugur við að þurfa að millilenda á hinum ýmsu flugvöllum. Standa þar f biðröð til að fá nýtt brottfararspjald, huga að farangri sínum, leita að þeim stað sem næsta flugvél leggur frá og þurfa þá oft að ganga langar leiðir, stundum í aðra byggingu. Ekki er öll sagan sögð með þessu því oft tekur við löng bið eftir næstu flugvél og er það fyrir marga leiðinlegasti hluti ferðalagsins. Farþegar sem leið eiga um Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam þurfa ekki að óttast neitt af þessu, enda hafa lesendur hinna víðlesnu brezku tímarita „Business Traveller" og „Executive Traveller" kosið hann bezta fhigvöll í heimi. Sama varð niðurstaða Alþjóðasamtaka flugfarþega (International Airline Passang- er Association). Mörgum íslenzkum ferðalöngum er Schiphol að góðu kunn- ur, því að Arnarflug hefur flogið áætlunarflug til Amsterdam síðan 7. júlí 1982. Schiphol er að mörgu leyti sér- stæður flugvöllur. Hann er t.d. eini flugvöllurinn f heiminum sem er undir sjávarmáli (4 Vfe m). Þarna var einu sinni sjór og urðu margir skipsskaðar á þessu svæði, af þvf er nafnið Schiphol (skipavfti) dregið. Sfðar var sjórinn þurrkaður upp, grætt upp land og árið 1920 fór hollenzka flugfélagið KLM, elzta flugfélag í heimi, fyrsta áætlunar- flugið með tvo farþega til London. Síðar sama ár var flogið áætlunar- flug til Hamborgar. Samtals fóru 440 farþegar og 22 lestir af farmi gegnum flugvöllinn 1920, en nú 64 árum síðar 10 milljónir farþega og 370 þúsund lestir farms á ári. I síð- ari heimsstyrjöldinni var flugvöll- urinn gereyðilagður, en 1945 var hann endurbyggður af mikilli fyrirhyggju, þannig að auðvelt hef- ur verið að byggja við hann og bæta á allan hátt f samræmi við aukna þörf og áætlaðan farþega- fjölda. í dag væri með góðu móti hægt að anna 18 milljónum farþega á ári og er það ekki svo litið, þegar haft er f huga að Hollendingar eru um 15 milljónir talsins. Rekstur flugvallarins er þvf stór þáttur f efnahagslifl þjóðarinnar auk þess sem hann veitir 28.600 manns at- vinnu. Umframgeta flugvallarins gerir það að verkum að örtröð og biðraðir eru nánast óþekkt fyrir- bæri og allt andrúmsloft er mjög rólegt, andstætt þvf sem gerist á mörgum öðrum flugvöllum. Schiphol-flugvöllur nær yfir 1.750 hektara lands og hýsir 400 mismunandi fyrirtæki. Flugstöðv- arbyggingin sjálf er á þremur hæð- um með kjallara undir þar sem eru bílastæði, veitingastofa og smá- vöruverzlun. Úr kjallaranum er hægt að ganga beint út á járn- brautarstöðina og taka lest til Amsterdam, Haag eða Rotterdam. Fyrsta hæðin er á tveimur pöllum. Neðri pallurinn fyrir farþega sem koma til landsins. Þegar vega- bréfsskoðun er lokið er komið inn f stóran sal þar sem eru m.a. stór farangursfæribönd, flugvallarhót- el, sem hinir svokölluðu tengifar- þegar (farþegar sem lenda á Schiphol og halda síðan áfram með annarri flugvél, án þess að hafa viðkomu f landinu) geta notfært sér. Það er algengt að fólk sem sótt hefur ættleidd börn sín til Mið-Austurlanda hvíli sig og börn- in eftir erfítt ferðalag á flug- vallarhótelinu. Þurfa börnin þá ekki að fara gegnum vegabréfs- Frá órsbyrjun til septemberloka 1984 hafa vöruflutningar aukist um 22%. Það er auðvelt að rata á Schiphol, stóru gulu skiltin ættu ekki að geta farið framhjá neinum. skoðun, en vegabréf eru þau ekki búin að fá á þessu stigi. Þarna er líka hárgreiðslustofa, herbergi fyrir ungabörn að ógleymdum VlP-salnum, blaðamanna- og ráð- stefnusölunum. Ráðstefnusalurinn er mikil hagræðing fyrir önnum kafna kaupsýslumenn sem vilja halda fundi með viðskiptavinum sfnum, án þess að þurfa að eyða of miklu af dýrmætum tíma sinum í ferðalög til og frá flugvelli. Eftir er að telja banka, upplýsingaborð, veitingastofu, afgreiðsluborð fyrir ýmsar bílaleigur, sjálfsalasíma o.m.fl. Efri pallurinn er fyrir farþega sem eru að fara af landi brott. Þar er allt mjög greinilega merkt, sem og annars staðar í flugstöðinni. Á stórum upplýstum skiltum f and- dyrinu eru upplýsingar um brott- farartíma, flugnúmer, ákvörðun- arstað og við hvaða afgreiðsluborð Schiphol-flugvöllur kosinn sá bezti í heimi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.