Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
21
Gunnar S. Þorleifsson
*
Islenzkir
sagnaþættir
BÓKAÚTGÁFAN HUdur hefur gefið
út þriðja bindi íslenzkra sagnaþátta,
sem Gunnar S. Þorleifsson hefur
valið.
f bókinni eru 24 þættir, sagna-
þættir, þjóðlífsþættir, þættir fyrri
alda og um sérkennilega menn.
Meðal höfunda eru Árni óla, Jó-
hann Gunnar ólafsson, Anna
Thorlacius, Bogi Benediktsson,
Helgi Hannesson.
Bókin er 207 blaðsíður, Guðjón
ó. hf. annaðist setningu, prentun
og filmuvinnu og Félagsbókbandið
hf. bókband. Kápa og teikningar
eru eftir Gunnar S. Þorleifsson.
Stefán Júlíusson
Sjötta útgáfa
af Kára litla
í skólanum
ÆSKAN hefur gefið út f 6. útgáfu
bókina Kári litli í skólanum eftir
Stefán Júlíusson með myndum Half-
dórs Péturssonar.
„Sagt er frá sjö ára snáðanum
Kára, sem er að hefja skólagöngu,
og leikjum hans með vininum
Gunnari og hundinum Lappa.
Ævintýrin eru á næsta leiti. Þeir
róa til fiskjar og renna sér á
skautum — en varast þarf sker og
ótraustan is eins og félagarnir
reka sig á.
Hinar sígildu sögu Stefáns Júlí-
ussonar um Kára litla hafa hrifið
unga lesendur i hálfa öld og hver
útgáfan af annarri selst upp.“
Tvær bækur um
strákinn Benna
SKJALDBORG hf. á Akureyri gefur
nú út tvær bækur um strákinn
Binna.
Binni fer út i rigningu heitir
önnur bókin. Sagan er eftir Ursel
Scheffler og myndirnar gerði Ulis-
es Wensell. Hún gerði einnig
myndirnar i hinni bókinni, sem
heiti Binni vill eignast hund, en sú
saga er eftir Anne-Marie Chap-
outon. Magnús Kristinsson þýddi
báðar bækurnar.
Þessar bækur eru í sama bóka-
flokki og bækurnar um Línu og
Lalla, sem Skjaldborg gaf áður út.
Þær voru prentaðar á ftaliu.
Noregur:
Auglýsingarit frá SAS vekur athygli
Ób16, 27. nÓTember. Frá Ju Erik Laare, fróturiur* Mbl.
ÞAÐ hefur vakið mikla athygli í
Noregi, að flugfélagið SAS hefur
hafið auglýsingaherferð fyrir ferð-
um sínum til Boputhatswana, eins
af heimaríkjum svertingja f Suður-
Afrfku. Margir þingmanna vilja
taka málið upp f Stórþinginu og
krefjast þess að SAS hætti þegar í
stað að fljúga til lands kynþátta-
misrcttisins.
Ekkert land í víðri veröld,
nema Suður-Afríka, hefur viður-
kennt heimarikin sem sjálfstæð
ríki. Enda eru þau langt frá þvi
að vera sjálfstæð, heldur aðeins
fengin svörtu fólki til ábúðar.
Norsku þingmennirnir halda
því fram, að þarna hafi SAS
misstigið sig hrapallega, bækl-
ingurinn sé lóð á vogarskál
stjórnarinnar í Suður-Afríku og
þar með kynþáttamisréttisins.
Bæklingurinn var prentaður í
35.000 eintökum og dreift um
heim allan. Talsmaður SAS f
Stokkhólmi harmaði, að í bækl-
ingnum lofsyngi flugfélagið
opinberlega stjórnmálaástandið
í Suður-Afríku og ýtti undir að
fólk fengi falska mynd af land-
inu.
Upplýsingunum í bæklingnum
söfnuðu fulltrúar SAS í Suður-
Afríku. Telur flugfélagið ekki
útilokað, að þeir hafi notað
bæklinginn sem pólitískan vett-
vang í áróðursskyni. Hefur fé-
lagið harmað, að sannleiksgildi
upplýsinganna skyldi ekki hafa
verið athugað, áður en bækling-
urinn fór í prentun.
Nefnd fulltrá ýmissa ráðu-
neyta hefur nú til athugunar,
hvað norsk stjórnvöld geti að-
hafst til að þrýsta á Suður-
Afríku til að hverfa frá kyn-
þáttamismununarstefnu sinni.
Margir stjórnmálamenn eru á
þeirri skoðun, að SAS eigi að
hætta að fljúga til landsins.
Sund er ein besta heilsubót sem völ
er á. Viö fiamleiöum moigunkoin sem
stuölai aö heilbiigöii meltingu.
Gallinn viö maigai fœöutegundii
nútímans ei sá aö í þœi vantai tiefjai.
Besti tiefjagjafi sem fœst ei hveitiklíö.
KELLOGG’S ALL-BRAN ei tiefjaiíkt
moigunkoin sem ei búiö til úi hveiti-
klíöi. Tœknilega séö soga tiefjai í sig
vatn og binda þaö og flýta þai meö
fyiii losun úigangsefna úi
líkamanum. Þannig eiu tiefjai vöin
gegn haiölífi og ööium kvillum sem
stafa af ofneyslu á fínunnum mat og
hieyfingaileysi.
Nýjustu lannsóknii benda jafnframt
til aö hœgt sé aö fyiiibyggja enn
alvailegii meltingaisjúkdóma með
því aö boiöa meiia af tiefjaefnum.
Tiefjaiikt KELLOGG’S ALL-BRAN ei í
senn hart undii tönn og eilítiö sœtt
á bragöiö. Þaö heldui þér
heilbrigöum. Á sama hátt og sund.
E1 þiö vUjiö vita meira um þaö, hvernig komtieíjaeíni
hjálþa til þess aó halda heilsunni. getiö þiö skiiíaö
H Benediktsson h.f. Suöuilandsbiaut 4. Pósthólí 100,
121 Reykjavík, og íengiö sendan ókeypis 16 blaösíöna
bœkling sem nefnist:
Kointiefjaefni og áhiif
þeiiia á heilsu okkai
Tilboö þetta fei eftii
upplagi.
■’ ..IííS