Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Af vöxtuniim skuluð
þér þekkja þá
Nokkrar athugasemdir við
skrif Ragnars Arnalds um vexti
Ragnar Arnalds formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins skrif-
ar i Mbl. þ. 13. þessa mánaðar um
hina háu raunvexti, sem nú eru í
boði fyrir sparifé hérlendis. Svo
sem við var að búast finnur Ragn-
ar Arnalds þeirri ákvörðun flest
til foráttu að gefa vexti frjálsa.
Mig langar til að gera örfáar
athugasemdir.
Ég get ekki ímyndað mér, að
nokkur maður sé Ragnari Arnalds
ósammála um það, að 7—8% á
verðtryggðum útlánum banka og
enn hærri raunvextir á almennum
verðbréfamarkaði, hljóti að teljast
afar háir vextir. Heilög vandlæt-
ing hrekkur hins vegar skammt,
við hljótum að spyrja hvernig
stendur á því, að vextir á frjálsum
markaði eru svo háir sem raun ber
vitni. Grundvallarástæðan hlýtur
að vera sú, að það magn sparifjár,
sem í boði er sé harla takmarkað.
Væri nóg framboð af sparifé
mundu vextirnir falla sjálfkrafa.
Hvers vegna er innlent sparifé
svona dapurlega sjaldséð á Islandi
i dag? Eins og alþjóð veit hafa
landsmenn til skamms tíma búið
við mikla verðbólgu. Þessi óheilla-
þróun náði hámarki i fjármála-
ráðherratið Ragnars Arnaids
sjálfs í stjórn dr. Gunnars Thor-
oddsen, þegar skammtíma verð-
bólguhraði komst upp undir 130%
framreiknað í heilt ár. í fyrsta
skipti í íslandssögunni stefndi i
raunverulega óðaverðbólgu. Það
fyrsta sem fólk iærir í verðbólgu
er að peninga er ekki hægt að eiga.
Peningar brenna upp á verðbólgu-
bálinu og þess vegna verður að
koma þeim einhvern veginn i lóg
og því fyrr því betra. Islendingar
höfðu lært að „fjárfesta” í öllu
mögulegu — ibúðum, raðhúsum og
einbýlishúsum, bilum og heimil-
istækjum af öllum mögulegum
tegundum. Allt var betra en pen-
ingar. Einhvern veginn virtist
fiestum takast að loka augunum
fyrir þeirri staðreynd, að „fjár-
festingar" af þessari tegund eru
reyndar ekkert annað en eyðsla og
meira að segja óhófleg eyðsla. Ég
geri ráð fyrir að allir landsmenn
nauðþekki þessa lýsingu, en það
eru einmitt slík viðbrögð, sem
endurspegla hin tærandi áhrif
verðbólgunnar. Verðskyn brengl-
ast og fjármagn streymir til
óarðbærra hluta og gerir þar með
alla landsmenn fátækari.
Mér þykir það koma úr hörðustu
átt, að Ragnar Arnalds, formaður
þingflokks Aiþýðubandalagsins,
fjármálaráðherra í ríkisstjórn dr.
Gunnars Thoroddsen og þar með
a.m.k. einn hluthafa í íslands-
meistaratitli í verðbólgu, þykist
hafa efni á því að stíga á stall,
setja upp vandlætingarsvip og
hneykslast á háum vöxtum. Háir
vextir á íslandi í dag eru bein af-
leiðing þeirrar fjármálaóreiðu,
sem landsmenn því miður hafa
umborið alltof lengi, og Alþýðu-
bandaiagið hefur mest allra
flokka róið undir með óbilgirni og
ábyrgðarlausri kröfugerð.
Ragnar Arnalds lýkur grein
sinni með eftirfarandi orðum:
„Fólkið og fyrirtækin í landinu eiga
kröfu til eðlilegra lífsskilyröa og þar
á meðal hlýtur að vera rétturinn til
að fá lán með hæfilegum kjörum.“
(Feitletrun hans). Hér talar hinn
stjórnlyndi maður. Hér finnst mér
standa á milli línanna, að Ragnar
Arnalds viti upp á hár hver séu
hin „hæfilegu kjör“, sem hann
náðarsamlegast vill skammta hin-
um fáu sparifjáreigendum, sem
enn eru eftir. Ragnar Arnalds er
hér að glíma við að setja niður
draug, sem hann hefur sjálfur
hjálpað til að vekja upp. Það er
nóg til af dugandi fólki á íslandi,
fólki, sem er tilbúið til að fresta
eigin neyzlu í bili til að aðrir geti
eytt í staðinn. Það eina sem þetta
Siguröur H. Friðjónsson
„Sparifjáreigendur á Is-
landi hafa verið sárt
leiknir árum saman og
mátt horfa á sparifé sitt
brenna upp í verðbólg-
unni. Það mun taka
tíma fyrir lífvænlegan
gróður að ná sér á strik
að nýju í þeirri grýttu
jörð, sem vinstri-
mennska undanfarinna
ára hefur skilið eftir.“
fólk þarfnast er tækifæri. Það
þarfnast jákvæðra raunvaxta, það
þarfnast tækifæris til að geta
sparað. Það er stutt síðan fólki var
boðið upp á þennan möguleika hér
á landi, og enn er alltof snemmt að
lýsa því yfir að tilraunin hafi mis-
tekizt. Sparifjáreigendur á Islandi
hafa verið sárt leiknir árum sam-
an og mátt horfa á sparifé sitt
brenna upp í verðbólgunni. Það
mun taka tíma fyrir lífvænlegan
gróður að ná sér á strik að nýju í
þeirri grýttu jörð, sem vinstri-
mennska undanfarinna ára hefur
skilið eftir. Sjálfur
er ég i engum vafa um, að ef frjáls
fjármagnsmarkaður fær að dafna
í friði mun verða til heilbrigður
innlendur sparnaður og raunvext-
ir munu þá lækka og meira að
segja án nokkurra afskipta mið-
stýringarmanna eins og Ragnars
Arnalds. Ef svo giftusamlega
mætti til takast hefðu landsmenn
þar með stigið stórt skref til að
endurheimta fornar dyggðir, sem
þeir hafa að mestu verið afhuga
um sinn — dyggðir eins og ráð-
deild, nægjusemi og hófsemi.
Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá, stendur skrifað. Ég
vona að engum finnist ómaklegt,
að ég beiti þessari gömlu reglu á
stjórnmálaforingja eins og Ragn-
ar Arnalds. Ég minnist þess, að
einn þeirra manna, er áttu sæti i
Kröflunefnd var reyndar einmitt
Ragnar Arnalds. Það er engin
ástæða til að ætla, að hann hafi
verið hógværari þá en nú, og hann
hefur því senniiega talið sig vita
hvað var hæfilegt og farsælt varð-
andi Kröfiuvirkjun og ugglaust
haft að leiðarljósi „hagsmuni
fjöldans". Það hefur hins vegar
greint frá þvi nýlega í fréttum að
skuldir vegna Kröfluvirkjunar
væru um 3000 milljónir kr., vextir
og afborganir af lánum næmu á
þessu ári 401 milljón, en tekjur af
virkjuninni á sama tíma væru 43
milljónir. Það eru nákvæmlega
ævintýri af þessari tegund, sem
eru hin raunveruiega ástæða fyrir
efnahagslegri óáran á Islandi. Mér
er það fullkunnugt að það voru
fleiri menn en Ragnar Arnalds,
sem komu við sögu Kröfluvirkjun-
ar. Veit ég vel, en hamingjan
sanna, við verðum þó að minnsta
kosti að læra af okkar eigin mis-
tökum. Grundvallarmistökin við
Kröflu voru væntanlega þau
hvernig að málum var staðið.
Skipan nefndar stjórnmálamanna
með alltof mikil völd til ráðstöfun-
ar almannafjár, völd,
sem reyndust meiri en svo, að
nefndin fengi farsællega borið.
Miðstýring ákvarðana um fjár-
festingar í atvinnufyrirtækjum
hefur hvergi gefizt vel. Island er
þar aðeins eitt dæmi af mörgum.
Skuldirnar vegna Kröflu munu
ekki hverfa af sjálfu sér, þær eru
hluti af þeim klafa, sem óstjórn
undanfarinna ára hefur lagt á
okkur öli langhrjáða skattgreið-
endur og þegna þessa lands.
Um hina háu raunvexti nú segir
Ragnar Arnalds: „Þetta er stefna
auðhyggjunnar í þágu auðmagns-
ins.“ Ékkert gæti verið fjær sanni,
en siíkar yfirlýsingar. Margir
vinstri menn virðast hafa alveg
sérstakt lag á því, að hafa ná-
kvæmlega endaskipti á staðreynd-
um. Reynslan sýnir einmitt alls
staðar, að einfeldningslegar að-
gerðir til að „þjóna hagsmunum
fjöldans" væntanlega þá á kostnað
„auðmagnsins”, hefna sín venju-
lega síðar og oft einmitt á þeim,
sem iíknarverkið átti að vera unn-
ið á.
Gott dæmi um þetta eru húsa-
leigulögin frá 1979. Ég held að
engum manni, sem reynir að lesa
þessi lög með sæmilega opnum
huga geti dulizt, að þar er kerfis-
bundið hallað á leigusala. Þar er
fjöldinn allur af fyrirvörum,
takmörkunum og skriflegum til-
kynningaskyldum, sem leigusala
er vinsamlega gert að gæta. Skjót-
ist honum yfir í einhverju þessa
rýrnar hans réttur gagnvart leigu-
taka. Þessi skammsýna löggjöf
var sett að undangenginni mikilli
herferð um „lögmál frumskógar-
ins“ á húsaleigumarkaðinum. Hin
augljósa afleiðing slíkrar löggjaf-
ar er sú, að það verður lftt fýsilegt
að eiga sparifé i formi aukahús-
næðis, sem unnt er að leigja öð-
rum. Það er enginn vafi á því, að
hin skammsýnu húsaleigulög frá
1979 eru ein meginorsök fyrir
þeim samdrætti í framboði
leiguhúsnæðis, sem síðan hefur
orðið. Þessi löggjöf hefur því kom-
ið harðast niður á leigutökum, ein-
mitt þeim aðilum, sem hún að
nafninu til átti að hjálpa. Hlut-
dræg lög má með réttu telja ólög
og með lögum skal land byggja, en
með ólögum eyða eins og land-
námsmenn vissu. Dómur markað-
arins kann að þykja nokkuð harð-
ur á stundum, en mun þó vera
bæði réttlátari og farsælli en upp-
hrópanir einstakra manna eða
þrýstihópa.
Annað athyglisvert dæmi um
áhrif markaðsaðferða, er frá Kína.
Fyrir um fjórum árum gekkst
hinn eini sanni Deng Xiao-Ping
fyrir djúpstæðum breytingum í
kínverskum landbúnaði, sem þeg-
ar hafa skilað miklum árangri.
Hjarðarholtskirkja:
Minnst 80
ára afmælis
BúAardalur, 27. BÓvember.
SUNNUDAGINN 2. desember
næstkomandi, sem er fyrsti sunnu-
dagur í aðventu verður hátíðlegt
haldið 80 ára afmæli Hjarðarbolts-
kirkju í Laxárdal, Dalasýslu. Hátíð-
armessa verður í kirkjunni klukkan
14.00. Dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup íslands, prédikar, en sókn-
arprestur séra Friðrik J. Hjartar
þjónar fyrir altari ásamt prófastinum
séra Ingibergi J. Hannessyni.
Kirkjugestum verður boðið upp
á kaffi í Dalabúð að lokinni messu.
Þar verður rakin saga kirkjunnar
af formanni sóknarnefndar. Söng-
félagið Vorboðinn syngur. Friðjón
Þórðarson, fyrrverandi kirkju-
málaráðherra flytur ávarp. I til-
efni afmælisins hefur sóknar-
nefnd Hjarðarholtskirkju látið
gera veggskjöld með mynd af
kirkjunni, teiknaðri af séra Bolla
Gústavssyni í Laufási.
Hjarðarholtskirkja er merkileg
bygging, minnst þriggja kross-
kirkna í sama stíl, sem að Rögn-
valdur ólafsson, fyrsti íslenski
arkitektinn teiknaði. Þess er
vænst, að sem flestir íbúar sókn-
arinnar núverandi og fyrrverandi
sjái sér fært að taka þátt í þessari
hátíð og minnast með því stundar
gleði og sorgar i húsi Drottins,
Hjarðarholtskirkju.
Með kveðju og þakklæti,
séra Friðrik J. Hjartar.