Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
31
Sæbergið drekkhlaðið við bryggju í Eskifirði.
Mjölið sekkjað þar sem allir mjölkassar voru orðnir fullir, Þórarinn Sverris-
son, Ólafur Ragnarsson og Páll Ólafsson áður bóndi í Byggðarholti.
Þorsteinn Erlingsson skipstjóri á
Erlingi KE í brúnni á skipi sínu.
Friðrik Friðriksson hefur unnið
í verksmiðjunni hér í rúmlega 11
ár, eða frá því hann flutti til Vest-
mannaeyja eftir gosið í Vest-
mannaeyjum. Hann vinnur við
skilvindurnar og sagði að lýsið
sem úr þeim kæmi væri mjög gott
enda væri það skilið tvisvar sinn-
um. Varðandi launin og vinnu-
tímann tók hann í sama streng og
Bjarni Heiðar.
Á mjölpallinum var verið að
poka mjöl á palli, en það er ekki
venjan núorðið, heldur er allt mjöl
flutt út laust í skipum. Þar sem
allir mjölkassar voru orðnir fullir
þurfti að grípa til gamla ráðsins.
Þennan sunnudag, þegar atvinnu-
lífið er víðast hvar lamað, var
unnið af fullum krafti í bræðsl-
unni á Eskifirði. Ekki veitti held-
ur af því verðmætin biðu í þúsund-
um tonna og má segja að allt hafi
verið á iði við höfnina þennan dag.
SEC
PC-8201
EINKATÖLVAN
EIN SÚ FULLKOMNASTA Á MARKAÐNUM.
islenskt letur, innbyggö/ritvinnsla, basic og samskiptaforrit.
Einnig fylgja 14 önnur forrit með vélinni.
Innbyggður skjár, tengimöguleiki við flesta prentara, segulband og sem útstöð við PDB 11 og Vax tölvur.
Tengin við auka skjá og seguldisk væntanleg.
Fjöldi aukahluta fyrirliggjandi.
Til afgreiðslu strax.
Verð aðeins kr.
19.850..
Benco
Bolholt 4.
Sími 91-84077/21945.
kvótanum er náð, er ekkert annað
að gera en að leggja skipinu þar til
næsta loðnuvertíð hefst.
Margir með fullfermi
í öllum veiðiferðum
Þorsteinn Erlingsson, skipstjóri
á Erlingi KE 45, sagðist vera mjög
ánægður með loðnuvertíðina. „Ég
man ekki eftir jafn góðri haust-
vertíð, veðrin hafa verið einstök
og mjög hagkvæmt hvar loðnan
hefur haldið sig. Til dæmis lentum
við aldrei í hafís meðan við vorum
fyrir vestan eins og oft hefur ver-
ið. Framhaldið lízt mér mjög vel á.
Það virðist vera mjög mikil loðna
á ferðinni og margir bátar hafa
verið með fullfermi í öllum veiði-
ferðum. Eini gallinn á þessu er
hve verðið hefur verið lágt á loðn-
unni,“ sagði Þorsteinn skipstjóri.
Erling KE er eitt minnsta
loðnuskipið, ber um 450 tonn, en
hefur fengið vel á fjórða þúsund
tonn. Áhöfnin á Erling skrapp
suður í frí um helgina og bundu
skipverjar skip sitt hér á meðan.
Það þarf að
vinna fyrir þessu
Bjarni Heiðar vinnur við press-
una í loðnuverksmiðjunni. Hann
sagðist svo sem sæmilega ánægð-
ur með krónufjöldann, sem hann
fengi útborgaðan, en vikan hjá
honum gerir um 12 þúsund krón-
ur. „Við vinnum á vöktum og skil-
um yfirleitt 20 dagvinnutímum, 4
eftirvinnutímum og 72 tímum í
nætur- og helgidagavinnu. Þetta
eru því hátt í 100 tímar og má
hverjum manni vera ljóst að það
er mikið haft fyrir þessum krón-
um,“ sagði Bjarni.
Samvinnubankinn
útibú Vík í Mýrdal, Ránarbraut 1, sími 99-7110
Samvinnubankinn útibú Vík í Mýrdal flytur í nýtt húsnæði.
Við kveðjum gamla góða kaupfélagshúsið,
þar sem við gerðum okkar besta og bjóðum
viðskiptavinum Samvinnubankans í nýtt og glæsilegt húsnæði.
Við opnum föstudaginn 30. nóvember n.k. að Ránarbraut 1.
Reynið viðskiptin
Betri aðstaða • Bætt þjónusta