Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Noregun
Eþíópía:
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GRAHAM TURNER
Marxistastjórnin ber
ábyrgð á hallærinu
„Ef draga ber einhvern aðila til ábyrgðar i hungursneyðinni f
Eþíópíu, þá er það ríkisstjórn landsins,“ segir dr. Keith GrifTin, prófess-
or við Oxfordháskóla á Englandi. „Stjórnvöld í Eþíópíu bera höfuð-
ibyrgð á því, sem þar hefur gerst. Löngu áður en hallærið varð sáu
menn að hverju stefnd', gerðar voru tillögur um það hvernig mætti
hindra það, en stjórnvöld skelltu skollaeyrum við þeim og aðhöfðust
ekkert."
Astæða er til að veita mál-
flutningi Griffins athygli,
með því að hann talar af meiri
þekkingu um aðdraganda harm-
leiksins í Eþíópíu, en flestir sem
það mál ræða um þessar mundir.
Árið 1982 var hann formaður 20
manna nefndar á vegum Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar, sem
rannsakaði efnahag Eþfópíu og
skilaði síðan viðamikilli skýrslu
um það efni, sem nefnd var
„Grasrótarsósíalismi". Þessari
skýrslu var stungið undir stól, að
líkindum vegna þess að hinni
marxísku herstjórn landsins,
sem Mengistu Haile Nariam er í
forystu fyrir, féll ekki niðurstað-
an.
Ekki þurrkarnir, heldur
röng stjórnarstefna
Það er mat Griffins, að hung-
ursneyðin í Eþíópíu stafi ekki
fyrst og fremst af hinum miklu
þurrkum f landinu, heldur
rangri stefnu stjórnar Mengistu.
Á svo yfirgengilegan hátt hefur
hún vanrækt skyldur sfnar, að í
stað þess að sjá um fæðu handa
bændum landsins, sem eru 85%
íbúanna, hefur hún í reynd svelt
þá.
Griffin segir að þetta hafi
gerst með margvíslegum hætti.
Það mikilvægasta sé, að stjórnin
hafi ekkert skeytt um bændur og
þarfir þeirra, heldur hafi
drýgsta hlutanum af afrakstri
þjóðarinnar verið veitt til iðn-
þróunar, til þeirra sem búa í
borgum og til að vígbúa herinn.
Mesta áherslu hefði hins vegar
átt að leggja á, að stöðva lang-
varandi samdrátt f matvæla-
framleiðslu.
Að sögn Griffins hafa þeir
fjármunir, sem varið hefur verið
til landbúnaðar, farið til ríkis-
rekinna búgarða, sem aðallega
framleiða matvæli fyrir borg-
arbúa og herinn, sem rfkisstjórn
Mengistu byggir vald sitt á.
„Bændurnir styðja ekki
stjórnina," segir hann, „og þess
vegna hefur hún ekki áhuga á
þeim. Þeir hafa ekki með sér
nein stjórnmálasamtök, og
stjórnin vill ekki að þeir komi
neinum slíkum samtökum á fót,
því ef þeir gætu beitt sér á þeim
vettvangi mundu þeir snúast
gegn marxískum stjórnvöldum."
Það er ekki nóg með að stjórn
Mengistus vanræki bændafólkið,
hún beitir það ranglæti, að sögn
Griffins. Stjórnvöld leggja t.d.
30% skatt á útflutningsafurð
eins og kaffi, sem bændur fram-
leiða. Þeim tekjum hefur verið
varið til að standa straum af
kostnaði við þrjár borgarastyrj-
aldir f landinu og til að hraða
þéttbýlismyndun. Þá er gengi
gjaldmiðils Eþíópfu (sem nefnist
birr) skráð allt of hátt vegna
þess að hann er tengdur banda-
ríkjadal („sem hlýtur að teljast
kaldhæðnislegt i rfki marxista,"
segir Griffin) og það leiðir til
samdráttar i útflutningi land-
búnaðarvara.
„Auðvitað er fráleitt að miða
birr við bandaríkjadal,“ segir
Griffin. „í hvert skipti sem gengi
dalsins hækkar, hækkar gengi
birr. Þessi tengsl ætti að rjúfa.
Griffin segir, að sú þunga
byrði sem bændur í Eþíópfu
þurfa að bera stafi ekki af þvf að
Vesturlandabúar greiði of lágt
verð fyrir afurðir þeirra. Ástæð-
an sé skipulag verslunar og
viðskipta í landinu sjálfu.
Ekki fátækt land
Er Eþiópía kannski svo fátækt
land, að jafnvel athafnir stjórn-
valda breyti litlu um lffskjör
fólksins, sem þar býr? Því fer
fjarri, segir Griffin. Tæknilega
er ekkert því til fyrirstöðu að
Eþíópía — og önnur lönd í Afr-
íku, sem hrjáð eru af þurrkum —
geti brauðfætt fleiri en þar búa
nú, ef stjórnvöld fylgja skyn-
samlegri stefnu. Þegar hið mikla
flæmi gróðurmoldar í Eþfópfu er
haft í huga sjá menn, að f raun-
inni ætti landið „afar sjaldan"
að þurfa á erlendri aðstoð að
halda.
En hvað hefur Griffin f huga
þegar hann talar um „skynsam-
lega stefnu"? Tvennt einkum,
segir hann. í fyrsta lagi ætti að
nota tækifærið, þegar uppskera
er góð, til að koma á fót forða-
búrum matvæla á þeim svæðum,
þar sem hætt er við þurrkum.
Síðan, þegar syrfi að, ætti að
nota matvælin og úthluta þeim
eftir ákveðnu kerfi, sem tryggði
öllum tiltekin lágmarkskjör.
Vesturlandabúar ættu ekki að
standa straum af forðabúrunum,
heldur stjórnvöld í Eþfópíu, seg-
ir Griffin og bendir á, að ókeypis
matvæli, sem berast frá Vestur-
löndum, hafi letjandi áhrif á
framleiðslu f landinu. Hann tel-
ur ennfremur mikilvægt, að
stjóm Mengistus haldi herfor-
ingjum sínum og opinberum
starfsmönnum í skefjum um
hríð og byrji að framkvæma við-
reisnaráætlun.
Viðreisn efnahagsins, segir
Griffin, þarf ekki að hafa f för
með sér stórfelld fjárframlög,
enda fjármagn af skornum
skammti, heldur nægir að koma
á skipulagi. Hann bendir á, að á
þurrkatfmum er gífurlegur hóp-
ur fólks á þurrkasvæðunum iðju-
laus og hægt sé að beina starfs-
þreki þess að vegalagningu og
áveitugerð.
Griffin segir að aðstoð Vestur-
landa geti ekki snúið Afrfku af
braut ógæfunnar. Hann bendir á
hvað orðið hafi um þá aðstoð
sem Eþíópíumönnum var veitt á
árunum 1970—1981. Á þessu
tímabili hækkaði hún úr 3% af
þjóðartekjum í tæplega 6%; á
sama tíma varð nánast engin
aukning á fjárfestingum innan-
lands, sparnaður dróst saman,
en ríkisútgjöld — og með því er
einkum átt við útgjöld til hersins
— hækkuðu. Þróunaraðstoðin
var m.ö.o. notuð til að reka borg-
arastríðin í landinu. Og það er
ekki nokkur leið að hindra að
stjórn, eins og sú sem Mengistu
er í forystu fyrir, misnoti hjálp-
arféð, segir Griffin.
Af þessu dregur Griffin þá
ályktun, að hin erlenda aðstoð
geri ástandið í Eþíópíu aðeins
verra af þvf að hún viðhaldi og
efli hina röngu stjórnarstefnu,
sem þar er fylgt. Hvað eiga Vest-
urlandabúar þá að gera? Það er
skoðun Griffins, að það sé sið-
ferðileg skylda okkar að fæða
hina hungruðu og reyna að koma
Eþiópiumönnum út úr heima-
tilbúnum ógöngum. En þá er rétt
að við vitum, að mikið af þeim
matvælum sem við gefum til
Eþíópíu lenda þar sem stjórn
Mengistus vill að þau lendi.
Keith Griffin vill einnig að
Vesturlönd hætti að veita marx-
istastjórninni fé, sem hún getur
notað til að halda áfram borg-
arastríðinu. Hann viðurkennir
hins vegar, að jafnvel þótt þeir
fjármunir færu ekki lengur í
herkostnað, þá mundi aðeins lít-
ill hluti þeirra fara til uppbygg-
ingar í landbúnaði, ef tekið er
mið af núverandi stjórnarstefnu.
Það kann að þykja kaldhæðnis-
legt, en er jafn rétt fyrir það, að
mati Griffins, að ef stjórn
Eþíópíu fylgir skynsamlegri
stefnu þá þarf hún ekki á mikilli
aðstoð erlendis frá að halda. Ef
stjórnin aftur á móti fylgir
óskynsamlegri stefnu, breytir öll
heimsins aðstoð engu um örlög
þegna hennar.
Grabam Turner starfar fjrir
Lundúnablaðið Tbe Daiiy Tele-
grapb, þar sem þessi grein birtist í
vikunni sem leið.
Hungraðir Eþíópíumenn I grennd við bandaríska hjálparstöð I Alamata.
Þar hafa hin marxísku stjórnvöld komið fyrir áróðursskilti með mynd
af Lenín.
Áhyggjur út af
hærri EB-tolli
Órfó, 28. BÓvembef. Frá Jan-Erik Lanré, frétUriUrm MbL
BÚIST er við, að Evrópubandalagið
(Efnahagsbandalagið, sem áður hét)
ákveði að setja toll á innfluttar fisk-
afurðir og af því hafa Norðmenn
miklar áhyggjur. Reyna stjórnvöld
nú hvað þau geta til að koma í veg
fyrir, að þessi tollur verði settur á
strax á næsta ári.
Norska sendinefndin I Brússel
átti í gær fund með fulltrúum EB
um þetta mál án þess að komist
væri að nokkurri niðurstöðu. EB
hefur fullan rétt til þess sam-
kvæmt eigin lögum að hækka tolla
á saltfiski, skreið og flökum og til-
laga um það liggur fyrir hjá ráð-
herranefnd bandalagsins.
Christian Berg-Nielsen, sendi-
herra Norðmanna í Brússel, segir,
að hærri tollar kæmu sér mjög illa
fyrir norskan sjávarútveg. Norð-
menn flytja út fisk til 10 EB-þjóða
fyrir 600 millj. nkr. á ári, sem eru
um 18% alls fiskútflutnings, og ef
Spánn og Portúgal ganga i EB,
hækkar sú tala í einn milljarð nkr.
Thatcher
til Kína
Ludinm, 28. BÓrember. AP.
TILKYNNT hefur verið, að Mar-
grét Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, muni fara I opinbera
beimsókn til Kína með viðkomu I
Hong Kong dagana 18.—21. des-
ember nestkomandi.
Frú Thatcher mun ræða við
ýmsa kínverska ráðamenn, þar á
meðal Deng Xiaoping forsætis-
ráðherra. Meðal þess sem
Thatcher mun gera, er að undir-
rita í Peking skjal þar sem Bret-
ar skuldbinda sig til að skila til
Kína nýlendu sinni Hong Kong
árið 1997. Að því loknu mun hún
fara til Hong Kong og hitta þar
að máli ráðamenn. Gefið hefur
verið í skyn að hún muni siðan
halda til Washington til við-
ræðna við Ronald Reagan, en
það hefur eigi enn verið staðfest.
Með Thatcher í för verður
Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra Bretlands.
Ítalía:
Aðilar að „spaghetti-
byltingunni“ sýknaðir
Róm, 28. aÓTember AP
ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Róm hefur
hrundið dómi yfir 46 hægrisinnuðum
ofgamönnum, sem undirréttur hafði
fundið seka um tilraun til valdaráns.
Raunar var valdaráninu aflýst á sfn-
um tíma vegna mikillar rigningar.
Sjöunda desember árið 1970
læddust 200 vopnaðir menn,
stuðningsmenn Junio Valerio
Borghese prins, í átt að höfuðstöð-
vum ítalska ríkisútvarpsins og
hafði þá áður tekist að lauma
nokkrum mönnum inn í innanrfk-
isráðuneytið. Stóra stundin var
sem sagt runnin upp, þegar hann
fór allt i einu að rigna eins og hellt
væri út fötu. Ákváðu þá byltingar-
mennirnir, blautir og kaldir, að
hætta við að ræna völdum að
sinni.
Þessi endalok urðu byltingar-
mönnunum, sem allir eru gall-
harðir fasistar, að sjálfsögðu mik-
il vonbrigði, en Borghese bætti
þeim það upp með mikilli veislu
þar sem spaghetti var aðalréttur-
inn. Síðan hefur valdaránstilraun-
in verið kölluð „spaghetti-bylting-
in“.
í undirrétti voru 46 mannanna
dæmdir í allt að tíu ára fangelsi
fyrir samsæri gegn ríkinu, en
áfrýjunarrétturinn sýknaði menn-
ina og sagði, að valdaránstilraun-
in hefði aldrei verið nema nafnið
tómt.
Borghese, sem var fasisti og
striðshetja og afkomandi einnar
elstu ættar Rómar, flýði á sinum
tíma til Spánar þar sem hann lést
árið 1974.
Los Angeles: •
Sakaður um að bera
ábyrgð á fjöldamorðum
Lm Aagcka, 28. aáTniber. AP.
BANDARÍSKUR dómari dæmdi í
dag Andrija Artukovic í gæsluvarð-
hald meðan rannsókn fer fram á þvf,
bvort framselja slnili hann til Júgó-
slavíu, þar sem hann er ákærður
fyrir að bera ábyrgð á dauða 750.000
manna undir nasistastjórninni f sfð-
ari heimsstyrjöldinni.
Artukovic, sem verður 85 ára
seinna í vikunni, sat i hjólastól og
var sveipaður inn i teppi þegar
serbókróatíski túlkurinn útskýrði
fyrir honum dómsúrskurðinn.
„Þetta var mjög erfið ákvörð-
un,“ sagði dómarinn, Volney
Brown, eftir dómsuppkvaðning-
una, „en i framsalsmálum heyrir
það til algerra undantekninga að
menn séu látnir lausir gegn trygg-
ingu.“
David Nimmer, aðstoðarmaður
saksóknara rfkisins, mælti á móti
því að Artukovic yrði sleppt, þar
sem vera kynni að honum yrði
komið úr landi með aðstoð stuðn-
ingsmanna.
Júgóslavneska stjórnin kveður
Artukovic ábyrgan fyrir fjölda-
morðum á 750.000 gyðingum,
Serbum og töturum i síðari heims-
styrjöldinni, en þá gegndi hann
ráðherrastarfi i leppstjórn nasista
í Króatíu.