Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
35
simamynd/AF.
Kaupskip í sundlaugina
230 feta kaupskip frá Venezúela rak stjórnlaust fyrir veðri og vindum I gífurlegu óveðri sem geysað hefur
síðustu daga allt fró Miami til Jacksonville í Flórída. Gekk svo langt, að skipið stímdi á girðingu og sundlaug
ríkmannlega hússins sem sjá má á myndinni. Allir sluppu skipverjarnir frá borði þurrum fótum, en unnið er að
því að losa skipið. ____________________
Neil Kinnock:
Chernenko væntir mikils
af fundi Shulz og Gromykos
Lundónum, 28. nóvember. AP.
NEIL KINNOCK, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kom heim til Bret-
lands á þriðjudagskvöldið eftir að hafa verið í opinberri heimsókn í Sovétr-
íkjunum. Þar raeddi hann við ýmsa ráöamenn, þar með talinn Konstantin
Cbernenko, forseta landsins og formann Kommúnistaflokksins. Sagði Kinn-
ock við fréttamenn á Heathrow-flugvelli, að mikill hugur væri í Chernenko
og öðrum ráðamönnum í Sovétríkjunum vegna fyrirhugaðra viðræðna við
ið að miða á Bretland, ef Bretar á
móti myndu losa sig við öll kjarn-
orkuvopn á breskri grund og koma
á stjórn undir forsæti Verka-
mannaflokksins. Margareth
Thatcher forsætisráðherra sagði
við þessu, að svona nokkuð væri
aldrei hægt að treysta á, sérstak-
lega þar sem Sovétmenn ættu í
hlut, ef svo færi að til stríðs
myndi koma. Kinnock sagði þessa
afstöðu Thatchers „barnalega" og
hvatti hana til að hætta að setja
sig á háan hest á sama tima og
Bandaríkjamenn um afvopnunarmál.
Utanríkisráðherrarnir George
Shulz og Andrei Gromyko hittast i
Genf í Svíss í janúar næstkomandi
og sagði Kinnock að Sovétmenn
væru önnum kafnir að undirbúa
fundinn frá sinni hendi. „Ég varð
þess áskynja að Sovétmenn leggja
mikið upp úr því að viðr'æðurnar
heppnist að einhverju leyti,“ sagði
Kinnock.
Kinnock flutti einnig þau tið-
indi, að Chernenko hefði boðið að
Sovétmenn myndu fækka mjög
kjarnorkuvopnum og hætta alfar-
Neil Kinnock
aðrir þjóðarleiðtogar, þar á meðal
Reagan Bandaríkjaforseti, virtust
hafa í vaxandi mæli áhuga á því
að ná samkomulagi um fækkun og
útrýmingu kjarnorkuvopna.
Vestræn popplaga-
samkeppni í Shanghai
Peking, 28. DÓvember. AP.
RÚMLEGA 2.000 ungir Kínverjar
hafa látið skrá sig í popptónlistar-
samkeppni sem tónlistarstofnun
Shanghai-borgar stendur fyrir í
Shanghai á næstunni.
1 frétt 1 kfnverska dagblaðinu
„Kína“ sem, kemur út á ensku,
segir að hugmyndin sé að efla
samskipti Kína og Vesturlanda,
einkum þó menningarlega, en
einnig til að kynnast betur er-
lendum tungumálum, efla mann-
leg samskipti við Vesturlönd og
að læra að meta vestræna dægur-
Þúsundir ungra
Kínverja
áhugasamir
lagatónlist sem hefði marga góða
kosti.
í menningarbyltingunni í Kína
á árunum 1966 til 1976 efndi tón-
listarstofnun Shanghai einnig til
slfkra samskipta, en mátti þá
þola ofsóknir öfgasinnaðra bylt-
ingarsinna, sem töldu nauðsyn-
legt í krafti valds síns, að „endur-
mennta" tónlistarmenn, skáld,
rithöfunda og fleira fólk. Var
fólkið lftilsvirt á fjöldafundum og
það lokað inni f örlitlum glugga-
lausum herbergjum þar sem því
var gert að fást við ýmis handa-
vinnustörf. Gekk þetta fram af
mörgum og nfu réðu sér bana.
Nú rfður tónlistarstofnunin f
Shanghai aftur á vaðið og nú eru
breyttir tfmar. Hugmyndin hefur
mælst vel fyrir eins og þátttakan
bendir til og ekki er reiknað með
ofsóknum eða mótmælum, þvert
á móti er búist við þvi að sam-
keppnin geri stormandi lukku f
Shanghai.
Qveður í Bandaríkjunum:
„Skyggnið ekki
einn sentimetriu
Su Fraacioto, Kmlifornfu, 28. aÓTenilwr. AP.
VETUR konungur hefur nú heldur
betur haldið innreið sína í Bandarfk-
in, en mikil lægð herjar nú á norð-
vesturhluta Bandaríkjanna og verst
hefur veðrið verið við ströndina.
Manntjón befur ekkert orðið svo vit-
að sé, en rafmagnstruflanir og
eignatjón mikið að sama skapi.
„Skyggni nemur vart einum
sentimetra," sagði talsmaður lög-
reglunnar í Oregon, þar sem veð-
rið var hvað verst. Þar lokuðust
vegir og þúsundir heimila misstu
rafmagn er ising sleit línur og
veðurhæð felldi staura. Sums
staðar náði vindurinn allt að 113
kílómetra hraða á klukkustund f
mestu hviðunum og jafnfallinn
snjór varð allt að 25 sentimetra
djúpur. í San Francisco riðuðu há-
hýsi í rokinu og regnhlífar fólks
tættust í sundur f höndum þess.
„Jihad“ teygir anga
sína til V-Evrópu
Rómarborg, 28. nóvember. AP.
SPRENGJUTILRÆÐI við bandaríska sendiráðið í Rómaborg, sem fór
út um þúfur, hefur verið rakið til „Jihad“, eða „heilags stríðs islams“,
en það eru hryðjuverkasamtökin sem staðið hafa fyrir flestum af hrika-
legustu hryðjuverkum í Miðausturlöndum hin síðari ár, m.a. sjálfs-
morðssprengingunum við varðstöðvar franskra og bandarískra friðar-
gæshiliða í Beirút, svo og við herstöð ísraelshers í Suður-Libanon, en
hundruð manna létu lífið í þeim árásum Jihad og enn fleiri særðust.
Þetta er í fyrsta skipti sem komist hefur verið á snoðir um aðgerðir
Jihad-liða utan Miðausturlanda.
ítalska lögreglan fletti ofan af
tilræðinu áður en því var hrint í
framkvæmd og handtók sjö unga
Líbani sem viðurkenndu að vera
félagar f Jihad. Talsmaður lög-
reglunnar sagði sönnunargögn
vera til reiðu og nóg af þeim.
Sagði hann jafnframt að Lfban-
irnir hefðu „ætlað að fara eins að
og í Beirút". Hann fór ekki nánar
út f þá sálma, en sérfræðingar
segja það benda til að einhverjir
úr hópnum hafi ætlað að aka
vörubifreið fullri af sprengjum að
sendiráðinu, sprengja hana i loft
upp og sjálfa sig með. Það er sú
aðferð sem notið hefur mestra
vinsælda hjá Jihad og hryðju-
verkamennirnir lftaá það sem leið
til að sameinast guði. ónafn-
greindur talsmaður Jihad í Lfban-
on sagði í samtali við vestræna
fréttastofu fyrr í þessum mánuði:
„Ungu mennirnir okkar eru til í
að ráðast að bandarískum mann-
virkjum og Bandaríkjamönnum
hvar sem er og hvenær sem er.“
Áður höfðu Jihad-menn látið í það
skína að þeir myndu ekki endilega
binda sig við aðgerðir í Miðaustur-
löndum f náinni framtíð.
Ófriður í fjöllun-
um við Beirút
Beirát, 28. nÓTember. AP.
ÞRÍR létu lífið og níu særðust í
skotbardögum milli kristinna og mú-
hameðstrúarmanna fyrir sunnan
Beirút í Líbanon, í Kharroub-fjöll-
um. Vaxandi róstur hafa verið í Líb-
anon að undanförnu á sama tíma og
þjóðstjórnin í landinu hefur freistað
þess að koma stjórnarhernum í eftir-
litsstöður sem vfðast til að koma f
veg fyrir skærur trúflokka.
Rfkisstjórnin kom saman til
fundar í dag til að ræða áformin
varðandi stjórnarherinn, en þeim
hefur þegar verið hrint í fram-
kvæmd að hluta til. Það taldist til
tiðinda á rfkisstjórnarfundinum,
að Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa,
mætti, en hann hafði ekki látið sjá
sig á sex stjórnarfundum i röð.
Það eru einkum menn undir hans
stjórn úr röðum drúsa sem erfitt
eiga að sætta sig við valdatöku
stjórnarhersins á vissum stöðum f
fjöllunum umhverfis Beirút. Hafa
reiðir drúsar hafið fallbyssuskot-
hrið að stöðvum kristinna manna
alloft í seinni tfð og þeir kristnu
þá svarað í sömu mynt. Er mikil
pressa á Jumblatt að halda
mönnum sínum í skefjum.
Bið í steininn
Ó8k>, 27. nóvember. Frá Jan Enk Unré,
fréttnrítnra MbL
YFIR 5.000 Norðmenn bfða af-
plánunar refsidóma og aldrei
hefur biðröðin verið lengri en nú.
Dómsmálaráðuneytið leitar
nú ýmissa úrræða til að
minnka biðröðina, m.a. með því
að stytta lágmarksrefsingar úr
21 í 14 daga.
Þá hafa afplánunarstofnan-
ir, sem hingað til hafa aðeins
hýst þá sem dæmdir hafa verið
fyrir ölvunarakstur, nú verið
teknar undir „venjulega"
fanga, einkum þá sem hlotið
hafa minni náttar fangelsis-
dóma. ______
Klarískum
!tJ6rnmálum
&H2,
Metsölutímaritið
MANNLIF
Tímaritiö Mannlíf er tvímælalaust eitt vandaöasta og efnismesta tímarit, sem út
hefur komiö á islandi.
Upplag annars tölublaös er nú senn á þrotum hjá útgáfunni, tryggiö ykkur eintak í
tíma!
Mannlíf fæst á næsta blaö- og bóksölustaö! Tímaritið *
MANNLIF
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Símar 91-687474 og 687479.