Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 36

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 37 fltoiQQpisitlPlflifrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Alþýðusambandið þingar Til þessa hefur það sett mestan svip á þing Al- þýðusambandsins sem hófst á mánudag og stendur þessa viku, að þar hafa menn tekist á um fjölgun varaforseta og manna í miðstjórn. Eins og at- kvæðatölur sýna eru þing- fulltrúar ekki á eitt sáttir um þessa fjölgun, þótt sjónarmið stjórnenda ASÍ hafi hlotið fylgi meirihlutans að lokum. Það er alkunn staðreynd úr fé- lagsstarfi að sjaldan er það til marks um styrk og samstöðu þegar gripið er til þess að fjölga í stjórnum. Að sjálf- sögðu er það rétt sem Kol- beinn Friðbjarnarson frá Sigiufirði sagði, að auka hefði mátt hlut kvenna í miðstjórn- inni án þess að fjölga full- trúum þar. Af fjölgun full- trúanna leiðir hins vegar að flokkspólitísk hlutföll í mið- stjórninni raskast ekki — í sjálfu sér getur það verið til góðs fyrir ASÍ, starf þess og stefnu, enda eiga menn hik- laust að viðurkenna að sú jafnvægislist ráði ferðinni sé málið þannig vaxið. í um það bil aldarfjórðung hefur á þingum ASÍ verið rætt um hvernig breyta beri skipu- lagi samtakanna án þess að nokkur botn fáist í það mál. Niðurstaðan hefur jafnan orð- ið sú að klastrað er við óbreytt kerfi. Stefnuyfirlýsingin sem út var gefin í kringum 1960 um skipulag ASÍ byggir á þeirri meginhugmynd að komið verði á fót atvinnugreinasambönd- um, þannig að allir aðilar í einni og sömu atvinnugrein séu í sama sambandi, með því yrði unnt að koma í veg fyrir að einstakar starfsstéttir stöðvuðu atvinnugreinar með verkföllum. Það er ekki til marks um styrkleika að á ASÍ-þingum hefur ekki verið tekið af skarið í skipulagsmál- unum um jafn langt skeið og raun ber vitni. Athyglin beinist alltof sjaldan að innri málefnum verkalýðshreyf i ngar i n nar. Með hliðsjón af því valdi sem hún hefur í raun er full ástæða til að fylgjast náið með því jafnt fyrir almenna félags- menn sem aðra hvernig staðið er að skipulagi og starfshátt- um innan hreyfingarinnar. Það eru að sjálfsögðu kjara- málin og stefna ASÍ í þeim sem dregur jafnan að sér mesta athygli. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, vék að baráttustöðu Alþýöusambandsins í setn- ingarræðu þingsins og lagði á það höfuðáherslu að verka- lýðshreyfingin yrði að treysta á sjálfa sig en ekki stjórn- málamennina. En Ásmundur hafnaði þó ekki öllu því sem stjórnmálamennirnir hafa lagt til málanna á nýliðnum, örlagaríkum vikum. Forseti Alþýðusambandsins vék að þeirri hugmynd sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur lagt sig fram um að vinna fylgi og sagði: „Við höfnum ekki þjóð- arsátt, en við höfnum sátt um misskiptingu og rangsleitni." Morgunblaðið fagnar þessum ummælum og hvetur til þess að í anda þeirra setjist þeir aðilar sem geta mótað skyn- samlega stefnu með þjóðarsátt að markmiði til viðræðna. Orgel í Hall- grímskirkju Fimm einstaklingar hafa haft forgöngu um fjár- söfnun til orgelkaupa handa Hallgrímskirkju undir kjör- orðinu Seðill í orgelsjóð. Að söfnuninni er staðið með ný- stárlegum hætti eins og menn gátu kynnt sér í Morgunblað- inu í gær. í ávarpi af þessu tilefni vekja fimmmenningarnir máls á því að hér á landi vanti enn aðstöðu til að flytja mikils háttar tónverk, einkanlega frábær skáldverk kirkjulegrar tónlistar. Síðan segir orðrétt: „Ekkert orgel er til í landinu, sem fullnægir kröfum um túlkun þeirra meistaraverka, sem mest hafa verið samin fyrir kirkjuorgel." Stendur vilji til þess að Hallgríms- kirkja eignist orgel sem bæti að fullu úr þessari vöntun og sé í samræmi við kröfur menningarþjóðar. Þá segir í ávarpinu um Hallgrímskirkju: „Hún er reist með það í huga meðal annars að styrkja sam- band listar og kirkju. Hún er helguð minningu eins mesta listamanns, sem þjóðin hefur átt. Hún er sakir stærðar og yfirbragðs ágætlega til þess fallin að verða musteri göfugr- ar tónlistar og skila stórbrotn- ustu kirkjutónsmíðum." Um leið og Morgunblaðið tekur undir hin tilvitnuðu orð vill það hvetja lesendur sína til að taka áskorun um stuðn- ing við þetta málefni af vel- vilja. Er milljónatap eini „árangur“ verkfallsins? — eftir Sigurð Helgason Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu dýrkeypt verk- fall BSRB hefur orðið þjóðar- búinu. Og samkvæmt þvi sem stjórnmálamenn halda fram, sum- ir hverjir að minnsta kosti, sitja félagar í BSRB eftir með sárt enn- ið í sömu sporum og fyrir verkfall. Þessi barátta færði þeim engar raunhæfar kjarabætur. Nú má ekki lengur dragast að leita nýrra leiða til lausnar kjara- deilum framtíðarinnar svo komist verði hjá illvígum vinnudeilum og því óhemjutjóni sem verkföll valda. íslenskt þjóðfélag hefur átt fullt í fangi með að verjast afleið- ingum ytri áfalla þótt ekki komi þar til viðbótar verðmætasóun af völdum innbyrðis átaka um laun. Við höfum ekki efni á að halda áfram á sömu braut ef ætlunin er að bæta raunveruleg kjör þjóðar- innar. Ég ætla að nefna hér eitt eða tvö dæmi um tjón af völdum verkfalls BSRB til að undirstrika enn frekar þá brýnu þörf sem er á að koma í veg fyrir síendurtekin verkföll í þjóðfélaginu. , Tekjutapið nam tugum milljóna Gerð hefur verið úttekt á fjár- hagslegu tjóni Flugleiða vegna verkfalls BSRB í október. Það liggur ljóst fyrir að tekjutapið nemur 20—25 milljónum króna. Þetta er varlega áætlað. Þessu til viðbótar kemur svo mikill auka- kostnaður sem félagið varð fyrir af völdum verkfallsins. Sá kostn- aður slagar hátt í 10 milljónir króna. Heildartap Flugleiða vegna vekfallsins nemur því 30—35 milljónum króna. Þegar tekjutapið er annars veg- ar ber hæst mikla fækkun far- þega, sérstaklega í millilandaflug- inu. Að vísu fækkaði íslenskum farþegum Iítið sem ekkert frá sama tíma í fyrra, en áætluð aukning skilaði sér ekki. Það fer hins vegar ekki milli mála, að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn hættu við íslandsferð með Flug- leiðum í október. 1 þeim mánuði komu aðeins um 2.200 útlendingar til landsins, en i sama mánuði í fyrra voru þeir um 4.200. Þarna misstum við tvö þúsund farþega auk 1.000—1.200 farþega aukning- ar sem lá fyrir, þar af stór hluti í staðfestum farpöntunum. 1 mörg- um tilvikum var þetta fólk búið að greiða sinn farseðil og fékk hann síðan endurgreiddan. Flestir sem hættu við Islandsferðina nefndu sem ástæðu ótta við að komast ekki til baka á tilsettum tíma, en ekki var gerlegt fyrir Flugleiðir að gefa nein loforð þar um. í er- lendum fjölmiðlum var ástandi mála á Islandi lýst sem hreinu umsátursástandi. Framkvæmda- valdið treysti sér ekki til að gefa bindandi loforð um að unnt væri að halda uppi reglubundnu áætl- unarflugi til og frá landinu án truflana eða fyrirvaralausrar stöðvunar vegna verkfallsaðgerða. Skipti engu þótt Flugleiðir ættu enga aðild að þeirri kjaradeilu, sem var orsök verkfallsins. Innkaupaferöir frá Bandaríkjunum Á meðan á verkfallinu stóð var hægt að halda uppi millilanda- flugi til Norðurlanda og Bretlands af hálfu Flugleiða og að mestu samkvæmt áætlun. En sem fyrr Sigurður Helgason „ÞaÖ fer hins vegar ekki milli mála að um þrjú þúsund erlendir ferðamenn hættu við ís- landsferð með Flugleið- um í október. í þeim mánuði komu aðeins 2.200 útlendingar til landsins, en í sama mánuði í fyrra voru þeir um 4.200.“ segir var aldrei vitað fyrirfram hvort unnt yrði að fljúga. Margir verkfallsmanna virtust vilja stöðva millilandaflugið hvað sem það kostaði. Því neyddist félagið til að hætta viðkomu á íslandi i flugi milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Hættan á að DC-8-þotur fé- lagsins lokuðust hér inni var of mikil. Mánuðina fyrir verkfall höfðu söluskrifstofur Flugleiða í Banda- ríkjunum unnið við að undirbúa, auglýsa og selja stuttar verslunar- ferðir til Islands í október og nóv- ember. Undirtektir voru enn betri en nokkur bjóst við og pantanir streymdu inn. Flestir þátt- takendur ætluðu að kaupa íslensk- ar ullar- og keramikvörur. Von var á 600—800 manns í þessum sérstöku ferðum. Vegna verkfalls- ins hættu nær allir við komuna að viðbættum öllum þeim viðdvalar- farþegum sem voru búnir að panta eins til þriggja daga dvöl á fslandi á leið milli Bandaríkjanna og Evr- ópu eða öfugt. Þar fóru 50—60 milljónir Gerð var sérstök könnun í New York og Chicago á verslunaráhuga fólksins sem átti bókað far hingað í innkaupaferðunum. Það kom í ljós að mjög margir höfðu hugsað sér að verja um eitt þúsund dölum, það er nær 40 þúsund íslenskar krónur, í kaup á ullarvörum, auk annarra innkaupa. Margir úr þessum hópi ákváðu að fara í inn- kaupaferð til Lúxemborgar í stað- inn. f þeim hópi var vel stæður maður sem kvaðst hafa ætlað að kaupa íslenskan varning, einkum ullarvörur, fyrir 10 þúsund doll- ara, eða sem svarar til nær 400 þúsund islenskra króna. Hann kvaðst hafa eytt þessari upphæð í gauksklukkur í Sviss, en þangað brá hann sér frá Lúxemborg. Þannig mætti lengi telja. Nú hefur verið unnið linnulaust af hálfu Flugleiða við að ná árangri á ný í Við hlið Keflavíkurflugvallar { verkfallinu að selja innkaupaferðir til íslands síðar í vetur og virðist ætla að takast vonum framar með þrot- lausu starfi. Við skulum leggja til hliðar dæmin um þá mörgu Banda- ríkjamenn, sem voru búnir að ákveða að eyða hér þúsundum dollara hver, en urðu að hætta við eða fresta íslandsferð vegna verk- fallsins. Lítum í heild til þeirra þrjú þúsund erlendu ferðamanna sem ekki komu til landsins í október vegna þess ástands sem hér ríkti. Það er ekki ofætlað, að hver þeirra hefði eytt hér sem svarar 500 dollurum að jafnaði í gistingu, mat og drykk, skoðunar- ferðir og í verslunum. Þessi upp- hæð jafngildir nær 20 þúsund krónum íslenskum. f heild þýðir þetta, að þegar fsland missti af þrjú þúsund erlendum ferðamönn- um missti þjóðin af tekjum er hefðu numið 50—60 milljónum króna fyrir utan fargjöldin. Með tekjutapi Flugleiða og kostnaðar- auka félagsins erum við samtals að tala um nær 100 milljónir króna. Hafa landsmenn efni á að varpa frá sér þessu fé? Mál að linni Hér hefur aðeins verið staldrað við þær staðreyndir er blasa við okkur er höldum um stjórntauma Flugleiða, en auðvitað er þetta um leið mál þjóðarinnar allrar. Jafn- framt gefa þessi dæmi nokkrá vísbendingu um hversu mikils virði þeir erlendu ferðamenn, sem Flugleiðir fá til landsins, eru fyrir þjóðarbúið. Hve mörg kíló af ónið- urgreiddu lambakjöti ætli þeir 80 þúsund erlendu ferðamenn sem komu til landsins fyrstu 10 mán- uði ársins hafi keypt og borðað? Svona má halda áfram endalaust. Ef við ættum að gera upp heild- artap landsmanna allra, þjóðar- búsins, á verkfalli BSRB, þá er ég viss um að þær upphæðir eru tald- ar í milljörðum króna. Þetta er eini sýnilegi „árangur" verkfalls- ins. Við svo búið má ekki standa. Við verðum öll að sýna þann þroska, þann manndóm, að sam- einast um að finna nýjar leiðir til að jafna ágreining um kaup og kjör. Og við skulum ekki gleyma því, að verkföll og vinnudeilur slíta í sundur friðinn meira en nokkuð annað hér á landi. Það er ekki síður alvarlegt mál en það fjárhagslega tap sem óhjákvæmi- lega fylgir verkföllum. Mál er að linni. Sigurður Helgaaou er stjórnaríor- maður Flugleiða. Mikill mannfjöldi við messu biskups íslands í Varsjá Biskupshjónin, herra Pétur Sigurgeirsson og frú Sólveig As- geirsdóttir, voru í heimsókn í Póllandi um síðustu helgi í boði pólska samkirkjuráðsins, sem vildi með því láta í Ijós þakkir fyrir hjálparstarf íslendinga í þrengingum pólsku þjóðarinnar. Er biskupshjónin komu til Varsjár föstudaginn 23. nóv- ember, tók á móti þeim á flug- vellinum S. Pavlik fram- kvæmdastjóri Samkirkjuráðs- ins, sem er samtök mótmæl- endakirkna í Póllandi. Var fyrst haldið til höfuðstöðva pólska Biblíufélagsins, sem er einu ári yngra en íslenska Bibl- íufélagið, stonfað 1816. Félagið er nýbúið að gefa út nýja út- gáfu af Nýja testamentinu og sem verið er nú að dreifa í stóru upplagi. Þá heimsóttu biskupshjónin ráðuneyti það sem hefur með málefni hinna 36 mótmælenda- kirkna að gera í landinu og áttu þar gagnlegar viðræður við æðstu menn. Deginum lauk síðan með boði til höfuðstöðva kaþólsku kirkjunnar í Varsjá en þar tók biskupinn á móti íslensku bisk- upshjónunum. Á laugardag heimsóttu bisk- upshjónin menningarsafn í Varsjá sem er til husa í fyrr- verandi konungshöll og voru við tónleika sem haldnir voru þeim til heiðurs af kammer- hljómsveit sinfóníuhljómsveit- arinnar í Varsjá. Á sunnudag predikaði biskup íslands við guðsþjónustu í að- alkirkju lúterskra í Varsjá. Mikill mannfjöldi var við mess- una. Biskup lagði út af text; dagsins en fjallaði einnig un samskiptasögu íslands og Pól lands og sögu landanna. Sagai hefur kennt okkur, sagði bisk up í predikun sinni, að þrát fyrir mismunandi stjórnvöh og mismunandi gengi þjóð anna, hefur Guð síðasta orðið. Að lokinni guðsþjónustunn var farið til kirkju þeirra sen séra Popielsky þjónaði en grö hans er þar við hlið kirkjunnar Krikjugarðurinn allur er blóm um skrýddur og pólski fánini yfir leiðinu með áletruninn „Samúð“ skrifuð með letr Samstöðuhreyfingarinnar. Mikill mannfjöldi var þar í bið röð til þess að ganga fram hjí leiðinu í virðingaskyni, en bisk- up átti kyrrðarstund við gröl séra Popielskys. Mikill hlýhugur pólsku þjóð arinnar til Islendinga vai augljós við þessa heimsókn Allir könnuðust við íslenski síldina og ítrekað kom þa? fram í þakkarorðum Pólverja að engin þjóð hafi í rauninni hjálpað Pólverjum meira ! þrenginum þeirra en íslend ingar. Var beðið fyrir innileg- ustu þakkir og kveðjur til ís- lensku þjóðarinnar. Biskupshjónin munu verða Kaupmannahöfn um næsti helgi en þar mun biskup vísit era íslenska söfuðinn í Kaup mannahöfn og predika vi( guðsþjónustu á fyrsta sunnu degi í aðventu í St. Páls kirkj- unni í Kaupmannahöfn þai sem íslenski söfnuðurinn hefui helgihald sitt. (Frétt frá Biakupmtofú.) Kvöldstund með Ashkenazy —eftir Hrafn Gunnlaugsson Hrafn Gunnlaugsson var nýlega á ferð í London og ræddi þá við Vladimir Ashkenazy. Eftirfar- andi pistill er skrifaður upp úr því spjalli. Ég sit ásamt Ashkenazy-hjón- unum á litlum frönskum veit- ingastað, Keats, í miðborg Lund- úna. Það eru liðin nokkuð mörg ár síðan ég ræddi síðast við Ashken- azy, þótt einstaka bréf hafi farið okkar á milli og við ræðst við í síma, þá hef ég ekki spjallað við hann persónulega og í rólegheitum síðan á Listahátíð 1978, þegar við eyddum lunganum úr degi með hinum ágæta tónlistarsnillingi Rostropovich. Hann virðist ekkert hafa breyst, ekki einu sinni elst, og leikur við hvern sinn fingur. — Við búum í frumstæðum bjálkakofa án sima, rennandi vatns eða rafmagns í tvær til þrjár vikur á hverju sumri. Þessi kofi stendur við stöðuvatn norð- arlega í Finnlandi. Við förum þangað saman sem flest úr fjöl- skyldunni. Það er ekkert yndis- legra en safna eldiviði og kynda upp í litla gufubaðinu á vatns- bakkanum, hita sig ærlega upp og hlaupa svo kófsveittur út í vatnið, segir Vladimir Ashkenazy og brosir breitt. Síðan bætir hann við: Sumir hafa svokölluð reyk- gufuböð sem eru ennþá frumstæð- ari, þar brennur eldurinn á hlóð- um og vatninu er skvett á hlóð- arsteinana, þá gjósa upp gufa og reykur svo menn verða kolsvartir um kroppinn og ná varla andan- um. Eg hef ekki lært að meta reykgufuböðin, enda held ég þau hljóti að vera hættuleg fyrir lung- un. Það þarf harðsnúna Finna í slíkt ævintýri. Okkar gufubað er með venjulegri eldstó. Vikurnar við vatnið eru mér dýrmætasti tími hvers árs. Finnar eru yndis- legt fólk, ekki ólíkir íslendingum í mörgu. Ég spyr hvort uppi séu áætlanir um að eyða sumarfríinu á íslandi, en hann hristir höfuðið: Veðrið er of duttlungafullt og ekki á það treystandi. Ég vil vera á norræn- um slóðum f sumarfríinu, með löngum Ijósum nóttum eins og á íslandi. Á þeim slóðum sem við dveljum í Finnlandi er mjög stað- viðrasamt og veðrið hefur ekki brugðist þessar fáu vikur sem ég er laus. Tími minn til útivistar og hvíldar er svo stuttur, og þá er ekki takandi áhættan af rigningu og roki dag eftir dag. En Island býr alltaf innra með mér og á stóran hluta í mér. Finnar eru lif- andi fólk og þeir eiga margar rís- andi stjörnur á sviði óperu, marga mjög efnilega tónlistarmenn. Eg spái þeim mikilli framtíð. Svíar eru líka ágætir en allt öðru vísi, þar er allt fullt af nefndum og nefndanefndum og enginn virðist geta tekið ákvörðun, allir vísa á næsta mann. Svo hermir hann eft- ir Svíum: Just det ... ja sá! og hlær smitandi. Ég spyr hvað hann sé að gera. Alltaf það sama. Ferðast og halda hljómleika, stjórna og spila inn á plötur. Þegar blaðamenn spyrja mig hvað ég sé að gera þessa stundina, svara ég: alltaf það sama. t síðustu viku var ég í Kaupmannahöfn með tónleika, í gær í Hollandi við plötuupptöku, nú er ég hér i Englandi í nokkra daga að stjórna og halda tónleika, eftir þrjá daga fer ég til Sviss og síðan er það Ítalía og Ameríka. Prógrammið er strangt og út- heimtir mikla vinnu og einbeit- ingu. Og síðast en ekki síst reglu- lega hvíld. Þegar við bjuggum á íslandi reyndist mér erfiðast hve flogið er snemma á morgnana frá íslandi. Hver flugdagur var glataður dagur. Sá sem þarf að vakna fimm á morgnana til að fljúga, er ekki upplagður til kon- serthalds sama kvöld og svona óregla átti illa við mig. Þetta er kannski í lagi fyrir þann sem gerir þetta 2—3 sinnum á ári, en í mínu tilfelli var það kannski 30 sinnum og þá fer svona tímasetning illa með mann. Sérstaklega þegar starfið gerir kröfur til ýtrustu ein- beitingar og að maður sé úthvíld- ur. Við ræðum um væntanlega styrktarhljómleika Lundúnafil- harmóníunnar fyrir tónlistarhús á íslandi og hann segir að þeim hljómleikum hafi verið frestað í bili. Tónleika sem þessa þurfi að undirbúa nógu vel af beggja hálfu. Helst þurfi að liggja fyrir hvar húsið eigi að vera og hvenær haf- ist verði handa. Síðan þarf að virkja „sponsors", þ.e. aðilja sem vilja leggja til hússins, og þá reyni á íslensku hliðina, að réttir aðiljar frá íslandi mæti á tónleikana og þeir verði nógu glæsilegir. Við munum halda þessa styrktartón- leika á réttum tíma og vonandi verður þetta hús að veruleika, það væri stórkostlegt. Hvað húsið sjálft snertir þá verður að hugsa djarft og til framtíðarinnar. Há- skólabíó og Hallgrímskirkja eru hús sem geta tekið um og yfir 1000 manns. Nýja tónlistarhúsið þyrfti að geta tekið ekki færri en 1800 manns í sæti svo hægt væri að hýsa þar stórtónleika og hætta að nota Laugardalshöll á Listahátíð. Nýr salur af sömu stærð og Há- skólabíó er ekki það sem þarf. Við ræðum um Listahátíð. Vladimir og Þórunn Ashkenazy. Hann segir að það verði æ erfiðara að halda listahátíðir af þessum gæðaflokki sem Listahátíð i Reykjavík hafi náð þegar hún reis hæst. Það sem hefur gerst er að stjörnurnar hafa hækkað svo óskaplega í verði. Stjörnur sem þið borguðuð 5 þúsund dali 1978 kosta flestar 15 til 20 þúsund dali í dag. Verðið hefur rokið upp, því allir vilja fá topp-stjörnurnar og bjóða þá stórar upphæðir. Sam- keppnin hefur aukist á toppnum. Ég spyr hann hvort hann geti orðið okkur innan handar á Lista- hátíð 1986. Eg ætla að gera það sem ég get til að hvetja góða tónlistarmenn til að fara á Listahátíð 1986, segir hann með áherslu og bætir síðan við: Það er svo mikils virði fyrir land eins og ísland að straumar þess sem best er að gerast erlendis berist til landsins og þar getur Listahátíð haft úrslitaáhrif. Mér verður hugsað til þess að trúlega hefði Listahátíð aldrei orðið að raunveruleika ef ekki hefði notið eldmóðs Ashkenazy og i öll þessi ár, sem hann hefur kom- ið fram á hátíðinni hefur hann alltaf gefið vinnu sína. Og margar stærstu stjörnurnar hafa komið beinlínis fyrir hans orð. — Mér þykir vænt um Listahátíð og vil allt fyrir hana gera. Það væri mik- ið slys að leggja hana niður, en það er ekki nóg að halda listahá- tíð, bara til að halda listahátið. Hátíðina þarf að reka af krafti og setja markið hátt bæði hvað snertir innlenda og erlenda lista- menn. Róðurinn verður þyngri í þetta sinn, en hátíðin hefur líka náð að vekja athygli fyrir góða dagskrá, svo nú er bara að skipu- leggja nógu vel og nógu snemma, og þá spái ég stórri hátíð 1986. Nokkru síðar erum við farnir að ræða um hinar ýmsu kenningar um uppruna íslendinga, hvaðan venjur i íslensku eldhúsi séu komnar, og hvers vegna íslend- ingar hafi varla étið skelfisk um aldaraðir. Hann er greinilega vel heima í þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram. — Kannski komu forfeður þínir utan af stepp- um Rússlands, segir hann við Þór- unni konu sína i striðnistón, og smellir á hana kossi, og kannski er það hluti af skýringunni á þvi hvað ég elska þig mikið. Kvöldið líður hratt og innan tíðar komið fram um miðnætti. Daginn eftir þegar ég hitti elstu dóttur þeirra hjóna, spyr hún á lýtalausri islensku, hvort það sé farið að snjóa heima. Hún segir heima þegar hún talar um Island. Ég á vinkonu i Keflavík sem sendir mér stundum íslenskan lakkrís og ópal. Það er hvergi til eins góður lakkrís og á tslandi, og ópalið er einsdæmi. Þið ættuð að koma þessu á heimsmarkaðinn, betra sælgæti er ekki framleitt, og svo hlær hún þessum smitandi hlátri sem hún hefur greinilega erft frá föður sínum. Hrafu Guuulaugsson er kvik- mvndaleikstjóri og formaður fram- kvæmdastjórnar Listahítíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.