Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
llfofgttir!
| Áskriftarsíminn er 83033
ísland — V-Þýzkaland:
Samkomulag um
viðskiptamáí
Gengið var frá samkomulagi milli
íslands og Sambandslýðveldisins
Þýskalands um viðskiptamál á
þriðjudag.
Með samkomulaginu er felldur
niður viðskiptasamningur milli
landanna frá 1954, sem orðinn var
úreltur vegna viðskiptasamnings
íslands og Efnahagsbandalags
Evrópu.
Er gert ráð fyrir því í samkomu-
laginu að viðskiptamál sem snerta
hagsmuni beggja aðila verði fram-
vegis rædd í sameiginlegri nefnd
sem ríkisstjórnirnar skipa full-
trúa í og koma mun saman þegar
aðilar óska.
Fræðslufund-
ur Geðhjálpar
Félagið Geðhjálp heldur
fræðslufund í kvöld, 29. nóvember,
klukkan 20.30 á Geðdeild Land-
spítalans, kennslustofu á þriðju
hæð. Fjallað verður um sjálfs-
þekkingu, sjálfsöryggi og nám-
skeið fyrir foreldra. Fyrirlesari
verður Álfheiður Steinþórsdóttir,
en umræður og fyrirspurnir verða
eftir fyrirlesturinn.
Myndakvöld hjá
Útivist í kvöld
Ferðafélagið lltivist efnir til
myndakvölds fimmtudagskvöldið
29. nóvember kl. 20.30 að Borgar-
túni 18. Myndakvöldin eru fastur
liður í vestrarstarfsemi félagsins og
eru jafnan baldin einu sinni í mán-
uði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta
myndakvöldið var haldið I síðasta
mánuði og voru þá sýndar myndir úr
Hornstrandaferðum.
Að þessu sinni verða sýndar
myndir úr hálendishring sem far-
inn var í ágústmánuði síðastliðn-
um, en það var vinsælasta sumar-
leyfisferð Útivistar á árinu. M.a.
eru myndir úr Gæsavötnum,
Öskju, Herðubreiðarlindum,
Kverkfjöllum, Hvannalindum,
Hljóðaklettum, Mývanti og Skaga-
firði. Fararstjóri ferðarinnar,
Kristján M. Baldursson, mun út-
skýra myndirnar. Auk þess verða
kynntar næstu ferðir félagsins
þ.á m. aðventu- og áramótaferðir í
Þórsmörk. Allir eru velkomnir að
mæta meðan húsrúm leyfir. Kaffi-
veitingar eru í hléi sem kvenna-
nefnd sér um.
(FrétUtilkynning)
Maxis hillusamstæöan
skapar Hlýlegt
heimili
%
D—i
s
s
NC
ISLENSKUR HÚSBÚNAÐUR
Jólakort FEF
HÉR gefur á að líta nokkur sýn- 6. Á laugardagseftirmiðdag 1. des.
ishorn af jólakortum Félags ein- verður jólamarkaðurinn haldinn í
stæðra foreldra. Þau eru afhent á Traðarkoti og eru félagar beðnir
skrifstofu FEF i Traðarkotssundi að skila munum þangað.
Lionsmenn og börn þeirra störfuðu við pökkun og merkingu á dagatölunum
og er mynd þessi tekin við það tækifæri.
Lionsklúbburinn Freyr:
Bjóða jóladaga-
tölin enn á ný
Lionsklúbburinn Freyr í Reykja- undirbúningi barnanna, en nú
vík, ásamt Lionsklúbbum um allt
land, bjóða enn á ný jóladagatöl
með sælgæti til sölu.
Jóladagatöl eru hluti af jóla-
AXIS
AXEL EYJÓLFSSON
SMIÐJUVEGI 9, SlMI 91 43500
styttist óðum til jóla. Kaupendur
dagatala Lions styrkja klúbbana
í hjálparstarfi peirra, en
Lionsklúbburinn Freyr ráðstaf-
aði stærstum hluta ágóða af söl-
unni fyrir síðustu jól til kaupa á
greiningartæki fyrir hjartadeild
Landspítalans, en auk þess lagði
klúbburinn fleiri aðilum lið, svo
sem fæðingardeild Landspítal-
ans, fötluðum o.fl.
Rikshaw í
Bæjarbíói
Tónleikar verða með hljóm-
sveitinni Rikshaw i Bæjarbíói á
föstudaginn. Það er Tónlistarráð
Flensborgarskóla sem stendur
fyrir tónleikunum. Fyrir viku hélt
hljómsveitin tónleika í Safari við
góðar undirtektir.
10lo o|