Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
43
Gunnar G. Schram um ISAL-samningiim:
Mikill ávinningur
fyrir hinn almenna
raforkumarkað
Gífurlegir fjármunir þegar farnir í súginn
Meginatriði hins nýja viðauka-
samnings við Alusuisse er hækkun
raforkuverðs, sagði Gunnar G.
Schram (S) er hann mælti fyrir
nefndaráliti sjálfstæðismanna í
iðnaðarnefnd neðri deildar um það
mál. Þetta sést bezt af því að tekj-
ur okkar í orkuverði af álverinu á
þessu ári nema 20 milljónum
Bandaríkjadollara en í sköttum 1,6
milljónum dala. Tvö- til þreföldun
orkuverðsins, sem náðst hefur, þ.e.
úr 6,5 millum í 12,5—18,5 mill, er
því mergurinn málsins.
Gunnar G. Schram vakti at-
hygli á nokkrum efnisatriðum,
sem þingmenn yrðu að hafa í
hug, er afstaða væri tekin til
þessa máls:
• Ef hinn nýi samningur hefði
gilt frá sl. áramótum hefði orku-
verð til ÍSAL verið 13,8 mill, skv.
upplýsingum frá Landsvirkjun.
Þá hefði meðalverð til almenn-
ings getað verið 19,8% lægra en
ef orkuverðið til ÍSAL væri
áfram 6,5 mill, eins og það var
unz bráðabrigðasamkomulag var
gert í september á sl. ári.
• Hver vóru áhrif bráðabirgða-
samnings við ÍSAL, sem núver-
andi ríkisstjórn gerði í septem-
ber 1983, stuttu eftir að hún var
mynduð? Þá hækkaði orkuverðið
til ÍSAL þegar um rétt tæp 50%.
Þess vegna hefur verið hægt að
halda orkuverði frá Landsvirkj-
un óbreyttu að krónutölu frá 1.
ágúst 1983, sem þýðir lækkun
raunverðs til almennings um
15%. (Miðað við byggingarvísi-
tölu.)
• Ef hinn nýi samningur, sem
við fjöllum nú um, hefði gilt frá
1979 hefði orkverð til ISAL verið
á bilinu 12,5—16,5 mill (í stað 6.5
milla á Hjörleifstímanum). Við-
bótartekjur Landsvirkjunar frá
ÍSAL á þessum sex árum hefðu
þá numið 55 milljónum dollara,
eða þremur milljörðum og tvö
hundruð milljónum króna með
vöxtum talið, þ.e. 530 m.kr. á ári.
Hér er verið að tala um gífurlega
mikla fjármuni sem fara lang-
leiðina í verðgildi nýrrar virkj-
unar, eða tvöfalda fjárhæð sem
þarf til að setja varanlegt slitlag
á hringveginn allan, eða andvirði
2.000 nýrra íbúða.
• Viðbótartekjur, vegna hins
nýja samnings, næstu fimm ár-
in, geta orðið 2.300 m.kr., miðað
við líklega þróun álverðs.
Gunnar G. Schram
• Kostnaðarverð orku frá Búr-
fellsvirkjun til stóriðju er nú 8,4
mill en frá öllum virkjunum
Landsvirkjunar 9,6 mill til stór-
iðju, en 12,7 mill ef allt flutn-
ingskerfi landsins er reiknað inn
í dæmið.
Þessi samningur er því veru-
legur áfangi sem ber að stað-
festa.
AIMAGI
Fjárlög 1985
Innlausnarverð
spariskírteina:
4,4
milljarðar
króna
ÁÆTLUÐ sala spariskír-
teina ríkissjóðs 1985 er hóf-
legri en á líðandi ári eða 550
m.kr. „Hitt er áhyggjuefni,"
sagði fjármálaráðherra í
fjárlagaræðu, „að innlausn
eidri bréfa getur orðið svo
milljörðum skiptir. Heildar-
innlausnarverð útgefinna
spariskírteina nam í lok
september 4,4 milljörðum
króna, þar af eru einungis
um 600 m.kr. sem eru kröfu-
hæfar eftir árslok 1985. Sú
innlausn sem á ríkissjóð get-
ur fallið fram til áramóta í
ár og á næsta ári nemur því
alls um 3,8 milljörðum
króna.“
I fjárlagafrumvarpi 1985
eru áætlaðar 650 m.kr. til
innlausnar spariskírteina.
„Hér ríkir mikil óvissa og
augljóst að mikill vandi get-
ur steðjað að ríkissjóði ef
ekki kemst meira jafnvægi á
fjármagnsmarkaðinn en nú
er.“
I kvöld:
Útvarp um ál
Frumvarp til staðfestingar á ræðu í síðari þingdeild (efri
samningi um hækkað raforku- deild) í kvöld. Umræðunni verð-
verð til ÍSAL úr 6,5 millum í ur útvarpað að kröfu Alþýðu-
12,5—18,5 mill, og sátt um eldri bandalagsins.
deilumál kemur til þriðju um-
Erlendar fjárfest-
ingar hérlendis
Nýr þingmaður
Magðalena Margrét Sigurð-
ardóttir, Isafirði, hefur tekið
sæti á Alþingi í veikindafjarveru
Ólafs Þ. Þórðarsonar (F). Hún
hefur ekki setið á þingi áður.
Fjárlög
Frumvarp til fjárlaga fyrir
komandi ár var formlega af-
greitt til fjárveitinganefdar í
gær. Það kemur væntanlega til
annarrar umræðu um miðjan
næsta mánuð, en til stendur að
afgreiða fjárlög næsta árs áður
en þingmenn halda í starfshlé
yfir jól og áramót.
Erlend fjárfesting í
atvinnufyrirtækjum
Bjöm Líndal (F) flytur tillögu
til þingsályktunar, þess efnis, að
ríkisstjórnin „láti semja frum-
varp til laga um fjárfestingar
erlendra aðila hér á landi. Verk-
efnið verði falið nefnd sem sé
skipuð fulltrúum allra þing-
flokka...“.
I greinargerð er bent á að
nýsköpun íslenzks atvinnulifs
hljóti að byggjast að hluta á er-
lendu fjármagni. Greiðslubyrði
erlendra láni nemi þegar 23%
útflutningstekna þjóðarinnar.
Kanna þurfi, hvort heppilegt sé
að erlent áhættufé taki þátt i at-
vinnuuppbyggingu hér á öðrum
sviðum en stóriðju. Nauðsynlegt
sé að setja lög um þetta efni.
Atvmnuréttindi
starfsstétta
Samgönguráðherra hefur lagt
fram stjórnarfrumvörp: 1) um
atvinnuréttindi skipstjórnar-
manna á islenzkum skipum, 2)
um atvinnuréttindi vélfræðinga,
vélstjóra og vélavarða á íslenzk-
um skipum.
Neðri deild afgreiddi í gær til
nefndar frumvarp um lögvernd-
un á starfsheiti kennara.
Bjórinn í nefnd
Frumvarp um heimild til
bruggunar og sölu meðalsterks
öls gekk til nefndar í neðri deild
í gær.
Nýtt fiskverð
í sjónmáli
Stjórnarfrumvarp um Verð-
lagsráð sjávarútvegsins, þ.e.
ákvörðun fiskverðs fyrr en regl-
ur standa til, vegna breyttra að-
stæðna, var samhljóða samþykkt
í efri deild Alþingis. Það verður
væntanlega tekið til meðferðar á
næsta fundi neðri deildar.
FULL
VERÐ-
TRYGGING
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
• FYRIRHAFNARLAUS
• ÁN ALLRAR ÁHÆTTU
• 8% FASTIR VEXTIR
• RÍKULEG ÁVÖXTUN
Með spariskírteinum í 3. ílokki 1984 sem
nú eru til sölu býður Ríkissjóður betri
ávöxtun en flestir aðrir á markaðinum.
KYNNIÐ YKKUR VEL
KJÖR SPARISKÍRTEINA
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS