Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
SATT-plöturnar þrjár
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Nokkuð er nú um liðið frá því að
3ATT, Samtök alþýðu tónlistar-
nanna og tónskálda, sendi frá sér
lafn þriggja hljómplatna með
’fni, sem varla hefði fengið tæki-
færi á að komast á plast nema
fyrir tilstilli samtakanna. Á plöt-
jnum þremur eru 31 lag og að
jjálfsögðu er afreksturinn mis-
jafn. Plöturnar eru þó þannig sett-
ar upp, að hver þeirra verkar sem
nánast sjálfstæð eining og verður
því fjallað um hverja fyrir sig í
3tuttu máli hér að neðan.
Danny Joe Brown Band
Danny Joe Brown Band
Epic
Rétt er að taka það fram áður
en lengra er haldið í þessum
dómi að umrædd plata er hreint
ekk ný af nálinni, heldur nærri
þriggja ára gömul. Þar sem hana
hefur hins vegar ekki rekið á
fjörur mínar fyrr en nú finnst
mér full ástæða til þess að fjalla
aðeins um hana.
Danny Joe Brown er söngvari
þessa flokks og hóf reyndar upp-
haflega feril sinn innan veggja
Molly Hatchet, kunnrar suður-
ríkjarokksveitar. Eftir tvær
plötur með þeim flokki var skipt
um söngvara — aðdáendum
Molly Hatchet til mikillar furðu
— og við tók Jimmy nokkur Far-
rar. Danny Joe stofnsetti hins
vegar eigin sveit og skírði hana í
höfuðið á sjálfum sér. Síðar
sneri hann aftur í raðir Molly
Ýmair flytjendur
Satt-1
SATT
Stjarna þessarar plötu er í mín-
um huga Sverrir Stormsker og það
nokkuð auðveldlega. Þó eru á plöt-
unni mörg góð lög. Lag Sverris, Ég
bið þig frá okkur til beggja, er
ekki aðeins fallegt lag, heldur er
það ágætlega sungið og textinn
bráðsmellinn.
Af öðrum lögum á þessari plötu
finnast mér Rósir og lof eftir Ág-
úst Ragnarsson, Hvar er friður
eftir Bergþóru Árnadóttur og
Steinsteypurómantík eftir Ingva
Kormáksson vera best. Lag Ág-
ústs ber þess glögglega merki að
þar fer rokkari af eldri skólanum.
Lag hans, Rósir og lof, er sterkt en
Hatchet og söng m.a. á nýjustu
plötu þess flokks.
Það verður að segjast eins og
er að þessi eina sólóplata Danny
Joe Brown sver sig eins rækilega
í ætt við Molly Hatchet og frek-
ast er kostur. Lagasmíðarnar
eru ákaflega keimlíkar og allur
hljóðfæraleikur er ákaflega suð-
urríkjalegur. Þetta kunna að
hljóma sem ósannfærandi um-
mæli um hljómsveit en fyrir
unnendur suðurríkjarokks er
þetta nokk sama.
Þessi plata Danny Joe Brown-
-flokksins er um flest fyrirtaks-
gripur. Lögin eru góð, hljóðfæra-
leikurinn ágætur en það er helst
að hljómgæði plötunnar séu
fyrir neðan meðallag. Undarlega
matt „sánd“ á öllu. Hvað um það,
Danny Joe Brown getur vel við
þetta uppátæki sitt unað þótt
aldrei verði um hann sagt að
hann hafi tekið upp frumlegheit-
in á kostnað einhvers annars.
þó hefði mátt vanda sönginn betur
í upphafi þess. Lagið hennar Berg-
þóru er mjög gott og textinn hefur
að geyma boðskap, sem okkur ætti
öllum að vera ofarlega í huga.
Lagið hans Ingva er ljómandi
ágætt og kemur mun betur út en
hitt framlag hans á plötunni, Des-
embersíðdegisblús, enda syngur
hann ekki sjálfur.
Úr því að ég minnist á innihald
textans hennar Bergþóru má ekki
gleyma Halldóri Fannar. Hann
gat sér gott orð á Rimlarokkplöt-
unni, sem kom út 1982, en hafði
áður leikið i fjölda sveita. Halldór
hefur einstakt lag á að semja ein-
læga texta, sem hafa einhvern
boðskap. Ég er ekki tiltakanlega
hrifinn af lögunum hans en það er
bara minn smekkur. Textarnir eru
hins vegar góðir.
Ýmsir flytjendur
Satt-2
SATT
Allar eiga plöturnar þrjár frá
SATT sínar stjörnur. Á Satt-2 eru
það án nokkurs vafa Eiríkur
Hauksson og Magnús Þór Sig-
mundsson, sem standa upp úr. Lag
Magnúsar, Poetry, er einkar lag-
legt og söngur hans sömuleiðis.
Hann sýnir hér enn eina hlið á sér
og er án efa einhver allra fjölhæf-
asti „poppari" þessarar þjóðar.
Eiríkur á ekki lagið sem hann
syngur, heldur kunningi hans, en
söngur rauðhærða rokkarans er á
þann veg að maður fær gæsahúð
af að hlusta á lagið. Þarna fer
rokksöngvari sem kann sitt fag.
Annars hafði ég sennilega einna
mest gaman af þessari plötu —
mest fyrir þá sök að lögin eru vel
flest í hressari kantinum. Þó eru
þarna tvö bræðingslög, sem ég
kann ekki alveg að meta. Það
vantar ekki, að þau eru ágæt í
flesta staði en mér finnst þau
minna allt of mikið á Mezzoforte
og það er alveg nóg að hafa hana.
Éinar Vilberg kemur hér aftur
fram á sjónarsviðið eftir langt hlé
með Iagið That’s all. Nokkuð snot-
urt og með því betra, sem ég hef
heyrt frá honum. Á undan honum
kyrjar Máni Svavarsson (DRON)
lagið Allright. Mér finnst það ekki
neitt til að taka kollhnis og þykist
vita að Máni getur betur. Á hinni
hliðinni er lag Sævars Magnús-
sonar, Living to fa.ll, ágætt en líð-
ur aðeins fyrir matt „sánd“. Þar á
undan er Creature — hresst lag.
Ýmsir flytjendur
Satt-3
SATT
Óneitanlega stingur Satt-3 dá-
lítið í stúf við hinar plöturnar,
sem komu út í sama pakka. Sum
laganna eru bráðskemmtileg að
mínu viti og vafalítið er þessi
plata sú frumlegasta af þeim öll-
um — án þess þó hér sé um neinar
byltingar í íslensku tónlistarlífi að
ræða.
Grafík ríður á vaðið með vél-
mennið sitt, Robotinn, og finnst
Talk Talk
It’s My Life
EMI/ Fálkinn
Gamli risinn EMI virðist sem
óðast vera að braggast eftir að
hafa setið gersamlega eftir þegar
nýbylgjan hóf innreið sína fyrir
svona fjórum árum. Eftir að hafa
verið leiðandi fyrirtæki um langt
árabil sátu EMI-menn skyndilega
uppi eins og nátttröll úr takt við
tímann. Þetta hefur breyst mjög.
Talk Talk er nú eitt af trompum
þessa plötuveldis.
Mér fannst ekki tiltakanlega
mikið til þessarar plötu Talk Talk
koma þegar ég heyrði hana fyrst.
Veigraði mér eiginlega alltaf við
að hlusta á hana til hlítar með
umfjöllun fyrir augum. Undan því
varð þó ekki komist og loksins
þegar ég gaf mér tíma til þess að
hlusta á plötuna varð ég undrandi
í meira lagi.
mér ég oft hafa heyrt Grafík gera
betri hluti. Qtzjí, Qtzjí, Qtzjí fylg-
ir á eftir með Tímabundið von-
leysi. Lag sem er mjög í anda Þeys
en „sándið" enn grautur. Sama
vandamál herjar á Tappa Tíkar-
rass í Sperglum. Gott lag en
hljómurinn ægilegur. Þarna á
milli er Henry — hið ágætasta
lag. Ég er aumingi, í lok fyrrihlið-
ar, er sömuleiðis ágætt. Flutt af
Þarmagustunum.
Síðari hliðin hefst á Part Magn-
úsar Guðmundssonar (áður m.a. í
Þey). Dálítið dulúðlegt lag í flutn-
ingi Með nöktum, en þannig er
Magnús. Bylur fylgir á eftir með
Rugl, ágætis framlag, en síðan fer
þrettándinn að þynnast. Lögin,
sem á eftir koma, eru ekki neitt til
að æsa sig yfir flest hver. Lokalag-
ið, 14.40, er þó nokkuð smellið ef
lag skyldi kalla.
Ekki aðeins hafði ég tekið al-
gerlega skakkan pól í hæðina í
öndverðu með því að heykjast á
því að skrifa um plötuna lengi vel
heldur kom hún mér svo rækilega
á óvart loks þegar á hana var
hlýtt, að mér er til efs að þetta
herrans ár 1984 hafi fært mér
óvæntari glaðning. (Það er helst
að tölva Happdrættis Háskólans
hafi slegið henni við er hún
skenkti mér vinning í byrjun árs,
vafalítið fyrir algeran misskilning.)
Á bak við vandaðan söng Mark
Hollis standa vel uppbyggð,
skemmtilega spiluð og laglega út-
sett lög. Það er kannski ekki að
undra eftir allt saman að tvö lög
af þessari plötu, It’s My Life, sem
er virkilega gott, og Such A
Shame, hafi náð vinsældum. í
mínum eyrum er Talk Talk dæmi
um einkar vel heppnaða hljóm-
sveit, sem leikur nútímapopp eins
og það gerist hvað allra áheyri-
legast. Kaupið hana þessa.
Ekki frumlegur en
skemmtilegur
Óvæntur
glaðningur
Gömlu lummurnar — 6
Elementary, minn kæri Watson
Snillingurinn og andstæða hans — Nigel Bruce og Basil Rathbone sem
Watson læknir og Sherlock Holmes.
Myndbond
Árni Þórarinsson
Hvaó eiga Forrest Holger-Mad-
sen, Harry Benham, William Gill-
ette, John Barrymore, Eille
Norwood, Carlyle Blackwell, Clive
Brook, Arthur Wontner, Raymond
Massey, Robert Rendel, Basil
Rathbone, Peter Cushing, Christo-
pher Lee, John Neville, Douglas
Wilmer, Ronald Howard, Robert
Stephens, Nicol Williamson og
Chrístopber Plummer sameigin-
legt? — Elementary, minn kæri,
þeir eru allir leikarar sm hlotnast
befur sá heiður að leika konung
einkaspæjaranna, Sherlock Holm-
es, í kvikmyndum og vantar þó
mörg nöfn enn í rununa.
Fáar ef nokkrar aðrar persón-
ur úr bókmenntum hafa orðið
uppistaða jafn margra kvik-
mynda og þeir félagar, Holmes
og doktor Watson, — ekki aðeins
í heimalandi höfundar, Eng-
landi, heldur í Danmörku,
Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Ástæðan er elementary: Þessar
persónur eru hrein snilld. Hinn
alvitri en undarlega mannlegi
rökhyggjumaður og kumpáni
hans, læknirinn elskulegi og
svolítið einfaldi, glíma þeirra við
fulltrúa hins illa á þokusveipuð-
um strætum Lundúna á tímum
Viktoríu drottningar, — þetta
sköpunarverk Sir Arthurs Con-
an Doyle er listilega unnin af-
þreying.
Þeir Holmes og Watson hafa
farið betur út úr samskiptum
sínum við kvikmyndagerðar-
menn en flestar aðrar frægar
bókmenntapersónur. Þótt oft
hafi verið farið út fyrir sögur
Conan Doyle og ný ævintýri ort
um þá félaga hefur það yfirleitt
verið gert af trúmennsku við
efni og anda. Stundum hafa
menn reynt að gera gys að þess-
um elskum, en slíkar paródíur
hafa ofast snúist upp i and-
hverfu sína.
Fyrri hluti nafnarununnar hér
að ofan er trúlega flestum lítt
kunnur. Sherlock Holmes-
myndir frá því fyrir 1940 eru
sjaldséðar nú orðið. Vitað er að
strax upp úr aldamótunum 1900
voru Ámeríkanar byrjaðir á
stuttum einnar spólu myndum
um Holmes, og 1908 voru frænd-
ur okkar Danir komnir af stað
með tólf slíkar stuttmyndir, þar
sem fyrstnefndur Forrest
Holger-Madsen var í aðalhlut-
verki. Þessar gömlu Holmes-
myndir frá fyrri hluta aldarinn-
ar finnast varla annars staðar
nú orðið en á kvikmyndasöfnum
eða stöku hátíðum. Við getum þó
nánast gengið út frá því að í
þessum myndum öllum sé Sher-
lock Holmes hávaxinn og grann-
ur, skarpleitur og skýr til augn-
anna og tottar stóra bogna pípu;
Watson aftur á móti feitlaginn
og frekar klaufalegur. Þetta er
ímynd þeirra félaga bæði fyrr og
síðar, þótt hver nýr leikari hafi
lagt sínar áherslur í túlkuninni.
Mennirnir sem stærstan þátt
eiga í sköpun þessarar ímyndar
eru Basil Rathbone og Nigel
Bruce sem léku Holmes og Wat-
son í alls fjórtán kvikmyndum í
Hollywood á tímabilinu 1939 til
1946. Tvær fyrstu myndirnar,
The Hound of the Baskervilles
og The Adventures of Sherlock
Holmes, voru, eins og lög gera
ráð fyrir, sviðsettar á stílfærð-
um Viktoríutíma, en hinar tólf í
samtímanum. Þótt það sé auð-
vitað hæpinn greiði við áhorf-
endur að slíta þannig kyrfilega
„gamaldags“ persónur út úr
samhengi sínu og skella þeim
inn í London fimmta áratugar-
ins tókst þeim Rathbone og
Brnce að halda reisn og mynd-
irnar urðu sumar ágæt skemmt-
un. Á íslenskum myndbanda-
markaði gefst kostur á að kynn-
ast þessum frægustu túlkendum
spæjarans og læknisins á
tveggja mynda spólu sem hefur
að geyma sýnishorn beggja
gerða, — The Adventures of
Sherlock Holmes, sem er af
gömlu sortinni, og Sherlock
Holmes and the Voice of Terror,
sem tilheyrir þeirri „nýju“.
The Adventurs of Sherlock
Holmes er byggð á leikriti
bandaríska leikarans William
Gillette frá því fyrr á öldinni,
þar sem segir frá glímu Holmes
og Watsons við erkióvininn og
glæpaséníið Moriarty prófessor.
Lengi framan af má ekki á milli
sjá hvor verður ofaná, fulltrúi
hins góða eða hins illa, en Mori-
arty tekst að afvegaleiða Holmes
á meðan hann undirbýr „glæp
aldarinnar", þ.e. að ræna dýr-
gripum bresku krúnunnar úr
Tower of London. Þetta er nú
ekki mjög rökheldur söguþráður,
en myndin er barmafull af nota-
legum, gömlum sjarma, þar sem
myndataka Leon Shamroy legg-
ur til andrúmsloftið og Rath-
bone, Bruce og George Zucco í
hlutverki Moriarty sjá um
skemmtilegan leik. Hallærisleg-
ir ungir elskendur, afar illa
leiknir af Ida Lupino og Alan
Marshall, ná ekki að eyðileggja
það sem hinir þrír byggja upp.
Sérstaklega er gaman að sjá
Rathbone, þann mikilhæfa leik-
ara, bregða sér í gervi kabarett-
söngvara- og dansara í einu at-
riðanna, og Bruce er óborgan-
lega aulalegur Watson án þess
þó að gera hann að marklausum
trúði.
Sherlock Holmes and the
Voice of Terror, fyrsta „sam-
tíma“ Holmes-myndin, gerð í
miðju stríðinu 1941, er í eðli sínu
skammarleg misnotkun á þessu
indæla pari í þágu áróðurs. Þar
eru þeir Holmes og Watson látn-
ir takast á við leynilegar málpíp-
ur nasista í London. En myndin
heldur fjandakornið athyglinni
og fyrirgefst margt, og er það
ekki síst aðalleikurunum að
þakka.
Þetta er úrvals afþreyingar-
spóla til minningar um gamlar
kempur. Og í lokin má geta þess
að vilji menn kynnast nýjustu
útfærslunni á Holmes og Wat-
son, þá býður a.m.k. ein mynd-
bandaleiga í Reykjavík upp á
Baskervillehundinn í einkar
rennilegri og frísklega tekinni
mynd, sem leikstýrt er af Dougl-
as Hickox og hefur enska leikar-
ann Ian Richardson í hlutverki
spæjarans mikla.
Stjörnugjöf:
IV Adventnres of Sherloek Holmes
Sherlock Holmes ud the Voiee of Terror **
The lloond of the Basketrilleti *<r<r