Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 50
50___________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984_
Apavatnsför og
Sighvatur Sturluson
— eftir Ólaf
Guðmundsson
íslendingasaga Sturlu Þórðar-
sonar hefst með andláti afa hans
Hvamm-Sturlu, árið 1183, og nær
fram yfir miðja þrettándu öld. Að-
alefni hennar er innbyrðis barátta
höfðingja um auð og völd, en þar
ber einna hæst tilraun Sturlu Sig-
hvatssonar til að koma íslandi
undir vald Hákonar konungs Há-
konarsonar. Þeirri viðleitni lauk
með Örlygsstaðafundi, sem kunn-
ugt er.
Enginn vafi er á því að hin svok-
allaða Apavatnsför, sem hefur
verið talin eitt mesta óheillaverk
Sturlungaaldar,1* réð einna mestu
um rás viðburðanna.
Jón Jóhannesson taldi að Sig-
hvatur Sturluson hefði frá upp-
hafi verið mótsnúinn valdaáform-
um Sturlu21 og aðrir fræðimenn
hafa ekki andmælt þessu áliti.
Sighvatur hefði enga aðild átt að
ferð Sturlu suður á land, og að
þeir feðgar hafi engar leynilegar
ráðagerðir haft um þessa för. Sig-
hvatur hefði verið þessu ferðalagi
andsnúinn og gert sér ferð norðan
frá Grund í Eyjafirði vestur að
Sauðafelli til að telja Sturlu ofan
af þessu.31
Eg tel mig geta sýnt fram á með
nokkrum rökum, að þessi skilning-
ur sé hæpinn.
Það er ýmislegt, sem réð því að
ég fór að skoða þetta mál frá öðru
sjónarhorni, ekki síst það hvernig
sagan segir frá undanfara hinnar
örlagaríku Apavatnsfarar, vorið
1238. Mér virðist frásögnin beri
það með sér á köflum, að þar sé
ekki allt sem sýnist, annað búi
undir.
Reyndar er það alkunna, að
Sturla Þórðarson er snillingur í
því, að láta atburði og samtöl
varpa ljósi á það, sem undir býr.
Hann hefur einnig glöggan skiln-
ing á því, hvað sé frásagnarvert til
að gefa bendingu um rök viðburð-
anna, — og til að boða stór tíðindi.
Áður en ég rökstyð mál mitt
nánar, þykir mér rétt að rifja
stuttlega upp hvernig valdaáform
Sturlu Sighvatssonar voru tilkom-
in, og hvar þau voru á vegi vorið
1238.
{ Hákonar sögu gamla segir, að
Sturla hafi komið til Noregs úr
Rómar-för sinni haustið 1234 og
fundið Hákon konung í Túnsbergi.
Töluðu þeir margt um veturinn, og
svo fór að þeir sömdu með sér að
Sturla skyldi koma íslandi undir
konung:
„og eiga slíkra launa von af hon-
um, sem honum þætti verðugt“.4)
Haustið 1235 kemur Sturla út,
og dvelur þá um veturinn á Grund
hjá Sighvati föður sínum. Víst má
telja að Sturla hafi sagt honum
frá leynisamningi þeirra Hákonar
konungs. Hinsvegar er örðugra að
geta sér þess til, hvernig Sighvat-
ur hefur brugðist við þessu. Hér
verður að geta í eyðurnar. f þessu
sambandi verður að hafa í huga að
Sighvatur dáði þennan glæsilega
son sinn. Það kemur víða berlega í
ljós. Nefna má að Sighvatur fær
Sturlu mannaforráð í Dölum og bú
á Sauðafelli, þegar hann er tutt-
ugu og tveggja ára, og tekur hann
fram yfir Tuma, sem var eldri.
Allar líkur eru á því, að þennan
vetur hafi áform Sturlu tíðum
borið á góma hjá þeim feðgum;
þeim hefur gefist gott tóm að
ræða undirmál Sturlu við konung,
og hvernig þeim yrði best fram
komið.
Ýmislegt bendir til að Sturla
hafi tekist að telja föður sinn á að
veita sér stuðning í þessu máli,
sbr. síðar. Til styrktar þeim skiln-
ingi, má minna á, að þess eru
dæmi að foreldrar láti tilleiðast að
taka þátt í meingölluðum fyrir-
ætlunum barna sinna, gegn betri
vitund. Auk þess er það ósenni-
legt, að Sturla hefði dvalið heilan
vetur á Grund, hafi Sighvatur ver-
ið algjörlega fráhverfur fyrirætl-
unum hans.
Ef þetta er haft að forsendu,
þarf ekki að fara í grafgötur um
það, að þennan vetur hafi þeir
feðgar ráðið ráðum sínum. Það má
líka telja nokkuð víst, að þeir hafi
velt því mikið fyrir sér, hvernig
unnt væri að villa fyrir öðrum
höfðingjum um það, að hverju væ-
ri stefnt. Áform Sturlu hefðu ver-
ið dauðadæmd, væru þau fyrir-
fram kunn.
Pálmasunnudag 1236 fara þeir
feðgar að Snorra Sturlusyni,
hrekja hann frá ríki sínu og ræna
hann þeim eignum, er hann átti
vestanlands. Haft var að yfir-
varpi, að Snorri yrði að bæta fyrir
þau illvirki og skaða, sem Órækja
sonur hans hafði gert á ríki
Sturlu, meðan hann var erlendis.51
Snorri hafði áður sent tvo menn,
án árangurs, norður á fund þeirra
feðga með sættaboð; það bendir til
að tilgangurinn hafi verið að flæ-
ma Snorra úr ríki sínu, en ekki
krafa um skaðabætur. Ekki verður
annað séð, en að Sighvatur hafi
gengið glaður til þessa leiks, þótt
bróðir hans ætti í hlut. Þetta sýnir
einnig ótvírætt, að hafi Sighvatur
verið andvígur valdaáformum
Sturlu, var honum það í lófalagi,
að stemma stigu fyrir þeim í upp-
hafi, með því að synja Sturlu um
stuðning gegn Snorra. Víst má
telja, að þótt Snorri hafi verið
fastur á fé, þá hafi hann þegar hér
var komið söeu verið fús að bæta
fyrir illvirki órækju.
Árið síðar, 1237, fer Sturla að
Þorleifi í Görðum, frænda sínum;
berst við hann í Bæ í Borgarfirði,
og neyðir hann til utanfarar. Á
Bæjarfundi var Sighvatur ekki
þátttakandi.
Sturla hafði setið í búi Snorra í
Reykholti í eitt ár, en eftir Bæj-
arfund selur hann jörðina í hend-
ur Þorláki Ketilssyni, og flytur
sjálfur aftur búferlum að Sauða-
felli. Þorlákur hafði búið í Hítar-
dal og fóstrað Sturlu ungan, en bjó
nú á Kolbeinsstöðum ásamt Katli
syni sínum, sem var kvæntur
Halldóru, alsystur Gissurar Þor-
valdssonar. Tengsl þeirra feðga
við Haukdæli voru því mjög náin,
en það hentaði vel í þeim ráða-
gerðum, sem framundan voru og
ég vík að síðar.
Eftir Bæjarbardaga var Sturla
allsráðandi vestan lands, frá
Bláskógaheiði, en Sighvatur faðir
hans réð Eyjafirði og nærliggj-
andi sveitum. Höfðu þeir feðgar
meira ríki en hér voru áður dæmi
til.
Ekki þarf að efa, þótt þess sé
ekki getið í rituðum heimildum, að
Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn
ungi hafi haft þungar áhyggjur af
vaxandi veldi Sturlu Sighvatsson-
ar. Líklegt má telja, að boð hafi
gengið á milli þeirra þessa vor-
daga 1237.
Það var því brýn nauðsyn fyrir
Sturlu, ef áform hans áttu ekki að
renna út í sandinn, að koma í veg
fyrir að Gissur og Kolbeinn gerðu
með sér bandalag og gripu til
vopna, af ótta við yfirvofandi
hættu. Enda hefur Sturlu verið
ljóst, að hann skorti bolmagn gegn
sameinuðum herafla Ásbirninga
og Haukdæla, sem síðar kom á
daginn. Á hinn bóginn er senni-
legt, að þeir frændur, Gissur og
Kolbeinn, hafi ekki talið mikla
hættu stafa af Sturlu einum.
Það skipti því miklu, ef unnt
væri að slá ryki í augu þeirra
frænda með því að sannfæra þá
um að Sturla nyti ekki lengur lið-
semdar föður síns, og að Sighvat-
ur hafi verið andvígur aðför
Sturlu að Þorleifi í Görðum.
Þessvegna hallast ég að því,
þegar Sturla skömmu eftir Bæj-
arfund ríður norður á fund föður
síns, þá sé það í þeim tilgangi að
láta það berast út, að upp hafi
komið sundurþykkja milli þeirra
feðga, sem útiloki frekari stuðning
Sighvats við Sturlu.
Þá er komið að frásögninni um
orðræður þeirra feðga í skálanum
á Grund, sem er alþekkt listaverk,
og ég tel vera leikþátt settan á
svið af Sighvati — í blekkingar-
skyni.
Sagan segir:61
„Sturla fór um várit norður til
Eyjafjarðar at finna Sighvat, föð-
ur sinn.
Hann tók við honum allvel og
var margtalað um bardagann í Bæ
og þó með eljaraglettu nokkurri.
Hann spyrr þá Sturlu: „Hefir
þar enn bardagi hjá yðr verit,
frændi?"
„Svá létum vér,“ kvað Sturla.
„Skammt hefir þat él verit,"
segir Sighvatr.
„Eigi þótti oss allskammt," seg-
ir Sturla.
„Allmjök þykkist þú nú upp
hafa gengit," segir Sighvatr, —
„þat er svá auðsét."
„Hví mun eigi svá þó?“ kvað
Sturla og svaraði við þrosu, „en
ekki hefi ek þar orð á gert.“
Þá mælti Sighvatr: „Bú muntu
nú ætla at efna, frændi, er mér er
sagt, at þú hafir af höndum látit
Reykjaholt. Sér þú nú ok ofsjónum
yfir flestum bústöðum, — eða
hvar skal staðfestu fá, þá er þér
þykkir sæmilig?"
„Þik læt ek nú allt at gera,“ seg-
ir Sturla.
„Ekki er um fleiri at leita en
tvá,“ segir Sighvatr, „þegar frá
eru teknir biskupsstólarnir. Er
þar annar Oddastaður, en annar
Möðruvellir í Hörgárdal. Þeir eru
bústaðir beztir ok munu þér
þykkja einskis til miklir."
„Þessir líka mér báðir vel,“ segir
Sturla, „en eigi ætla ek þá lausa
liggja fyrir.“
„Margs þarf búit við, frændi,"
segir Sighvatr. „Ráðamann þyrftir
þú ok ráðakonu. Þessir menn
skyldi vel birgir ok kunna góða
fjárhagi. Þessa menn sé ek gerla.
Þat er Hálfdan, mágr þinn, á
Keldum ok Steinvör, systir þín.
Þessi starfi er þeim fallinn í bezta
!agi.“
Þá svarar Sturla: „Þessa er víst
vel til fengit."
Þá þarftu, frændi, smalamann
að ráða í fyrra lagi,“ segir Sig-
hvatr. „Hann skyldi vera lítill og
léttr á baki, kvensamr ok liggja
löngum á kvíagarði. Þann mann sé
ek gerla. Þat er Björn Sæmund-
arson. En fylgðarmenn skal ek fá
þér, þá er gangi út ok inn eftir þér.
Þat skulu vera bræðr þínir, Þórð-
ur krókr ok Markús."
Sturla kvað bræðrum sínum þat
vel mundu fara.
„Margs þarf búit við, frændi,"
segir Sighvatr. „Þá menn þyrftir
þú ok, sem hefði veiðifarir ok væri
banghagir nökkut, kynni at gera
at skipum ok því öðru, er búit
þarf. Þessa menn sé ek gerla. Þar
eru þeir frændr þínir, Staðar-
Böðvarr og Þorleifr í Görðum."
Sturla lét sér fátt um finnast ok
lézt þó ætla, at þeir væri báðir vel
hagir.
„Svá er ok, frændi,“ segir Sig-
hvatr, — „þá menn þarftu, er vel
kunnu hrossa at geyma ok hafa
ætlan á, hvat í hverja ferð skal
Ólafur Guðmundsson
„Sighvatur Sturluson er
án efa einn ógleyman-
legasti einstaklingurinn
sem fram kemur í Sturl-
ungu. Hann hefur verið
töfrandi persónuleiki,
gamansamur og glett-
inn, en jafnframt djúp-
vitur undirhyggjumaður.
í frásögninni hér að
framan rísa hæst per-
sónueinkenni Sighvats,
þar sem skiptist á
glettni og alvara. Þar
segir Sighvatur í hverju
orði að hverju stefnt sé,
— að Sturlu einum séu
öll ráð ætluð.“
hafa. Þessa menn sé ek gerla. Þat
er Loftr biskupsson ok Böðvarr í
Bæ.“
„Engi ván er mér þessu,“ segir
Sturla, „at allir menn þjóni til
min, ok er slíkt þarflausutal."
„Nú er ok fátt mannskipanir
eftir, þat er þykkir allmikla nauð-
syn til bera,“ sagði Sighvatr, „en
þá menn þarftu, er hafi atdráttu
ok fari í kaupstefnur ok til skipa,
skilvísa ok skjóta í viðbragði ok
kunni vel fyrir mönnum at sjá ok
til ferða at skipa. Þessa menn sé
ek gerla. Þat er Gizurr Þorvalds-
son ok Kolbeinn ungi.“
Þá spratt Sturla upp ok gekk út.
En er hann kom inn, brá Sig-
hvatr á gaman við Sturlu — ok
tóku þá annat tal.
Sturla dvaldist þar þá eigi lengi
ok reið heim til Sauðafells."
Sighvatur Sturluson er án efa
einn ógleymanlegasti einstakling-
urinn sem fram kemur í Sturl-
ungu. Hann hefur verið töfrandi
persónuleiki, gamansamur og
glettinn, en jafnframt djúpvitur
undirhyggjumaður. I frásögninni
hér að framan rísa hæst persónu-
einkenni Sighvats, þar sem skipt-
ist á glettni og alvara. Þar segir
Sighvatur í hverju orði að hverju
stefnt sé, — að Sturlu einum séu
öll ráð ætluð.
Benda má á, að sagan greinir
víðar frá ólíkindalátum Sighvats.
Nefna má viðbrögð hans, er
Sturla, þá átján vetra, særir einn
besta bónda í Eyjafirði, Þorvarð í
Miklagarði. En sagan segir, að
þegar Sighvatur kom heim og
frétti um verknaðinn, hafi hann
orðið ofsareiður og hótað Sturlu
brottrekstri. Síðan segir:7*
„Snemma morgininn var Sturla
á fótum ok gekk eftir gólfi.
Sighvatr spurði, hver þar væri.
Sturla nefndi sik.
Sighvatr bað hann ganga í lok-
rekkjuna til sín. Ok er hann kom
þar, tók Sighvatr til orða: „Ekki
þykkir mér þetta svá illa sem ek
læt, ok mun ek um klappa eftir.
En þú lát sem þú vitir eigi.“
Einnig má nefna víg Hafurs
ráðsmanns á Hrafnagili vorið
1222, og látalæti og leikaraskap
Sighvats í því sambandi.81 Það
virðist hafa verið snar þáttur í
fari hans að dylja hugsanir og
áform með blekkingamoldviðri af
ýmsu tagi. Þessi hlið á Sighvati
hygg ég renni stoðum undir til-
gátu mína.
Sagan segir að Sturla hafi dval-
ið skamma stund á Grund. Það
kemur hvergi fram, að hann hafi
átt annað erindi við föður sinn en
að hlýða á þessa bitru og háðsku
ádrepu. Enda er það skoðun mín,
að tilgangurinn með samtali
þeirra feðga hafi fyrst og fremst
verið að draga hulu yfir hlutdeild
Sighvats í valdaáformum Sturlu.
Þetta víðfræga samtal þeirra
feðga barst frá manni til manns,
um allt land, eins og til var ætlast.
Brátt er það orðið alkunna, að með
þeim sé missætti.
Nú gerist það, að Ormur Svín-
fellingur gerir kröfu á fé Kols hins
auðga, sem mun hafa búið á Rang-
árvöllum, telur hann skulda sér
hundrað hundraða, sem var stórfé
í þá daga, en Kolur neitar að láta
laust féð. Kolur þessi var í skjóli
Oddaverja, enda fóstbróðir And-
reass Sæmundssonar. Ormur átti
undir högg að sækja með fjár-
heimtuna, og leitaði til Sturlu um
liðveislu.
Það gegnir furðu, að Ormur
skyldi ekki leita til Gissurar Þor-
valdssonar, sem lá beinast við,
enda hægt í högum fyrir hann að
veita aðstoð. Auk þess voru þeir
Ormur og Gissur systrungar, sy-
nir Þóru eldri og Þóru yngri frá
Þingvöllum. Það er því vel hugs-
anlegt, þótt það komi hvergi fram,
að Sturla hafi átt frumkvæðið, og
boðið liðsemd. Rétt er að geta
þess, að um þetta leyti hafði
Sturla náð vafasömum heimildum
á hálfum Oddastað.
Snemma næsta vor fyrir páska
sendir Sturla tvo menn suður í
Ölfus til Gissurar Þorvaldssonar,
sem þá bjó á Reykjum, til að segja
honum að hann ætlaði um vorið
suður á land að heimta fé Kols
með Ormi. Tók Gissur því vel og
var um samið, að hann færi með
Sturlu austur á Rangárvöllu, ef
hann óskaði. Auk þess tók Gissur
að sér að njósna um viðbrögð
Oddaverja. Hér var nú svo málum
komið, að Gissur var kominn í
bandalag með Sturlu gegn Odda-
verjum. Ef rétt er til getið, er
jafnframt verið að svæfa árvekni
Gissurar, með því að fá hann til
þátttöku í aðför að Oddaverjum,
sem þá voru í litlu vinfengi við
Haukdæli.
Sendimenn Sturlu voru ekki
valdir af handahófi, en það voru
þeir Ketill Þorláksson og Svart-
höfði Dufgusson. Ketill var merk-
ur maður, prestur og síðar lög-
sögumaður. Hann var mágur Giss-