Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
55
Þing Neytendasamtakanna:
Jóhannes Gunnarsson formaður
Fram hefur komið að stjórn
Landsvirkjunar hefur fyrir sitt
leyti hafnað því að senda Alu-
suisse slíkt bréf þar sem tilgreint
yrði raforkuverð til þessarar
stækkunar áður en frá samning-
um um stækkunina yrði gengið að
öðru leyti. Einnig hefur komið
fram og verið staðfest af iðnaðarr-
áðherra að verði af stækkun ál-
bræðslunnar muni hún fá orku úr
Blönduvirkjun, en stækkunin mun
þurfa um 80% af þeirri orku sem
sú virkjun getur framleitt. í þriðja
lagi hefur komið fram að engin
athugun hefur verið gerð á því
hvort það sé þjóðhagslega hag-
kvæmt fyrir íslendinga að reisa
stórvirkjun til þess að auka af-
kastagetu álbræðslunnar í
Straumsvík.
Hér er því kunnuglega á máium
haldið, rasað er um ráð fram og
sömu hastarlegu vinnubrögð
frammi höfð og einkennt hafa
virkjana- og stóriðjusögu okkar
íslendinga með þeim afleiðingum
að iðnaðarráðherra er veitt vald
til þess að leggja næstu stórvirkj-
un okkar í hendur þessa erlenda
auðhrings og ef hann kýs að gera
það þá þýðir það að við verðum
enn háðari Alusuisse um orkunýt-
ingu hér á landi en við þegar er-
um. Jafnframt er þeim stjórn-
málamönnum sem vegna
kjördæmasjónarmiða eða annarra
pólitískra sjónarmiða vildu strax
ráðast í þá dýru fjárfestingu sem
bygging Blönduvirkjunar er, veitt
réttiæting gerða sinna, þvi stækk-
un álversins eða aðrar sambæri-
legar framkvæmdir eru eina hugs-
anlega nýting á orku Blöndu á
næstu árum, þar sem við framleið-
um þegar töluvert meiri orku í
landinu en við getum fyrirsjáan-
lega haft not fyrir sjálf. Til þess
að reisa Blöndu verður að taka
gríðarleg erlend lán og ef virkjun-
in skilar ekki fljótlega arði inn í
þjóðarbúið gæti farið svo að við
kollkeyrðum okkur á þeirri er-
lendu skuldasúpu sem við þegar
sitjum í. Landsvirkjun áætlar verð
á hverri kwst. úr Blöndu sé á bil-
inu 18—20 mill og þá er það
spurningin: Gefur sá orkusölu-
samningur sem við höfum nú gert
við Alusuisse ástæðu til að ætla að
hægt sé að semja við auðhringinn
um að hann kaupi orku Blöndu-
virkjunar á því verði sem kostar
að framleiða hana þannig að
Blanda skili okkur arði? Gefur
samningurinn í heild og öll við-
skipti okkar við Alusuisse frá upp-
hafi tilefni til þess að ætla að það
borgi sig fyrir okkur að eiga aukin
viðskipti við auðhringinn og verða
enn þá háðari honum um orkunýt-
ingu i landinu? Alveg örugglega
ekki.
Arfur Sturlunga
Saga þessa máls, álmálsins, er
um margt merkileg og af henni
má ýmsan lærdóm draga. Einn er
sá að um aldir hafa Islendingar
lítið breyst hvað varðar fram-
göngu sína gagnvart erlendum
valdaaðilum sem sækjast eftir
hlutdeild í gæðum þess lands þar
sem smjör var sagt drjúpa af
hverju strái. í stað þess að standa
saman heilir og óskiptir gagnvart
slíkum aðilum hafa íslendingar
löngum borist á spjótum innbyrðis
og er það háttalag enn í heiðri
haft í landinu. Sú harða rimma
sem nú á sér stað um nýgerðan
samning við Alusuisse er engin
nýlunda. Samskipti okkar við
þetta erlenda fjármagnsvald hafa
jafnan farið fram í farvegi slíks
innanlandsófriðar, þar sem póli-
tísk öfl hafa keppst um að skara
eld að sinni köku. Skiptir 1 því
máli engu hvaða stjórnmálaflokk-
ur heldur um taumana í iðnaðar-
ráðuneyti landsins, ófriðurinn er
sá sami og í skjóli hans hefur Alu-
suisse, rétt eins og Noregskonungi
forðum, tekist að deila og drottna
hér á landi.
Þessi forni og landlægi ósiður
má vera hverju mannsbarni á ís-
landi harmsefni og er mál að linni.
Alþingi íslendinga er sá vettvang-
ur þar sem eðlilegast væri að
freista þess að ná innanlands-
samstöðu um viðskipti okkar við
erlenda auðjöfra eins og Alusuisse
og á sá ráðherra sem fer með
stjórn iðnaðarmála hverju sinni
tvímælalaust að hafa forustu þar
um. En um samstöðu hefur ekki
verið spurt, til þess hafa Sturlung-
ar nútímans verið of uppteknir við
að skylmast hver við annan.
Ef menn vilja einhvern lærdóm
af þessu máli draga þá ætti hann
að vera sá að hvernig sem viðrar í
íslenskum stjórnmálum þá verða
menn að standa saman þegar um
er að ræða óafturkræf viðskipti
við erlenda aðila af þessu tagi, en
gjalda ella varhug við slíkum
viðskiptum í framtíðinni. I þessu
efni eru gríðarlegir hagsmunir í
veði, ekki pólítískir hagsmunir
einstaka stjórnmálaflokka eins og
jafnan hefur verið ofan á, heldur
efnahagslegir hagsmunir lands-
manna allra.
Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir er
aiþingismadur Krennalistans.
Jóhannes Gunnarsson, starfsmaö-
ur Verðlagsstofnunar, var kjörinn
formaður Neytendasamtakanna á
þingi samtakanna sl. sunnudag og
tekur við því starfi af Jóni Magnús-
syni, lögfræðingi. En Jóhannes hefur
setið í stjórn Neytendasamtakanna í
nokkur ár og var varaformaður þeirra
í formannstíð Jóns Magnússonar.
Jóhannes réðist til starfa við
Verðlagsstofnun árið 1980 og er nú
útgáfu- og upplýsingastjóri við
stofnunina. Hann er mjólkurfræð-
ingur að mennt og hafði verið
formaður Neytendafélags Borg-
arfjarðar um tveggja ára skeið áð-
ur en hann hóf störf við Verð-
lagsstofnun. Þá varð Jóhannes
fyrsti formaður Neytendafélags
Reykjavíkur, árið 1982, en lét af því
starfi í vor sem leið.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
Neytendasamtökin halda svona
þing en það fór afar vel fram,“
sagði hinn nýkjörni formaður í
samtali við blm. Mbl. í gær. „Áður
hefur verið um venjulegan aðal-
fund að ræða, en í kjölfar stofnun-
ar neytendafélaganna sátu þetta
þing kjörnir fulltrúar þeirra.
Einn helsti árangur þingsins var,
að samin voru fyrstu drögin að
stefnuskrá Neytendasamtakanna
og er það mikilvægt fyrir þá stjórn,
sem þarna var kjörin, að hafa þau
til að vinna eftir,“ sagði Jóhannes
Gunnarsson.
En meðal meginatriða stefnu-
skrárinnnar má nefna ályktanir
um verndun öryggis og heilsu ein-
staklingsins, vernd gegn vörusvik-
um, að neytendum verði tryggðar
sanngjarnar bætur fyrir gallaða
vöru eða þjónustu og að samtök
neytenda taki þátt í öllum opin-
berum aðgerðum, sem varða neyt-
endur.
Af öðrum málum, sem um var
fjallað á þingi Neytendasamtak-
anna, nefndi Jóhannes m.a. kröfur
um að löggjöf um neytendamál
verði breytt til samræmis við nú-
tíma lifnaðarhætti, afnám hvers
konar einokunar, að komið verði
upp smámáladómstóli og að tekin
verði upp neytendafræðsla í skól-
um.
AÐEINS 2 DAGAR
TIL STEFNU
ÞÉR
FRIÁLST AÐ
VEUA ÞER NYTT OG
BETRA TRYGGINGARFÉLAG,
ER ÞAÐ EKKI?
Þú þekkir auðvitað tilboð okkar um mun lægri iðgjöld
fyrirsömuþjónustu.
Ef þú kemur til liðs við okkur fyrir 1. des. færð þú fullan afslátt.
Hafðu samband strax, við sjáum alveg um skiptin fyrir þig.
Vegna mikilla anna höfum við opið til kl. 19 í kvöld.
TAKTU TRYGGINGU-EKKIÁHÆTTU
inrrnvrriMr m?
Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavík, sími 685588.