Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Minning:
Haraldur Á. Sigurðsson
Fæddur 22. nóvember 1901
Dáinn 19. nóvember 1984
Vinur minn Haraldur Á. hefir
nú kvatt eftir starfsama og litríka
æviferð. Um fjölda ára var hann
einn eftirtektarverðasti og
skemmtilegasti leikari og höfund-
ur landsins. Það var dauður mað-
ur sem Haraldur gat ekki fengið
til að brosa. Og svo var alltaf svo
mikið líf í kringum hann. Hvort
sem hann gekk um götuna eða
mætti i glöðum og góðum hóp fór
hin innri gleði ekki framhjá nein-
um. Það fylgdi honum alla ævi.
Snemma heyrði maður í fjarska
nafn hans og alltaf að góðu getið,
því fyrir utan gleðina sem si-
streymdi frá honum, munu þeir
ekki vera fáir sem nutu góðvildar
hans og hjálpsemi og mér er kunn-
ugt um það að „enginn var fljótari
á örlagastund að aðstoða vin sinn
í raunum". Og að leita ráða hjá
honum var gott. Því kynntist ég
vel.
Við Haraldur kynntumst á
„revíuárum" hans og var mér það
mikil gæfa. Sú vinátta entist
okkur æ síðan og mér fannst oft
og tiðum þegar ég heimsótti
Reykjavík að sú för hefði ekki náð
tilgangi nema hafa hitt þennan
vin og drengskaparmann.
Þau ljós sem hann bar inn i líf
mitt verða alltaf jafn björt og
ljóma ef til vill aldrei skærara en
nú þegar við skiljum, i bili. Þær
eru orðnar margar jólakveðjurnar
frá honum og fjölskyldu hans um
árin og texti þeirra segir til sin.
Alltaf sama heiðríkjan og góður
hugur að baki orðanna. A brúð-
kaupsdegi okkar hjóna barst sú
gjöf frá þeim sem ætíð varir í
gildi.
En þó var vináttan og handtakið
slíkt að það verður munað og
kæmi fyrir að mér þætti erfitt að
fást við viðfangsefni liðandi
stundar þá var gott ráð að hringja
til Haraldar.
Ég man ( Sjálfstæðishúsinu í
kaffitimanum þegar við hittumst
ásamt Brynjólfi, Alfreð og Tóm-
asi. Það voru óborganlegar stund-
ir. Brynjólfur og Alfreð voru leik-
arar af guðs náð og góðir drengir
og það kunnum við Haraldur vel
að meta.
Haraldur var gæfumaður i þess
orðs fyllstu merkingu. Heimili átti
hann sem var honum hjartfólgið.
Kona hans stóð vel með honum og
dóttirin og fjölskylda hennar, afa-
börnin voru honum kær. Það finn
ég glöggt á bréfunum hans. Har-
aldur var þannig af guði gerður að
hann gat ekki eignast óvin og ljós
og lifsbirtu dreifði hann i allar
áttir.
Þessar fáu línur minar eiga að
bera fram þakklæti mitt og minna
fyrir allt það sem hann og fjöl-
skylda voru mér.
Nafn hans mun lengi lifa með
þjóðinni. Hann var ekki í efa um
aðra tilveru. Á landi ljóss og lifs
bíða ný verkefni. Þar mætast vinir
og brosin endurnýjast. Hin góðu
kynni gleymast aldrei. Guð blessi
hann og styrki ástvini hans.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Auðnan hefur ætlað mér það
hlutskipti að njóta samfylgdar
Haraldar Á. Sigurðssonar um góð-
an spöl. Kynni okkar hófust fyrir
aldarþriðjungi, er hann stóð á
fimmtugu en ég á 14. ári. Það var
um borð í „Gullfossi" á leið frá
Reykjavíkur til Leith. Stafaði ein-
hver birta af þessum manni, sem
stendur mér enn ljóslifandi fyrir
hugskotsjónum. Unglingur á
gelgjuskeiði á sjaldnast marga
vini úr hópi fulltíðra, en hér var á
ferðinni maður sem kunni að
hlusta en taiaði hvorki niður til
min né gerði gys að skoðunum
mínum óþroskuðum. Kveikjan að
samræðum okkar var skólabún-
ingur minn, en Haraldur hafði
einmitt stundað nám við sömu
stofnun í Edinborg á öðrum ára-
tugi aldarinnar. Á þeim árum,
sem á eftir komu leiddi ég oft hug-
ann til þessa svipmikla stórmenn-
is og varðveitti ég nafnspjald hans
til minningar. Hafði ég þegar fest
ástfóstri við ísland og þráði það
helzt af öllu að fá að flytjast
hingað til lands. Var engu likara
en að þegar á mig sóttu daprar
hugsanir að mér væri nóg að
handfjatla þennan bréfmiða til að
kalla fram jákvætt viðhorf og
bjartsýni að nýju.
Árin liðu og mér varð að ósk
minni að fá að ganga í skóla á
íslandi. Hér skai ekki tíunduð sú
gleði, sem það varð mér þegar i
ljós kom, að faðir þeirrar stúlku
sem ég felldi hug til væri fornvin-
ur minn og trúnaðarmaður, Har-
aldur Á. Sigurðsson. Hvort sú
ánægja hafi verið gagnkvæm frá
öndverðu skal ósagt látið, en frá
þeirri stundu þróaðist vinátta og
samstaða sem hefur verið bak-
hjarl minn og grundvöllur ham-
ingjunnar til þessa dags.
Svo fjölþættur var persónuleiki
Haraldar Á. og störf hans svo
margháttuð á langri göngu, að það
er ekki unnt að gera þau skil i
stuttri þakkargjörð. Allt i senn
var hann leikari, rithöfundur,
safnari, heimspekingur, náttúru-
unnandi, veiðimaður, félagsvera
og verzlunarmaður en þó umfram
allt mannvinur, sem öllum vildi
vel. Hann kunni vel við þá samlik-
ingu, sem vinur hans Tómas Guð-
mundsson gerði á þessum heimi og
gistihúsi og áleit það hlutverk sitt
að fegra hótel Jörð og gera sam-
gestum sinum dvölina sem
ánægjulegasta. Að þessu marki
miðuðu öll hans störf.
Hann var burðarás i leiklistar-
lífi landsins i hartnær þrjá ára-
tugi og stefndi ætíð að því
skemmta þeim, sem Thaliu vildu
dýrka. í hlutverki náttúruunnand-
ans og veiðimannsins var um-
gengni hans við land sitt til slikr-
ar fyrirmyndar, að hann skildi
ævinlega við það fegurra og betra
en áður. Veiðimagn var aldrei
takmark Haraldar heldur sam-
vistin við sköpunarverkið. Ber
skógarlundur sá, sem Haraldur
gróðursetti og hlúði að á jörð sinni
að Litlu Drageyri i Skorradal
natni hans og þolinmæði fagurt
vitni.
Snyrtimennska var honum í
blóð borin og virtust frímerkja-
safn hans, rit- og bókhaldsstörf
frekar unnin til að skila fallegri
heildarmynd á löngum tima en að
þjóna öðrum, auðsærri tilgangi.
Ráðvendni Haraldar Á. var slík að
hann mátti aldrei vamm sitt vita í
skiptum við aðra menn og ætlaði
hann jafan öðrum jafn göfuga
framkomu. Hinn gullna regla að
koma svo fram við aðra eins og
hann vonaðist til að komið yrði
fram við sig sat í fyrirrúmi. Varð
hann stundum fyrir vonbrigðum
þegar samferðarmennirnir brugð-
ust þvi trausti, sem hann sýndi
þeim með þessum hætti en naut
þess samt að lifa sáttur við lifið og
samvizku sina.
Þótt kunningjar Haraldar Á.
skiptu hundruðum var hann sjálf-
ur sér nógur um flest. Einn vin
átti hann þó, sem gæddi tilveru
hans tilgangi og gieði en það var
eiginkona hans, Guðrún ólafia,
sem kölluð er Ollý af öllum vinum
þeirra hjóna. Taldi hann brúð-
kaupsdag þeirra, hinn 6. júní 1939
til sinna mestu happadaga og
dóttirin Þórdís, sem hún ól hon-
um, þá mestu gjöf, sem honum var
gefin á ævinni. Honum leið vel i
faðmi fjölskyldunnar og vildi litið
láta á sér bera. Hér kann að virð-
ast að skökku skjóti við, þegar
minnst er manns sem um áratuga-
skeið hafði lifsframfæri sitt af að
koma fram opinberlega, en stað-
reyndin er sú að þorri beztu verka
hans, andlegra sem veraldlegra,
voru gerð í skjóli nafnleyndar.
Bækur samdi hann og gaf út undir
dulnefninu „Hans klaufi". Hann
kaus að laða til sin hina hæfustu
menn á hverjum tíma til að semja
þær revijur, sem mestu gengi áttu
að fagna en leyndist sjálfur i hópi
höfunda. Þeir eru æði margir, sem
staðið hafa frammi fyrir óleysan-
legum vanda og fengið, að þvi er
virtist, lausn af himnum ofan, án
þess að gruna að bak við tjöldin
hafi staðið velgjörðarmaður
landsþekktur. Hann var einn af
frumherjum Lions-hreyfingarinn-
ar á íslandi og helgaði hann þeim
félagsskap krafta sina alla i upp-
hafi. Fann hann þar vettvang til
að láta gott af sér leiða í hópi
framkvæmdamanna, þar sem
vinnuframlag einstaklinganna
kom þjáðum til heilla en félaginu
til heiðurs.
Hlutverki Haraldar Á. Sigurðs-
sonar á jörðu er lokið. Hann vissi
sjálfur að innan tíðar tæki við
nýtt hlutverk í nýjum heimi og
hlakkaði til þess verkefnis. Á
langri vegferð náði hann að miðla
öðrum af þeirri gæsku, sem var
honum eiginleg. Með framkomu
sinni, háttvisi og góðu fordæmi
vísaði hann öðrum leiðina til
þroska. Þakklátur er ég forlögun-
um fyrir að hafa fengið að njóta
vináttu hans og leiðsagnar þetta
lengi. Jafnþakklátur er ég þeim
hjónum Ollý og Haraldi fyrir að
hafa veitt mér svo góðar móttökur
í fjölskyldu þeirra, um leið og
einkadóttirin tók bónorði mínu.
Ekki sist er ég fegin að börnin
okkar þrjú skyldu ná að kynnast,
og væntanlega að mótast að
nokkru, af afa sínum.
í Guðs orði stendur: „Góður
maður ber gott fram úr góðum
sjóði hjarta síns.“
Þannig var hér ævisagan.
John Aikman
Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór
Fyrir tæpum þrjátíu árum fékk
Haraldur Á. Sigurðsson nokkra
mæta menn í lið með sér og stofn-
+
Elginkona mln,
ÁSLAUQ LÖWE,
Grenimal 29,
Raykjavlk,
lést aö heimill sinu, þrlöjudaginn 27.nóv.
Ragnar Sigurösson.
t
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÖGMUNDUR HANNE8SON,
Stóru-Sandvlk,
lést i Landspitalanum mlövikudaginn 28. nóvember.
Hrsfna Gfsladóttir,
Gisli ögmundsson, Maria M. Jónsdóttir,
Magnús ögmundsson, Anna K. Siguröardóttir,
Ari Péil ögmundsson, Rósa J. Guömundsdóttir,
+
Elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GÍ8LI GUDBJÖRNSSON,
fré Fagurhóli,
Hellissandi,
lést 26. þ.m. á Landakoti.
Kristjénsina Elimundardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför móöur okkar,
ÁSGERÐAR ÞORGIL8DÓTTUR,
Kalastööum, Hvalfjaröarströnd,
fer fram frá Hallgrimskirkju f Saurbæ laugardaginn 1. desember
kl. 14.00.
Synir hínnar létnu.
+
PÓRUNN GUOBRANDSDÓTTIR,
Loftsölum,
Mýrdal,
veröur jarösungin frá Skeiöflatarkirkju laugardaginn 1. desember
kl. 9. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni sama dag kl. 9.
Systkinin.
+
Sambýliskona min, móöir okkar og dóttir,
JÓNÍNA ÁRMANNSDÓTTIR,
andaöist aö heimili slnu, Þórufelli 6, laugardaginn 24. nóvember.
Jarösunglö veröur frá Kotstrandarkirkju, ölfusi, laugardaginn 1.
desember kl. 2. e.h.
Lérus Róbertsson,
Margrét Helgadóttir,
Árni GunnarRóbertsson,
Hafsteinn Róbertsson,
Guömunda Margrét Gunnarsdóttir,
Ármann Bjarnason.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og systir,
ÞÓRUNN JÓHANNA STEFÁN8DÓTTIR,
Langholtsvegi 37,
sem lést aö kvöldi 21. nóvember veröur jarösungin frá
Fossvogskirkju föstudaglnn 30. nóvember kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Svanhildur Sigtryggsdóttir,
Ómar 8igtryggsson.
+
Eiginmaöur mlnn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
OTTI VILBERG JÓN88ON
reiöhjólasmiöur,
Dalseli 6,
veröur jarösunglnn frá Frikirkjunnl I dag, flmmtudaginn 29.
nóvember, kl. 15.00.
Rigmor H. Jónsson,
Guóbjörg A. Ottadóttir, Gunnar Guömundsson,
Jón V. Ottason, Alma Magnúsdóttlr,
Edda Ottadóttir, Kristmundur Sigurösson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaöur minn.
MARTEINN EINAR8SON,
Álfaskeiði 37,
Hafnarfirói,
veröur jarösunginn frá Þjóöklrkjunni I Hafnarfiröi föstudaginn 30.
nóvember kl. 13.30.
Sigrún Björnsdóttir.