Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 61

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 61 — Nýlega söng ég sænskt og finnst prógram inn hjá útvarpinu sem ekki hefur enn verið flutt. Vonandi gefst mér tími til að halda opinbera tónleika núna eftir áramótin því það hefur verið svo lengi á döfinni. Meiningin er síðan að fara til Færeyja á næstkom- andi ári og hald þar tónleika. Það eru svo vissir hlutir sem maður er að velta fyrir sér en er of fljótt að segja frá enn sem komið er. Karlmenn vilja aö konur bjóöi þeim út Mönnum er ekkert gefið um konur sem þeir þurfa að hafa fyrir að næla sér í. Þeir vilja miklu heldur konur sem gefa skýrt til kynna að nánari kynni væru góð hugmynd, eða jafnvel ríða á vaðið og bjóða herrunum út. í könnun sem nýlega var gerð í Bandaríkjunum var nokkur fjöldi karlmanna spurður hvernig þeir myndu bregðast við ef stúlka sem þeim líkaði við myndi bjóða þeim út. 95% mannanna sögðust hik- laust myndu fara með þeirri stúlku út. Aftur á móti voru þeir einnig spurðir hvernig þeir myndu bregðast við ef stúlkan biði alltaf eftir því að maðurinn ætti frum- kvæðið og 4% sögðust vilja bjóða henni út. Þessi könnun var gerð af Charlene L. Muehlenhard aðstoð- arprófessor við Texas . A&M- háskólann. Ekkja Howard Hughes á nóg af dollurum Terry Moore heitir þessi ekkja og er 52 ára gömul. Hún er víst efnuð í meira lagi því eiginmaður hennar, How- ard Hughes, er margir muna eftir, átti nóg af dollurum. Síð- ustu tekjur hennar hafa þó runnið inn af bók hennar um lífið með Hughes sem heitir „The Beauty and the Billion- aire“ eða Fegurðardísin og milljónamæringurinn. Og tií þess aö bókin seldist vel lét Terry mynda sig fáklædda eins og myndin sýnir í Playboy- tímaritið því eins og hún sagði: „Eldri konur eru líka fallegar." JÓLIN NÁLGAST Hefur búið til meira en þúsund jólasveina Jólasveinar einn og átta ... Þeir eru nokkuð margir jólasveinarnir, sem Pelle Svenningsen hefur búið til um ævina. Jólin nálgast óðum og eflaust eru þær margar húsmæð- urnar sem farnar eru að huga að jóladóti, taka til að- ventukransinn, sauma út dúka, strengi og jafnvel föndra. Pelle Svenningsen, dönsk húsmóðir, er allavega búin að taka fram sitt jólaföndur en í húsinu hennar eru nú fleiri en eitt þúsund jólasveinar sem hún hefur búið til undanfarin tuttugu ár. Jólasveinarnir eru af öllum gerðum, frá nokkrum senti- metrum á lengd og upp í 1 metra háir. Hún segir að nú eftir að dóttir þeirra hjóna er farin að heiman og maðurinn í vinnunni allan daginn situr hún heima og föndrar jólasveina, gamla, unga, litla og stóra. ER ÞINN BILL . KLAR IVETURINN? VETRARSKOÐUN í 38 ATRIÐUHIFYRIR SKOQA ALFAROMEO CHRYSLER Vélarþvottur Stilltir ventlar Platínur stilltar eða skipt um Ath. kveikjuhamar Ath. kveikjulok Mældir kveikjuþræðir kveikja smurð Kerti ath. Skipt ef þarf Stilltur Plöndungur Hreinsuð eða skipt um Pensínsíu Hreinsuð eða skipt um loftsíu Mæld hleðsla Vélarstilling Ath. bensínslöngur Ath. viftureimar Smurð vatnsdæla Mældur frostlögur Ath. þéttingar kælikerfis Mæld vélarolía Ath. vélarþéttingar Mæld gírkassaolía Ath. gírkassaþéttingar Mældur rafgeymir Hreinsuð geymasambönd Stillt kúpling Smurð kúölingslega Mældur hemlavökvi Ath. hemlar Ath. handhemill Ath. höggdeyfar Ath. stýrisgangur Smurð bensíngjöf Ath. bensíninnsog Ath. þurrkublöð Ath. rúðusprautur Ath. hjólbarðar Ljósaskoðun Reynsluakstur VERÐ M. SÖLUSKATTI: 0SKODA KR. 1.650 £///(/■> J?í///íí'- KR. 2.200 KW 4 CYL. KR. 1.650 6 CYL. KR. 1.900 |<-|imsi.i-:ii| 8 cyl. KR. 2.200 0 JÖFUR HF NÝBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SIMI 42600 Þora Dal auglysingaslofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.