Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 66

Morgunblaðið - 29.11.1984, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 ást er ... ... aö lofa hxmum aö grobba svolítiö TM Raa. U.S. Pit. On.-aD rtghts raMrvad •1984 Loa Angatas Tlmas Syndtcate Umrædurnar ætla að verða með skemmsta móti að þessu sinni! Ofsalega er mamma saet að borga svona rómantíska báts- ferð! Það er mjög brýnt að slökkvilið sé ávallt í viðbragðsstöðu til þess að sem skemmstur tími líði þar til hjálp berst Stefán Sæmundsson vill fá að vita hver sé á vakt fyrir slökkvilið Reykjavíkurflugvallar. Hver er á vakt? Fyrir nokkrum dögum brann flugvél á Reykjavíkurflugvelli og slapp flugmaðurinn með skrekk- inn og sviðnar buxnaskálmar. Almennt eru flugmenn ekki í kafarabúningum, en vera má að í þessu tilfelli hafi einmitt það skipt sköpum hversu vel tókst til. Ekki eru allir flugmenn jafn reyndir og mjög misjafnlega undir það búnir að bjarga sér úr brenn- andi flugvél, þess vegna er mjög brýnt að slökkviliðið sé ávallt í viðbragðsstöðu til þess að sem skemmstur tími líði þar til hjálp berst. Við þjálfun orrustuflugmanna telst björgun vera innan 20 sek- úndna frá því að elds verður vart, þannig að ljóst er að hver sekúnda skiptir verulegu máli. Það kom flestum á óvart þegar spurðist að í áðurnefndu tilviki á Reykjavíkurflugvelli hefði slökkviliðið ekki orðið eldsins vart heldur hefðu starfsmenn Kynnis- ferða á Loftleiðahótelinu brugðið skjótt við og látið vita. Spurning vaknar með flugmönnum um það hver sé á vakt fyrir slökkviliðið hverju sinni? Það er kunnara en frá þurfi að segja að ef grunur leikur á því að ekki sé allt með felldu hvað snert- ir lendingarbúnað eða öryggisbún- að flugvéla, þá velja flugmenn Keflavikurflugvöll til lendingar sé þess nokkur kostur. Líklegt má þvi telja að viðfangsefni slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar beri að án mikils fyrirvara. Setjum svo að vegna gáleysis eða jafnvel vegna' íkveikju, þurfi að ná sambandi við slökkvilið Reykjavíkurflugvallar. Hvaða leið yrði fyrir valinu? Ef marka má viðbrögð starfs- manna Kynnisferða, þá hljóp einn þeirra yfir að slökkvistöð frá Hót- el Loftleiðum, á meðan annar hringdi á slökkviliðið í Reykjavík. Það skyldi þó aldrei vera að eng- inn beinn simi sé á slökkvistöð Reykjavíkurflugvallar, aðeins millisamband frá skiptiborði Flugmálastjórnar? Og getur hugs- ast að ekkert talstöðvarsamband sé við slökkvistöðina nema með boðum gegnum flugturninn? Ef marka má viðbúnað á tveim stöðum öðrum á landinu þar sem flugvellir eru, Keflavík og Vest- mannaeyjum, þá er alltaf slökkvi- liðsbifreið stödd við flugbraut þegar umferð er um vellina, og vonandi er eldhætta ekki meiri á þessum stöðum en í Reykjavík. Einhver fræddi mig á því að að- alstarf slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli væri að fyrirbyggja eldsvoða en ekki slökkva eld. Ef flugmaður áðurnefndrar flugvélar sem brann staðfestir að mikil bensíngufa hafi verið í flugvélinni vegna leka, rétt áður en óhappið varð, væri þá e.t.v. ástæða til að kanna umbúnað aukaeldsneytisgeyma í flugvélum sem hingað koma á leið sinni yfir Atlantshafið, og hverjum ætti helst að fela slíkt eftirlit? Stefán Sæmundsson Ólíkt hafast stórveldin aö Húsmóðir skrifar: Nú finnst mér vera fokið í flest skjól fyrir frelsi og lýðræði þegar forsætisráðherra Dana leggur til, að bætt verði samskipti við Aust- urveldin, án þess að þau létti nokkuð á kúgun sinni, hvorki í Rússlandi, PóIIandi eða annars staðar þar sem Rússar ráða. Allir muna hvernig síðasta stríði lauk. Lýðræðisríkin sameinuðust til að koma á lýðræði í Þýskalandi og nasistarnir féllu á illverkum sín- um. Glæpir þeirra voru þó bara brot af ógnarstjórn kommúnist- anna í Rússlandi. Það voru bara 6 milljónir Gyðinga sem útrýmt var á móti 30 milljónum bænda, sem allir liðu hungurdauða tii þess að Stalín gæti komið á fót samyrkju- búum og aukið vopnaframleiðsl- una. Hér er aftur verið að sýna Önnu Frank, leikrit sem lýsir baráttu Gyðinga við böðla sína, en leikrit Solzhenitsyn sem lýsir lífinu í þessum helbúðum hefur ekki einu sinni verið þýtt á íslensku og er þó eina leikritið sem skrifað hefur verið í heiminum af manni, sem sjálfur varð að lifa í þessum búð- um. Hvað lengi ætla þeir, sem fara með menningarmál í landinu að hylma yfir glæpi rússneskra stjórnvalda? Gerður var friðarsamningur sem heitir Jaltasamningurinn og eftir honum er svo heiminum skipt í tvennt og kallast áhrifa- svæði Rússa og Bandaríkjamanna. Hvernig nota svo þessi stórveldi áhrif sín? Kremlverjarnir byrjuðu á því að blóðmjóika löndin, sem „þjóðfrelsiskommúnistarnir“ gáfu Stalín og öll utanríkisviðskipti þeirra eru enn í dag í þeirra hönd- um og líka herstjórnin í Póllandi. Hvenær hafa ráðamenn í Banda- ríkjunum fært sér í hag utanrikis- verslun Vesturlanda? Erum við til dæmis kúguð til þess að afhenda framleiðsluvörur okkar á því verði sem forseti Bandaríkjanna ákvarðar og brauðfæða Vestur- veldin almenning í Bandaríkjun- um og þurfa þau að ofsækja kommúnista í þessum löndum af því að þeir eru að berjast á móti frelsi og lýðræði? Vilja nú ekki innrætingarkennararnir gera svo vel og gera samanburð á þessu, svo að unglingarnir geti fundið „30 milljónir bænda liðu hungur- dauða til þess að Ntalín gæti komið á fót samyrkjubúum og aukið vopna- framleiðsluna,“ segir húsmóðir í bréfi sínu. mismuninn. Heimurinn á heimt- ingu á því, að kommúnisminn verði liðinn undir lok árið 2000 eftir Krist, eða eigum við að búa við það, að Nigaragua verði annað Suður-Víetnam, þar sem ekkert nágrannaríki er látið í friði og verkamennirnir verði sendir til Síberíu til að fá 40% kaup en Kremlverjarnir fái 60% upp í kostnaðinn við vopnasendingar til Sandinistanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.