Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 ftC£AAIin © 1984 Umversal Press Syndicate 7-/fe „J-lcmn e.r dáiitib kc*uc^a.dí>lyrk.uk" HÖGNI HREKKVlSI HOND/M IEIDIST AD &ÍDA HÉR.'a 3lLASve£>INÚ 'A MBPAKi Eö VfKSí-A." „Mér finnst bæði sjálfsagt og eölilegt, að foreldrar eigi val um það, hvort börn þeirra eru hjá dagmæðrum eða á dagheimilum,“ segir Ingibjörg Sólraun Gísiadóttir í grein sinni. Kasta ekki rýrð á dagmæður Kæra dagmóðir og móðir! 1 Velvakanda sl. þriðjudag skrifaðir þú skeleggt bréf um dag- vistarmál. í bréfinu svarar þú m.a. „gagnrýni frá Kvennalistakonu úr útvarpi og Mbl.“ á dagmæður. Ég geri fastlega ráð fyrir að skeytum þínum sé beint til mín, þar sem ég var nýlega í útvarpi að ræða dag- vistarmál og á svipuðum tíma birtist í Mbl. útdráttur úr ræðu, sem ég hélt um sama efni á síð- asta borgarstjórnarfundi. Af bréfi þínu er ljóst að skoðanir mínar á dagvistarmálum hafa ekki komist nægilega vel til skila í þessum tveimur fjölmiðlum og því langar mig til að svara nokkrum atriðum sem fram koma í máli þínu. í upphafi bréfs þíns spyrð þú hvers vegna borgaryfirvöld geri ekki „samning við dagmæður sem geri þær að borgarstarfsmönnum" og spari þannig stórfé í almanna- þágu? Þér að segja þá er komið á annað ár síðan fulltrúi Kvenna- framboðsins í Félagsmálaráði gerði það að tillögu sinni, að þær konur sem sinna dagmóðurstarfi sem föstu starfi yrðu gerðar að borgarstarfsmönnum og þannig komið meiri festu á þetta kerfi en nú er. Var þá skipuð nefnd, sem Kvennaframboðið á því miður ekki fulltrúa í, í samráði við stjórn Félags dagmæðra, en sú nefnd Þessir hringdu . . íslenskt fyrir ameríska Steingrímur Haraldsson hringdi: Nú er loksins farið að selja ís- lenskt lambakjör á Keflavíkur- flugvelli, þ.e. fyrir starfsmenn Bandaríkjahers. Mig langar til að vita hvert framhaldið verður. Verður látið nægja að hafa þess- ar tvær frystikistur í matvöru- markaðinum, eða verður meira að gert? Er þetta upphafið að aukinni sölu íslenskrar vöru þarna? hefur enn ekkert látið frá sér heyra. Þess vegna hlýt ég bara að taka undir þessa spurningu þína og bíða svars. Ég get hins vegar ekki tekið undir þá skoðun þína að þessi til- högun komi í staðinn fyrir dag- heimili og leikskóla og því eigi að hætta byggingu þeirra. Mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að for- eldrar eigi val um það hvort börn þeirra eru hjá dagmæðrum eða á dagheimilum. Börn eru misjöfn eins og annað fólk og það getur hentað einu barni sem öðru mis- líkar. f dag eigum við foreldrar ekkert val og vistunarmál barna eru meira að segja á svo miklu flæðiskeri stödd, að í sumum hverfum borgarinnar er engar skráðar dagmæður að fá. Ég er þeirrar skoðunar að börn eigi skil- yrðislausan rétt á samastað í til- verunni meðan foreldrarnir vinna fyrir þjóðartekjunum, og við eig- um ekki að sjá eftir skattpening- unum í þeirra þarfir. Þú segir í brefi þínu að ég hafi látið í það skína „að það sé ætíð dagmömmunnar sök ef börn eru stuttan tíma á sama stað“. í út- varpinu nefndi ég það sérstaklega að 65% þeirra barna sem dvelja hjá dagmæðrum eru innan við sex mánuði hjá sömu dagmóður. Ég sagði jafnframt að mér þætti það Matur fyrir aldraða Ragnheiður Jónsdóttir hringdi: Mig langar til að koma á framfæri skilaboðum til félags- málaráðs. Þannig er, að á Dal- braut og í Lönguhlíð geta aldr- aðir fengið keyptan mat á mjög góðu verði, en í vesturbænum er ekkert slíkt. Það er langt að fara fyrir aldraða úr vesturbænum að sækja mat alla leið á Dalbraut eða enn lengra. Þessi þjónusta er mjög hagkvæm og því væri mjög gott að fá hana í vesturbæinn, enda býr mikið af öldruðu fólki þar. Mig langar því að beina þeim tilmælum vinsamlega til félagsmálaráðs að það beiti sér fyrir því að aldraðir í vesturbæ verði ekki lengur afskiptir hvað þetta varðar. segja sína sögu um það hversu ótryggt þetta kerfi væri. Ekki trúi ég því að foreldrar þessara 65 pró- senta séu í eilífum flutningum né heldur að þeir þvæli börnum sín- um úr einni vistun í aðra ef barnið unir hag sinum vel. Ég held að ástæðurnar séu margar og mis- munandi og ég get nefnt nokkrar. Dagmóður gefur fundist barn erf- itt og ekki treyst sér til að hafa það, sem er mjög skiljanlegt ef hún hefur engan sér til aðstoðar. Börnum lyndir misvel við fólk rétt eins og fullorðnum og ef barn er ekki ánægt þurfa foreldrar að leita annarra leiða. Sumar dag- mæður sinna starfinu aðeins tímabundið meðan þær eru sjálfar bundnar yfir eigin börnum en hætta þegar aðrir kostir bjóðast. Sumar konur byrja sem dagmæð- ur en þeim líkar ekki starfið og hætta. Og svona mætti lengi telja. Dagmæður eru því ekki besti val- kosturinn fyrir allan þann fjölda sem þarf að treysta á örugga vist- un þó hann geti vissulega hentað ýmsum. Þegar ég segi þetta, þá er ég ekki að kasta rýrð á þann fjölda dagmæðra sem sinna starfi sínu af alúð og. hafa gætt ótrúlegs fjölda barna á undanförnum ár- um, sem annars hefðu enga gæslu haft. Dagmæður geta bara ekki leyst þann dagvistunarvanda sem skapast hefur með aukinni at- vinnuþátttöku kvenna. Þær eiga heldur ekki að leysa ríki og sveit- arfélög undan sinni ábyrgð. Um- ræða mín um þessi mál á opinber- um vettvangi hefur fyrst og fremst haft það að markmiði að fá stjórnvöld tilþess að viðurkenna sína ábyrgð og axla hana. Ég gæti skrifað langt mál enn um dagvistarmál og ýmislegt fleira sem þú minnist á í bréfi þínu, s.s. tíð mannaskipti á dag- vistarstofnunum sem auðvitað standa í beinu samhengi við það vanmat á hefðbundnum kvenna- störfum sem hvarvetna er ríkj- andi. Ég reikna hins vegar með að plássinu í Velvakanda séu tak- mörk sett og því hvet ég þig, og aðrar konur sem áhuga hafa, til að koma við í Kvennahúsinu á Hall- ærisplaninu eða hringja í okkur borgarfulltrúa Kvennaframboðs- ins og rekja úr okkur garnirnar um afstöðu okkar og gerðir í borg- armálum. Með kærri kveðju frá borgar- fulltrúa og móður sem á barn í vistun hjá gætri dagmóður. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.